Morgunblaðið - 23.07.1993, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 1993
27
Morgunblaðið/S.Ó.K.
Verðlaunahafarnir í flokki 6-8 ára. í fyrsta sæti varð Þórir Már
Pálsson, í öðru sæti Andri Snær Asmundsson og í því þriðja Valdi-
mar Gunnar Baldursson. Þeir verða allir 8 ára á árinu.
IÞROTTIR
Börn, foreldrar
og ráðherra í keppni
Góð stemmning var í blíðviðrinu
á hjólreiðahátíð á Hvolsvelli í
síðustu viku^ Hátíðin var haldin í
tengslum við íslandsmótið í götuhjól-
reiðum en keppendur hjóluðu milli
Reykjavíkur og Hvolsvallar á tæpum
þrem tímum.
Einnig var keppt í fjallahjólator-
færu og voru þátttakendur á aldrin-
um 6-60 ára. Vakti sú keppni mikla
lukku. í henni tók umhverfisráðherr-
ann, Össur Skarphéðinsson, þátt, en
hann var jafnframt heiðursgestur.
Hann naut þeirra forréttinda að
þurfa aðeins að keppa við tvo kepp-
endur, þá ísólf Gylfa Pálmason sveit-
arstjóra Hvolhrepps og Sigurð
Helgason hjá Umferðarráði. Að sjálf-
sögðu bar umhverfisráðherra sigur
úr býtum enda í góðri þjálfun. Þá
var líka keppt í sérstökum foreldra-
flokki og höfðu bömin gaman af.
Boðið var upp á hjólreiðaferðir um
Rangárvallasýslu og var þátttaka
góð. A laugardagskvöldið var kvöld-
vaka sem haldin var við varðeld með
tilheyrandi hljóðfæraleik og söng.
Þá var einnig tjaldað stóru hátíðar-
tjaldi og í því fór fram ýmis markaðs-
starfsemi. Það var mat yngstu
kvennanna að lukkupokar sem inni-
héldu margs konar snyrtivörur hefðu
verið mest spennandi það kvöldið,
en öðrum fannst skemmtilegast að
komast á hestbak. Keppni hjólreiða-
manna og hestamanna vakti einnig
lukku.
Það var mat þeira sem tóku þátt
í hátíðinni að þetta hefði verið
skemmtileg blanda af skemmtun og
hollri hreyufíngu. Áætlað er að slík
hátíð fari fram árlega hér eftir, en
það var Sælubúið á Hvolsvelli sem
hafði veg og vanda af hátíðinni.
Sveitarsljórinn, Isólfur Gylfi Pálmason, og umhverfisráðherrann,
Össur Skarphéðinsson, kepptu í jakkafötum og blankskóm. Sigurður
Helgason hjá Umferðaráði var að vísu ekki í jakkafötum, en þess í
stað var hann í skyrtu með bindi og blankskórnir voru á sínum stað.
Félagarnir kepptu sín á milli í fjallahjóaltorfæru og fór Össur með
sigur af hólmi.
—
Keppendur í flokki 12 ára og eldri gera sig klára í keppnina.
COSPER
Varst það þú sem hóstaðir í aríunni minni í síðasta þætti?
Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson
Ungur
flug-
áhuga-
maður
Hvað ungur nemur
gamall temur, segir
máltækið. Þessi ungi
sveinn, tæplega þriggja
ára gamall, heitir Sverrir
Sigfússon. Hann var meðal
fjölmargra sem kynntu sér
nýja Dornier-flugvél ís-
landsflugs á Flugdegi fjöl-
skyldunnar síðastliðinn
laugardag. Sverrir er sonur
Vilborgar Jóhannsdóttur
og Sigfúsar Sverrissonar
og þó ungur sé er hann
mikill áhugamaður um flug
og tækni. Hann þekkir
meðal annars flestar bíl-
tegundir með nafni.
isumar:
Peking 150 með fortjaidi
8.900.- stgr. 9.400.- m. greiðslukorti
TJflLDSTOLflSETT
4 stólar og borö á 3.990.
‘
-jj
SVEFNPOKAR S° TJALDASÝNIN6
FRÁ KR. 3.990. ALLA DAGA
PÓSTSENDUM SAMDÆGURS
Einlitir frá 1.900 - Þykkri frá 2.990.-
...þar sem ferðalagið byrjar!
SEGLAGERÐIN
/CAID
ÆulR
101 REYKJAVÍK S. 91-621780
KÆLIR0X
Á ÚTSÖLU