Morgunblaðið - 23.07.1993, Síða 36
Gæfan fylgi þér
í umferðinni
sióvá5Maimennar
MORGVNBLADID, KRINGLAN I 103 REYKJA VÍK
Slm 691100, SlMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1566 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85
FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 1993 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK.
Skák í Bratislava
Braga bannað
að tefla vegna
rauðra hunda
MÓTSHALDARAR á skákmóti
barna og unglinga í Bratislava í
Sióvakíu hafa bannað Braga
Þorfinnssyni að halda áfram
keppni þar sem þeir telja að
hætta sé á að hann smiti aðra
keppendur af rauðum hundum.
Læknar á staðnum telja að hann
sé haldinn þeim sjúkdómi.
Bragi virðist þó vera við góða
heilsu, er hitalaus og var aðeins
með útbrot í sólarhring. Þrátt fyrir
að unnið hafí verið stanslaust að
því í 2 sólarhringa af hálfu íslend-
inga að leita lausnar á málinu, telja
mótshaldarar það ekki mögulegt
. að hann haldi áfram taflmennsku.
Lyktir málsins eru taldar slæmar
fyrir íslenska liðið sé tillit' tekið til
þess að Bragi hafði unnið allar þijár
skákirnar sem hann tefldi.
Úrslit skáka annarra íslenskra
keppenda í gær voru eftirfarandi:
Matthías Kjeld tapaði fyrir Peter
Leko frá Ungverjalandi, Helgi Ass
Grétarsson vann Svisslendinginn
Kellerberger og Magnús Öm Úlf-
arsson vann Ástraiíubúann Cortis.
♦ ♦ ♦
Áðstoð vegna
lyfjakostnaðar
56 umsókn-
ir borist
Morgunblaðið/Guðmundur St. Valdimarsson
Nýr þyrlupallur
í Surtsey
í SUMAR hafa starfsmenn Nátt-
úruvemdarráðs og Landhelgis-
gæslunnar unnið við að reisa und-
irstöður fyrir nýjan þyrlupall í
Surtsey. Þyrlan TF-GRÓ hefur
flutt efni milli varðskips og eyjar.
Að sögn Helga Hallvarðssonar hjá
Landhelgisgæslunni mun nýi pall-
urinn bæta lendingaraðstöðu á
eyjunni til mikilla muna og fram-
vegis geti allar íslenskar þyrlur
lent þar.
A
Aframgott
veður á
Suðurlandi
VEÐURHORFUR á landinu um
helgina eru góðar sunnan- og vest-
anlands, en lítil breyting verður á
veðri norðanlands.
Gert er ráð fyrir norðanátt um
mest allt land og bjartviðri sunnan-
og vestanlands. Þá er gert ráð fyrir
rigningu norðanlands. Ekki er búist
við að hiti fari yfir 10 stig fyrir norð-
an. Á Suður- og Vesturlandi gæti
hiti farið upp í 17 stig.
í Reykjavík er búist við bjartara
veðri en verið hefur tvo síðustu daga.
♦ ♦ ♦------------
Hús fyrir Hæstarétt
40 tillögur
hafa borist
FRESTUR til að skila inn tillögum
í samkeppni um hönnun og bygg-
ingu dómhúss fyrir Hæstarétt
rann út á mánudag. Samkvæmt
heimildum Morgunhlaðsins hafa
borist um 40 tillögur í keppnina.
Samkvæmt samkeppnisgögnum
þurfa að líða fímm dagar frá þvi
frestur rennur út þar til byrjað verð-
ur að dæma þar sem tillögur póst-
lagðar áður en frestur rann út gætu
átt eftir að berast. „Við munum byija
að dæma í næstu viku eftir að frest-
urinn rennur út fyrir póstlagðar til-
lögur. Stefnt er að því að niðurstaða
liggi fyrir ekki síðar en um miðjan
ágúst,“ segir Garðar Halldórsson,
húsameistari ríkisins.
TRYGGIN GASTOFNUN rikisins
hefur fengið 56 umsóknir um
sérstaka aðstoð vegna lyfja- og
lækniskostnaðar. Flestar um-
sóknirnar snúast um tiltölulega
lágar fjárhæðir, að sögn Krist-
jáns Guðjónssonar, deildarstjóra
__ s/úkratryggingadeildar.
I vor var almannatryggingalög-
unum breytt þannig að Trygginga-
stofnun gæti veitt tekjulágu fólki
aðstoð við lyfjakaup og læknis-
kostnað. Varð það meðal annars
gert vegna fullyrðinga um að ein-
staklingar hefðu farið illa út úr
breytingum á þátttöku sjúklinga í
þessum kostnaði. Opnuð var leið
fyrir Tryggingastofnun til að hjálpa
því fólki.
Kristján sagði að umsóknarfrest-
ur væri til 1. september og vildi
hann ekki leggja neitt út af þeim
umsóknum sem borist hefðu.
Greinargerð Seðlabankans um nafnvaxtahækkanir í vikunni
Ekkí er um raunvaxta-
hækkun banka að ræða
NIÐURSTAÐA Seðlabankans í greinargerð þeirri sem unnin var að
beiðni Sighvats Björgvinssonar viðskiptaráðherra um vaxtahækkan-
ir viðskiptabankanna og afhent var ráðherranum síðdegis i gær, er
í þá veru að þær vaxtahækkanir sem ákveðnar voru á óverðtryggð-
um útlánum feli ekki I sér hækkun raunváxta, jafnvel þvert á móti.
Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins telur Seðlabankinn ekki
að vaxtaþróun sé komin úr böndum og að verðbólguskriða sé yfirvof-
andi. Viðskiptaráðherra mun kynna greinargerð Seðlabankans á
ríkisstjórnarfundi í dag.
Benedikt Davíðsson, forseti
ASÍ, hefur sagt að eðlilegt hefði
verið að leggja til grundvallar við
vaxtaákvörðun verðbólguviðmiðun
sem byggðist á verðbólgu síðastlið-
inna þriggja mánaða og verðbólgu-
spám næstu þriggja mánaða. Þá
hefði niðurstaðan orðið sú að vext-
ir hefðu ekki hækkað. Seðlabank-
Umhverfislistaverk skapað í hinum óteljandi Vatnsdalshólum
1000 hælar reknir í hólana
inn mun í greinargerð sinni vísa
til þess að jafnvel þótt sú viðmiðun
hefði verið lögð til grundvallar, þá
hefðu vextir samt sem áður hækk-
að, en um eitthvað minni lækkun
raunvaxta hefði orðið að ræða.
Telur bankinn að við slíka viðmið-
un hefðu raunvextir íslandsbanka
og Búnaðarbanka verið óbreyttir,
en einhver raunvaxtalækkun hefði
orðið hjá Landsbankanum. Seðla-
bankinn telur með öðrum orðum
að þrátt fyrir þær vaxtahækkanir
sem ákveðnar hafa verið sé ekki
um hækkun raunvaxta að ræða,
þar sem þær séu lægri en verð-
bólgustigið sem miðað er við.
VATNSDALSHÓLAR hafa Iöngpim verið
taldir til þriggja óteljandi náttúrufyrir-
brigða á íslandi. Sú staðhæfing gætí hins
vegar átt eftír að heyra sögunni tíl eftír
þessa helgi því þá ætlar ung íslensk mynd-
listarkona að skapa umhVerfislistaverk í
Vatnsdalnum. Felst verkið í því að reka
1.000 hæla í hólana og kemur þá væntan-
lega í ljós hversu margir þeir éru. Aðal-
markmið myndlistarkonunnar Finnu Birnu
Steinsson er hins vegar að mynda fram-
kvæmdina og fullbúið verkið. Úr myndun-
um ætlar hún síðan að setja saman bækling.
. „Ég ætla að reka 70 cm hæl með appelsínu-
gulri veifu í hvern hól og athuga hvort ég
þarf þessa þúsund hæla eða hvort eitthvað
gengur af og mig vantar meira. Ég ætla hins
vegar ekki að bæta við heldur álykta um fjöld-
ann út frá þeim hólum sem eftir eru. Svo
verð ég líka að ákveða á staðnum hvað sé
hóll og hvað ekki, t.d. ef einn vex út úr öðrum
o.s.frv. Þetta er svona könnun og þá um leið
hugmynda- og umhverfislist," sagði Finna
Birna en aðspurð kvaðst hún búast við að fá
einhveija til að hjálpa sér við verkið. „Ég
býst við að það verði ansi seinlegt að gera
þetta, að það taki svona 2-3 daga.“
Stendur í nokkra daga
Hún sagði að umhverfíslistaverkið myndi
aðeins standa í nokkra daga. „Ég ætla bara
að mynda verkið og svo tek ég það niður.
Myndimar nota ég síðan í bækling um fram-
kvæmdina," sagði Finna Birna og kvaðst ein-
ungis vona að gott veður yrði til verksins um
helgina. Hún útskrifaðist úr skúlptúrdeild
listaakademíunnar í Múnchen í Þýskalandi í
fyrra.
Vatnsdalshólar eru yst í Vatnsdal í Austur-
Húnavatnssýslu, á rúmlega 4 ferkílómetra
svæði. Talið er að þeir hafí myndast af hruni
úr Vatnsdalsfjalli löngu fyrir íslandsbyggð.
Hafa þeir verið taldir með þremur óteljandi
náttúrufyrirbrigðum hér á landi ásamt vötnun-
um á Amarvatnsheiði og eyjunum á Breiða-
firði.
Vaxtaþróun ekki úr böndunum
í greinargerð sinni mun Seðla-
bankinn taka fram að hann telji
ekki að vaxtaþróun sé komin úr
böndum og verðbólguskriða sé að
ríða hér yfír.
Þá mun Seðlabankinn benda á
að eftirmarkaðsvextir á ríkis-
tryggðum pappímm, sem banka-
stjórar viðskiptabankanna hafi
jafnan sagst miða vaxtaákvarðanir
sínar við, væm farnir að lækka.
Því hljóti þess nú að vera vænst
að grunntölur viðskiptabankanna
verði lækkaðar í samræmi við það.