Morgunblaðið - 23.07.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.07.1993, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 1993 Þjóðhátíð í Eyjum Uppselt í aJlar ferðir Flugleiða ÞJÓÐHÁTÍÐIN í Vestmannaeyj- um verður að vanda haldin um verslunarmannahelgfina og búist er við metaðsókn í ár. Hjá Her- jólfi hf. og Flugleiðum hafa fyrir- spurnir um ferðir til Eyja á þjóð- hátíð sjaldan verið meiri en nú. Flugleiðir hafa fjölgað ferðum til Eyja vegna þjóðhátíðarinnar og er nú þegar uppselt í allar ferðir þang- að og margir eru á biðlistum. Gert er ráð fyrir að um 1.200 manns fari til Vestmannaeyja með Flugleiðum. Sala á pakkaferðum með Heijólfi til Eyja hófst á miðvikudag og hefur gengið betur en undanfarin ár. Magnús Jónasson, framkvæmda- stjóri Heijólfs, segir að tvær ferðir verði famar til Vestmannáeyja dag- ana fyrir þjóðhátíð. Morgunblaðið/Þorkell Yfir .eitt þúsund manns á „Bílarokki“ RÚMLEGA eitt þúsund manns komu saman á „Bíla- við Reykjavíkurborg en þeir voru haldnir til að minna rokk“, tónleika sem haldnir voru á Lækjartorgi í á umferðarmálin með sérstaka áherslu á ungt fólk. gærkvöldi. Umferðarráð, bifreiðatryggingafélögin Að sögn lögreglunnar fóru tónleikamir í alla staði og Fararheill stóðu fyrir tónleikunum í samstarfí vel fram. Hinrik og Goði efstir í fjórgangi HINRIK Bragason og Goði frá Voðmúlastöðum tróna efstir eftir forkeppni í fjórgangi fullorðinna á íslandsmótinu sem hófst í gær á Hlíðarvelli á Akureyri. Hlutu þeir 58,39 stig. Næstur er Eyjólf- ur ísólfsson á Skrúði frá Lækja- móti með 58,14. Sigurbjöm Bárðarson, sem keppir á Oddi frá Blönduósi, er þriðji með 57,13 stig, Baldvin Ari Guðlaugsson er fjórði á Nökkva frá Þverá með 56,88 stig og Einar Öder Magnússon fimmti á stóðhestinum Stíganda frá Hvolsvelli með 55,87 stig. Munar aðeins rétt rúmum tveimur stigum á þeim fyrsta og fimmta þannig að búast má við harðri keppni þegar þessir fimm mætast í úrslitum á sunnudag. í dag keppa unglingar og böm í fjórgangi, einnig verður keppt í fímmgangi fullorðinna, ung- menna og unglinga. Heimilistölva hækkar 8,1% TÖLVUR eru meðal þess, sem hækkað hefur vegna gengisfelling- arinnar. Sem dæmi um heimil- istölvu má nefna að Apple Macint- osh Color Classic kostaði t.d. áður 98.400 krónur en kostar nú 106.400 krónur. Þetta er um 8,1% hækkun. Kaupmenn og bankamenn deila um kostnað við nýju debetkortin Miklar breytingar á gjöld- um vegna tékka og korta MEÐ tilkomu debetkorta á haustmánuðum verða verulegar breytingar á þeim gjöldum sem bankar og kortafyrirtæki taka fyrir greiðslumiðlun, þannig að notendur tékka greiða meira fyrir notkun þeirra en áður og sérstök korta- og færslugjöld verða tekin af debetkortanotkun. Með þessu er gert ráð fyrir að tekjur bankanna muni aukast um milljarð og í viðtali við Morgunblaðið sagðist hátt sett- ur bankamaður gera ráð fyrir að í hans banka ætti vaxtamunur að geta lækkað um 1%. Miklar deilur eru nú á milli stórs hóps kaup- manna og banka og kreditkortafyrirtækja, en kaupmenn fullyrða að hagræðing vegna debetkort- anna komi fyrst og fremst til með að skila sér hjá bönkunum. Því sé ekki rétt að verslunin greiði af þeim þjónustugjöld en kaupmenn segja að ekki kæmi á óvart þótt vöruverð hækkaði um lh%. „Hugmyndum í þessa veru er hafnað af Sam- starfshópnum enda dæmið hliðstætt því að verslun þyrfti að greiða ákveðið gjald fyrir hveija ávísun sem hún tæki á móti,“ segir í frétt frá hópnum. Tékkar helmingi dýrari en debetkort Að sögn Helga H. Steingrimssonar starfsmanns Rás-nefndar sem fjallað hefur um og undirbúið komu debetkortanna hefur þess misskilnings gætt hjá kaupmönnum að þeir taki á sig allan kostnað vegna debetkortanna. „Reyndin er sú að korthöf- um verður gert að greiða stærsta hlutann." Hann segir að gjaldskrár bankanna hafí ekki verið ákveðnar en ákveðið hafí verið að korthafar greiði kortagjöld og færslugjöld þar að auki, þannig að korthafar greiði fyrir hvert skipti sem þeir nota kortin. Áformað er að einnig verði færslugjald fyrir tékka eftir að debetkortin komast í gagnið. Sparnaður viðskiptavina Helgi tók saman fyrir Morgunblaðið hversu mikill kostnaður korthafa gæti orðið vegna notk- unar tékka og debetkorta. Hann sagði að ef gefín væri sú forsenda að viðskiptamaður gæfi út eina ávísun hvem virkan dag gæti mánaðarlegur kostn- aður viðskiptamanns numið um 775 krónum. Kostnaður við debetkortanotkunina yrði lægri. Ef gefín væri sú forsenda að viðskiptamaður noti debetkort sitt einu sinni á hveijum virkum degi þá gæti mánaðarlegur kostnaður numið 360 kr. Sjá miðopnu: „Eru korthafar bara tekju- lind banka eða hagnast þeir líka?“ Amarhraun í Grindavík Eldur í dráttarvél ELDUR kviknaði í dráttarvél sem stóð í Amarhrauni í Grindavík í gærdag og skemmdi hana mikið. Risaþyrla ÖNNUR Chinook-þyrlan við komuna til landsins í fyrrinótt. Stóru þyrlumar em komnar tíl landsins TVÆR stórar þyrlur frá þjóðvarðliði Pennsylvaníuríkis komu til Keflavíkurflugvallar í fyrrinótt. Þær verða notaðar við landvarnaræf- íngu varnarliðsins sem hefst í næstu viku og í önnur sérstök verkefni. Talið er að eldsupptök séu út frá rafmagni en dráttarvélin varð al- elda á svipstundu og brann stýris- hús hennar þannig að grindin ein stóð eftir. Nærstaddur maður brá þó fljótt til og sprautaði á eldinn með garðslöngu og var lítill eldur eftir þegar slökkvilið Grindavíkur kom að. Allt stýrishús vélarinnar, sem var notuð til að knýja loftpressu, er ónýtt og öll stjómtæki ónýt utan startara þannig að hægt verður að nota vélina til að knýja loftpressuna áfram. Þyrlumar, sem era af gerðinni CH-47D Chinook, voru fluttar til landsins með C5 Galaxy flutninga- flugvél Bandaríkjahers. Nokkra daga tekur að setja á þær drif og spaða sem þurfti að taka af til þess að koma þeim í flugvélina. Þyriumar verða notaðar til að flytja mannskap og búnað milli staða við landvamaræfínguna. Þær verða einnig notaðar til að flytja þyrlupall i Surtsey og heyrúllur frá Mývatni inn fyrir Dimmuborgir þar sem heyinu verður dreift til að hefta sandfok. Samskonar þyriur komu hingað vegna heræfínga fyrir tveimur áram og vora þá meðal annars notaðar við hreinsun við gamla ratsjárstöð á Straumnesfjalli. Nábúakrytur Uppúr sauð á brúnni NÁBÚAKRYTUR á Fells- strönd í Dalasýslu voru til- kynntar til lögreglu eftir atvik sl. sunnudag þegar upp úr sauð milli tveggja bænda sem stirt hefur verið á milli um skeið. Kom til harkalegs rifr- ildis og jafnvel einhverra stimpinga þegar þeir þurftu að fara yfír sömu brúna. Annar bóndinn hafði stöðvað bfl sinn á brúnni yfír Kjallaks- staðaá þegar hinn kom aðvífandi á dráttarvél. Bóndanum á drátt- arvélinni lá meira á að komast yfír en hinum að fara af brúnni og ók hann vélinni nálægt bíln- um. Bændumir fóru að munn- höggvast og ýttu aðeins hvor við öðrum. Að lokum kom bónd- inn bfl sínum í gang og ók út af brúnni og komst nágranninn þá leiðar sinnar. Báðir tilkynntu atburðinn til lögreglunnar í Búðardal og eftir helgina hafa báðir rakið raunir sínar fyrir sýslumanni. Engin formleg kæra hefur þó verið sett fram og er þúist við að reynt verði að sætta mennina, að sögn Sigvalda Guðmundssonar lög- reglumanns í Búðardal. FÓ Kortlagningarleiðangur leiðir í Ijós að Kalmanshellir er lengsti hellir á íslandi, um 4 km 4-5 Annir á Dalvík__________________ Sæplast á Dalvík frestar sumarlok- un vegna mikilla verkefna 14 Sex stiga forskot_______________ íþróttabandalag Akraness hefur sex stiga forskot í íslandsmótinu í knattspymu eftir sigur á Val 34-35 Leiöari_________________________ Rekstrarkostnaður lífeyrissjóða 18 Daglegt líf ► í Kántríbæ - heimilisskama- gerð - í ríki Inkanna - ný kyn- slóð bílvéla - fjölmiðlakonur óánægðar - Flatey - um skalla - sumarskóli á Klaustri -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.