Morgunblaðið - 29.07.1993, Side 18

Morgunblaðið - 29.07.1993, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 1993 Nýr vegur í Oxna- dal tekinn í notkun í DAG verður tekinn í notkun nýr vegkafli með bundnu slitlagi frá Engimýri að Bakkaseli í Öxnadal. Áætlað er að nýr vegur um Bakka- selsbrekku verði tilbúinn til notkunar um miðjan október. Vegagerð milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar gengur afar hægt. Framkvæmdir eru að hefjast i vegabótum í Mývatnssveit og austan Námaskarðs. -------------------- Halldór Blöndal samgönguráð- Orgel á Sum- artónleikum FIMMTA og síðasta tónleikaröð Sumartónleika á Norðurlandi á þessu sumri verður nú um helg- ina á Húsavík, í Ólafsfirði og á Akureyri. Um er að ræða orgel- tónleika norður-norska organ- istans Björn Andor Drage. Bjöm Andor Drage nam org- anleik við Tónlistarháskólann í Osló og varð að námi loknu 1984 lektor í organleik og kirkjutónlist við Tónlistarháskólann í Þránd- heimi. Árið 1989 varð hann dó- morganisti í Bodö og kennir auk þess við Tónlistarháskólann í Tromsö. Á efnisskrá tónleikanna eru verk eftir Grieg, Buxtehude, Baeh, Vieme og Widor. Fyrstu tónleikamir verða í Húsavíkurkirkju föstudag 30. júlí kl. 20.30. Aðrir tónleikamir verða í Ólafsfiarðarkirkju kl. 16 laugar- daginn 31. júlí. Síðustu tónleik- amir á Sumartónleikum á þessu sumri verða svo í Akureyrarkirkju klukkan 17 á sunnudag. Þetta eru jafnframt hundmðustu sumartón- leikamir síðan þeir hófust 1987. herra mun vígja hinn nýja vegkafla í Öxnadal með því að aka um 'hann fyrstur manna klukkan 16 í dag. Um er að ræða 11,5 kílómetra kafla með tvöfaldri klæðningu og bik- festu, aðferðum sem verið er að reyna hér í fyrsta sinn. Sigurður Oddsson hjá Vegagerð ríkisins á Akureyri sagði að í fram- haldi af þessum nýja kafla væri Hagvirki-Klettur að vinna að 3,4 km kafla þar sem nýr og betri veg- ur kæmi í stað Bakkaselsbrekkunn- ar. Þegar því yrði lokið um miðjan október stæðu eftir 1,7 kílómetrar að sýslumörkunum við Gijótá og vonandi yrði því verki lokið á næsta sumri. Handan sýslumarka er svo unnið að því að ljúka vegagerð af heiðinni niður í Norðurárdal. Hægagangur við ÓlafsQarðarveg Sigurður sagði að ætlunin hefði verið í haust að ljúka við að leggja slitlag og ganga frá vegi norðan Dalvíkur en verktaki þar hefði skil- að afar litlum afköstum, væri að minnsta kosti einum ef ekki tveimur mánuðum á eftir áætlun. Fyrir- sjáanlegt væri að ekki yrði unnt að leggja slitlag á nema þriðjung vegarins fyrir haustið. Skátarnir í Kjarnaskógi bjóða veðrinu byrginn Morgunblaðið/Golli Skátar í Kjarnaskógi REGNGALLAR eru rétti klæðnaðurinn við vætusamt starf eins og uppvaskið vill oft verða. Með bros á vör í suddanum VEÐRIÐ hefur ekki leikið við skátana á lands- móti þeirra í Kjarnaskógi. Svolítið hefur þurft að hagræða dagskrá vegna kuldans og rign- ingarinnar en skátarnir eru vel búnir til að takast á við verk sín í veðri eins og þessu. Að sögn Ásgeirs Hreiðarssonar, upplýsinga- fulltrúa mótsins, varð að breyta Akureyrardag- skrá skátanna svolítið. í stað þess að skátamir glóðarsteiktu sér mat á torginu fengu þeir að- stöðu til að matast í anddyri fþróttahallarinnar. Vatnaveröldin við Leirutjöm hefur verið ein- földuð til þess að skátarnir lendi ekki í of mik- illi bleytu og kulda. Mótsstjórn hefur gripið til ýmissa ráða til að gera lífið í Kjamaskógi léttara í norðlenska sumr- inu. Meðal annars hefur verið komið upp hitablás- urum í hlöðu þar sem skátar geta þurrkað föt sín og annað. Annars sagði Ásgeir að það vefð- ist ekki fyrir skátum að bregðast við kulda og bleytu. Á svæðinu væri ríkjandi gleði og gaman. Gengið væri til dagskrár og þess notið sem njóta mætti. Hins vegar væri því ekki að leyna að það yrði afskaplega skemmtilegt að fá fallegan sól- skinsdag í skóginum svona fyrir mótslokin. Benedikt Davíðsson á fundi með stéttarfélögum Alþýðusambandíð ráð- stafaði ekki ríkisfénu GÓÐIR LEÐURJAKKAR BENEDIKT Davíðsson forseti Alþýðusambands íslands kom til fundar við fulltrúa stéttarfélaga á Akureyri í fyrrakvöld. Þar var rætt um fjárveitingu ríkissljórn- arinnar til atvinnuskapandi verk- efna og þátt Alþýðusambandsins í því máli. Fram kom á fundinum að áherslu bæri að leggja á að drjúgum hluta þess sem óráðstaf- að er af fénu verði varið til að bæta atvinnuástandið á Akureyri og þörf væri á miklu meira fé til þessara mála en þeim milljarði sem um ræðir. Næstu skref stétt- arfélaganna eru að koma af stað starfi í samráðshópi þeirra, þing- manna kjördæmisins og bæjaryf- irvalda til að knýja á um úrbætur í atvinnumálum. Að sögn Guðmundar Óla Guð- mundssonar hjá Félagi byggingar- manna kom fram í máli Benedikts á fundinum að þáttur Alþýðusam- bandsins í þessum málum hefði fyrst og fremst verið að knýja á um að ríkisstjórnin verði einum milljarði til atvinnuskapandi verkefna til viðbót- ar því sem kveðið hefði verið á um í fjárlögum. Alþýðusambandið ætti á hinn bóginn ekki þátt í því hvern- ig eða til hvaða einstakra verkefna fé hefði verið veitt. Ljóst væri á þeim lista sem þegar hefði verið birt- ur að miklum hluta upphæðarinnar væri varið til verkefna, aðallega á Reykjavikursvæðinu, en auk þess nokkru til ákveðinna verkefna úti á landi. Eftir stæði að um 42% upp- hæðarinnar væri enn ekki endanlega ráðstafað, en ættu að renna að mestu til framkvæmda á vegum menntamála- og heilbrigðisráðu-- neyta og ef til vill væri í valdi þeirra eða ráðherra þeirra að útdeila þessu fé til tiltekinna verkefna. Vafasöm röksemdafærsla Guðmundur Óli sagði að ein rök- semda sem heyrst hefði fyrir því að meginhluti fyár á lista ríkisstjóm- arinnar var eyrnamerktur fram- kvæmdum á höfuðborgarsvæðinu væri sú að landsbyggðin væri búin að fá sitt, á síðasta ári hefði verið ákveðið sérstakt framkvæmdaátak í vegagerð, einn milljarður og 550 þúsund, og því ráðstafað til vegagerð- ar víða úti um land. Það segði hins vegar ekkert um það hvert pening- amir á endanum rynnu. Ljóst væri að verktakar á höfuðborgarsvæðinu mannaðir starfsmönnum þaðan ynnu að mörgum stærstu verkefnum í vegagerð á landsbyggðinni, til dæmis Hagvirki-Klettur í Hafnarfirði á Öxnadalsheiði. Þannig fæm fjárveit- ingar af þessu tagi í mörgum tilfellum ekki nema að hluta til landsbyggðar- innar heldur aðallega suður. Næg verkefni og brýn hér um slóðir Guðmundur Óli sagði að mjög mikil verkefni og bfyn væru hér á Akureyri, sem vonast væri til að fé yrði veitt til, bæði á vegum mennta- málaráðuneytis og heilbrigðismála- ráðuneytis. Næsta skref í baráttunni fyrir að knýja á lagfæringar í at- vinnumálum væri að koma af stað starfi samstarfshóps stéttarfélaga, þingmanna og bæjaryfirvalda, sem ákveðið var að stofna til um síðustu helgi. AK.uré,yri ■Fimmtudagur 29. júlí íslenskur dagur í Blómahús- inu. Kvölddagskrá klukkan 21 með dansi, harmonikuleik og upplestri. ■Verslunarmannahelgin Fjölþætt dagskrá fjölskyldu- hátíðarinnar Halló Akureyri frá föstudegi til mánudags. Nánar tilgreind í auglýsingum, kynningarbæklingi og útvarpi Halló Akureyri á FM 98.7. ■ Á SÍLDARÆVINTÝRINU á Siglufirði um verslunarmanna- helgina verður ms. Fjörunes í skemmtisiglingum, en þær voru á hátíðinni í fyrra og þóttu takast vel. Um borð verður boðið upp á ýmislegt til skemmtunar og þar verða boðnar léttar veitingar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.