Morgunblaðið - 23.07.1993, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.07.1993, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 1993 17 Keuter Sprengjur stöðva útlaga PALESTÍNSKU útlagarnir 97 sem enn dveljast á einskismannslandi í suðurhluta Líbanons reyndu að komast gangandi til ísraels í gær. Komust þeir ekki á leiðarenda þar sem skotið var í veg fyrir þá af ísraelskum skriðdrekum. Á myndinni má sjá sprengjur springa á leið útlaganna. Gróf MI5 undan námumönnum? London. Reuter. ÞINGMENN breska Verkamannaflokksins hafa ásakað leyniþjón- ustuna, MI5, um að hafa reynt að koma útsendurum sínum inn i raðir Félags námuverkamanna, til þess að grafa undan félaginu innanfrá, meðan á verkfalli námumanna stóð á árunum 1984-85. Ásökunin kom fram í þingsályktun í kjölfar þess sem þingmenn nefndu „nývakta athygli“ á Stellu Riming- ton, framkvæmdastjóra leyniþjón- ustunnar, sem leyfði nýlega að birtar yrðu myndir af henni. Þingsályktunin snýst um meintan þátt Rimington í aðgerðum gegn námumönnunum á meðan verkfallinu stóð og eftir að því lauk. Er markmiðið sagt- hafa verið að valda óstöðugleika í félaginu og vinna þar skemmdarverk. Útsendari á vegum Rimington gekk í félagið til þess að ná sam- bandi við embættismenn í Líbýu og setja á svið fund í sjónvarpi með leið- toga Líbýuu, Muammar Gaddafí, „sem kom miklu óorði á verkfall námumannanna," sögðu þingmenn- irnir. I ályktuninni sagði að „burtséð frá nýlegri andlitslyftingu hefur leyni- þjónustan, Rimington þar með talin, verið ábyrg fyrir niðurrifi lýðfrelsis í Bretlandi, og hlýtur að svara til saka.“ SAAB-verksmiðjurnar 1 miklum kröggum Ræður nýr bíll úrslitum? Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. SÆNSKU Saab-verksmiðjurnar hafa sett á markaðinn nýjan fólksbíl. Álitið er að sala hans muni ráða úrslitum um hver afdrif fyrirtækisins verða, en það hefur átt við mikla erfiðleika að stríða undanfarin ár, eins og fleiri sænsk fyrirtæki. Mesta athygli vekur ýmis öryggisútbúnaður í bílnum, meðal annars svartur kassi, Bíllinn er framleiddur í Trollháttan þar sem starfa sex þúsund manns, en voru tíu þúsund á uppgangstímum verksmiðjunnar. I héraðinu er 16% atvinnuleysi og því skiptir miklu að ekki saxist enn á atvinnu. Forráða- menn Sáab vilja ekki taka undir að nýi bíllinn ráði örlögum fyrirtækisins eins og margir hafa haldið fram. í nýja bílnum er svartur kassi, sem hliðstæður þeim sem er í flugvélum. vakir yfir starfsemi bílsins og veitir upplýsingar ef tii árekstrar kemur. Kúplingin er eins og í Formúlu-1 kappakstursbílum og flýtir fyrir gír- skiptum. Nýi 900-bíllinn á að keppa við bíla eins og Audi 80, nýju C-línu Mercedes og 3-iinu BMW. I SvSþjóð mun bíllinn kosta sem samsvarar um 1,5 milljónum íslenskra króna. Frekari flóð í Mississippi St.Louis. Reuter. MIKIÐ þrumuveður skall á St.Louis í fyrrakvöld og bætti veðrið enn á vatnavexti í fljótum og ám. Rúmlega kílómetra langur stíflugarður brast og olli það flóð- um í úthverfum í suðurhluta borg- arinnar. Flóðin í Mississippi-fljóti færast nú suður á bóginn og ógna þéttbýl- isstöðum í Illinois og Missouri. Bandaríska veðurstofan gaf út flóð- viðvörun eftir að úrkoma í veðrinu mældist um fimm sentimetrar. í gær var aukinni úrkomu spáð um helgina og linaði það ekki áhyggjur íbúa og yfirvalda á flóða- svæðunum. Tjón af völdum flóðanna er talið nema 10 milljörðum dollara, 710 milljörðum króna, en 41 ferkíló- metri akurlendis hefur eyðilagst og 31.000 manns hefur orðið að flýja heimili sín. samningaviðræðum sem allir stríðs- aðilar mæta sjálfviljugir til,“ sagði Major. Algerir yfirburðir Serba Þannig er gert ráð fyrir svo al- gerum yfirburðum Serba, að þeir hafi í raun engan áhuga á að her- taka Sarajevo, né heldur sækist þeir fast eftir hernaðarlega mikil- vægum stöðum í grennd við borg- ina. Franskur embættismaður sagði að Serbar myndu „taka Igmanfjall ef svo ber undir, en megin tilgang- ur þeirra er að halda hersveitum múslima uppteknum umhverfis Sarajevo á meðan þjóðernishreins- anir fara fram annars staðar í land- inu þar sem enginn er til varnar." „Eg er ansi hræddur um að svona sé komið,“ sagði annar embættis- maður. Hann lét þess getið að ekki væri að vænta neinna umtalsverðra hernaðaraðgerða af hálfu Vestur- landa til þess að vernda griðasvæði múslima. Nú þurfi Vesturlönd að grípa til annarra ráða svo komast megi hjá því að segja beinlínis við illa haldna múslimana að þeir séu búnir að tapa, og sættast þar með á gereyðingu Bosníu; lands sem Sameinuðu þjóðirnar hefðu við- urkennt, en yfirgefið. KAYS/^s Opið Golfmót á Hvaleyri 24.júlí 18 HOLU HÖGGLEIKUR MEÐ OG ÁN FORGJAFAR í KARLAOG KVENNAFLOKKI Glæsileg verölaun þ.á.m. 5 golfsett með poka aö vera næstur holu á öllum par 3 holunum Ræst verður út frá kl. 8.00 - 15.00 Skráning í y WJSS! BIVI B.M ApNÚSSCÖÍHF (WWI ZZÆ&yf/t. /. 653360 & >■; " > - ■cy/y>Z'> I '> yy rí' -- % smáskór Sumartilboð Var 1.995 -nú 990 Stærðir 28 - 35 Smáskór erfluttur í eitt af bláu húsunum við Fákafen, sími 683919. Bílamarkadurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut Kopavogi, sími B71800 ^ OPIÐ SUNNUDAGA KL. 13-18 Élil Jeep Commance P-Up ’89, 4 cyl. (2.5), ek. 46 þ., beinsk. Gott eintak. V. 1090 þús., sk. ó ód. Vllkið breyttur Bronco ’74, 8 cyl. (460cc), 205 millikassi, Unimoc hásingar, 44" dekk o.fl. V. tilboð, skipti. Toyota Corolia XL ’88, steingrár, ek. 101 þ. Gott ástand. V. 490 þús. Ford Econoline 150 4x4 ’84, innróttað- ur, 36" dekk, álfelgur, 351 ci, V8, sjálfsk. Einn m/öllu. V. 1750 þús., sk. á ód. MMC Colt GLX ’89, rauður, 5 g., ek. 77 þ. V. 670 þús. Suzuki Sidekick JLX árg. ’91,4ra d., svart- ur, sjálfsk., ek. 52 þ. ABS bremsur, rafm, í rúðum, álfelgur o.fl. Sem nýr. V. 1.690 þ. MMC Lancer GLX árg. ’89, blásans., sjólfsk., ek. 30 þ., rafm. í rúðum o.fl. Topp- eintak. V. 790 þ. stgr. Tilboðsverð á ýmsum bifreiðum. Toyota Corolla XC Liftback sjálfsk., '88, steingrár, ek. 98 þ. Gott eintak. V. 590 þús. stgr. BMW 318 IA '91, sjálfsk., ek. 40 þ., mik- ið af aukahl. V. 2.1 millj., sk. á ód. MMC Pajero langur turbo diesel, '87, mikið endurnýjaður. Góður jeppi. V. 1250 þús., sk. á ód. MMC Pajero langur, diesel, turbo, m/int- erc., ’92, 5 g., ek. 67 þ., sóllúga o.fl. V. 3.150 þús., sk. á ód. Toyota Corolla GTI '88, svartur, ek. 76 þ., sóllúga, rafm. i öllu, geislaspilari o.fl. V. 750 þús. Mazda 323 1.6 GTi ’88, hvítur, 5 g., álfelg- ur, geislaspilari o.fl. V. 690 þ. Skipti. Cherokee Laredo '86, sjólfsk., 4ra dyra, ek. 80 þ. mílur. V. 980 þús. Fjörug bflaviðskipti Vantar á skrá og á staðinn: Toyota Touring '90-’93, Subaru Legacy '90-’93 o.fl. nýlega bíla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.