Morgunblaðið - 23.07.1993, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 23.07.1993, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 1993 KNATTSPYRNA / 1. DEILD KARLA Skagamenn náðu að „Valsmúrinn“ Sigþór Eiríksson skrífar „ÉG er mjög ánægður með sig- urinn, en hann hefði getað orð- ið stærri ef við hefðum nýtt fjöi- mörg marktækifæri okkar,“ sagði Ólafur Þórðarson, hetja Skagamanna, sem skoraði sig- urmark þeirra, 1:0, gegn Val á Akranesi f gærkvöldi. Það er óneitanlega þægilegt að vera kominn með gott forskot þegar deildin er hálfnuð, en það eru níu leikir eftir og allt getur gerst í lokabaráttunni. Þetta var harður leikur og fast leikinn af báðum liðum — enda barist um þýðingarmikil stig,“ sagði Ólafur. Skagamenn náðu að brjóta „Valsmúrinn" því að í fjórtán viður- eignum þeirra við Valsmenn fyrir leikinn í gærkvöldi, höfðu þeir að- eins unnið einn leik — á Akranesi 1986, 1:0, en Valsmenn tíu leiki. Bæði liðin byrjuðu leikinn af mikl- um krafti og var hart barist. Þórður Guðjónsson átti fyrsta tækifæri leiksins, en Bjami Sigurðsson, markvörður Vals, sá við honum og bjargaði meistaralega. Eftir að Olafur Þórðarsson skoraði mark Skagamanna á 55. mín. leiksins, fengu þeir í þrígang tækifæri til að bæta við marki, en náðu ekki að nýta þau. Valsmenn komu til leiks ákveðn- ir að halda sínu striki í leikjum gegn Skagamönnum. Þeir léku fast, en Skagamenn svöruðu fyrir sig, þannig að leikurinn varð harður. Skagamenn léku mjög vel í seinni hálfleik og með smá heppni hefðu þeir átt að bæta mörkum við. Vals- menn fengu einnig færi og var Antony Karl Gregory næstur því að skora — skoti hans var bjargað á marklínu. Ólagur Þórðarson átti mjög góð- an leik fyrir Skagamenn — lék sinn besta leik í sumar og þá var Luca Kostic sem klettur í vöminni. Bjami Sigurðsson var góður í marki Vals- manna og bjargaði þeim frá stærra tapi. Sævar Jónsson var ömggur í vöminni og Ágúst Gylfason ógnaði með hraða sínum. Morgunblaðið/Einar Faiur Þórður Guðjónsson sækir að marki Valsmanna, en heppnin var ekki með honum í gærkvöldi. Þórður fékk mörg gullin tækifæri sem hann náði ekki að nýta. 4 Haraldur Ingólfsson átti sendingu fyrir mark Valsmanna I 55. mln., þar sem Ólafur Þórðarson kom á fullri ferð — tók knöttinn niður með bróstkassanum og þrumaði honum í netið; við nærstöngina. Fagnaðarlæti Eyjamanna Stefán Eiríksson skrifar EYJAMENN unnu mjög mikil- vægan sigur, 1:2, á Fylki í Árbænum í gærkvöldi, í ótrú- lega fjörugum baráttuleik. Jafnt var í leikhléi og þrátt fyrir aragrúa af marktækifær- um skoruðu Eyjamenn ekki sigurmarkið fyrr en tveimur mfnútum fyrir leikslok, og fögnuðu að vonum gífurlega. Fyrri hálfleikur var opinn og skemmtilegur og fjölmörg færi sköpuðust á báða bóga. Eyjamenn voru fyrri til að skora en Fylkismenn jöfnuðu fljótlega. Þeir voru meira með boltann í fyrri hálfleik en skyndi- sóknir Eyjamanna voru baneitrað- ar. Eyjamenn voru mun sterkari í síðari hálfleik, og hreinlega óðu í færum. Fylkismenn áttu líka nokkur góð, t.d. vippaði Porca í þverslá úr upplögðu færi á 67. mínútu. Rúmum tíu mínútum síðar var fækkað um einn í báðum lið- um, og við það opnaðist leikurinn enn meira. Eyjamenn voru áfram sterkari og skömmu áður en sigur- markið kom skallaði Steingrímur Jóhannesson í samskeytin á marki Fylkismanna. Mikil barátta var í báðum liðum, kannski full mikil á stundum. Jafn- ræði var með liðunum í fyrri hálf- leik, en neistann vantaði í Fylkis- menn í síðari hálfleik, meðan Eyja- menn höfðu fulla trú á því sem þeir voru að gera; fram á síðustu Friðrlk Frlórlksson átti mjög góð- am leik í marki Eyjamanna. stundu. Friðrik Friðriksson varði einstaklega vel í marki Eyjamanna og Steingrímur Jóhannesson var flugbeittur í fremstu víglínu. Tryggvi Guðmundsson átti líka mjög góðan leik. Páll Guðmunds- son í marki Fylkis greip oft vel inn í, og Finnur Kolbeinsson barðist vel á miðjunni. Sveinbjömssonar, sem lét hann fara imi í teiginn hægra megin, þar sem Steingrimur Jóhannesson kom aðvífandi. Steingrimur tók við kanti, vamannaður Salih Heinúr Porca: ’ fyrir markið á 29. mínútu frá hæj_ jamanna missti af boltanum og fékk Þórhallur Dan Jóhannsson boltann utarlega í vítateignum vinstra megin, lagði hann fyrir sig og þrumaði honum í fjærhomið. 4[ ■ Igor Nakonechnig átti langa sendingu inn í teig Fylkis á ■ mínútu, Steingrímur Jóhannesson skallaði inn á Tryggva Guðmunðsson sem tók boltann niður á kassann, lék út í teiginn vinstra megin og skaut lagiega framhjá Páii og í netið. Sigur Keflvíkinga á elleftu stundu VÍKINGAR töpuðu enn einum leiknum í 1. deildinni i gær- kvöldi, að þessu sinni gegn ÍBK á Valbjarnarvelli. eð sigrinum þokuðu Keflvík- ingar sér örlítið ofar í deild- inni og veitir ekki af fyrir þá, því með því að tapa stigum í gær hefðu þeir verið í slæmum málum. Bæði lið fengu nokkur færi og skiptust þau nokkuð jafnt þann- ig að jafntefli hefði ef til vill verið sanngjömustu úrslitin. En Keflvík- ingar skoruðu og það telur. „Eg varð að skora, annars hefði ég ekki fengið að koma til Keflavík- Skúli Unnar Sveinsson skrifar ur. Ég var búinn að vera ferlega lélegur og misnotaði besta færið sem ég hef fengið í sumar,“ sagði Óli Þór Magnússon sem tryggði sig ur ÍBK. Færið góða fékk Oli Þór á 53. mínútu er hann var einn gegn Guðmundi markverði en sá síðar- nefndi náði að trufla hann nægilega til að ekkert varð úr. Mikil barátta var um völdin á miðjunni og hafði hvorugt liðið í raun betur. Flestar sóknarlotur runnu út í sandinn þegar nálgaðist vítateiginn enda virtust leikmenn beggja iiða eiga í miklum vandræð- um með að koma knettinum skammlaust frá sér þegar nær dró markinu. FOLK INGI Sigurðsson fyrirliði Eyjamanna var lagður inn á sjúkrahúsið í Eyjum á þriðjudag, daginn eftir bikarleikinn gegn KR. Hann fór snemma af velli vegna slappleika gegn KR, en óvíst er hvað amar að honum og hversu lengi hann verður frá. Jafnvel er óttast að hann sé með lifrarbólgu. INGIlét heyra í sér fyrir leikinn gegn Fylki í gærkvöldi; sendi sím- skeyti frá sjúkrahúsinu með bar- áttukveðju og bað leikmenn um að hafa augun vel opin við mark and- stæðinganna. MARTIN Eyjólfsson lék ekki heldur með Eyjamönnum. Hann meiddist á nára gegn KR. IAN Ross, fyrrum þjálfari Vals og KR, er hættur sem fram- kvæmdastjóri Huddersfield eftir fimmtán mánaða starf. ANDY Townsend, fyrirliði Chelsea, var seldur til Aston Villa í gær á 2,1 millj. pund. Hann valdi frekar að fara til Aston Villa, þar sem hann hittir fyrjr þrjá félaga sína úr írska landsliðinu, en að fara til Sheff. Wed. eða Man. City. TOTTENHAM er tilbúið áð" láta Gordon Durie fara til Glasgow Rangers í skiptum við Alexej Mikhajlichenko frá Ukra- ínu. PORTÚGALSKA félagið Porto hefur boðið Man. Utd. eina millj. punda fyrir Dion Dublin, sóknarleikmann. Man. Utd. keypti hann frá Cambridge, en hann fót- brotnaði í öðrum leik sínum með United. Dublin er blökkumaður; sköllóttur eins og kunnir körfu- knattleikskappar. 4 ARSENAL og Man. Utd. mæt- ast í móti í Jóhannesarborg í S- Afríku á sunnudaginn, en liðin mætast svo aftur í ágóðaleiknum á Wembley eftir hálfan mánuð. 1.DEILD KARLA FYLKIR- ÍBV .............1: 2 VÍKINGUR- (BK...........0: 1 lA- VALUR................1:0 ÞÓR- FH..................0:0 Fj. leikja U J T Mörk Stlg ÍA 9 8 0 1 28: 9 24 FH 9 5 3 1 18: 10 18 KR 8 4 i 3 18: 10 13 ÍBK 9 4 1 4 12: 18 13 FRAM 8 4 0 4 19: 15 12 VALUR 9 4 0 5 14: 12 12 ÍBV 9 3 3 3 15: 15 12 ÞÓR 9 3 3 3 8: 9 12 FYLKIR 9 3 0 6 9: 19 9 VÍKINGUR 9 0 1 8 8: 32 1 ólafur Þórðarson, ÍA. Friðrik Friðriksson, ÍBV. Hlynur Birgisson, Júllus Tryggvason, Öm' Viðar Amarson, Páll Gfslason, Þór. Stefán Amarson, FH. Guðmundur Hreiðarsson, Bjöm Bjartmarz, Amar Amarsson og Thomas Javazek, Vfkingi. Ólafur Péturs- son, Sigurður Björgvinsson og Gunnar Oddsson, ÍBK. Sigursteinn Gíslason, Lúkas Kostic, Alexander Högnason, ÍA. Bjami Sigurðsson, Sævar Jónsson, Agúst Gylfa- son, Val. Magnús Sigurðsson, Tryggvi Guð- mundsson, Jón B. Amarsson, Rútur Snorra- son, Steingrímur Jóhannesson, Igor Na- konechnig, ÍBV. Páll Guðmundsson, Helgi Bjamason, Baldur Þór Bjamason, Finnur Kolbeinsson, Þórhallur Dan Jóhannsson Fylki. Öm "i Boltinn barst aftur í ■ I vitateig Víkinga á 88. mínútu og virtíst engin hætta á ferðinni. Hörður Theód- órsson virtist hafa nægan tima en Óli Þór Magnússon stakk sér fram fyrir hann og potaði boltanum yfir Guðmund mark- vörð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.