Morgunblaðið - 23.07.1993, Page 13

Morgunblaðið - 23.07.1993, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 1993 13 Nefnd dómsmálaráðuneytis um Mannréttindasáttmála Evrópu Deilt uni hvort lögfesta eigi allan sáttmálann RAGNAR Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður er þeirrar skoðunar að ekki sé rétt að lögfesta Mannréttindasáttmála Evrópu í heild heldur sé hyggilegra að lögfesta einungis efnisákvæði hans. Skilaði Ragnar, sem er í nefnd á vegum dómsmálaráðherra sem fjallað hefur um lögfestingu sáttmálans, séráliti þessa efnis. Telur hann hugsanlegt að frumvarpið sem meirihlutinn leggur til hafi þær afleið- ingar að eðli og réttaráhrif úrskurða Mannréttindadómstóls Evrópu kunni að breytast svo ekki samrýmist íslenskum stjómskipunarregl- um. Eiríkur Tómasson, hæstaréttarlögmaður, einn nefndarmanna, segist hins vegar ekki sjá neinar hættur sem fylgi þeirri leið sem meirihlutinn mælir með. Mannréttindasáttmáli Evrópu skiptist í fimm kafla og við hann hafa bæst nokkrir viðaukar í gegn- um tíðina. Meirihluti nefndar- manna, fjórir af fímm, leggur til að allur sáttmálinn með viðaukum verði lögfestur. Einungis efnisákvæðin í séráliti Ragnars Aðalsteinsson- ar er þessari leið hafnað og lagt til að einungis efnisákvæði mannrétt- indasáttmálans og viðauka við hann verði lögfest, þ.e. hinn svokallaði réttindakafli. Um rök fyrir þessu segir Ragnar í áliti sínu: „Undirrit- aður telur að engin rök hafí verið færð að því að lögfesting II., III., IV. og V. kafla sáttmálans um mannréttindanefndina, mannrétt- indadómstólinn, hlutverk ráðherra- nefndarinnar, kostnað, fullgildingu, uppsögn o.fl. hafí þýðingu um auk- ið réttaröryggi borgaranna eða ann- að sem hér skiptir máli. Hins vegar er hugsanlegt að eðli og réttaráhrif dóma Mannréttindadómstólsins í málum á hendur íslandi kunni að breytast við lögfestinguna á þann veg að ekki samræmist íslenskum stjórnskipunarreglum. Að lokum mælir með lögfestingu efnisákvæð- anna einna að athyglin beinist að þeim ákvæðum einum sem máli skipta um aukið réttaröryggi.“ Guðmundur Alfreðsson þjóðrétt- arfræðingur tekur undir þetta við- horf Ragnars í viðtali við Tímann 17. júlí síðastliðinn: „Þetta er þjóð- réttarsamningur og engin ástæða til að láta reglur hans um mannrétt- indanefnd, mannréttindadómstól og ráðherranefnd Evrópuráðsins inn í íslensk lög. Það vantar til þess rök og getur skapað fleiri spurningar en það býður upp á svör.“ Þarf rök fyrir að sleppa tilteknum hlutum Sturla Böðvarsson um atvínnuframlag Eftír er að úthluta rúm- lega hálfum milljarði STURLA Böðvarsson 1. þingmaður Vesturlands segir full snemmt að lýsa yfir óánægju með að ekkert hafi komið í hlut Akranesbæjar af þeim milljarði sem ákveðið hefur verið að veita til atvinnuuppbygg- inar. Úthlutun sé ekki lokið enn hafi ekki verið tekin ákvörðun um rúmar 500 milljónir. Ingvar Ingvarssón bæjarfulltrúi á Akranesi, segir að atvinnuleysi þar sé 6% og að bæjaryfirvöld séu óánægð með að fá ekki ákveðinn skerf af þeim milljarði sem deila á út. Sérstök ánægja Sturla bendir á að forusta Al- þýðusambandsins hafí lýst sérstakri ánægju með úthlutun til atvinnu- uppbyggingar. „Það var uppi krafa frá fulltrúum Alþýðusambandsins um að úthlutunin kæmi fyrst og fremst á höfuðborgarsvæðið," sagði hann. „í ljósi þess verður að skoða þessa úthlutun en henni er ekki lokið. Hluti er bundinn af verkefn- um sem unnið er að og fé var veitt til á síðasta ári án þess að ljúka þeim. Ég tel eðlilegt að veita fjár- magni til þeirra verka en síðan eru eftir rúmar 500 milljónir sem ekki hefur verið úthlutað." Eiríkur Tómasson hæstaréttar- lögmaður segist hafa mælt með lögfestingu sáttmálans í heild af þremur ástæðum. í fyrsta lagi þurfi fremur rök fyrir því að sleppa til- teknum hlutum mannréttindasátt- málans heldur en fyrir því að lög- taka hann í heild og þau hafi ekki komið fram. í öðru lagi hafi flestar þjóðir farið þá leið að lögtaka allan sáttmálann, m.a. Danir. í þriðja lagi veiti lögfesting réttarfarskafl- anna einstaklingum á íslandi aukna vernd. Stjórnvöld hér geti þá ekki einhliða komið í veg fyrir að menn njóti ýmiss konar hagræðis sem þar er tryggt og erfiðara verði að aftur- kalla lögsögu dómstólsins en ella. Eiríkur segist ekki sjá neinar hætt- ur fólgnar í því að lögfesta allan sáttmálann og í raun sé þessi ágreiningur veigalítið mál í saman- burði við aðrar hliðar á lögfestingu sáttmálans. Yfir 1.000 laxar úr Norðurá VEIÐIN í Norðurá hefur gengið mjög vel það sem af er sumari og nú eru komnir yfir 1.000 laxar úr ánni. Stærsta laxinn hingað til, 17 punda hæng, fékk breskur veiðimaður á flugu „Portlands bragð“. Var það að sögn leiðsögu- mannsins skemmtileg 40 mínútna viðureign á svokölluðu broti í ánni. 20 pundari úr Laugardalsánni Að sögn Sigurjóns Samúelsson- ar á Hrafnabjörgum eru nú komn- ir um 90 laxar á land úr Laugar- dalsánni á Vestfjörðum. Þar af fékk Árni Jón Baldursson einn 20 punda hæng á maðk í Brúar- fljótinu. Siguijón segir að veiðin í ár sé um 30 löxum minni en á sama tíma í fyrra. „Það hefur verið mikið vatn í ánni sökum leysinga og aðstæður því erfiðar fyrir veiðimenn," segir Siguijón. „En þessir vatnavextir eru í rénun nú og kannski tekur veiðin kipp í framhaldi af því.“ Stórlaxar í Selá Hollið sem yfirgaf Selá í Vopnafírði í gærdag fékk 62 laxa á fjórum dögum og þykir það all- sæmileg veiði. Mikið er af stórum og vænum löxum í ánni og þann- ig hafa veiðst fjórir 18 punda lax- ar af þeim 200 sem komnir eru á land. Samkvæmt upplýsingum úr veiðihúsinu er einnig mikið af 15-17 punda fiski sem veiðst hef- ur. Þetta er mun betri veiði en var í Selá á sama tíma í fyrra en samt hafa veiðimenn lent í vandræðum með hversu vatnsmikil áin hefur verið. Og ef hlýnar meir má bú- ast við að þau vandræði aukist að mun þar sem mikill snjór er enn í fjöllum fyrir austan.' ítalir í Miðfjarðará Veiðin í Miðfjarðará hefur gengið mjög þokkalega það sem af er sumri en þar dvelur nú hóp- ur ítalskra veiðimanna eins og síðustu sumur. Á land eru komnir 207 laxar og þar af hafa ítalarn- ir fengið 75 laxa á 10 stangir síð- ustu tvær vikur. Stærsti laxinn er 19 pund en að sögn leiðsögu- manns ítalana er mikil ganga í ánni nú og mikið líf í henni sér- staklega neðri hluta hennar. Yfir 500 úr Elliðaánum Nú eru komnir yfir 500 laxar á land úr Elliðánum og er þetta betri veiði en á sama tíma í fyrra einkum þegar mið er tekið af að í ár ognaði áin fimm dögum seinna. í gegnum teljarann hafa Fimm pundari úr Leirvogsá Hér sést Gunnar Þorláksson hampa einum sprækum fimm pundara sem hann fékk í Leir- vogsá á dögunum. farið tæplega 1.700 laxar. Veiðin í öðrum ám á vegum SVFR hefur gengið upp og ofan en samkvæmt upplýsingu frá skrifstofunni höfðu 138 laxar komið á land úr Stóru Laxá og fregnir um að þar væri nú lax um alla á. Sognið hefur gefið 72 laxa, þar af 47 í Ásgarði, 19 á Bíldsfelli og 8 á Syðri Brú. Auk þess má nefna að Brynju- dalsá er farin að gefa físk eftir mjög lélega byrjun þar en nú eru komnir 11 laxar á land úr ánni og töluvert hefur sést af laxi í henni. Miðáin er einnig í upp- sveiflu nú en þar eru komnir á land 28 laxar og yfir 200 bleikjur. Beðið til guðs AÐALPERSÓNUR myndarinnar biðja til guðs að bjarga málunum. „ Allt gott“ seld til Norðurlandanna SJÓNVARPSMYNDIN Allt gott sem gerð er eftir handriti Dav- íðs Oddsonar var kynnt á sameiginlegum fundi barna og ungl- ingadeilda norrænu sjónvarpsstöðvanna sem haldinn var á Got- landi í vor. Allar norrænu sjónvarpsstöðvarnar hafa falast eftir að fá myndina til sýningar. Myndin verður sýnd um jólaleytið í danska, sænska, norska og finnska sjónvarpinu. Myndin var frumsýnd í íslenska sjónvarpinu 19. apríl 1992. í frétt frá Ríkissjónvarpinu segir m.a.: „Myndin gerist í litlum bæ, Selfossi, á þeim tíma er ávextir og erlent sælgæti var munaðarvara sem sást ekki á hvers manns borði og eplalyktin tilheyrði eingöngu jólum. Tveir sjö ára drengir ákveða að ná sambandi við guð til að bjarga þessum málum og fá tyggjó af himnum ofan. Annar þeirra er viss um að þetta gangi upp þar sem amma hans segir að allt gott komi frá guði og ekki skrökvar hún. Myndin lýsir þvi síðan á ljúfan og skemmtileg- an hátt hvernig þeir taka á þessu máli af fullri ábyrgð og alvöru." Handritið byggir á bernsku- minningum Davíðs Oddssonar, kvikmyndastjórn annast Hrafn Gunnlaugsson, kvikmyndatöku stjórnaði Ari Kristinsson, Karl Júlíusson er hönnuður búninga, tónlist er eftir Hilmar Öm Hilm- arsson. í aðalhlutverkum eru Ragnar _ Nikulásson, Guðlaugur Hrafn Ólafsson, Hólmfríður Ól- afsdóttir, Már Magnússon, The- ódór Kr. Þórðarson, Jón Tryggva- son og Þórunn Pálsdóttir. Fram- leiðandi myndarinnar er FILM. Starfsmenn ríkisstofnana Erfitt að fylgjast með aukastörfum LAUNAKERFI ríkisins fylgist ekki sérstaklega með því hvort menn sem ráðnir eru hjá hinu opinbera séu í starfi annars staðar. Birgir Guðjónsson skrifstofustjóri á starfsmannaskrifstofu fjármálaráðu- neytisins segir það vera á valdi ráðherra og forstöðumanna stofnana að stjórna sínum starfsmannamálum. Sighvatur Björgvinsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur sent for- stöðumönnum ríkisstofnana sem undir hans ráðuneyti heyra tilmæli um að ekki verði fólk ráðið í störf, hvorki tímabundið né til lengri tíma, sem þiggi full laun annars staðar. Ráðherrann telur töluverð brögð vera að því að menn þiggi laun fyr- ir fullt starf hjá ákveðinni stofnun en tækju svo að sér tímabundið eða til lengri tíma störf hjá annarri stofnun. Iðnaðar- og viðskiptaráð- herra vill stuðla að því að þau störf sem eru laus gangi til atvinnulausra. Morgunblaðið leitaði til starfs- mannaskrifstofu fjármálaráðuneytis eftir tölulegum upplýsingum um fjölda einstaklinga í meira en einu starfi. Birgir Guðjónsson skrifstofu- stjóri sagði launakerfi ríkisins ékki fylgjast sérstaklega með því hvort menn ynnu önnur störf á öðrum stöðum og öðrum tímum, þ.e.a.s. ekki væri mögulegt að keyra út heildarupplýsingar um hve algengt þetta væri, þótt unnt væri að kalla fram upplýsingar um störf og launa- greiðslur til einstakra starfsmanna. Spurning um stefnu Birgir sagði það vera spurningu um stefnu stjórnvalda í atvinnumál- um hvort atvinnulausir hefðu for- gang með ráðningu í þau störf sem losnuðu hjá ríkinu og ríkisstofnun- um. Það væri á valdsviði ráðherra eða ríkisstjórnarinnar í heild að gefa fyrirmæli um slíkt. Birgir benti á að það hlyti að vera íhugunarefni fyrir sérhvern atvinnurekenda hve vel honum nýttist starfsmaður sem léti hjá líða að taka sér frí og end- urnýja starfskraftana. Birgir var inntur eftir upplýsing- um um hve algengt það væri að ríkisstarfsmenn þægju laun fyrir aukastörf sem unnin væru á vana- legum vinnutíma. Birgir sagði ekki mögulegt að fylgast með slíku í gegnum launakerfi starfsmanna- skrifstofunnar. Það væri vafalaust tölvert um það, t.d. nefndarstörf. Það væri stjórnunaratriði að hafa reiður á slíku. BORÐAPANTANIR í SÍMA25700 ALLA DAGA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.