Morgunblaðið - 29.07.1993, Side 21

Morgunblaðið - 29.07.1993, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JULI 1993 21 Vilja ekki Söru YFIRVÖLD í Bretlandi reyna nú að koma í veg fyrir að her- togaynjan af Jórvík, Sara Ferguson, taki við embætti vináttusendiherra hjá Samein- uðu þjóðunum. Segja bresk dagblöð ástæðuna vera ótta embættismanna við að Sara, sem hefur á sér orð fyrir óstýrilæti, verði krúnunni til skammar. Akvörðun > um Ivan HÆSTIRÉTTUR í ísrael tekur í dag afstöðu til þess hvort John Demjanjuk sé raunveru- lega hinn alræmdi nasistafor- ingi sem nefndur hefur verið ívan grimmi. Demjanjuk var í undirrétti dæmdur til að hengj- ast fyrir að hafa stýrt útrým- ingabúðum nasista í Treblinka þar sem um 870 þúsund Gyð- ingar týndu lífi. Ný gögn hafa komið fram í dagsljósið og benda til þess að einhver annar en Demjanjuk hafi verið Ivan. Gore spáir uppsögnum AL Gore, varaforseti Banda- ríkjanna, spáir því að viðleitni stjómarinnar til þess að draga úr ríkisútgjöldum muni að lík- indum kosta um 100 þúsund fleiri opinbera starfsmenn vinnuna en upphaflega hafði verið gert ráð fyrir. Vopnahlé rofið? LEIÐTOGI Georgíu, Edúard Shevardnadze, ákvað í gær að kynna sér sjálfur hvað hæft væri í þeim ásökunum Abk- haza að Georgíumenn hefðu rofið nýgert vopnahlé í millum þessara aðila, einungis hálfri klukkustund eftir að það gekk í gildi í gær. Útvarpið i Georg- íu sagði að georgískir hermenn hefðu svarað árásum Abkhaza. Shevardnadze flaug til borgar- innar Sukhumi, sem er höfuð- staður Abkhaziuhéraðs. Fleiri berkla- tilfelli MEIRA ber nú á berklatilfell- um í sumum hverfum í London en verið hefur frá því á Vikt- oríutímanum. Segja heilbrigð- isyfirvöld sjúkdóminn nú vera tíu sinnum algengari í téðum hverfum en að meðaltali í land- inu. 50 af hveijum 100 þúsund íbúum austurhluta borgarinn- ar hafa berkla, en meðaltals- hlutfallið í landinu er 5 af hverjum 100 þúsund. Sljórn Raos hélt velli MINNIHLUTASTJÓRN Congressflokksins á Indlandi bar í gær af sér vantrauststil- lögu með 262 atkvæðum gegn 248. Forsætisráðherrann, Na- rasimha Rao, og ráðuneyti hans hafa legið undir hörðum ásökunum um spillingu. Glæpatídni óbreytt GLÆPATÍÐNI í London hefur ekki aukist það sem af er þessu ári, samkvæmt skýrslum. Þetta er í fyrsta skipti í fimm ár sem tölur þar að lútandi hækka ekki. Hins vegar hafa árásir írska lýðveldishersins, IRA, aldrei verið fleiri en nú síðan 1974. Stjórnvöld í ísrael beita örþrifaráðum í Suður-Líbanon Krafist var aðgerða gegn Hizbollah-liðum ÞEGAR ísraelsher hóf aðgerðir sínar í Suð- ur-Líbanon sl. sunnudag höfðu Hizbollah- skæruliðar um nokkurra mánaða skeið verið að færa sig upp á skaftið. Það sem af er árinu hafa alls 12 ísraelskir hermenn fallið á líbönsku landræmunni sem liggur milli ríkjanna tveggja og Israelar hafa hersetið um margra ára skeið. Almenningi í ísrael var nóg boðið þegar skæruliðar fóru að skjóta æ fleiri Katjúsha-flaugum á nyrstu byggðir landsins. Óbreyttir borgarar særð- ust, eignatjón varð mikið og fólk varð að hírast í neðanjarðarbyrgjum klukkustundum saman, þúsundir manna flúðu suður á bóg- inn. Krafan um aðgerðir gegn skæruliðum Hiz- bollah og búðum þeirra í Suður-Líbanon varð hávær og Yitzhak Rabin forsætisráðherra ákvað að láta til skarar skríða. Hann hefur ekkert verið að leyna því hvert markmiðið sé; þvinga skal stjórn Líbanons til að stöðva aðgerðir Hiz- bollah og Israelar ætla að nota hundruð þús- unda flóttamanna frá suðurhéruðunum sem barefli á stjómvöld í Beirút. Þetta virðist örþrifa- ráð, getur eflt mjög öfgaöfl meðal araba og almenningsálitið í heiminum er gegn ísraelum. Vopnið getur snúist í höndum Rabins. En við nánari athugun er ekki útilokað að ísraelsstjórn hafí reiknað dæmið rétt og markmiðið náist. Sporin hræða Ótti ríkir samt sem áður í ísrael við að nú sé á ný stefnt í sams konar ófæru og 1982 þegar herinn réðst inn i Líbanon í miðju borgarastríð- inu sem þar geisaði. Afskiptin af borgarastríð- inu næstu árin kostuðu álíka marga ísraelska hermenn lífið og sex daga stríðið gegn aröbum 1967, um 650 manns. Kristnir bandamenn Isra- ela myrtu þar að auki hundruð Palestínumanna í flóttamannabúðunum Sabra og Shattila. Um- heimurinn kenndi ísraelum um ódæðin; hernienn þeirra voru við gæslu í grenndinni og hefðu átt að stöðva blóðbaðið. Helsti gallinn við aðgerðirnar núna hlýtur frá sjónarhóli ísraela að vera sú neikvæða umfjöllun sem þeir fá í fjölmiðlum heims. Myndir af ótta- slegnum bömum á flótta, mannfall í röðum óbreyttra borgara, allt verður þetta til að treysta áróðurstöðu araba í deilum Mið-Austurlanda. Liðsmenn Hizbollah koma sér oft af ásettu ráði fyrir í þorpum, bæjum og flóttamannabúð- um til að reyna að hindra árásir ísraela, nota óbreytta borgara eins og skjöld, rétt eins og Sadam Hussein íraksforseti lét erlenda gísla „veija“ mikilvæga staði í Persaflóastríðinu. Þessi staðreynd vill þó gleymast þegar ísraelar, skjólstæðingar Vesturlanda, gera slíkt hið sama og hundruð þúsunda saklausra borgara eru notuð eins og peð í baráttunni gegn skærulið- um, eins og nú er að gerast. Reiknimeistarar Kaldlyndi og mannfyrirlitning einkenna póli- tíska baráttu í Mið-Austurlöndum. íranir hafa stutt Hizbollah árum saman með fé og vopnum. Bill Clinton Bandaríkjaforseti fullyrðir að íranir hafi gert Hizbollah út til að reyna að sigla friðar- viðræðum araba og ísraela í strand. íranir telja sig merkisbera ósveigjanlegrar afstöðu gagnvart ísrael í Palestínudeilunni en er íranir börðust við íraka 1980-1988 áttu þeir lífleg viðskipti við ísraela, keyptu m.a. af þeim vopn. ísraelar fyrir sitt leyti drógu þannig úr hallanum á vöruskiptajöfnuði landsins en þar að auki vildu þeir ekki að Irakar efldust um of með sigri í stríðinu. Sýrlendingar hafa um 40.000 manna herlið í Líbanon. Helsta þrætuepli þeirra og ísraela eru Gólanhæðirnar sem Israelsher tók í sex daga stríðinu. Viðbúnaður ísraela á hæðunum gerir þeim kleift að sækja fram til Damaskus, höfuðborgar Sýrlands, á nokkrum klukkustund- um. Sýrlendingar leggja einnig áherslu á að Israelar hafi engan iagalegan rétt til að her- sitja líbönsku landræmuna við norðurlandamær- in. Assad, vinur Hizbollah Hafez al-Assad Sýrlandsforseti bannar reynd- ar sjálfur Hizbollah-liðum, sem eru öfgafullir shíta-múslimar eins og klerkarnir í íran, að starfa í Sýrlandi, en hefur veitt aðstoð við þjálf- un þeirra í Líbanon. Hann gæti látið hernáms- lið sitt þar ganga milli bols og höfuðs á Hiz- bollah hvenær sem hann vill en gerir það varla nema ísraelar bjóði myndarleg laun fyrir vikið, t.d. Gólanhæðirnar. Með því að halda að sér höndum tryggir Assad sér jafnframt að hætti refsins leið til að vingast við verðandi stórveldi Mið-Austurlanda, íran, fari svo að friðarsamningar araba og ísra- ela fari endanlega út um þúfur. En hann hefur að fleiri málum að hyggja. Forsetinn forðast að sfyggja um of hina nýju vini sína og bakhjarla Israela í Washington, vini sem hann eignaðist með því að sfyðja banda- Börn í skotlínunni BORN frá þorpinu Burj Rahal í suðurhéruð- um Líbanons á palli vörubíls fjölskylduföður- ins. Vegir eru víða tepptir því að hvarvetna er fólk á flótta frá átakasvæðunum til norð- urs, einkum höfuðborgarinnar Beirút. menn í Persaflóastríðinu. Hann lætur því í bili nægja að segja að árásir ísraela „gætu“ stofn- að friðarviðræðunum í hættu. Sömu viðvaranir heyrast frá Jórdaníu og Egyptalandi og reyndar stjórn Líbanons. Frelsissamtök Palestínu, PLO, eru harðorðari enda getur leiðtoginn, Yassir Arafat, ekki látið Hizbollah taka forystuna meðal róttækra Palestínumanna. Ráðamenn í Beirút hugsa vafalaust Hizbollah þegjandi þörf- ina. Endurreisn Líbanons eftir 15 ára borgara- stríð er nógu erfitt verk þótt ekki bætist við átök við ísrael. Samantekt: Kristján Jónsson. Viðskiptadeilur Stálístál Washington. Reuter. STÁLFYRIRTÆKI í Bandaríkj- unum saka keppinauta í 20 öðrum löndum um undirboð og órétt- mætar viðskiptahömlur. Sjálf- stæð, bandarísk stofnun, ITC, er kannar slík mál úrskurðaði á þriðjudag að verðlagning fjög- urra þessara ríkja ógnaði hags- munum bandarískra fyrirtækja. Ríkin sem voru úrskurðuð saklaus eru Argentína, Austurríki, Ítalía og Nýja-Sjáland. Talsmenn bandaríska stáliðnaðarins voru ekkert of ánægð- ir með þá niðurstöðu og drógu í efa réttmæti aðferðanna sem ITC beitti við matið. „Málið er ekki úr sög- unni,“ sagði talsmaður Betlehem Steel. Bandarísk stjórnvöld hafa sakað ýmis ríki, meðal þeirra aðildarríki Evrópubandalagsins, um brot á al- þjóðasamningum um frjáls viðskipti en undirboð og ríkisstyrkir mega samkvæmt þeim ekki fara út fyrir ákveðin mörk. Gert er ráð fyrir að ef til vill verði settir refsitollar á stálinnflutning frá ríkjunum 16. Heinz vara sem vit er í! Þú færð Œeinz í næstu ...mest selda tómatsósa í heimi Hagstætt verð Kreistandi plastflöskur ...tilvaldar í útileguna Tvær stærðir ALKUNNA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.