Morgunblaðið - 23.07.1993, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.07.1993, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 1993 15 Lyklar afhentir SNORRI Árnason sölumaður hjá Heklu afhendir Bjarna lyklana að nýju vélinni og Fannar sonur Bjarna fylgist með. Ný traktorsgrafa komin á markaðinn NYLEGA afhenti Hekla hf. fyrstu traktorsgröfuna af nýrri gerð, Caterpillar 436B og kaupandi er Bjarni Pálsson á Blönduósi. Helstu breytingar og nýjungar í bætt, rafali stækkaður o.fi. Þá hefur þessum nýju B-gerðum af Caterpillar laginu á gröfuarmi verið gerbreytt, .traktorsgröfum eru meðal annars að er það nú hliðstætt því sem gerist á aflvél er af nýrri gerð (Cat 3054) stórum beltaskurðgröfum. Allir þess- og er hún aflmeiri en áður. Einnig ir þættir stórauka afkastagetu tækis- hefur afkastageta vökvakerfisins ins. verið stóraukin, hemlakerfi endur- (Fréttatilkynning.) Laugarásbíó opn- að eftir breytingar Helgarfrí með Bernie II frumsýnd LAUGARÁSBÍÓ verður opnað á ný eftir breytingar i kvöld, föstu- dag og frumsýnir kvikmyndina Helgarfrí með Bernie II. Weekend at Bernies II hefst dag- inn eftir að fyrri myndinni lauk. Eft- ir að hafa iifað af bijáluðu helgina hjá Bernie á Hampton-eyju, koma Larry og Richard aftur til New York. Þeir skiia Bernie í líkhúsið og er þeir koma í tryggingarfyrirtækið til að gefa skýrslu um atburði, komast þeir að því að þeir hafa verið reknir. Fyrirtækið grunar þá um að hafa hjálpað Bernie að draga undan þess- ar 2 milljónir dollara og hefur ráðið rannsóknarmann til að elta þá þar til þeir framselja peningana. Með lykil af öryggishólfi í banka á Jómfrúreyjum í fórum sínum, ræna þeir Bemie úr líkhúsinu. Þeir vita ekki um tilvist Mafíunnar en hún hefur sínar áætlanir um afdrif Berni- Atriði úr myndinni Helgarfrí með Bernie II. e’s. Þá upphefst mikill eltingarleikur þar sem hinn steindauði Bernie er í fararbroddi, segir í fréttatilkynningu frá bíóinu. Gunnar Birgisson stjórnarformaður LÍN Námstími í Þýskalandi til sérstakrar skoðunar NÁMSMENN í Þýskalandi hafa varað fólk við að halda til náms í því landi. Opinberar upplýsingar skólanna um námstíma séu vart marktækar en lánareglur Lánasjóðs íslenskra námsmanna, LIN, taki ekki tillit til þessa. Gunnar Birgisson stjórnarformaður LIN segir að þeir hjá lánasjóðnum viti af þessu vandamáli og séu að leita lausna. Fjórir námsmenn í Karlsruhe í Þýskalandi birtu í Morgunblaðinu í gær, 22. júlí, „Viðvörun til þeirra sem hyggja á nám í Þýskaiandi." í þessari blaðagrein eru íslending- ar sem hyggja á nám erlendis varaðir við að stefna til Þýska- lands. Námsmennirnir greina frá því vandamáli að í þýskum háskól- um er uppgefin opinber námslengd hverrar greinar, eða „Regelstudie- zeit“, í mörgum tilvikum langt frá því að eiga við rök að styðjast. „Heildarnámstíminn hjá afbragðs þýskum sem og íslenskum náms- mönnum er þar af leiðandi oft töluvert lengri en sá sem gefinn er upp,“ segir í Morgunblaðsgrein- inni. Námsmennirnir í Karlsruhe segja að með nýjum reglum LÍN hafði verið hætt að taka tillit til þessa misræmis og Lánasjóðurinn miðaði nú nauðsynlega námsfram- vindu við hina opinberu náms- lengd. Námsmennirnir telja líklegt að orsakir fýrrgreindar viðhorfs- breytingar Lánasjóðsins sé að finna í þeim sparnaði sem stefnt sé að í ríkisbúskapnum. „Afleið- ingin er hins vegar sú að tekið er fýrir frekara nám íslendinga í Þýskalandi,“ segja greinarhöfund- ar. Leitað lausna Gunnar Birgisson formaður stjórnar Lánasjóðs íslenskra •námsmanna sagði stjórn sjóðins vera kunnugt um þetta vandamál og málið væri í sérstakri skoðun. Gunnar sagði það rétt að Lána- sjóðurinn lánaði samkvæmt skipu- lagi skóla varðandi lengd náms- tíma. Þetta gilti um Þýskaland eins og um önnur lönd. Þeim hjá Lánasjóðnum væri hins vegar kunnugt um að skipulag skóla í Þýskalandi stæðist ekki að því leytinu að námsmenn væru lengur í námi heldur en skipulagið gerði ráð fýrir. Gunnar sagði þá hjá Lánasjóðnum hafa leitast við taka tillit til þessa að vera liðlegir. Gunnar benti á að yfirleitt væri affarasælast að reglur væru skýr- ar og einfaldar. Frávik og sérregl- ur væru viss hætta, slíkt gæti undið upp á sig og það gæti orðið erfitt að stöðva slíka þróun. En stjórnarformaður LÍN ítrekaði og lagði áherslu að þetta mál væri nú skoðað og leitað lausna. Tillögur um aðstoð fyrir efnaiítið fólk í bígerð SAMTÖKIN Ný framtíð, sam- tök um mannréttindi, hyggj- ast á næstunni stofna starfs- hópa sem gera eiga tillögur um ýmis konar aðstoð fyrir efnalítið fólk. Að sögn Guð- björns Jónssonar, forsvars- manns Nýrrar framtíðar, munu hóparnir gera tillögur um að sett verði lög um ókeyp- is lögfræðiaðstoð fyrir efna- litla. „Núverandi lagaheimild um nauðasamninga einstakl- inga er yfirleitt ekki fram- kvæmanleg, vegna fjárskorts þeirra sem þessarar þjónustu þarfnast," segir Guðbjörn. Hóparnir munu einnig vinna að gerð tillagna um hvernig samræma megi vinnureglur lánastofnana, þ.e. Húsnæðis- stofnunar og Lífeyrissjóða við skuldbreytingar. Þá verður skipulagður þrýstihópur til að fylgja eftir lagasetningu um greiðsluaðlögun á haustþingi Alþingis. Einnig er fýrirhugað að mynda starfshópa til að vinna að gerð tillagna um ýmis rétt- indamál atvinnulausra. Fjölbreytt dagskrá í þjóðgörðum í Jökulsárgljúfrum og Skaftafelli ÞJÓÐGARÐARNIR í Jökulsárgljúfrum og Skaftafelli bjóða í sumar upp á fjölbreytta dagskrá, einkum um helgar. Á dagskrá eru göngu- ferðir undir leiðsögn landvarða og börnum er boðið í barnastundir. Áhersla er lögð á að fólk geti dvalið í ró og næði á tjaldsvæðum þjóð- garðanna og á að ríkja þar næturró milli kl. 23 og 7. í þjóðgarðinum í Jökulsárgljúfrum verður farið í stutta og létta göngu- ferð í Vesturdal föstudag kl. 20, gengið verður í Eyjuna, plöntur skoð- aðar og ýmislegt fleira. Á laugardag verður farið í fuglaskoðunarferð kl. 12 úr Vesturdal. Gengið verður suð- ur með Jökulsá, framhjá Karli og Kerlingu og að Kallbjargi. Þaðan verður gengið um Svínadal og til baka í Vesturdal. Þessi ganga verður um 4-5 klst. löng. A laugardag kl. 17 verður svo_ farið í stutta göngu- ferð um botn Ásbyrgis. Á sunnudag- inn verða bamastundir kl. 11 bæði í Vesturdal og Ásbyrgi. Farið verður í leiki, sagðar sögur og náttúran skoðuð. í þjóðgarðinum í Skaftafelli verður gönguferð kl. 14 á föstudag. Gengið verður upp að Svartafossi og á Sjón- arsker en síðan verður gamli Selbær- inn skoðaður. Fræðst verður um sögu byggðar í Skaftafelli og þá sem þar hafa búið. Á laugardag kl. 13 verður gengið upp að Svartafossi, yfir Aust- urheiði og að Sjónarpípu, en þaðan er stórkostlegt útsýni yfir Skaftafell- sjökul, Hvannadalshnúk og austur í sveit. Bamastund verður á laugardag kl. 14, farið verður í stutta göngu- ferð, náttúran skoðuð og farið í leiki. Á sunnudag kl. 14 verður Auraslóð gengin inn að Skaftafellsjökli, fjallað verður um sögu gróðurs á svæðinu og plöntur skoðaðar. Einnig verður barnastund kl. 14 á sunnudag með stuttri gönguferð, náttúruskoðun og leikjum. Pesci og Barbara Hershey í hlutverkum sínum í Einkaspæjaranum. Bíóborgin sýnir kvik- myndina Einkaspæj arann BÍÓBORGIN hefur tekið til sýninga myndina Einkaspæjarann „The Puplie Eye“ með Joe Pesci í aðalhlutverki. Vel sóttar sýningar í Geysishúsi MIKIL aðsókn er að sýningunni „Útivist og stígar" og „Sjósókn og sjávarfang", sem eru í Geysis- húsi, Aðalstræti 2 og Vesturgötu 1. Jóna Einarsdóttir, harmonikku- leikari, í sjómannsklæðum leikur fjörug sjómannalög í Halakotsbátn- um á föstudag og laugardag kl. 16 og Steinar Axelsson sjómaður, hnýt- ir net við stefni bátsins laugardag og sunnudag frá kl. 13. I frétt frá Geysishúsinu segir m.a.: „Það kom í ljós við undirbúning og skipulag sýningarinnar „Sjósókn og sjávarfang" að mikill misbrestur er á því að fóllk og fyrirtæki varðveiti gamla muni. Það er því full ástæða til þess að minna fólkið í landinu og þá sérstaklega forstöðumenn fyrir- tækja og stofnana á gildi sögunnar, ómetanleg verðmæti gamalla muna og varðveislu þeirra. Best er að koma munum til safna þar sem komandi kynslóðir fá notið þeirra, sem menn- ingarverðmæti og hluti af sögu þjóð- ar og atvinnulífs.11 Topper Harley (Sheen) í aðal- hlutverki Flugása 2. Forsýning á Flugás- um 2 um helgina NÚ UM helgina verður forsýning á Flugásum 2, „Hot Shots Part 2“, í Bíóhöllinni. Fyrsta forsýningin verður í kvöld kl. 23.15, önnur iaugardaginn 24. júlí kl. 21 og sú þriðja sunnudaginn 25. júlí kl. 21. I fréttatilkynningu frá bíóinu seg- ir m.a.: „Óþarfi er að fara mörgum orðum um persónur myndarinnar, en myndin er sjálfstætt framhald fyrri myndarinnar. Það eru eftir sem áður leikararnir Charlie Sheen, Lloyd Bridges, Valeria Golino og Richard Crenna sem fara með aðalhlutverkin í myndinni. í Flugásum 2 er Topper Harley (Sheen) kominn aftur og í þetta skiptið er hann að vinna fyrir forset- ann sjálfan, President TUG Benson (Bridges). Eftir þtjár árangurslausar tilraunir til að bjarga stríðsföngum frá Irak er Topper sendur til að bjarga málunum." í fréttatilkynnigu frá bíóinu seg- ir m.a.: „Þetta er sagan af Leon „Bernzy" Bernstein einhveijum harðsoðnastá sjálfstæða fréttaljós- myndara Bandríkjanna. Samkeppn- in er hörð í þessari atvinnugrein svo allt er lagt í sölumar til að ná sem bestum myndum til að selja dag- blöðum og tímaritum. Bemstein einbeitir sér að ná eins svæsnum og raunsæjum myndum af myrtum fórnarlömbum glæpa og lífi því er þrífst í skuggahverfum stórborg- anna. Leikstjóri er Howard Franklin en auk Joe Pesci leika í myndinni Bar- bara Hershey, Stanley Tucci og Jerry Adler.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.