Morgunblaðið - 23.07.1993, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 23.07.1993, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 1993 33 Pennavinir Frá Ghana skrifar 23 ára stúlka með áhuga tónlist, bókalestri og íþróttum: Matilda Ama Walker, P.O. Box 1093, Oguaa State, Cape Coast, Ghana. Bandarískur frímerkjasafnari vill komast í samband við íslenska safn- ara: Gerald Salupsky, 5641 SW 2nd CT, Margate, FL 33434, U.S.A. Fimmtán ára japönsk stúlka með áhuga á ballett, tónlist, póstkortum og bréfaskriftum: Yoshiko Matsuo, G-501, 418-1, Ogiri, Ogiri-shi, Fukuoka-ken, 838-01 Japan. Frá Ghana skrifar 22 ára stúlka með áhuga á landbúnaði, ferðamál- um, iþróttum, söng og matseldun: Eva Takyi Mensah, P.O. Box 1093, Cape Coast, Ghana. LEIÐRÉTTIN G AR Höfundarnafn féll niður Nafn höfundar frásagnar af þingi Evrópusamtaka smá- og meðal- stórra fyrirtækja, sem birtist í Morgunblaðinu í gær, féll niður. Höfundur texta og mynda er Gú- staf Adolf Skúlason, sem rekur hönnunar- og auglýsingastofu í Svíþjóð. Vitlaus myndatexti Vitlaus myndatexti var undir mynd á skemmtanasíðu í gær. Myndin er af írisi Guðmundsdóttur sem syngur á Barrokk föstudags- og laugardagskvöld, ásamt Amold Ludvig bassaleikara og Sunnu Gunnlaugsdóttur píanó, en ekki hliómsveitinni Texas Jesús. KEFLVÍKINGAR! Græðandi og nærandi Banana Boat heilsusólkrem úr Aloa Vera, kollageni, A- B- D- og E vítamlnl. Sólbaðs- og þrekmiðstöðin PERLA HAFNARGÖTU 32 -3-14455 VELVAKANDI GÓÐ ÞJÓNUSTA Á KIRKJUBÆJAR- KLAUSTRI MIG LANGAR að vekja athygli á góðri þjónustu við ferðafólk á Kirkjubæjarklaustri, þar bendi ég t.d. á góða upplýsinga- þjónustu, þar er fólk sem greini- lega veit hverju það er að segja frá og hefur áhuga á starfinu (sem oft vantar í þjónustu á Islandi). Þama er líka fallegt nýtt hótel og staðurinn er kjör- in miðstöð fyrir dagsferðir, hreinlega í allar áttir. Ég fór að Laka, í Eldgjá, Skaftafell, Fjaðrárgljúfur o.fl. Ég hvet landann til að kynn- ast þessu af eigin raun! Sveinn Jónasson, ísafirði. MAÐURINN HIRÐI UPP EFTIRSIG SVEITAKONA hringdi til Vel- vakanda og vildi koma þeim skilaboðum til fólks sem er að ferðast úti í náttúrunni að það eigi að hirða upp eftir sig allan úrgang, jafnt saur sem annað. Hún segir að það sé með ólík- indum hve mikið sé af manna- saur úti í náttúrunni og fer fram á það við fólk að það taki með sér plastpoka og hirði upp eftir sig, rétt eins og ætlast er til að hundaeigendur hirði upp eft- ir hunda sína. Hún segir að klósettpappír sé fjúkandi út um allt og hangi á beijalyngi, liggi í vegarkönt- um og fleiri stöðum. Sveitafólki sé mikil raun að þessum sóða- skap. NATTURUSPJOLLI HEIÐMÖRK? ÉG SKRAPP sunnudaginn 18. júlí upp í Heiðmörk til að skyggnast um eftir sveppum. Ég fór í besta birkilundinn sem ég veit um, sem á hveiju hausti gefur af sér óhemju magn af úrvals úalubbum á pönnuna hjá mér og öðrum Reykvíkingum. Ekki bar á sveppum, senni- lega vegna þess hve þurrt hefur verið síðan tók að hlýna. En mikið brá mér þegar ég sá að um allan lundinn hafði verið plantað furum í reglulegu þéttu neti. Ég veit að auðveldast er að rækta skóg þar sem kjarr og lyng er fyrir, ef menn ætla að rækta nytjaskóg í ágóða- skyni, en er ekki Heiðmörkin útivistarsvæði Reykvíkinga? Stór svæði þar eru lítt grónir melar og moldarflög sem allir myndu fagna að plantað væri í hvaða tegundum sem er. Þetta get ég ekki kallað annað en náttúruspjöll. Sveppaunnandi GÆLUDÝR Kettlingar fást gefins GULLFALLEGIR, kassavanir kettlingar, fæddir 30. maí, fást gefíns á gott heimili. Upplýs- ingar í síma 15327. TAPAÐ/FUNDIÐ Fjallahjól tapaðist UÓSFJOLUBLÁTT Icefox- fjallahjól hvarf frá Rauðalæk um miðjan maí. Finnandi vin- samlega hringi í síma 681689. Kattafár Frá Rannveigv Tryggvadóttur: Það hefur lengi verið mér þyrnir í augum að Velvakandi skuli árum saman hafa tekið að sér að útvega fólki samastað fyrir ketti. Menn hafa hvorki þurft að hafa fyrir því að láta vana kettina eða fá dýra- lækni til að lóga þeim, þeir auglýsa þá bara í Velvakanda og kettirnir flæða yfir landið. Afleiðingarnar eru m.a. þær að raddir vorsins þagna því kettirnir sitja um ófleyga unga, t.d. þrastarunga í görðum. Einnig munu dæmi þess að villi- kettir spilli æðarvarpi. Árás villik- attar á sofandi mann, sem hann bæði klóraði og beit, er ógeðfellt dæmi um hættuna sem stafar af offjölgun katta. Hvað ef slíkur kött- ur réðist á barn sem væri eitt heima? I nýjasta hefti New Scientist er grein um stórfellt villikattafár sem tókst að vinna bug á á Maríoneyju sem er 300 ferkílómetrar að flatar- máli og liggur milli Suðurheim- skautsins og Suður-Afríku. Hefur eyjan verið notuð sem rannsóknar- stöð. Árið 1949 voru fímm heimilis- kettir fluttir til eyjarinnar og lögð- ust afkomendur þeirra út. Árið 1975 voru kettlingarnir orðnir 2.200 og fjölgaði um 23% á ári. Það ár áætluðu suður-afrískir rann- sóknarmenn að kettirnir hefðu drepið 450.000 sæsvölur. Árið 1977 þegar fjöldinn var orðinn 3.400 var gripið til þess ráðs að sýkja kettina með veiru er fækkaði þeim í 620 á fimm árum. Þeir voru þá orðnir ónæmir fyrir veirunni. Hófst nú ný herferð gegn köttunum með skotfærum og öðr- um tiltækum ráðum. Árið 1991 var talið að enginn köttur væri eftir á eyjunni. Legg ég til við fólk sem á ketti að það merki þá svo menn velkist ekki í vafa um hvaða kettir séu villikettir. RANNVEIG TRYGGVADÓTTIR, Bjarmalandi 7, Reykjavík. Stakir jakkar Frá kr. 6.9GÖ.“ Viö Rauöarárstíg S. 13505 v I K I 1M G A LfHÍ Vinn ngstöiur miövikudaginn: 21. júlf 1993 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING n63,6 1 (á isl. =0) 26.650.000,- 5 af 6 tS+bónus 0 354.470,-.- 3 5af6 6 46.418,- J 4 af 6 195 3.297,- pa 3 af 6 Hfl+bónus 874 332,- Aöaltölur: (22)(32)(íí) BÓNUSTÖLUR @(S)® Heildarupphæb þessa viku: 28.216.061,- ðfsi.: 1.566.061,- UPPLVS|NGAR, SlMSVAR: 91- 68 15 11 LUKKUUNA 99 10 00 • TEXTAVARP 451 BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR Þýskur eðalvagn til sölu Höfum í sölu mjög gott eintak af BMW 520Í, árg. 1988. Ekinn 44.000 km. Útbúinn með leðursætum, topplúgu, rafm. rúðum, centrallæsingum o.fl. 5IIASAIA RCyKJAVÍKUR Skeifunni 11 - sími 678888 Alltaf: Tré, runnar, kraftmold, ^ trjákurl, verkfæri optd’K' ð-^V £|x> skógræktarfélag reykjavíkur Fossvogsbletti 1, fyrir neðan Borgarspítalann, sími 641770. Beinn slmi söludeildar 641777

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.