Morgunblaðið - 29.07.1993, Side 5

Morgunblaðið - 29.07.1993, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 1993 5 Athugim á framleiðslu hundabeina Markaðskannanir virðast lofa góðu VERKEFNISSTJÓRN á vegum Hveragerðisbæjar mun á næst- unni kanna markað erlendis fyrir framleiðslu á gervibeinum fyrir hunda. Hugvitsmenn í Reykjavík kynntu þessa hug- mynd fyrir bæjaryfirvöldum fyrir nokkru og virðist vera grundvöllur fyrir þessum út- flutningi. í athugun er að 10 manns fái vinnu við fyrirtækið í fyrsta áfanga en stofnkostnað- ur er áætlaður á bilinu 6 til 10 milljónir. Frá þessu var greint í Sunnlenska fréttablaðinu fyrir skömmu. Að sögn Hallgríms Guðmunds- sonar, bæjarstjóra í Hveragerði, mun verkefnisstjórn á vegum bæj- arins yfirfara verkefnið og er áætlað að það taki 8 til 12 vikur. Ef framleiðsla reynist vænleg verða gerðar fumgerðir að gervi- beinunum og þær sendar dreif- ingaraðilum erlendis. Verði undir- tektir góðar er ekkert að vanbún- aði að hefja framleiðslu á beinun- um í nokkuð stórum stíl. Endingarbetri og þrifalegri Gervibeinin eru gerð úr kaðli með plasthnúðum á endunum og eru bragðbætt með kjötkrafti. Eru þessi gervibéin talin endingarbetri og þrifalegri en þau sem fyrir eru á markaðinum. Beinin eru einnig ætluð fyrir ketti, framleidd hafa verið nokkur prufueintök sem hafa líkað vel. Ætlunin er að selja bein- in úr landi og lofa markaðsathug- anir, sem gerðar hafa verið, góðu. Atvinnuleysistryggingasjóður hefur samþykkt að greiða laun 10 starfsmanna í sex mánuði með því skilyrði að fyrirtækið hefji starf- semi á þessu ári. Hveragerðisbær mun ekki verða hluthafi í fyrirtæk- inu til lengri tíma en mun styðja það í upphafi ef af stofnun verð- ur. Áætlað er að stofnkostnaður verði 6 til 10 milljónir króna. Katla í ró LÍTIL skjálftavirkni hefur mælst í Kötlu frá því að nokkur hrina mældist að- faranótt mánudags. Að sögn Ragnars Stefánssonar, jarð- eðlisfræðings, mældust smá- skjálftar um hádegi á þriðju- dag, en líkur minnka eftir þar sem frá líður, á að gos sé í uppsiglingu. Ragnar sagði engar álykt- anir hægt að draga nema þær, að sú skjálftavirkni væri í hjöðnun sem byrjaði hefði afar- arnótt mánudags. „Hins vegar er ekkert hægt að segja hvort þetta tekur sig upp aftur — það getur gerst eftir stuttan tíma, en eftir því sem líða tek- ur frá skjálftunum á mánu- dagsmorgnuninn minnka lík- urnar að þetta sé byijun á ein- hverju.“ i.Titad,Aiw Acúr ws vwota íHAH^SAICIJÍFIIll ; NIEYOAROIJ' Íí EiYÐ'lMÖRK TV«.R%riVlllhlC®5Sl MYRTI M^SaN I G'KlsCi:. PRINSESSU? j f WEMS»SUV R*6Í5ÍNÍH! vm HllfflESl »srw hssik mmk nj :4Eís:4i-3l! J-íÆ . ÓTRÚLEGAR SÖGUR AF HELGA BJÖRNS ISLENSKY SAKAP/iÁl A ClúMSMIiSKfcTiHDHJSIMI C.REIRSlUK0iRT2*!-ZiF*C/lúKi TIMARIT SEM VEKJA ATHYGLI CMÍGELSl SKOPPADI EINS OG BOLTI AF KVIDNUM IW6ÍWKJS m wimcsm íí VfifiCAN í JAÍULNÖ MfifmiQNUIIUÍJIHUI á ŒisíiPsmBwm. OOMIfJIQUFWDYNET: UNG, GREIND OG „GRÆ.N" L -u'íímM1': iF

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.