Morgunblaðið - 23.07.1993, Síða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 1993
„þurftirðu ob hxupa sv&vx s-tónx
fö'-bu kiosida- í^4>numl“
Með
morgunkaffínu
Búin að prófa hjá nágrönn-
unum og ryksugan þeirra
versnar með hverju skipti
sem ég fæ hana lánaða!
Ast er ...
Heilsusamlegi
kosturinn.
TM Reg. U.S Pat Off.—all rights reserved
® 1993 Los Angeles Times Syndicate
HÖGNI HREKKVÍSI
„ ÉG HE’LPAP PROTTNINeiN HAFI HEIAJSÓTT
OKKUKÍ"
BRÉF HL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329
Friðarspillir og lögbrjótur
í miðbæ Reykjavíkur
Frá Kolbeini Árnasyni:
MEÐ þessu bréfi vill undirritaður
íbúi í miðbæ Reykjavíkur láta í ljósi
óánægju síria og margra annarra
íbúa (og kjósenda) í Reykjavík með
þá ákvörðun borgaryfirvalda að
heimila rekstur á leiktækjatívolíi á
Miðbakka við Reykjavíkurhöfn.
Ófriður við tívolí
Fjölmargir íbúar í Reykjavík eru
mjög óánægðir með rekstur tívolís
á hafnarbakkanum vegna þess
ónæðis og hávaða sem honum fylg-
ir og er í rauninni ekki á þau ósköp
bætandi sem íbúar í Miðbænum og
næsta nágrenni verða að búa við í
þeim efnum. Ekki þarf að fara
mörgum orðum um skemmtanahald
í miðbæ Reykjavíkur, á því fá menn
greinargóðar lýsingar í öllum fjöl-
miðlum vikulega eða oftar. Tívolí-
rekstur á þessum stað eykur ekki
bara þau skrílslæti sem fyrir eru
heldur lengir einnig þann tíma veru-
lega sem stríðsástandið varir á
hveijum degi. Nú hefjast öskrin og
lætin strax upp úr hádeginu í stað
þess að áður var þó oft friður fram
á kvöld. Þetta daglega skemmtana-
hald á hafnarbakkanum hefur haft
í för með sér verulega röskun á
heimilishögum okkar sem búum og
vinnum í nágrenni við tívolíið og
við það er ekki unandi.
Tívolí í miðbæ?
Það var hvetjum manni ljóst sem
átti leið um miðbæinn síðastliðið
sumar, að ekki sé talað um þá sem
búa þar, að tívolíið á hafnarbakkan-
um var bæði stórkostlegur friðar-
spillir og lýti á bænum. Nú hafa
borgaryfirvöld eytt ótöldum milljón-
um af skattfé borgarbúa til þess
að bæta aðstöðu skemmtiferðaskipa
í Reykjavíkurhöfn og laða að fleiri
útlenda ferðamenn. Auk þess
ónæðis sem við borgarbúar sjálfir
verðum fyrir er auðvitað óþolandi
að bjóða farþegum erlendra
skemmtiferðaskipa uppá að tívolí-
leiktækjum sé hrúgað upp við land-
ganginn. Það lýsir undraverðu dóm-
greindarleysi ef yfirvöld halda að
útlendum ferðamönnum þyki tívolí-
ið á hafnarbakkanum spennandi og
eftirsóknarverð uppákoma. Þeir
ferðamenn sem heimsækja ísland
gera það vegna sérstakrar náttúru
landsins en ekki vegna síbylju og
skarkala tívolíhaldsins í Reykjavík.
Afgreiðsla borgaryfirvalda
Með þeirri ákvörðun að heimila
tívolírekstur á hafnarbakkanum
hafa réttindi borgara í Reykjavík
verið fótum troðin. Ljóst er að með
Frá Snorra Bjarnasyni:
DÓMUR er fallinn í Héraðsdómi í
máli sem höfðað var gegn ungum
manni sem ók á miklum hraða gegn
rauðu ljósi og varð valdur að því
að ung stúlka sem sat undir stýri
við hlið ökukennara síns lét lífið.
Ungi maðurinn var dæmdur í
tveggja mánaða fangelsi fyrir
manndráp af gáleysi. Skilorðis-
bundið.
Það má telja öruggt að spuming-
ar vakna hjá mörgum um hvort
alvarleiki afbrots og refsing séu í
samræmi hvort við annað. Eftir því
sem kemur fram í Morgunblaðinu
er ástæða vægrar refsingar sú að
ekki þótti sannað að maðurinn hefði
verið undir áhrifum kannabisefna.
Er það skilyrði fyrir þungum dóm-
um að menn séu ekki allsgáðir þeg-
ar þeir fremja afbrot sín? Þegar ég
las þessa frétt fór ég að efast úm
að ég skilji gáleysishugtakið rétt.
starfsemi tívolísins hefur verið brot-
ið ákvæði í lögreglusamþykkt
Reykjavíkur um hávaða á almanna-
færi sem stafar af atvinnustarf-
semi. Framgangur borgaiyfirvalda
í þessu máli er óskiljanlegur þegar
tekið er tillit til þess að í fyrra var
slæm reynsla af tívolíhaldinu í mið-
bænum, og margir aðrir staðir í
Reykjavík henta betur til þessarar
starfsemi en hafnarsvæðið. Það
veldur því miklum vonbrgðum að
þrátt fyrir þá reynslu og kvartanir
íbúa allt vestan úr bæ og upp í
Þingholt að tívolíinu skuli aftur
valinn staður á hafnarbakkanum.
KOLBEINN ÁRNASONj
Mjóstræti 3, Reykjavík.
Ég geri ráð fyrir því að flestir hafi
tilfinningu fyrir því að menn undir
áhrifum fíkniefna hafi brenglaða
skynjun og eftirtekt, þeir séu því
líklegir til að valda slysum með
háttalagi sínu. En að vímuásand sé
fyrir hendi þegar afbrotið er framið
til að refsing sé í samræmi við alvar-
leika brotsins fæ ég ekki skilið.
Sá sem ekur allsgáður á 80 km
hraða gegn rauðu ljósi án þess að
sýna nokkur viðbrögð gagnvart
þeim vegfarendum sem staddir eru
í akstursleið hans verður að teljast
gera slíka hluti vitandi vits. Hvers
vegna er ástæða til að taka vægar
á honum? Hvað er gáleysi? Ég er
farinn að efast um að ég skilji það
hugtak rétt, eða til sé einhver ann-
ar skilningur sem einungis lögfræð-
ingar og dómarar hafa. Þess vegna
lýsi ég eftir réttri skilgreiningu á
því, hvað er gáleysi?
SNORRI BJARNASON
Rjúpufelli 12, Reykjavík
Gáleysishugtakið
Víkveiji skrifar
Maður sem lifir og hrærist í
listalífi Akureyrar viðraði á
dögunum hugmynd, sem Víkverja
þykir rétt að koma á framfæri. í
Kaupvangsstræti er verið að koma
upp listamiðstöð, þar sem ýmislegt
verður á boðstólum. Eitt af því sem
er á döfinni er að svokölluðu ketil-
húsi verði breytt í tónleikahús.
Umræddur maður hafði hins vegar
aðra hugmynd; sagði að nú þegar
búið væri að loka veitingastaðnum
1929, sem var í húsinu við Ráðhús-
torgið þar sem Nýja bíó var rekið
árum saman, væri uppl.agt fyrir
bæinn að reyna að festa kaup á því
og breyta í tónlistarhús. Rökin: Það
yrði örugglega mun ódýrara en að
breyta ketilhúsinu, bílastæði væru
næg í grennd við torgið en engin í
Kaupvangsstræti, salurinn við torg-
ið væri „með sál“ og hinn glæsileg-
asti, með útskornum skreytingum,
og síðast, en ekki síst, væri hijóm-
burðurinn í sal Nýja bíós sá besti
á landinu, eins og hann orðaði það.
Hins vegar væri algjörlega óljóst
hvernig hljómburður yrði í nýjum
sal í gamla ketilhúsinu. Ef vildi
yrði svo hægt að nýta Ráðhústorg-
ið í tengslum við tónlistarhús á
þeim stað.
Kunningi Yíkveija sagði honum
þá sögu að hann hefði þurft
að hitta lögfræðing, og boðaði sá
kunningjann á skrifstofu sína kl. 8
að morgni. Viðskiptavinurinn mætti
á tilsettum tíma en lögfræðingurinn
ekki fyrr en þremur stundarfjórð-
ungum síðar. Eftir að hafa fengið
úrlausn mála sinna spurði kunning-
inn hvað hann ætti að borga fyrir
þjónustuna en lögfræðingurinn
svaraði brosandi: „Komdu með
reikning á móti fyrir biðinni — þá
erum við kvittir.“ Þarna fannst
sögumanni vel að orði komist og
taldi marga geta tekið sér lögfræð-
inginn til fyrirmyndar. Taldi marga
til sem ekki brygðust þannig við
þó viðskiptavinur þyrfti að bíða
óeðlilega lengi.
xxx
Víkveija hefur borist eftirfar-
andi athugasemd frá Gísla
Árna Eggertssyni, æskulýðs- og
tómstundafulltrúa Reykjavíkur-
borgar: „í Víkveija sl. mivikudag
er fullyrt að aðgangur að Skauta-
svellinu í Laugardal sé ókeypis þann
mánuð sem ákveðið var að hafa
frítt í Fjölskyldugarðinn og Hús-
dýragarðinn. Þetta er ekki rétt.
Aðstaðan við Skautasvellið er nýtt
af þeim sem vilja trimma í Laugar-
dalnum og er það algerlega óháð
Fjölskyldugarðinum og Húsdýra-
garðinum. Sú starfsemi sem fylgir
„go-kart“-bílunum er þessu einnig
óviðkomandi.“
Víkveiji sá er ritaði umræddan
pistil í miðvikudagsblaðið, hafði
fyrir örfáum dögum samband við
Skautasvellið í Laugardal og frá-
sögn sína byggði hann á svörum
starfsstúlku Skautasvellsins. Hún
upplýsti að skautasvellið væri ein-
ungis opið fyrir línu- og hjóla-
skautaiðkendur frá kl. 10 á morgn-
ana til kl. 14, en ekki daglangt
samkvæmt venju, því eftir það
væri aðstaðan leigð til Susukium-
boðsins, sem ræki „go-kart“-bílana.
Víkveiji er eftir sem áður þeirrar
skoðunar að það sé fullkomlega
óeðlilegt að borgaryfirvöld ákveði
að leigja einkafyrirtæki almenn-
ingsaðstöðu sem þá sem byggð
hefur verið upp í Laugardal, og
takmarka um leið þau afnot sem
almenningur getur haft af aðstöð-
unni - aðstöðu sem byggð hefur
verið upp fyrir skattpeninga Reyk-
víkinga og hefur staðið þeim til
boða endurgjaldslaust.