Morgunblaðið - 23.07.1993, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.07.1993, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 1993 Tennessee Williams myrtur? The Daily Telegraph. TENNESSEE heitinn Williams, leikritaskáldið bandaríska, var myrtur, segir yngri bróðir hans, Dakin Williams. Ten- nessee, sem ritaði meðal ann- ars leikritin Cat on a Hot Tin Roof og Streetcar Named Des- ire, fannst látinn á hótelher- bergi í New York árið 1983 og var sagður hafa kafnað þegar flöskutappi stóð í honum. Bróðir hans, Dakin, er lögfræð- ingur í Illinois og í óbirtu sjón- varpshandriti heldur hann því fram að náin vinkona Tennessee hafi kæft hann með púða. Hyimt hafi verið yfir sannleikann í mál- - inu. „Ég hef látið rannsóknarlög- reglu í té öll þau gögn sem ég hef komist yfir í tengslum við dauða bróður míns,“ sagði Dakin. „Ég er sannfærður um að hann var myrtur. Ég kæri mig ekki um að fólk haldi að hann hafi kafnað af því að stóð í honum flöskutappi." Lögregla í New York hefur staðfest að Dakin hafí haft sam- band. „Hann skrifaði okkur bréf, og við munum bregðast við því,“ sagði talsmaður lögreglunnar. „Það hefur engin ákvörðun verið tekin um að málið verði endur- skoðað.“ Reuter Umdeildir fíkniefnasmyglarar BRESKU stúlkurnar Karyn Smith (t.v.) og Patricia Cahill sem lausar í Tælandi í fyrradag eftir að hafa afplánað aðeins hluta refsingar fyrir heróínsmygl komu til heimalandsins í gær og voru strax teknar til yfir- heyrslu vegna rannsóknar á glæpastarfsemi í heimaborg þeirra, Birming- ham. Deilur risu um það í Bretlandi hvort sýna bæri heimferð þeirra jafn mikla athygli og gert var; þær fengju athygli sem hetjur væru en í raun væri verið að hefja glæpamenn til skýjanna. Ættingjar fögnuðu við heim- komu stúlknanna en fjölmiðlar deildu á þær fýrir að heimta himinháar fjárhæðir fyrir viðtal um lífsreynslu sína. Meira að segja slúðurblaðinu Sun var misboðið en stúlkumar fóm fram á að fá 100.000 pund, jafnvirði 11 milljóna króna, fyrir að segja sögu sína. „Gráðugu litlu glæpakvensurn- ar“ sagði Sun í risafyrirsögn á forsíðu. Andstaða bandarískra sljórnvalda við hvalveiðar Hættulegt fordæmi að vísa í almenningsálit - segja þingmenn sem vilja byggja veiðisljórn á vísindum New York. Frá Huga Ólafssyni fréttarítara Morgunblaðisins. ÞRÍR bandarískir þingmenn hafa mótmælt „hættulegu fordæmi" sem Bandaríkjastjórn hafi sýnt með andstöðu sinni við hvalveiðar. I bréfi til Ronald Browns viðskiptaráðherra segja þeir að fulltrúi landsins á þingi Alþjóðahvalveiðiráðsins í Kyoto í Japan hafi hundsað vísinda- rök í afstöðu sinni til takmarkaðra hrefnuveiða. í bréfínu segjast þingmennimir hafa frétt að vísindanefnd hval- veiðiráðsins hafí lagt fram gögn sem sýndu að takmarkaðar veiðar á hrefnu væm réttlætanlegar á vís- indalegum gmnni. Þjóðimar sem hyggi á slíkar veiðar - sem em ekki nafngreindar - ætli þar að auki að nýta hvalina til manneldis, samkvæmt aldalangri hefð. Fulltrúi Bandaríkjanna hafi hins vegar lagst gegn slíkum veiðum og borið við meintri andstöðu almenn- ings og Bandaríkjaþings við hval- veiðar í ágóðaskyni. Slík rök fælu í sér „mjög hættulegt fordæmi.“ „Vísindi em hornsteinn faglegrar og skynsamlegrar veiðistjórnunar," á alþjóðavettvangi jafnt sem innan Bandaríkjanna, að sögn þremenn- inganna. Þjóðir sem geti sýnt fram á að veiðar séu innan skynsamlegra marka ættu ekki að þurfa að óttast gagnrýni eða viðskiptaþvinganir. Undir bréfið skrifa Conrad Bums, öldungadeildarþingmaður frá Montana og tveir fulltrúadeild- arþingmenn. Það er sent í nafni svokallaðst „veiðimannahóps" inn- an þingsins, sem í eiga sæti sjö þingmenn úr báðum flokkum. Talsmaður bandaríska viðskipta- ráðuneytisins staðfesti að ráðherra hefði borist bréfið í hendur, en svar hans lægi ekki fyrir. Tveir franskir læknaprófessorar ákærðir fyrir manndráp af gáleysi Skelltu skolla- eyrum við aðvör- unum um hættur tengdar lyfjagjöf París, London. Daily Telegraph. TVEIR franskir læknaprófessorar hafa verið ákærðir fyrir manndráp af gáleysi fyrir að brúka vaxtarhormóna sem unnir voru úr heiladingli látins fólks við læknismeðferð. Málið hefur vakið óhug og skaðað orðstír franskra lækna. Siglir þetta mál í kjölfar hneykslismáls þar sem sjúklingum var gefið blóð sem reyndist innihalda alnæmisveiruna. Hlutu tveir læknar þunga fangelsisdóma vegna þess máls. Nítján frönsk börn af 1.698 sem gengust undir hormónameðferð vegna dvergvaxtar á níunda ára- tugnum hafa dáið úr svonefndum Creutzfeldt-Jakob sjúkdómi sem veldur heilahrörnun. Hin bömin eru í vissri hættu að verða sjúk- dóminum að bráð þar sem liðið geta allt að 30 ár frá því sýking á sér stað og þar til sjúkdómsein- kenna verður vart. Að jafnaði fjölgar mánaðarlega um tvo í hópnum sem sýnir einkenni. Prófessorarnir Jean-Claude Job og Femand Dray, fyrrum deildar- stjóri hjá Pasteur-stofnuninni, hafa verið sakaðir um afglöp í starfi. Þeir erú sakaðir um að hafa látið aðvaranir færustu sér- fræðinga um að orsakavaldur Cre- utzfeldt-Jakob sjúkdómsins kynni að leynast í heiladingli sem vind um eym þjóta. Prófessor Luc Montagnier, sérfræðingur við Pasteur-stofnunina sem uppgötv- aði alnæmisveiruna, varaði við þessari hættu þegar árið 1980 og sagði sérstakar ráðstafanir nauð- synlegar vegna hættu á Creutz- feldt-Jakob veiki. í Bandaríkjunum var notkun hormónályfja sem unnin voru úr heiladingli hætt 1985 eftir þijú dauðsföll sem rakin voru til lyfja- meðferðar. Líftæknar í Kalifomíu framleiddu gervilyf í tilraunastofu sem leyst hefur hormónalyfið af hólmi og hefur notkun þess breiðst út. Við France-Hypophyse stofn- unina, sem prófessor Job véitti forstöðu, var notkun heiladinguls- lyfsins hins vegar haldið áfram til ársins 1988. Talið var að sérstök hreinsitækni myndi gera lyfið skaðlaust en nú hefur verið sýnt fram á að hún var gagnslítil. Kvalafullur dauðdagi * Fjölskyldur þriggja barna sem sjúkdómurinn dró til dauða hafa kært Job og Dray. Búist er við að að fleiri foreldrar kæri og að fleiri læknar dragist inn í málið. Foreldrar Ilyassil Benziane, sem dó 1991, riðu á vaðið. Hann gekkst fyrst undir lyfjameðferð 1983 en sjö áram seinna fór hann að þjást af höfuðverkjum og honum þvarr sýn. Á endanum hætti hann að geta gengið. Lögmaður fjölskyld- unnar segir: „Ekkert foreldri, sem vitað hefði um hugsanlegar afleið- ingar, hefði viljað taka áhættuna. Opinberar skýrslur era hins vegar afdráttarlausar: Áhættan var ljós þegar árið 1985 en menn skelltu samt skollaeyram við því og héldu lyijagjöfinni áfram.“ France-Hypophyse • stofnunin hafði einkarétt til að vinna horm- óna úr heiladingli og því þykir ljóst að prófessor Job muni ekki eiga sjö daga sæla sem eftir er. Sótti stofnunin aðföng til lyfjafram- leiðslunnar til útlanda, m.a. Búlg- aríu og Ungveijalands. Job hefur reynt að bera hendur fyrir höfuð sér og segir læknasveit sína hafa „starfað undir eftirliti æðstu yfir- valda.“ Vegna umfangsmikilla rann- sókna sem franska stjórnin hefur fyrirskipað er talið að ár líði þar til þetta nýja franska lækna- hneyksli hafnar inni í réttarsölum. Hafa Vesturlönd í raun við- urkennt ósignr múslima? RÍKISSTJÓRNIR Bandaríkjanna og helstu Evrópuríkja þrýsta nú á Bosníu-múslima að ganga að friðartillögum sem myndu binda enda á stríðið í Bosníu nú þegar. Megin ástæða þrýstingsins er sú, að áframhaldandi bardagar í von um hagstæðari samninga síðar myndu á endanum valda algerum ósigri múslima. Blaðið Internntional Her- ald Tribune hefur eftir vestrænum embættismönnum, að af þessum sökum hafi stjórnir á Vesturlöndum vikið sér undan beiðni múslima um utanaðkomandi ihlutun til þess að stöðva meinta sókn Serba eftir höfuðborginni Sarajevo. Norður-Irland Andar köldu í garð Breta Belfast. The Daily Telegraph. MÖRGUM sambandssinnum á Norður-írlandi þykir sem breska stjórnin hafi óbeint ákveðið að láta írum landið eftir. Sé nú þeg- ar hætt að hugsa um málefni þess. Undanfarna mánuði hefur Sir Patrick Mayhew, ráðherra í mál- efnum Norður-Irlands, sagt að Bretar hafí þar engra hemað- arlegra hagsmuna að gæta, og fyrr á þessu ári sagði hann í við- tali að Bretar myndu með glöðu geði yfirgefa landið. Sambandssinnum finnst þeir hafa verið yfírgefnir. Sagnfræðingurinn A.T.Q. Stewart segir þá tilfinningu þeirra djúpstæða. Þeim þyki ekki einungis sem breska stjómin hafí yfírgefið þá, heldur líka Englending- ar yfírleitt. „Gegnum tíðina hefur sambandssinnum lærst, að þótt þeir muni ætíð standa við bakið á Bret- um, þá standi Bretar ekki við bakið á þeim.“ Verði þetta viðhorf ráðandi og ekki bragðist við, megi búast við grimmilegum afleiðingum. Franskur stjómarerindreki tók í sama streng og sagði það vera álit vestrænna herfræðinga, að múslim- ar ættu einungis fáar vikur eftir. „Að líkindum er innan við mánuður þangað til þeir hafa beðið algeran ósigur.“ Vildi hann meina að mú- slimar myndu að lokum verða af öllu landsvæði utan Sarajevo og nokkurra smáskika annars staðar - sem í raun yrðu flóttamannabúð- ir. Möguleikamir á smáríki múslima gætu orðið að engu, vegna þess að hersveitir Serba hafa einangrað þau byggðarlög múslima sem tóra, og íbúar þeirra eigi yfír höfði sér gífur- legt harðræði, sér í lagi á vetri komanda þegar illmögulegt verður að koma til þeirra matvælaaðstoð.. Clinton og Major neita hernaðaraðstoð Bosníustjóm hafa því borist þau skilaboð sem vestrænir leiðtogar vilja helst ekki nefna; að viðurkenna sigur Bosníu-Serba og leggja fram friðartillögur þar sem þeir sættast á smáríki. Þess vegna harðneitaði Bill Clinton Bandaríkjaforseti því að múslimar ættu nokkra von á aðstoð Bandaríkjanna. Hann hafn- aði því hins vegar í gær, að Banda- ríkin hefðu algerlega snúið baki við múslimum: „Við höfum beitt okkur af hörku við samningaborðið í Genf, og skrifi Bosníustjórn sjálfviljug undir samkorriulag þá munum við leggja okkar laf mörkum til þess að það standi|“ Clinton sagði and- stöðu ráðamanna í Evrópu við til- lögur Bandaríkjamanna til lausnar á deilunni fyrr á árinu, hafa leitt til skelfilegs ástands, sem hægt hefði verið að komast hjá. í tillögum Bandaríkjamanna fólst meðal ann- ars að vopnasölubanni á múslima yrði aflétt, og sagðist Clinton viss um að það myndi hafa leitt til frið- samlegrar lausnar. Frakkar og Bretar hafa bragðist við slíkum aðdróttunum með því að segja Bandaríkjamenn dreyma Bill Clinton um algerlega óraunsæjar leiðir til að leysa deiluna. John Major, for- sætisráðherra Bretlands, þvertók í gær fyrir að Bretar myndu senda fleiri hersveitir til Bosníu, þegar stjómarandstöðuþingmenn hvöttu hann til þess að gera eitthvað til þess að koma í veg fyrir að Sarajevo falli í hendur Serbum. Sagði Major að nú væri komið að öðram ríkjum að leggja til mannafla. „Við höfum margoft lýst því yfír, að viðvarandi friður í Bosníu næst einungis með

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.