Morgunblaðið - 23.07.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.07.1993, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JÚU 1993 Hannes Hlífar vann öruggan sigur í Akropolisskákmótinu „Sannar að nafnbótin var ekki nein tilviljun“ HANNES Hlífar Stefánsson stórmeistari vann öruggan sig- ur á alþjóðlega Akropolisskák- mótinu, sem haldið var á Korfu og í Aþenu. Hann gerði jafn- tefli við tvo síðustu andstæðinga sína þá Margeir Péturson og Grivas frá Grikklandi eftir að hafa unnið sjö fyrstu skákimar. Hann hlaut því alls átta vinn- inga af niu mögulegum. „Ég er mjög ánægður með sigurinn á þessu móti. Með honum tel ég mig hafa sannað að það er ekki tilviljun að ég hlaut stórmeist- aranafnbótina fyrr í sumar,“ sagði Hannes í samtali við Morgunblaðið en að sögn hans er þetta fyrsta sterka skákmótið sem hann tekur þátt í eftir að hann var útnefndur stórmeistari í sumar. Hann sagði mótið hafa verið mjög erfitt. Það taldi hann ekki síst hafa komið til VEÐUR Sigurvegarínn SIGUR Hannesar var sá fyrsti síðan hann var útnefndur stór- meistari í sumar. vegna mikilla hita á mótsstað á Grikklandi en hitinn komst reglu- lega upp í fjörutíu gráður. Hannes telur ekki líklegt að þessi sigur einn og sér hækki hann mikið á ELO-skákstigalistanum. Til þess þurfi að koma til góður árangur á mörgum mótum. Hann- es segir að ekki sé ljóst að svo stöddu hvar hann tefli næst og kveðst vera á heimleið. Margeir tapaði Alþjóðlegi meistarinn Luther frá Þýskalandi náði öðru sæti á mót- inu með Vh vinningi og skaut níu stórmeisturum aftur fyrir sig. Fimm skákmenn urðu jafnir í 3.-7. sæti með sjö vinninga. Margeir Pétursson stórmeistari tapaði síð- ustu skák sinni á mótinu gegn Georgíev frá Búlgaríu og hlaut sex vinninga. I DAG kl. 12.00 7 / 10° 7 / r.'./ V / f / Helrmld: VeSurstofa Islands (Byggl á veðurapá kl. 16.151 gær) VEÐURHORFUR I DAG, 23. JULI YFIRLIT: Um 400 km suðvestur af landinu er 1003 mb lægð sem hreyf- ist austur. Yfir Grænlandi er 1024 mb hæð. SPÁ: Frameftir degi verður austlæg átt, víðast kaldi. Um landið austan- vert verður súld eða rigning víðast hvar en skúrir f öðrum landshlutum. Síðan fer vindur að snúast til norðausturs og þá léttir heldur tii um land- ið vestanvert en norðaustanlands verður súld eða rigning. Veður fer lít- ið eitt kólnandi norðanlands á morgun en annars breytist hiti lítið. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á LAUGARDAG, SUNNUDAG OG MÁNUDAG: Norðaustan- átt, víða strekklngsvindur, rigning eða súld norðaustanlands en bjart með köflum suövestanlands. Hiti 6-17 stig, hlýjast í innsveltum suðvest- anlands. Nýir veðurfregnatímar: 1.30. 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30, 22.30. Svarsími Veðurstofu fslands — Veðurfregnir: 990600. o Heiðskírt r / r r r r r r Rigning tik Léttskýjað * r * * r r * r Slydda * Hálfskýjað * * ♦ * * * * * Snjókoma Skýjað Alskýjað V 'v' V Skúrir Slydduél Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. 10° Hitastig V Súld = Þoka itig-. FÆRÐÁ VEGUM: (Kl. 17.30 ígær) Flestir hálendisvegir eru færir. Fært er orðið um Syðra-Fjaliabak og Nyrðra-Fjallabak. Gæsavatnaleið og Sprengisandsleið úr Skagafirði og Eyjafirði eru enn ófærar. Víða er unnið við vegagerð, og eru vegfarend- ur af gefnu tilefni beðnir að virða þær merkingar sem þar eru. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631600 og /grænnilínu 99-6315. Vegagerðin. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma Akureyri Reykjavik hitl veður 11 skýjað 11 skúr Bergen Helsipk! Kaupmannahöfn Narssarssuaq Nuuk Osló Stokkhólmur Þórshöfn 12 skýjað 21 hálfskýjað 15 skýjað 11 heiðskírt 6 þokaígrennd 16 skúr 21 úrk.fgrennd 11 skýjað Amsterdam Barcelona Chicago Feneyjar Frankfurt Glasgow Hamborg London Lúxemborg Madrfd Mallorca Montreal NewYork Orlando Parfs Madelra Róm Vín Washington Winnípeg 31 heiöskfrt 18 léttskýjað 24 léttskýjað 17 skúr 20 alskýjað 25 léttskýjað 18 skýjað 18 skýjað 16 skúrásfð.klst. 22 skýjað 18 alskýjað 16 skýjað 28 heiðskírt 27 léttskfrt 25 skýjað 16 skúr 21 heiðskfrt 25 þokumóða 20 skýjað 23 léttskýjað 25 léttskýjað 21 skýjað 23 skýjað 18 akýjað Kalmanshellir reynist lengsti \ hellir landsins * Mældist 4035 m í nýloknum bandarísk- íslenskum kortlagningarleiðangri KALMANSHELLIR í Hallmundarhrauni í Borgarfirði er lengsti hraunhellir landsins, sem enn er fundinn, 4.035 metr- ar að lengd. Eru þetta niðurstöður nákvæmra mælinga og kortlagningar bandarísks-íslensks leiðangurs, sem unnið hef- ur að mælingum hellisins undanfarnar tvær vikur. Með þessu hefur Surtshelli-Stefánshelli verið vikið í annað sætið yfir lengstu hella landsins, en hann er 3'/2 kílómetri að lengd. Sigurður Sveinn Jónsson, for- maður Hellarannsóknafélags ís- lands, sagði þessar niðurstöður vera mikil tíðindi í hellaheiminum. Fáum sögum hefði farið af hellin- um fram að þessu, og grófar áætl- anir um lengd hans hafi verið á bilinu 1-3 kílómetrar. „Kalmanshellir er afar marg- breytilegur — þar skiptast á víðir geimar og þröngar rásir,“ sagði Sigurður. „Hellirinn hefur um 50 op til yfirborðs, og lengstu heilu hellisbútamir eru nokkur hundruð metra langir. Sums staðar er hellir- inn mikið hruninn og torfær, en annars staðar era gangarnir heil- legir og þægilegir yfirferðar, þann- ig að hellirinn hefur upp á ýmis- legt að bjóða.“ Að kortlagningunni stóðu bandaríski hellaklúbburinn York Grotto í Pennsylvaniu og Hella- rannsóknafélag íslands. Að sögn Sigurðar Sveins gekk vel að afla fjárhagslegs stuðnings við ferðina, — meðal annars hafí Eimskip flutt Jóhann nálgast efstu menn í Biel Áskell Örn Kárason skrifar frá Biel. MIKIÐ VAR um jafntefli í viður- eignum efstu manna hér í Biel í 6. umferð, sem tefld var fimmtu- dag. Þeir sem hafa forystu tefla af varkárni og virðast gæta þess umfram allt að tapa ekki skák og bíða með að beita sér þar til lengra er liðið á mótið. Þegar aðeins biðskákir voru ótefldar í 6. umferð, hafði engum af þeim 5 mönnum sem efstir voru fyrir umferðina, tekist að vinna skák, en þó leit út fyrir að Rússinn Valeri Salov myndi knýja fram sigur í skák sinni gegn fyrrum landa sínum, Mik- hail Gurevich, sem nú teflir undir fána Belgíu. Þessi úrslit koma sér vel fyrir Jóhann Hjartarson, sem nú vann sína aðra skák í röð, í þetta sinn gegn bosníska stórmeistaranum Zdenko Kozul. Jóhann stýrði hvítu mönnunum í skákinni í gær. Hvítt: Jóhann Hjartarson (2.605) Zdenko Kozul (2.595) Sikileyjarvörn I. e4 - c5, 2. Rf3 - d6, 3. D4 - cxd4, 4. Rxd4 - Rf6, 5. Rc3 - Rc6, 6. Bg5 - e6, 7. Dd2 - a6, 8. 0-0-0 - Bd7, 9. f4 - b5, 10. Bxf6 - gxf6, II. f5 - Rxd4, 12. Dxd4 - Bh6+, 13. Kfl - Bf4, 14. fxe6 - fxe6, 15. Re2 - Be5, 16. Dd2 - Db6, 17. Rf4 - a5, 18. g3 - 0-0, 19. Bh3 - Hae8, 20. Rd3 - Bd4, 21. Hhel - b4, 22. Rxb4 - Bf2, 23. Hfl - Bc5, 24. Rd5— exd5, 25. Dxd5+ — Kh8, 26. Bxd7 - Hb8, 27. b3 - Da7, 28. Bc6 — a4, 29. Dd2 — axb3, 30. cxb3 - Bb4, 31. Dd4 - Bc5, 32. Dc3 - Bb4, 33. Dd3 - Hbc8, 34. Bd5 - Bc3, 35. Be6 - Hc7, 36. Hcl - Ha8, 37. De2 - Da5, 38. Bd5 - Hac8, 39. Dg4 - Da6, 40. Hfdl - Hg7, 41. De6 - Ha7, 42. Hd2 - Kg7, 43. e5! — dxe5, 44. Dg4+ — Kh6, 45. Dh4+ - Kg7, 46. Dg4+ - Kh6, 47. Be4 - Hf7, 48. Hxc3! og svartur gafst upp. Helstu úrslit Helstu úrslit: Barejev — Anand, Van der Sterren — Sírov, Portisch — Kamsky, Khalifman — Júdasín, Kortsnoj — Seirawan, allar jafntefli. Kramnik vann Speelman og skákir Salvs og Gurevich og Gelfands og Rogers fóru í bið. Þegar biðskákimar eru ótefldar eru þeir efstir og jafnir með 4,5 virining: Barejev og Kramn- ik (Rússl.), Anand (Indl.) og Van der Sterren (Hollandi). Salov og Gurevich hafa 4 vinninga og biðskák en Jóhann er í hópi annarra skák- manna með 4 vinninga. HANNES G. Sigurðsson, aðstoðar- framkvæmdastjóri Vinnuveit- endasambandins, segist tejja að bankarnir hafi ekki hækkað vext- ina eins mikið og ýtrustu tiiefni gætu gefið til. Því megi búast við að vextirnir verði háir fram eftir hausti. „Vaxtahækkun er alltaf slæm og kemur sér illa fyrir fyrirtæki sem eru í erfíðri stöðu,“ segir Hannes. „Málið snýst um það að hér á ís- landi, í þessu eina landi í heiminum, er vísitölubinding á sparifé fólks í bönkum sem veldur því að hér hækka vextir sem eru úr takti við allt annað í efnahagslífinu. Þetta er úrelt og þessu telur VSÍ að verði að breyta. Við erum reyndar viss um að á því sé að myndast víðtækur skilningur," segir Hannes. Aðstoðarfram- kvæmdastjóri VSÍ < Verðtrygg- ing innlána orðin úrelt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.