Morgunblaðið - 23.07.1993, Síða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 1993
Bjöm Steffen-
sen - Minning
Fæddur 12. apríl 1902
Dáinn 15. júlí 1993
Björn Steffensen fæddist í Kaup-
mannahöfn en ólst upp í Hafnar-
firði og í Reykjavík. Foreldrar hans
voru Valdimar Steffensen og Theo-
dóra Sveinsdóttir. Eftir að hafa lok-
ið prófi frá Verslunarskóla íslands
árið 1919, hóf hann nám við Pit-
mans Polytechnic School í London
, og vann síðan við endurskoðun hjá
skrifstofu Davies Dunn & Co. í
Englandi.
Arið 1927 hóf hann störf hér á
landi við endurskoðun og fékk lög-
gildingu sem endurskoðandi árið
1934. Hann tók þátt í stofnun fé-
lags löggiltra endurskoðenda og var
meðal annars formaður félagsins
um nokkurt skeið og heiðursfélagi
þess. Hann átti sinn þátt í því að
bóklegt nám endurskoðenda var
hafið í tengslum við Háskóla ís-'
lands árið 1947.
Ég varð fyrir því láni að ráðast
til starfa á Endurskoðunarstofu
Björns Steffensen & Ara Ó.
Thorlacius í byijun árs 1944. Undir
handleiðslu þessara ágætu manna
hafa allmargir lært endurskoðun
og notið þess að fá þá kennslu og
reynslu í starfi sem svo nauðsynlegt
er. Það er án efa álit okkar allra
að tæpast væri hægt að hugsa sér
betri skólun til starfa í endurskoðun
en þá sem við hlutum á skrifstofu
Bjöms Steffensen. Fyrir það mun-
um við minnast þess tíma með
þakklæti. Þeir munu vera orðnir
margir sem notið hafa starfa Bjöms
í gegnum hina löngu ævi hans og
rninnast hans i dag.
Bjöm hafði mjög heilsteyptar
skoðanir í lífínu og hafði meðal
annars mjög mikinn áhuga á land-
vemd og ræktun trjágróðurs og rit-
aði margar greinar þar um, svo og
um landsmál almennt. Þóttu grein-
ar hans allar athyglisverðar og
vöktu menn til umhugsunar.
Bjöm kvænist Sigríði Ámadóttur
28. júní 1928. Hún lést árið 1985.
Böm þeirra em Theodóra, Sigþrúð-
ur. Helga og Bjöm.
Ég er þess fullviss, að allir þeir,
sem hlotið hafa menntun í endur-
skoðun undir handleiðslu Bjöms
Steffensen, munu minnast hans
með þakklæti og virðingu.
-*■ Bergur Tómasson.
Þrátt fyrir háan aldur áttum við
ekki von á að vinur okkar, Björn
Steffensen, færi jafn skyndilega og
raun varð á.
Fyrstu kynni okkar af Bimi voru
af greinaskrifum hans í Morgun-
blaðinu af og til í allmörg ár. Þær
báru þess merki að höfundur þeirra
var greindur og víðsýnn og hefði
íjölbreytileg áhugamál. Hann vakti
athygli á ýmsu sem betur mátti
fara og benti á leiðir sem gerði
mannlífíð auðugra og betra.
Síðar, þegar við áttum svo kost
á því að kynnast honum persónu-
lega, fundum við að við höfðum
síður en svo ofmetið þennan heið-
ursmann. Það var alltaf ánægjulegt
að hitta Björn og heyra hann segja
frá. Hann var fróður, víðlesinn og
átti úrval íslenskra bókmennta.
Daglega var lesið fyrir hann úr
bókum hans og skapaði það óþijót-
andi umræðuefni, okkur til ánægju
og fróðleiks. Sérstakt dálæti hafði
hann á Halldóri Laxness, alveg frá
fýrstu tíð. Einnig var Einar Bene-
diktsson í miklum metum hjá hon-
um.
Bjöm var unnandi góðrar tónlist-
ar og á námsárum sínum í London
1924-27 lét hann það ganga fýrir
öllu öðm að komast á tónleika hjá
frægustu tónlistarmönnum þeirrar
tíðar, bæði söngvumm og hljóð-
færaleikurum. Einnig sá hann
nokkrar ópemr. Hann safnaði öllum
„prógrömmum" að þessum tónleik-
um og lét binda þau inn í fallegt
skinnband. Þessi dýrgripur var oft
tekinn fram og var mjög ánægju-
legt að heyra hann minnast þessara
viðburða.
Á sínum yngri ámm hafði Björn
verið áhugamaður um líkamsrækt
og var í sýningarflokki Ármanns í
fímleikum. Hann ferðaðist líka mik-
ið um landið, fór meðal annars í
gönguferðir um hálendið með félög-
um sínum, þeim Guðmundi frá Mið-
dal, Ósvaldi Knudsen og fleimm.
Allar þessar minningar átti hann
og naut þess að segja frá þeim,
enda hafði hann góða frásagnar-
hæfíleika.
Síðar var það tijáræktin, sem
átti eftir að verða hans aðaláhuga-
mál. í byijun fjórða áratugarins
fékk hann land við Elliðavatn,
byggði þar sumarbústað og hófst
handa við að gróðursetja tré. Hann
lýsti oft fyrir okkur hvemig þessi
gróðursnauði blettur hefði smátt
og smátt breyst í þann unaðsreit
sem hann nú er orðinn.
í þá daga hefur það sjálfsagt
þótt sérviska, sem nú er viðurkennt
sem náttúmvernd. Það mun vera
óhætt að segja, að Björn hafí verið
fmmkvöðull að því að rækta skóg
við Elliðavatn. Þessi sælureitur
geymdi líka minningar _um góða
konu og yndisleg börn. Áttum við
oft góðar stundir með Birni, þar sem
við skoðuðum myndaalbúm og hann
sagði okkur frá liðnum dögum.
Heimili Bjöms bar það með sér
að þar bjó maður, sem hafði dálæti
á góðum listaverkum. Hann naut
þess að geta búið á heimili sínu,
fyrir það var hann börnum sínum
þakklátur. Einnig Maríu, sem hefur
af mikilli trúmennsku hugsað um
hann og heimili hans undanfarin ár.
Bjöm fylgdist alltaf með fréttum
í Ríkisútvarpinu og var gaman að
ræða við hann um stjómmál og það
sem efst var á baugi hveiju sinni.
Ekki var hann alvega sáttur við það
sem er að gerast í íslenskum stjórn-
málum og fylgdist vel með ijárhags-
stöðu þjóðarbúsins. Erlendar skuld-
ir hækkuðu í góðæri, það kunni
ekki góðri lukku að stýra. Hafði
hann oft á orði að okkur vantaði
hugsjónamenn á borð við þá Jón
Þorláksson og Bjama Ben. og at-
hafnamenn á borð við Thor Jensen.
Bjöm var sáttur við Guð og
menn. Hann hafði stundum á orði
að nú væri nóg komið. Það væri
ekkert unnið við að verða svona
gamall. Allir gömlu félagarnir úr
fjalla- og hálendisferðum löngu
famir á undan sér, enda hefði hann
sjálfur alltaf verið langyngstur.
Við þökkum fyrir góðar stundir
sem við höfum átt með Birni og
minnumst hans með söknuði. Börn-
um hans og öðmm ættingjum og
vinum sendum við samúðarkveðjur.
Erla Kristjánsdóttir,
Jóhanna Eyþórsdóttir.
Með Birni Steffensen er genginn
einn af brautryðjendum í endur-
skoðun og reikningshaldi hér á
landi, en Bjöm var jafnframt einn
af máttarstólpum íslenskra endur-
skoðenda.
Bjöm mun hafa verið fyrsti ís-
lendingurinn sem fór til náms í
endurskoðun á erlendri grund, en á
ámnum 1924 til 1927 stundaði
hann nám í London jafnframt því
sem hann starfaði hjá bresku endur-
skoðunarfyrirtæki. Fljótlega eftir
heimkomuna stofnaði hann endur-
skoðunarfyrirtæki í Reykjavík með
Ara Ó. Thorlacius og bar endur-
skoðunarstofan nafn þeirra félaga.
Þeir unnu sér fljótt traust í grein-
inni og varð fyrirtæki þeirra eitt
af stærstu fyrirtækjum í landinu á
sviði endurskoðunar og reiknings-
halds. Meðal viðskiptamanna þeirra
vom mörg af stærstu fyrirtækjum
landsins. Fyrirtækið var lengst af
í Edinborgarhúsinu í Hafnarstræti,
en flutti síðan að Klapparstíg 26.
Nú er fyrirtækið á Suðurlandsbraut
32 og er enn í forystusveit is-
lenskra endurskoðunarfyrirtækja
þar sem tengdasonur Bjöms, Ingi
R. Jóhannesson, löggiltur endur-
skoðandi og skákmeistari, ræður
ríkjum með félögum sínum.
Bjöm vann margvísleg störf í
þágu endurskoðunarstéttarinnar og
leitaði ávallt faglegra úrlausria.
Hann var formaður Félags löggiltra
endurskoðenda á ámnum 1941 til
1944 og aftur 1939 til 1955. Hann
vann að breytingum á lögum um
löggilta endurskoðendur á árinu
1953 ásamt Bjarna heitnum Bene-
diktssyni og hann átti frumkvæði
að því að koma námi í endurskoðun
á fastan gmndvöll, meðal annars
með því að tengja kennsluna Há-
skóla íslands.
En Bjöm sinnti fleiru en því sem
laut að daglegum störfum. Hann
var unnandi íslenskrar náttúru. Við
Elliðavatn átti hann sumarhús þar
sem hann kom upp sannkölluðum
sælureit með tijágróðri sem er áber-
andi við vatnið. Þar dvaldi Björn
mörgum stundum við gróðursetn-
ingu og hirðingu og em þær stund-
ir ógleymanlegar þegar þau hjónin,
Sigríður og Björn, buðu okkur nem-
unum í sumarhúsið að sumarlagi.
Við minnumst þess einnig' að viku-
lega fór Bjöm ásamt nokkmm fé-
lögum sínum í gönguferðir hér um
nágrenni Reykjavíkur til skoðunar
á náttúru og mannvistarsögu. Þeir
félagar komu sér upp korti af
Reykjavík og nágrenni þar sem
gönguferðir þeirra vom merktar
inn, ásamt upplýsingum um hvern
stað. Þetta þótti okkur bæði fróð-
legt og merkilegt, en svona var
reglusemi hans og snyrtimennska
í hvívetna. Þá ferðaðist Bjöm mikið
um landið með fjölskylduna og naut
þar útivistar í íslenskri náttúru.
Bjöm fylgdist vel með því sem
var að gerast á hinum ýsmum svið-
um þjóðlífsins á hveijum tíma.
Hvort sem rætt var um atvinnu-
mál, efnahagsmál eða önnur þjóðfé-
lagsmál, var Bjöm greinilega vel
heima, hafði sínar skoðanir og færði
rök fyrr þeim af hógværð og festu.
Eftir að fór að hægjast um í hinum
daglegu störfum, reit Bjöm ágætar
greinar í Morgunblaðið um marg-
vísleg efni, sem margir kannast
eflaust við. Þar vék Björn að ýmsum
hugðarefnum sínum, sem blundað
höfðu með honum um langt skeið.
Pistlar þessir vom hinir fróðlegustu
og vöktu menn til umhugsunar.
Bjöm var afar glöggur á að greina
aðalatriði frá aukaatriðum og hafði
gjarnan á takteinum ýmsar megin-
stærðir um okkar þjóðfélag. Er við
heimsóttum hann á níræðisafmæl-
inu, var hann enn með á hreinu
hinar ýmsu efnahagsstærðir þjóðfé-
lagsins, svo að undrun vakti.
Það var afar lærdómsríkt að
kynnast þessum merka manni sem
læriföður. Hann var traustur, yfír-
vegaður, fjölfróður um viðfangsefn-
in, viðræðugóður, en ákveðinn. Við
mátum mikils þær stundir þegar
Björn gaf sér tíma til að staldra
t Ástkær mófiir okkar, t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
MARGRÉT EIRÍKSDÓTTIR, JÓN TRAUSTI KRISTJÁNSSON,
Vallarbraut 2, bifreiðastjóri á Blönduósi,
Njarðvík, lést 21. júlí í sjúkrahúsinu á Blönduósi.
lést í Borgarspítalanum þann 21. júlí. Jarðarförin verður auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Efivald Bóasson,
Valdór Bóasson, ✓ Anna Guðbjörg Jónsdóttir.
Eirfkur Bóasson.
t
Móðir okkar,
RANNVEIG PÁLSDÓTTIR,
Fannarfelli 2,
andaðist í Landspítalanum að morgni 20. júlí.
Fyrir hönd aðstandenda,
Oddrún H. Einarsdóttir,
Lucille Yvette Mosco.
t
Elskuleg dóttir okkar, unnusta og systir,
ANNA MARÍA INGIMARSDÓTTIR,
Eylandi,
Stöðvarfirði,
andaðist á heimili sínu þann 20. júlí.
Jarðarförin auglýst síðar.
Ingimar Jónsson, Guðmunda Ingibergsdóttir,
Sigurjón Sigurðsson,
Jón Ingi, fvar og Ingibjörg.
við hjá okkur og ræða vandamál
líðandi stundar. Þótt hann vildi að
menn héldu sig að verki, vildi hann
einnig að menn gæfu sér tíma til
að athuga sinn gang og ræða mál-
in. Bæði við lærisveinamir og við-
skiptavinimir bárum virðingu fyrir
þessum hógværa og virðulega
manni. Að eiga þess kost að kynn-
ast og eiga samskipti við þá Bjöm
og Ara var ungum mönnum mikils
virði og ákjósanlegt veganesti í hina
óvissu ferð lífsbaráttunnar. Fyrir
það viljum við þakka á þessari
kveðjustund eins og margir aðrir
eflaust gera, er þeir líta til baka
og minnast leiðsagnar þeirra.
Eiginkona Björns var Sigríður
Árnadóttir, er lést á árinu 1985,
og eignuðust þau fjögur börn, Theó-
dóm, kaupkonu, gift Finnbirni Þor-
valdssyni, fyrrverandi skrifstofu-
stjóra, Sigþrúði, bankaritara, gift
Inga R. Jóhannssyni, löggiltum
endurskoðanda, Helgu, brúðuleik-
ara, gift Herði Eiríkssyni, flugvél-
stjóra, og Björn, framkvæmda-
stjóra, kvæntur Agnesi Olsen, full-
trúa. Björn var mikill fjölskyldu-
maður, sem kunni best við sig með
fjölskyldunni og nákomnum vinum.
Við sendum bömum Bjöms og
fjölskyldum þeirra okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Gunnar Zoéga og
Ólafur Nilsson.
Björn, hún kann að heilsa! Um
leið og þetta var mælt, brá fyrir
mikilli glettni í augunum á Sigríði.
Bjöm kímdi og heilsaði á sama
máta. Þetta vom fyrstu kynni mín
af þeim heiðurshjónum, Sigríði og
Bimi Steffensen, sem þama fyrir
16 árum vom að mynda sér skoðun
á nýorðinni kæmstu Bjössa, dóttur-
syni þeirra. Ég vissi ekki þá, að
næstu ár ættu eftir að verða mikill
hamingjupartur í lífí mínu, að kynn-
ast honum Bjössa mínum og fá að
njóta samvista við afa hans og
ömmu. Ég veit um fátt jafn ljúft í
minningunni en árin sem á eftir
fóm.
Tíminn sem fór í ferðir upp á
Tanga, þann unaðsreit, oft á Rúss-
anum gamla, sem með sínum hæga-
gangi lauk ferðinni alltaf á sama
máta, hægt og rólega niður inn-
keyrsluna, smávegis afturábak og
stopp. Og samræðumar sem við
áttum uppi á Laxatanga, þær kom-
ust oft á heimspekilegt plan. Um-
ræðuefnið gat verið, allt frá vexti
birkittjánna þetta árið til vanga-
veltna um framhaldslíf, breytileika
í hagvexti landsins til næturljóða
Chopin.
Björn var mikill smekkmaður, og
það var einstakt hvernig hann sá
hlutina í samhengi og dró fram það
sem skipti máli í samræðunni. Sama
var hvort umræðan væri tölur eða
tónlist, næmnin var sú sama. Hann
hafði þann sérstaka hæfileika að
tala þannig að þú hlustaðir, enda
voru hugmyndir hans alltaf jafn
frumlegar og áhugaverðar, þú
þurftir ekki að vera sammála, en
þú hlustaðir.
Að ganga saman, þú bara hægð-
ir á þér, hættir að flýta þér, það
var engin ástæða til þess lengur.
Það var svo margt að skoða, snerta
og virða fyrir sér, finna angan af
og mæla. Það þyrfti að grisja, klippa
þessa grein eðá huga að flutningum
á plöntu, hleðsluna þyrfti að laga,
mikið var vatnið annars slétt og
fallegt í dag. Sjáðu hólmann þarna,
þetta leit öðruvísi út þegar við kom-
um hingað, þá var allt þetta bert,
það var ekkert héma, ekki ein
hrísla.
Þetta er eitthvað sem ekki er
hægt að gera sér í hugarlund,
hvernig hægt er að fá svona grósku
upp úr jörðinni, og ganga svo um
með manninum sem kom þessu til
leiðar án þess að staldra við og
dást að. Það var alltaf sól þessi
sumur, enda var ég í besta komp-
aníi sem hægt var að hugsa sér.
Hvernig gat rigning skipti máli,
þegar við vorum að mæla lengd
grenitrjánna og horfa á bláklukk-
urnar? Það sem skipti máli var þessi
stund, þessi kyrrcj, þessi maður að
segja frá um leið og gengið var
niður flötina með það eitt að um-
hugsunarefni, eins og það eitt skipti
máli í heiminum, hvoiit grasið væri