Morgunblaðið - 29.07.1993, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 29.07.1993, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 1993 29 framkvæmdum bæði hér á Akreyri og víðar um Norðurland, og hélt hann þeim störfum áfram alllengi eftir að hann hætti sem deildarstjóri hjá KEA. Þegar Guðmundur tók að sér starf, þá vann hann það eða sá um, að það væri unnið. Allt hálfkák var honum á móti skapi. Hlutina skyldi drífa áfram, en það varð að gerast vel. Sjálfur varð hann að vera sívinn- andi, til dæmis hefur hann hin síð- ustu ár verið í framkvæmdanefnd um byggingar aldraðra hér í bæ, sem stendur í stórframkvæmdum. Við Guðmundur höfum starfað saman í félagi hér í bænum, Frímúr- arareglunni, í tæp 40 ár. Þar vann hann eins og annars staðar af lífi og sál og með ráðum og dáð eins og greinleg merki sjást um og þar var hann vel studdur af eiginkonu, börnum og tengdabörnum. Við spiluðum lengi saman brids með tveimur öðrum félögum og þá var margt rætt, því að hann fylgdist ákaflega vel með því, sem var að gerast í kringum hann. Allt frá þeim tíma hefur samstarf okkar verið ákaflega gott. Hann var hollvinur og óþreytandi að hvetja til athafna. Oft kom hann tii mín og sagði: „Heyrðu, heldurðu að það væri ekki rétt að gera þetta strax.“ Eða, „væri ekki rétt af þér að fara að taka til höndunum". Stundum kannske svo- lítið skeleggara. En þannig var Guð- mundur, alltaf með augun opin fyrir því, sem hann taldi mega betur fara. Guðmundur kvæntist hinn 21. nóvember 1936 Jóhönnu Gunnlaugs- dóttur, mikilli sómakonu úr Svarfað- ardal. Bjó hún manni sínum ágæt- asta heimili og var honum mikil stoð og stytta í hvívetna, þótt ætíð hafí hún verið hljóðlát í framkomu. Þau Guðmundur og Jóhanna eign- uðust fjögur böm, sem öll eru búsett hér í bænum. Steinunni, kaupkonu, kvænta Bimi Baldurssyni, fram- kvæmdastjóra, Gunnlaug, deildar- stjóra hjá KEA, kvæntan Guðlaugu Stefánsdóttur húsmóður, Margréti, bókavörð, kvænta Kristni J. Hólm, húsgagnasmíðamefstara, og Guð- rúnu, kvænta Hannesi Haraldssyni, vélvirkameistara. Samband þeirra allra var mjög gott, enda nefndum við Guðmund stundum ættarhöfð- ingjann. Nú að leiðarlokum kveð ég Guð- mund með virktum og þakka honum Fæddur 6. október 1922 Dáinn 21. júlí 1993 Mig langar að minnast I lítilli kveðju elsku Villa afa sem borinn er til moldar í dag. Afi var fæddur 6. október 1922 og lést þann 21. júlí 1993 síðastliðinn i Borgarspítal- anum í Reykjavík, þar dvaldi hann að mestu leyti sína síðustu mánuði í baráttu við veikindi sín. Sú mynd sem kemur í huga minn er ég minnist hans er þar sem hann stendur á veröndinni uppi í sumarbú- stað í Þrastarskógi, þar tóku hann og amma alltaf hlýlega á móti öllum þeim gestum sem komu. Afi var mjög fróður maður og þá sér í lagi um ættir, hann hafði yndi af að rekja ættir langt aftur og svo sagði hann okkur heilmargt um ætt- mennin, því starfi var ekki nærri því lokið er hann þurfti að kveðja þenn- an heim. Afi, við eigum eftir að sakna þín, megir þú hvíla í friði. Elsku amma, guð gefi þér allan þann styrk sem hann einn getur í sorg þinni. Lækkar lífdaga sól. Löng er orðin mín ferð. ágætt samstarf og góð ráð. Við Sig- urlaug sendum Jóhönnu, börnum, tengdabörnum og fjölskyldum þeirra hlýjar kveðjur og biðjum þeim bless- unar hins hæsta. Ragnar Steinbergsson. Fyrir um 40 árum rákust inn á skrifstofu mína nokkrir menn á veg- um Olíufélagsins hf. Erindið var að Ieita upplýsinga um tæknilegt mál- efni, og fengu þeir upplýsingarnar. Einn þessara manna var Guð- mundur Jónsson, sem þá var deildar- stjóri olíusöludeildar KEA, og komst á vinskapur milli okkar þar á staðn- um. Þrátt fyrir 450 kílómetra fjar- lægð á milli okkar, jókst vinátta okkar frekar en hitt með hverju ári og var það vel. Guðmundur kom því svo fyrir, að ég var beðinn að taka að mér nokk- ur verk á Akureyri, og þurfti ég því oft að fara norður heiðar og fór næstum alltaf akandi, sem honum fannst reyndar tímaeyðsla umfram flugið, en hann flaug mjög oft suður og heim aftur. í sambandi við það hafði ég embætti nokkuð með hönd- um. Embættið var að aka honum út á flugvöll, þegar hann fór norður að afloknum erindum sínum hér fyrir sunnan, og þótti mér vænt um þenn- an óreglulega starfa. Ekki var komizt hjá að kynnast þeim KEA-mönnum nokkuð vegna ofangreindra verkefna minna fyrir norðan. Æðstur þeirra var Jakob Frímannsson, mikill héraðshöfðingi, sem var virtur að verðleikum af öll- um. Guðmundur talaði alla tíð um hann sem „húsbóndann", og var ekki torráðið, við hvem var átt, enda væntumþykja bundin áherzlu þess orðs. Jakob hafði fundið Guðmund hjá flutningamiðstöðinni Stefni, og séð hvert mannsefni var þar á ferð- inni, og réð hann til olíusöludeildar- innar sem yfirmann. Jakob hafði sína stjómunarhætti á KEA. Einn þessara stjórnunarhátta var daglegur fundur með deild- arstjóram kl. 9.30 á Hótel KEA alla morgna og var þar farið ofan í mál- in lauslega og borgaði hver fyrir sig. Mér var stundum boðið að vera með í þessu morgunkaffí þeirra og þótti heiður að. Afkoma KEA var alla tíð Jakobs góð og stóðu þar allar deildir fyrir sínu. Olíusöludeildin var ein þeirra, Fauk í faranda skjól, fegin hvíldinni verð. Guð minn, gefðu þinn frið, gleddu og blessaðu þá, sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá. (H. Andrésdóttir) Erla Þorbjörg Jónsdóttir. en á árunum áður en hitaveitan kom, var mikil sala í þeirri deild af olíu til húsahitunar. Sú sala minnkaði til muna eftir að hitaveitan var stað- reynd, en ég fann inn á það hjá Guðmundi, að ekki væru öll kurl komin til grafar í því fyrirtæki, og farið hefði verið í það meira af kappi en forsjá. Olíukynding er nefnilega ekki sérlega dýr, en hitaveitan er það þrátt fyrir alls konar opinbera styrki sem henni hafa verið veittir. Það þótti aftur á móti ekki fínt að nefna það upphátt og var svo látið vera. Ég get ekki sleppt að geta nokk- urs atriðis um samskipti okkar tveggja. Eitt sinn sem oftar þurfti ég að fara norður og var Öxnadals- heiði ófær og á henni fastir um tíu flutningabílar. Ég brauzt samt yfir hana á lítilli Volkswagen bjöllu, og renndi mér fram hjá öllum föstu bíl- unum. í Öxnadal mætti ég kranabíl, sem Guðmundur hafði sent á móti mér, og man ég svipbrigði hans, þegar ég komst norður án þess að þurfa á krananum að halda. Ég tel mig vita með vissu, að nákvæmlega eins hafi hann fylgzt með starfs- mönnum sínum, þegar þeir voru á ferð í misjöfnum veðram á vegum fyrirtækisins. Gott var fyrir starfs- menn að eiga slíkan mann til að vaka yfir sér. Guðmundur átti gott heimili og stóra fjölskyldu. Guðmundur eignað- ist 1936 afbragðs konu, Jóhönnu Gunnlaugsdóttur, og bjó hún honum friðsælan samastað til hvíldar og ánægju, og ekki skemmdu börnin fyrir. Þau eignuðust fjögur börn, öll hin efnilegustu og fengu öll gott gjaf- orð. Gestrisni á heimilinu var sérstök. Alltaf fékk ég ijómapönnukökur með sveskjusultu, þegar ég kom til þeirra. Eitt sinn kom ég til þeirra í um fimmtán manna hópi ofan af Gæsa- vatnaleið, enginn hreinn en allir held- ur útigangslegir. Ekki kom annað til greina en bjóða öllu þessu sandorpna liði til matarveizlu, fólki sem það eitt hafði sameiginlegt að vera vina- fólk mitt. Ég komst að því síðar, að hann hafði gert út menn til að smala saman soðnum sviðakjömmum í mörgum sjoppum á Akureyri (það var áður en sjoppur fundu upp að selja brasmeti), og var haldin á Hlíð- argötunni hin dýrðlegasta veizla. Ég er þess fullviss, að í viðbót við upp- þvott, hefur orðið að ryksuga húsið allt, teppi og stóla, en sjálfsagt var það og velkomið. Þetta er merki um vináttu og gestrisni. Það hefur lengi háð samvinnu- hreyfingunni, að stundum hafa valizt þar menntunarlitlir menn til forystu. Guðmundur fékk að vísu ekki mikla menntun í skóla, en hann hafði það sem til menntunar þurfti: yfírburða gáfur og sjálfstæða hugsun, auk þess sem stjórnunarhæfileiki var honum í blóð borinn. Hann var undir- maður Jakobs Frímannssonar, sem verið hafði fulltrúi Vilhjálms Þór, á meðan hann var kaupfélagsstjóri KEA, en Vilhjálmur var þeirrar nátt- úra, að hann reif allt upp með sér til betri vegar og meira veldis en áður hafði verið. Gilti þar einu, hvort um var að ræða fyrirtæki eða félög, allt fór upp á við í hans höndum. Jakob var ekki sami víkingurinn og Vilhjálmur, en afar mikið traustur maður svo að Guðmundur gekk þar í góðan skóla og lærði vel. Afkoma KEA var því alla tíð góð og má segja, að KEA hafi átt drjúgan þátt í að byggja upp sveitirnar á starfssvæð- inu. Er það mikill munur en stóri bróðir fyrir sunnan, sem hvarf á tíu árum eftir að tekið var fyrir spari- fjáráskrift landsmanna til hans, vegna óhóflegrar skuldsetningar. A vörusýningum utanlands kom það iðulega fyrir að við værum sam- ferða. Ekki var ég var við nein vanda- mál hjá Guðmundi að koma sínum erindum fram, og tel ég þó meira en vafasamt að hann hafí lært ensku eða þýzku í skóla, en hann náði sínu þrátt fyrir það. Alla tíð held ég að Guðmundur hafí fylgt Framsóknarflokknum að málum. Það var þó ekki fyrr en á síðustu dögum hans, að hann sagði mér hver ástæðan hafði verið: Hann hafði kynnst Jónasi Jónssyni, og Jón- as hafði gert honum greiða, og var það upphaf vináttu þeirra, og kom Jónas stundum við hjá Guðmundi á ferðum sínum KEA aftur á móti gekk ekki eftir stjórnmálaskoðunum manna, enda voru þar menn í fremstu röð meðlimir annarra flokka, menn vora einfaldlega valdir eftir hæfíleik- um. Mér er mikill missir að Guðmundi og fínnst ótrúlegt, að hann skuli vera fallinn fyrir aldur fram, maður, sem hafði létt útlit, hugsunarstarf- semi, sem var í fullkomnu lagi og átti yfirburða eiginkonu. Við því var búizt, að hann ætti mörg góð ár framundan. Við Bettý sendum Jóhönnu, böm- um þeirra og fjölskyldum innilegar samúðarkveðjur, en erum þess full- viss, að Guðmundur fer aldrei einn á þeim leiðum, sem hann fetar nú. Hann fer að vísu ekki á Benzanum sínum, sem honum þótti svo vænt um, en hann ber með sér bezta far- kost, sem völ er á: góða samvizku og ást þeirra, sem eftir lifa. Sveinn Torfi Sveinsson. Á síðustu mánuðum hafa margir vinir mínir og samstarfsmenn horfíð yfir móðuna miklu, farið í þá ferð sem engin fær umflúið. Hinn 21. júlí síðastliðinn lést Guðmundur Jónsson deildarstjóri olíusöludeildar Kaupfélags Eyfírðinga á Akureyri. Leiðir okkar lágu saman á vordögum árið 1959 þegar ég hóf störf hjá Olíufélaginu hf. en hann hafði þá um nokkurt skeið stjórnað olíusölu- deild Kaupfélags Eyfírðinga. Kaup- félagið sá um sölu á vörum Olíufé- lagsins hf. Ég minnist enn okkar fyrsta fundar í maímánuði 1959. Það voru ýmis mál óleyst milli Olíufélags- ins hf. og KEA, Jakob Frímannsson kaupfélagsstjóri hafði skýrt mér frá, að hann myndi fela Guðmundi Jóns- syni að ræða þessi mál við mig. Það leið ekki langur tími frá þessu sam- tali þangað til Guðmundur hringdi og kvaðst vilja koma svo fljótt sem hægt væri til fundar við mig. Þar kom strax fram sá mikli kostur Guð- mundar að láta hlutina ekki bíða heldur ganga strax til starfa þegar verkefni lágu fyrir og ljúka málum tafarlaust án alls dráttar. Þessi fyrsti fundur okkar varð all- langur, því strax varð mér ljóst, að hann gat frætt mig um margt, sem ég átti ólært um viðskipti og verslun með olíuvörur. Hann hafði skipulagt olíusöludeild KEA á tíma þegar olía var að leysa kol af hólmí sem hita- og orkugjafí, og þegar sala á olíu allt að því tvöfaldaðist milli ára af þessum sökum. Þessi breyting kall- aði á nýtt skipulag. Guðmundur var sérlega vel til fallinn til að standa fyrir þessari breytingu. Hann var úrræðagóður og fljótur að taka ákvarðanir og fylgja þeim eftir af dugnaði og festu. Á okkar fyrsta fundi kom fram, að hann hélt fast á málum fyrir það fyrirtæki sem hann vann fyrir, en hann var hygginn og sanngjarn og þessvegna tókst að ná niðurstöðu og útkljá öll þau mál sem fyrir lágu. Minning Vilhjálmur Ingólfsson Þetta varð upphaf vináttu, sem ent- ist okkur alla tíð. Guðmundur var í eðli og uppruna samvinnumaður og vann fyrir það samvinnufélag, sem starfað hefur af mestum myndarskap á íslandi. Guð- mundur var í þeirri framvarðasveit, sem bar uppi og stjórnaði hinum daglegu störfum hjá Kaupfélagi Ey- firðinga. Hann fylgdist vel með öllu, sem fram fór hjá félaginu og var fljótur að sjá hvað betur mætti fara og hvaða nýjungum yrði við komið. Hann einskorðaði sig þar alls ekki við þá deild sem hann stómaði, held- ur fylgdist af áhuga með flestu því, sem KEA tók sér fyrir hendur. Sama átti við um Olíufélagið hf. Áhugi hans á starfsemi þess var óbilandi. Hann sparaði ekki krafta sína til þess að vinna að heill þess og vel- gengni. Guðmundur var félagi í Frímúr- arareglunni og leysti af hendi mikil og góð störf fyrir þann félagsskap. Hann var þar mikils metinn og var heiðraður fyrir störf sín. Eftirlifandi eiginkona Guðmundar er Jóhanna Gunnlaugsdóttir og eign- uðust þau fjögur börn, Steinunni, kaupkonu, kvænta Bimi Baldurssyni verslunarmanni, Gunnlaug, skrif- stofumann kvæntan Guðlaugu Stef- ánsdóttur, Margréti, kvænta Kristni Hólm byggingameistara, og Guðrúnu kvænta Hannesi Haraldssyni vél- smið. Að leiðarlokum þakka ég fyrir margar góðar stundir, sem við Guð- mundur áttum saman og vináttu sem alrei brást. Ég sendi konu hans og börnum og fjölskyldum þeirra inni- legustu samúðarkveðjur. Vilhjálmur Jónsson. AGU REGNFATNAÐUR í miklu úrvali. 100% vind- og vatnsheldur. TRAVEL - St. S-XL Verðkr. 7.795,- AGU - st. XS-XXL Verðkr. 4.990,- Sendum í póstkröfu. Mikið úrval af regnfatnaði. Dhummel^ SPORTBÚÐIN, ÁRMÚLA 40, SÍMAR 813555 OG 813655. TIL KÍNA MEÐ KONU SEM KANN SITT KÍNA Fjórða Kínaferðin verður farin 1. okt.-23. okt. til: Beijing, Luoyang, Xian, Chongqing, Wuhan, Shanghai og Suzhou. Einnig verður siglt niður Yangtse fljótið í nokkra daga með viðkomu í litlum þorpum. Heildarverð, allt með öllu: 240 þús. Viðbót fyrir einbýli 30 þús. Hámarksfjöldi farþega: 19 Skipulag og fararstjórn: Unnur Guðjónsdóttir, sem einnig er fararstjóri í Kínaferð Samvinnuferðar-Landsýn- ar 26. okt.-10. nóv. Nánari uppl. og tilkynningar um þátttöku hjá Unni s. 12596 og Samvinnuferðum-Landsýn s. 691010, fax 27796. KÍNAKXÚBBUR UNNAR d

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.