Morgunblaðið - 23.07.1993, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.07.1993, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 1993 Færri tjaldgestir Miinfærri Islending-- artjalda á Akureyri í sumar en lítil fækkun er í Mývatnssveit GESTIR á tjaldstæðum á Akur- eyri eru mun færri á þessu sumri en því síðasta. Mestu munar um Islendinga sem eru stórum færri í hópi gesta nú. Erlendir ferðamenn láta ekki að sama skagi stjómast af veðri og vindum. I Mývatnssveit eru tjaldgestir ekki miklu færri en á síðasta ári. Þar em útlending- ar mikill meirihluti gesta, en hópar þeirra komu seinna á þessu ári en því síðasta. Fjöldi tjaldgesta á Akureyri fyrstu þijár vikumar í júlí í ár var 3.250. Á sama tíma í fyrra voru gestir orðnir 4.393, eða 1.143 fleiri en nú. Að sögn Bergljótar Þrastardóttur tjaldvarðar á Akur- eyri munar mestu um íslendinga, sem hafa verið miklum mun færri nú en í fyrra. Sem dæmi nefndi hún að í fyrra hefði verið algengt að íslendingar hefðu verið um og yfir 100 og allt upp í 200 á nóttu á tjaldstæðinu, en í sumar væri varla hægt að segja að nokkra nótt hefðu þeir náð hundraði. Bergljót sagði að íslendingar ferðuðust greinilega eftir veðri en útlendingamir væm hins vegar ekki eingöngu að sækjast eftir sól og blíðu, tala þeirra hefði ekki breyst svo teljandi væri. Best að- sókn íslendinga hefði verið í tengslum við stór íþróttamót, Pollamót og þess háttar. Lítil fækkun í Mývatnssveit Sólveig Jónsdóttir á tjaldstæð- inu við Reykjahlíð í Mývatnssveit , Morgunblaðið/Golli Franskir feðgar í Glerárgili EKKI kjósa allir að gista á Ijaldsvæðum. Ljósmyndarinn rakst á þessa ferðalanga í fallegum hvammi við Glerá, með öskuhaugana á aðra hönd og Möl og sand á hina. Pabbinn, Michel Riboult, sagði að hann og strákamir, Jean-Philipe og Olivier, væru í sinni annarri íslandsför og kysu að dvelj- ast fjarri fjölmenni og njóta kyrrðar eftir mætti. Áhugi á eldfjöllum drægi þá til íslands og þeir hefðu gengið á Öskju, Laka og Heklu á ferðum sínum um landið. sagði óverulega fækkun gistinátta frá fyrra ári. Gestafjöldi í júní og fram til 20. júlí í ár væri 7.726, nákvæmlega 300 færra en í fyrra. Hún sagði að heldur færra væri um einstaklinga en áður, hins vegar væri meirihluti ferðamann- anna í hópum og þeir fyrstu hefðu af einhverjum sökum komið seinna í ár en venjulega. Mest væru þetta erlendir ferðamenn, en íslendingar væru ekki nema 10 af hundraði gesta. Helst væru þeir áberandi í sambandi við stærri samkomur, sundmót og því um líkt. Sólveig sagði að auk tjaldsvæð- . isins væri boðið upp á innigistingu og þar væru í boði 72 rúm. Þar væri nánast fullt alla daga og alls ekki endilega fyrirframpant- að. Aðsókn væri því meiri sem kuldalegra væri í veðri. Meiri innigisting, ekkert útsýnisflug Hjá Jóni Illugasyni á Eldá feng- ust þær upplýsingar að í tjaldgist- ingu hefði orðið dálítil aukning í júní en dregið dálítið úr í júlí. Öfugt væri farið með innigistingu. Jón sagði veður setja strik í reikn- inginn í fleira en ferðamanna- fjölda. Til dæmis hefði ekki lengi verið hægt að fara um í útsýnis- flugi. Á tjaldstæði Vogabænda feng- ust þær upplýsingar að nokkur fjölgun væri á tjaldsvæði og í inni- gistingu frá síðasta ári. Því væri ekki þörf að kvarta. Lítið meidd- ur eftir út- afkeyrslu ÖKUMAÐUR bifhjóls slasaðist lít- illega á miðvikudagskvöld eftir að hafa misst stjórn á hjóli sínu í lausamöl og lent utan vegar skammt frá bænum Melgerði í Eyjafirði. Lögreglan á Akureyri segir að ökumaðurinn hafi þegar í stað verið komið á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri þar sem hann hafi hlotið aðhlynningu. Hún segir allt útlit fyr- ir að ökumaður sé ekki alvarlega slasaður. Bifhjólið er aftur á móti ónýtt. -----» ♦------ Sumartónleikar Leikiðá flautu og sembal FJÓRÐA tónleikaröð Sumartón- leika á Norðurlandi verður á Húsa- vík, í Mývatnssveit og á Akureyri um komandi helgi. Á tónleikunum leika Kolbeinn Bjarnason á flautu og Guðrún Óskarsdóttir á sembal. Á efnisskrá Kolbeins og Guðrúnar eru verk eftir Bach, Couperin og Lechner. Fyrstu tónleikarnir verða f Húsavíkurkirkju klukkan 20.30 á föstudagskvöld. Tónleikamir í Reykjahlíðarkirkju í Mývatnssveit verða á laugardag klukkan 20.00 og í Akureyrarkirkju leika Kolbeinn og Guðrún á sunnudag klukkan 17.00. Að sögn Hrefnu Harðardóttur, framkvæmdastjóra Sumartónleika á Norðurlandi, hafa tónleikamir gengið afar vel, verið vel sóttir og hlotið prýðilegar undirtektir. Sumarlokun Sæplasts frestað vegna anna Kolagrillið opnað Morgunblaðið/Golli VEITINGASTAÐURINN Kolagrillið var opnaður við Strandgötu á Akur- eyri í vikunni. Eins og nafnið bendir til er megináhersla lögð á veitingar glóðaðar á kolum, bæði hamborgara og nautasteikur. Þá eru og á matseðl- inum samlokur og fiskréttir. Kolagrillið verður opið alla daga frá klukkan 11 að morgni til 22 að kvöldi. Notað er sams konar kolagrill og á veitinga- staðnum Argentínu í Reykjavík og af þeim sökum kom Óskar Finnsson matreiðslumeistari á Argentínu norður til að koma starfsemi Kolagrillsins af stað. Á myndinni eru bræðumir Óskar og Sigurður Finnsson, en hann er eigandi Kolagrillsins ásamt konu sinni, Erlu Rögnvaldsdóttur, sem er með þeim bræðrum við grillið. MIKIL atvinna hefur verið lyá Sæplasti hf. á Dalvík það sem af er þessu ári. Unnið hefur verið á sólarhringsvöktum í verk- smiðju fyrirtækisins fimm daga vikunnar allan ársins hring og ekki eru horfur á neinum breytingum þar á. Að sögn Krist- jáns Aðalsteinssonar framkvæmdastjóra var fyrirhugað að loka verksmiðjunni í fjórar vikur vegna sumarleyfa nú í júlí en sökum anna verður ekki af því en þess í stað stefnt að lokun í eina og hálfa viku síðar á árinu. Góð sala hefur verið á fiskiker- um sem fyrirtækið framleiðir og fer nær helmingur framleiðslunnar til útflutnings, sem er svipað hlut- fall og á síðasta ári. í janúar voru framleidd yfir 500 ker sem flutt voru út til Kamtsjatka og um þess- ar mundir er verið að ganga frá Gítarhátíð í Akureyrarkirkju Pétur Jónasson á tónleikum í kvöld SPÆNSK TÓNLIST er kjarninn í dagskrá tónleika Gítarhátíðar á Akureyri í kvöld. Tónleikarnir eru í Akureyararkirlyu og hefj- ast klukkan 20. Pétur Jónasson leikur á gítar á tónleikunum í kvöld og efnisskrá hans er sett saman úr verkum höf- unda sem allir fæddust á nítjándu öld og lifðu fram á þá tuttugustu. Að sögn Amar Viðars Erlendsson- ar, framkvæmdastjóra Gítarhátíð- ar, er þetta sú dagskrá á tónleikum hátíðarinnar þetta árið sem stendur næst því að vera spænskt tónlistar- kvöld. Pétur leikur í kvöld verk eftir Tarrega, Torroba, de Falla, Grana- dos og Álbéniz auk laga eftir Fed- erico Garcia Lorca, sem mun öllu kunnari sem rithöfundur en tón- skáld. Pétur Jónasson hefur hlotið mik- ið lof fyrir list sína og verið fenginn til að leika fyrir erlenda þjóðhöfð- ingja í móttökum ríkisstjórnarinnar auk þess að taka þátt í kynningu á íslenskri tónlist erlendis. Þá var hann valinn í hóp fárra gítarleikara til að taka þátt í námskeiði hjá hin- um heimskunna afa gítartónlistar nútímans, André Segovia, árið 1986. Hann hefur þá sérstöðu með- al íslenskra gítarleikara að hafa stundað nám sitt að töluverðum hluta í Mexíkó, en flestir hafa þeir stundað framhaldsnám sitt i Evr- ópu, aðallega á Spáni. samningi um 300 ker til viðbótar. Fyrirtækinu hefur því tekist að vinna sér góðan markað á þessu svæði. Framleiða rotþrær Auk fískikera hefur Sæplast framleitt rotþrær. Þau hafa selst vel og hefur salan aukist um helm- ing frá fyrra ári. Stærsti einstaki samningurinn sem fyrirtækið hef- ur gert um sölu á rotþróm var við sex hreppa í Borgarfírði, sem keyptu rúmlega 100 þrær afýms- um stærðum og gerðum og voru þær afgreiddar nú í sumar. Alls starfa 23 starfsmenn hjá Sæplasti hf. Ekkert vandamál reyndist að fá starfsmenn til að fresta sumarleyfí sínu og þrátt fyrir gott atvinnuástand á Dalvík hefur gengið vel að manna verk- smiðjuna. Góðar horfur eru hjá fyrirtækinu en þegar hafa verið gerðir sölusamningar um liðlega mánaðarframleiðslu verksmiðj- unnar. Fréttaritari i! AK.uréyri HFöstudagur 23. júlí Gítarhátíð á Akureyri. Pétur Jónasson leikur í Ákureyrar- kirkju klukkan 20. ■Laugardagur 24. júlí Tónleikar í sal Gagnfræðaskól- ans klukkan 16. Áshildur Har- aldsdóttir leikur á flautu og Þor- steinn Gauti Sigurðsson á píanó. Gítarhátíð á Akureyri. Loka- tónleikar í Akureyrarkirkju klukkan 18. Fram koma nemend- ur á „Master Class“-námskeiði Gítarhátíðar. BIús í Blómahúsinu. Vinir Dóra leika í Blómahúsinu frá klukkan 22.30. ■ Sunnudagur 25. júlí. Sumartónleikar á Norðurlandi. Kolbeinn Bjarnason og Guðrún Óskarsdóttir ieika á flautu og sembal í Akureyrarkirkju klukkan 17. ■MYNDLIST: Sýning á myndverkum aldraðra í Deigl- unni. Sýning Laufeyjar Margrétar Pálsdóttur í Café Karolínu. Sýning Jóasar Viðars í List- húsinu Þingi. Sýning Valgarðs Stefánssonar í Hótel Eddu á Þelamörk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.