Morgunblaðið - 23.07.1993, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 1993
7
Miðbær Hafnarfjarðar hf. semur við Hraun hf. um steypukaup
Iðnlánasjóður gagnrýndur
af öðrum steypustöðvum
HLUTAFÉLAGIÐ Miðbær Hafnarfjarðar, sem sér um fram-
kvæmdir á fyrirhugaðri verslunarmiðstöð við Fjarðargötu, hefur
samið við Hraun hf. um kaup á steypu til uppbyggingar á versl-
unarmiðstöðinni. Sveinn Valfells framkvæmdastjóri Steypustöðv-
arinnar segir að þeir séu óhressir með að Hraun skuli hafa feng-
ið verkið þar sem fyrirtækið er að mestu í eigu Iðnlánasjóðs.
„Við erum búnir að borga til Iðnlánasjóðs í 30 ár og töldum ekki
að við værum að því til að sjóðurinn færi svo í samkeppni við
okkur,“ segir Sveinn.
Komu Teds Tumer og
Jane Fonda frestað
FYRIRHUGAÐRI fjögurrra
daga Islandsheimsókn hjónanna
Ted Turner, æðsta yfirmanns
CNN í Bandaríkjunum, og Jane
Fonda, leikkonu, hingað til lands
var frestað aðeins þremur
klukkustundum fyrir fyrirhug-
aða brottför til Islands I gær-
morgun.
Páll Magnússon, sjónvarpsstjóri
íslenska útvarpsfélagsins, sagði að
ástæðan sem gefin hefði verið upp
væri sú að einkaþota hjónanna, sem
ekki hefði flugþol milli Atlanta í
Bandaríkjunum og Reykjavíkur,
hefði ekki getað millilent í Kanada
vegna þrumuveðurs í gær. Sama
TOFUR hafa í sumar sést á tún-
um í Knarrarneshverfi á Vatns-
leysuströnd, þar sem lágfóta
hefur verið að veiða sér til mat-
ar. í eitt skipti sem tófa var á
ferðinni var refaskytta á staðn-
um og skaut tófuna sem var að
veiða sér til matar í kríuvarpi.-
Eftir þetta fóru refaskyttur að
leita grenja í heiðinni, og fannst
veðri hefði verið spáð áfram og
áætlunarflug hefði stytt ferð hjón-
anna um tæpa tvo daga. „Þau
hefðu þá ekki getað verið hérna
nema rúman dag og vildu heldur
hætta við ferðina í bili heldur en
að skera hana niður um rúman
helming,“ sagði Páll og bætti við
að ekki hefði verið hægt að lengja
ferðina.
Hann sagði að aðstoðarfólk hjón-
anna væri um þessar mundir að
reyna að finna annan tíma fyrir
íslandsheimsóknina en ekki væri
víst að úr henni gæti orðið í sum-
ar. Hjónin ætluðu að eyða þremur
dögum við veiðar í Norðurá.
nýtt greni þar sem refaskytturnar
líktu eftir hljóðum refa og yrðling-
arnir létu plata sig og vísuðu skytt-
unum á staðinn. I greninu reyndust
vera sex yrðlingar.
Þetta er eina grenið sem hefur
verið unnið í hreppnum í ár sem
er með minnsta móti, og jafnvel
talið að ref sé að fækka vegna
minna ætis vegna fækkunar á fé
og minnkandi fuglalífs. - EG
Að sögn Viðars Halldórssonar
framkvæmdastjóra Miðbæjar
Hafnaríjarðar sýndu mörg fyrir-
tæki áhuga á að selja félaginu
steypu í verslunarmiðstöðina en
eftir að hafa beðið um tilboð frá
Hrauni hf. og Friðjóni Skúlasyni í
Hafnarfirði var gengið til samninga
við Hraun hf. sem var með lægra
tilboð. Ekki fékkst uppgefið hvert
verðið væri.
Sveinn Valfells segir að Steypu-
stöðin hafi gert Miðbæ Hafnar-
fjarðar tilboð í verkið en um er að
ræða stærsta einstaka steypuverk-
ið á árinu upp á 6.800 rúmmetra.
„Síðan heyrðum við ekkert frá þeim
fyrr en við fréttum af því að geng-
ið hefði verið til samninga við
Hraun, og þá væntanlega á lægra
verði en við buðum,“ segir Sveinn.
Opnað á næsta ári
Framkvæmdir eru hafnar við
uppsteypu verslunarmiðstöðvarinn-
ar en fýrirtækið Fjarðarmót í Hafn-
arfirði sér um þær framkvæmdir.
„Framkvæmdir við verslunar-
miðstöðina líta vel út,“ sagði Við-
ar. „Húsið á að vera uppsteypt í
bytjun mars á næsta ári. Það á að
vera frágengið að utan 1. rnaí nk.,
næsta sumar verður gengið frá
húsinu að innan og stefnt er að
því að verslanir verði opnaðar í
október á næsta ári.“
Rekstrarfélagið Hraun hf. var
stofnað af Iðnlánasjóði til að taka
rekstur þrotabús Óss húseininga á
leigu. Miðbær Hafnarfjarðar hf. er
fyrirtæki í .eigu fimm einstaklinga.
Auk Viðars eru það Þorvaldur As-
geirsson tæknifræðingur, Gunnar
Hjaltalín löggiltur endurskoðandi,
Páll Pálsson heildsali og Þórarinn
Ragnarsson kaupmaður.
100
70
40
GB
V atnsley suströnd
Tófugreni fannst
yogum.
VINSÆLASTA
MYND
ALLRATÍMA
ÞUHEFURBEÞKM65MIUJONAR
NUERUADEINSSVIKUREFTIR
Metsölublad á hverjum degi!
Ronald McDonald tilkynnir!
* *
Eg er á leiðinni til Islands!
Mig vantar duglegt, glaðlynt og gaumgefið fólk
í vinnu á fyrsta McDonald's veitingastaðnum
hér á landi.
Leyfishafi minn, íslenska fyrirtækið Lyst hf
(sbr. ílöngun og matarlyst) er að byggja
veitingahús að Suðurlandsbraut 56 í
Reykjavík. Þar er ætlunin að umhverfi og
aðbúnaður verði til fyrirmyndar jafnt fyrir
starfsfólk sem viðskiptavini og þar á að vera
gaman að vera, líf og íjör. Gakktu til liðs við
okkur. Um er að ræða vaktavinnu, heilsdags-
eða hlutastörf og tímavinnu.
Við leitum að hressu fólki, sem getur unnið
hratt og vel með eða án leiðsagnar, en sem er
jafnframt nákvæmt og vandvirkt.
Við viljum að fólkið okkar sé tillitssamt og
kurteist, því við gerum miklar kröfur til góðrar
framkomu, þjónustulundar og snyrtimennsku.
Stefna okkar er að allir hafi sem jafnasta
möguleika til að vinna sig upp innan
fyrirtækisins og því er hér kjörið tækifæri
fyrir þá, sem vilja sýna frumkvæði og dugnað
og hafa áhuga á að læra.
Stefnt er að opnun veitingahússins í byrjun
september nk., en starfsþjálfun mun fara
fram áður. Við hlökkum til að heyra frá þér.
Kær kveðja,
Ronald McDonald og félagar.
LYST
oroS
N\
| MCDonalcfs
Lyst hf. er leyfishafi McDonald 's á íslandi
Sérstök umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Lystar hf.
á annari hæð að Fákafeni 9, Reykjavík og ber þeim að skila fyrir 30. júlí nk.
*' Upplýsingar ekki gefnar upp í síma.