Morgunblaðið - 23.07.1993, Side 22

Morgunblaðið - 23.07.1993, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 1993 Minning Jákup Gaard Vest Joensen, frá Vogi á Suðurey í Færeyjum Fæddur 20. október 1915 Dáinn 17. júlí 1993 Elsku afi, okkur langar að senda þér smákveðju og þakka yndislegar minningar og samverustundir. Tíminn líður alltof fljótt, en enginn getur ráðið því hvenær kallað er á okkur, til að fylgja guði um hans fallegu sali. Við eigum öll guði að þakka þær yndislegu og skemmtilegu stundir sem við vorum með þér. Við fundum öll hversu vænt þér þótti um okkur og alltaf varstu tilbúinn að lána okkur lærið og sitja undir okkur, og segja okkur sögur þegar við vorum lítil. Oft var langt á milli, þegar þið amma voruð í- Færeyjum, en við flestöll á íslandi. Alltaf var tilhlökk- unin jafn mikil þegar þið voruð að koma til íslands, eða við að fara til ykkar. Við fundum hvað þú áttir mikla hlýju og ást handa okkur. Sjaldan höfum við skynjað það betur én þegar þið komuð núna síðast til okkar í desember, því að þú vildir sjá okkur öll áður en augnsjúkdóm- urinn sem þú hafðir kæmi í veg fyrir það. Lækkar lífdaga sól. Löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, fegin hvíldinni verð. Guð minn, gefðu þinn frið, gleddu’ og blessaðu þá, sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá. (H. Andrésd.) Elsku afi, öll geymum við minn- ingarnar um skemmtilegu sögurnar þínar og allar þær góðu stundir sem við vorum saman. Það á fyrir okkur öllum að liggja að enda á sama stað og við vitum að þú bíður okkar þar, elsku afi, og ert tilbúinn að taka á móti okkur opnum örmum eins og þú gerðir alltaf. Elsku amma, þú hefur alla okkar dýpstu samúð. Við biðjum góðan guð að gefa þér allan þann styrk sem hann getur í þessari sorg. Að lokum. langar okkur, elsku afí, að senda þér bænina sem guð kenndi okkur öllum. Faðir vor, þú, sem ert á himnum. Helgist þitt nafn, til komi þitt ríki, verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni. ouglýsingar Miðilsfundir Miðillinn Colin Kingschot er kominn aftur. Upplýsingar um einkafundi, áruteikningar og heilun í síma 688704. Silfurkrossinn. FERÐAFÉLÁG ÍSIANDS Dagsferðir Ferðafélagsins: Laugardaginn 24. júlf, kl. 08. Tröllakirkja í Hnappadal. Trölla- kirkja er tindur (862 m) á Kol- beinsstaöafjalli í Hnappadal. Á laugardaginn 24. júli, brottför einnig kl. 08, veröur gengið á Eldborg í Hnappadal. Gengið verður frá Snorrastöðum og er um hálftíma gangur að gígnum. Gullborgarhellar í Gullborgar- hrauni í Hnappadal verða skoð- aðir, þykja þeir einstaklega falleg náttúrusmíð. Verð kr. 2.500,-. Brottför frá Umferðarmiðstöð- inni, austanmegin. Farmiðar við bíl. Sunnudaginn 25. júlí verður gönguferð kl. 13.00. Þá verður ekið suður á Höskuldarvelli og gengið í Grænudyngju og um Sog og Sogaselsgíg, en þar sjást enn rústir þriggja selja. Kl. 08 á sunnudaginn 25. júlí verður dagsferð til Þórsmerk- ur. Ath. hagstætt verð á dvöl til miðvikudags, föstudags eða sunnudags. Nú er timinn til þess að njóta sumarsins f Þórs- mörk hjá Ferðafélaginu! Ferðafélag íslands. Þjóðgarðurinn á Þingvöllum Dagskrá um helgina Laugardagur 24. júlf Kl. 13: Gönguferð um norðurgjár. Farið verður frá þjónustumið- stöð og haldið I Hvannagjá. Gengið meðfram gjárbarmi Snóku, um Langastíg í Stekkj- argjá og þinggötu til baka að þjónustumiðstöð. Ferðin tekur 2-3 klst. Kl. 14: Barnastund og brúðuleikur í Hvannagjá. Hittumst á bílastæði við Hvannabrekku, sjá skilti. Tekur um 1 klst. Sunnudagurinn 25. júlí Kl. 13: Gönguferð í Skógarkot og Vatnskot. Farið frá Skáldareit við Þing- vallakirkju. Ferðin tekur rúmlega þrjár klst.’ Kl. 14: Barnastund við Skötutjörn. Hittumst við Skáldareit fyriraftan Þingvallakirkju. Tekur um 1 klst. 25.-28. júlí: Almennt námsk. 28.-30. júlí: Almennt námsk. 30. júlí-2. ágúst: Helgarferð. 2.-6. ágúst: Almennt námsk. 6.-8. ágúst: Helgarferð. 8.-11. ágúst: Almennt námsk. 11.-13. ágúst: Almennt námsk. 13.-15. ágúst: Helgarferð. 15.-18. ágúst: Unglnámsk. 18.-22. ágúst: Almennt námsk. 22.-25. ágúst: Almennt námsk. Upplýsingar og bókanir: Ferðaskrifstofa íslands Skógarhlíð 18, R. s.: 623300. Akranes: Bókav. Andr. Níelss. Akureyri: Umferðarmiðstöðin. Blönduós: Ingvi Þór Guðjónss. Bolungarv.: Margr. Kristjánsd. Borgarnes: Vesturgarður hf. Egilsst.: Ferðamiðst. Austurl. Flateyri: Björgvin Þórðarson. Grindavik: Flakkarinn. Húsavfk: Ferðaskr. Húsavíkur. Hverag.: Ferðaþjón. Suðurl. Höfn: Hornagarður hf. Keflavík: Umbskr..Helga Hólm. Sauðárkr.: Einar Steinsson. Selfoss: Suðurgarður hf. Skagastr.: Ingibjörg Kristinsd. Vestm.: Ferðaþjón. Vestmeyja. Gef oss í dag vort daglegt brauð. Og fyrirgef oss vorar skuldir, svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldu- nautum. Eigi leið þú oss í freistni, heldur frelsa oss frá illu, því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin að eilífu. Amen. Barnabörn og barnabarnabörn. Fædd 23. febrúar 1902 Dáin 15. júlí 1993 Amma í Reynó er látin, 91 árs að aldri. Hún var mikill áhrifavaldur í lífi okkar systkinanna og eru bern- skuminningar okkar nátengdar henni og afa. Hún skemmti okkur með sögum af Danmerkurferðum sínum er hún ung stúlka úr smákoti í Garðahreppi átti að elda fyrir og þjónusta fína frú í Danmörku. Einnig af námi sínu á barnasjúkrahúsi þar sem nætur- vaktimar stóðu í einn mánuð í einu. En þar var amma í essinu sínu, því börn voru hennar líf og yndi. Þótt hún gæti verið ströng, sló hjarta úr gulli inni fyrir. Óþrjótandi voru sögurnar úr sveit- inni frá þeim tíma er afi og hún bjuggu austur í Flóa, meðal annars í Tungu, uns kreppan og berklaveiki ömmu urðu til þess að þau bragðu búi og fluttust að Lyngholti í Garða- hreppi. Hún lét velferð Garðahrepps sig miklu varða, enda einn af elstu íbúum hreppsins. Kvenfélagið í Garðahreppi var á þessum tíma skipað nokkrum at- orkukonum. Var amma þar á með- al. Gengust þær fyrir endurbyggingu Garðakirkju, á hinum forna kirkju- stað af mikilli eljusemi. Víluðu þær ekki fyrir sér að vinna á byggingar- stað, við að hreinsa timbur og þess háttar. Amma talaði oft um þessa tíma, og að í nútíma kvenfélögum færi of mikill tími í fundarhöld en minni tími í verkin. Afi og pabbi okkar byggðu hús í Garðahreppi. Amma valdi nafnið á húsið, Reynihlíð. Við vorum því svo lánsöm að alast upp í sama húsi og afí og amma. Var samgangur mikill milli hæða. Amma og afi ólu upp frænku okkar, Ástu. Það voru því sex börn í húsinu og oftast æði líf- Þegar ég sest niður til að skrifa um mann, sem hefur verið svo stór hluti af lífí mínu, þá veit ég ekki hvar á að byrja. Á svona stundu koma svo margar góðar minningar upp í huga minn, því að það var svo gaman og gott að vera hjá þér. Ég man þegar þú sagðir mér sög- ur, spilaðir við mig og þá sérstak- lega þegar þú leyfðir mér að standa á ristunum á þér og halda utan um þig, og þú gekkst með mig fram og til baka um allt hús. Þú varst svo elskulegur og góður að mig langaði til að vera hjá þér öllum stundum. Þú varst svo skemmtilegur. Og ég man allar þær góðu sögur um þig þegar þú lærðir fyrst íslensku og ruglaðir saman báðum tungumálun- um, svo að úr urðu góðir brandarar, sem maður vitnar oft í. Ég man líka þegar ég fékk að fara með þér á sjóinn þegar ég var í Færeyjum. Ég var svo montinn að fá að fara með þér á sjóinn. Ég man þegar við feng- um ekki nema einn steinbít, hvað við hlógum mikið að því. Þú varst besti maður sem ég vissi að til væri. Þú gerðir engum mein, hvorki mönn- um né dýrum og varst aldrei reiður. Ég man eftir því þegar kisan kom með músina til þín, hvað þig kitlaði mikið og margt, margt fleira sem ég geymi og minni þig á síðar þegar legt, en amma fór létt með að hemja ólátabelgina og hafa alla góða. Þegar við voram unglingar var gott að skjótast í hádeginu úr skól- anum og fá góðan mat hjá ömmu, jafnvei taka nokkra félaga með og voru allir aufúsugestir. Alltaf var hægt að ræða við ömmu um alla skapaða hluti. Hún fylgdist með af miklum áhuga er við uxum úr grasi, þreyttum nám, stofnuðum til kynna við hitt kynið og síðast en ekki síst er barnabamabörnin komu eitt af öðru. Við kveðjum ömmu, rík af minningum og því veganesti sem hún gaf okkur. Jóhann, Gestur, Elisabet, Guðrún og Dagmar. Kveðja frá Kvenfélagi Garðabæjar í dag er til moldar borin frú Ásta G. Björnsson frá Reynihlíð í Garðabæ. Hún var ein af stofnendum Kven- félags Garðabæjar og átti sæti í stjórn félagsins fyrstu tíu árin. Fé- lagið var stofnað 8. mars 1953 og varð því 40 ára á þessu ári. Á.30 ára afmæli félagsins var frú Ásta gerð að heiðursfélaga. Þegar á fyrsta starfsári Kvenfé- lags Garðabæjar kom í ljós áhugi félagskvenna fyrir endurreisn Garðakirkju. Það var brennandi áhugamál Ástu og þar lagði hún óskipt sitt fram. Að sögn eldri félagskvenna var frú Ásta alltaf reiðubúin að leggja fram krafta sína ef leitað var til hennar og þau mál sem hún tók að sér voru í öruggum höndum. Við hinar yngri konur í félaginu lítum með virðingu og þökk til þeirra kvenna sem stóðu að stofnun Kven- félags Garðabæjar. við hittumst. Eftir að þú fékkst augnsjúkdóm- inn, ákváðuð þið, þú og amma, að koma til íslands og sjá okkur öll áður en sjóninni hrakaði meira. Það var gaman að hafa ykkur hér um jólin. Síðan komu fréttirnar eins og reiðarslag, að þú hefðir fengið heila- blóðfall og verið lagður inn á spít- ala. Átta dögum síðar varst þú far- inn til himna. Það er erfítt að missa þig, afí, en svona er gangur lífsins og þú skilaðir þínu ævistarfi fullkom- lega og meira en það. Við eigum öll eftir að sakna þín mikið._ Sérstaklega þú, elsku amma mín. Ég samhryggist þér og veit að þetta er erfitt, en svona er lífið. Ég veit að afi hefur það gott þar sem hann er núna, og við eigum öll eftir að lenda í hans faðmi þegar okkar tími kemur. Við verðum að vera sterk og lifa heil. Guð geymi þig og varðveiti. En hann, sem upp til himna sté. I hátign þar svo ljómi, oss vita lét, sín von að sé Að vitja heims með dómi. Ó, hversu hólpinn sérhver sá, Er sinn hann kallar ástvin þá, Hann lífs mun krónu krýndur. (Helgi Hálfdanarson) Arnar Óskarsson. Aðstandendum sendum við hlýjar samúðarkveðjur. Særún Sigurgeirsdóttir, í dag fer fram frá Garðakirkju útför frú Ástu G. Björnsson í Reyni- hlíð. Ásta var fædd 23. febrúar 1902 og lést 15. júlí síðastliðinn á Hrafn- istu í Hafnarfirði, en þar hafði hún dvalið um nokkurra ára skeið. Hún var ein af stofnendum Kvenfélags Garðahrepps og í hópi þeirra merku kvenna sem unnu að endurreisn Garðakirkju. í janúar 1960 var hin forna Garðasókn formlega stofnuð að nýju og kosin sóknarnefnd. í þá nefnd var Ásta kosin og aftur eftir vígslu kirkjunnar árið 1966. Um árabil hafði Ásta umsjón og umhirðu með Garðakirkju ásamt eig- inmanni sínum, Jóhanni G. Björns- syni, en hann var meðhjálpari í Garðakirkju í mörg ár. Jóhann and- aðist 16. febrúar 1976 og var nýr hluti kirkjugarðsins í Görðum vígður við jarðarför hans. Sóknarnefnd Garðakirkju þakkar þeim hjónum öll þau störf er þau inntu af hendi fyrir sóknina og bæj- arfélagið í heild. Blessuð sé minning þeirra. Fyrir hönd sóknarnefndar Garðasóknar Benedikt Björnsson. Ásta Gunnarsdóttir Bjömson, Reynihlíð, Garðabæ - Minning WLÆkM>AUGL YSINGAR A TVINNUAUGL ÝSINGAR Vélstjóri Vélstjóra vantar til afleysinga á Skagfirðing SK-4. Þarf að hafa full réttindi. Áætluð brottför er 3. ágúst. Upplýsingar í síma 95-35207. SUMARHÚS/-LÓÐIR Sumarbústaðalóðir til sölu í Grímsnesi 75 km frá Reykjavík. Ódýrar lóðir á góðum stað til ræktunar. Afgirt land með heitu og köldu vatni. Upplýsingar í síma 98-64451. Húsnæði óskasttil leigu Tvær reglusamar systur frá Vík vantar 2ja-3ja herb. íbúð frá 1. september til 1. júní. Skilvísar mánaðargreiðslur. Upplýsingar í síma 98-71292.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.