Morgunblaðið - 10.08.1993, Síða 24

Morgunblaðið - 10.08.1993, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGÚST 1993 JllurgiminMijMt* Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1368 kr. með vsk. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. Fjárveitingavaldið og fangelsismál Björgunarþyrlur og Herkúles-vél vamarliðsins í sjúkraflugi Eitt lengsta sjúkra- flugið frá landinu 2KI. 9.20 lögðu tvær þyrlur frá varnarliðinu af stað áleiðis yfir landið en sneru við vegna ísingar. Kl. 10.50 lögðu þær aftur af stað í fylgd Herkúles-flugvélar og fóru þá með ströndinni til að forðast ísingu. Fimm föngum hefur tekizt að strjúka frá fangelsinu á Litla-Hrauni að undanförnu. í lok síðasta mánaðar sluppu þrír fangar úr fangelsinu með því að saga í sundur rimla fyr- ir glugga með sög af verk- stæði fangelsisins. Einn þeirra er talinn hættulegur glæpa- maður. Hálftími leið frá því að fangavörðum barst vísbend- ing um að fangarnir hefðu strokið, þar til strokið var stað- fest. Leit að föngunum þremur stóð í nærri tvo sólarhringa áður en sá síðasti náðist. Að- faranótt síðastliðins laugar- dags struku svo tveir fangar frá Litla-Hrauni. Þeir spenntu upp lás á útgöngudyrum og komust, líkt og þremenning- arnir sem struku á undan þeim, vandræðalaust yfir girð- ingar við fangelsið. Fangelsis- málastofnun hafði fyrirskipað sérstaka gæzlu um annan manninn, þar sem hann þótti líklegur til að reyna að strjúka úr fangelsinu. Er það í eina skiptið í sögu stofnunarinnar, sem forstjóri fangelsisins fær slík skrifleg fyrirmæli. Þetta sýnir að öryggismál- um á Litla-Hrauni er ábóta- vant. Það getur engan veginn talizt í lagi að hættulegir fang- ar, eða þeir, sem eiga að sæta strangri gæzlu, geti nánast gengið út úr stærsta fangelsi landsins. Ljóst er að húsið er ekki mannhelt og örygg- isgæzlu virðist jafnframt ábótavant. Ákveðið var að herða eftirlit og endurskipu- leggja fangavörzlu eftir, fyrra strokið, en allt kom fyrir ekki. Skipulag fangavörzlu á Litla- Hrauni þarf augljóslega að taka til gagngerrar endurskoð- unar. Starfsmönnum Fangelsis- málastofnunar, sem sér um rekstur sex fangelsa í landinu, er nokkur vandi á höndum. Þótt vilji sé eflaust fyrir hendi til þess að bæta úr þeim vanda, sem er fyrir hendi á Litla- Hrauni, skortir til þess fé. Aðalbygging fangelsisins er ekki byggð sem fangelsi, fé til mannaráðninga er af skomum skammti og ekki fást heldur fjárveitingar til að setja upp öryggiskerfi. Ný fangelsis- bygging, sem lengi hefur verið rætt um, hefur enn ekki risið. „Fangelsismál hjá hverri þjóð eru eins og þjóðin sjálf og kjörnir þingfulltrúar hennar vilja hafa þau. Hvorki betri né verri. Þar liggur ábyrgðin fyrst og fremst,“ sagði Haraldur Johannessen, forstjóri Fang- elsismálastofnunar, í samtali við Morgunblaðið síðastliðinn sunnudag. Það er rétt hjá for- stjóra Fangelsismálastofnunar að stjórnvöld bera mikla ábyrgð í þessu efni. Ein af grundvallarskyldum þeirra er að tryggja öryggi borgaranna. Ef hættulegir glæpamenn geta fyrirhafnarlítið brotizt út úr hrörlegum fangelsisbygging- um, er sú skylda augljóslega ekki uppfyllt. Ofbeldisafbrot hafa orðið æ alvarlegri á síð- ustu árum, og hættulegum glæpamönnum, sem oft fremja afbrot undir áhrifum fíkniefna, hefur fjölgað. Við slíkri þróun þarf að bregðast. Fangelsið á Litla-Hrauni er ekki eina fangelsið á landinu, þar sem aðstöðu er talið ábóta- vant. í skýrslu fangelsismála- nefndar, sem út kom í fyrra, kemur fram að Síðumúlafang- elsið í Reykjavík, sem var byggt sem geymsla og þvotta- stöð, Hegningarhúsið, sem var reist á síðustu öld, og ríkis- fangelsisdeild lögreglustöðvar- innar á Akureyri hafi í raun verið ónothæf lengi og beri að taka úr notkun sem fangelsi. Þorsteinn Pálsson dómsmála- ráðherra hefur ákveðið að byggt verði nýtt fangelsi á Litla-Hrauni og lakasti hluti þess tekinn úr notkun. Jafn- framt verði byggt nýtt fang- elsi á höfuðborgarsvæðinu fyr- ir gæzluvarðhald og skamm- tímaafplánun, og um leið verði Hegningarhúsið við Skóla- vörðustíg og Síðumúlafangels- ið lögð niður. Veittar hafa ver- ið 30 milljónir króna á fjárlög- um þessa árs til byijunarfram- kvæmda við þessar byggingar. Brýnt er að fé til framkvæmda verði tryggt á næstu árum. Fangelsismál eru mála- flokkur, sem hefur veríð van- ræktur af fjárveitingavaldinu í marga áratugi, eins og dóms- málaráðherra sagði í gær. Fangelsi þurfa að vera vel úr garði gerð og þjóna bæði því hlutverki að halda föngum inn- an veggja til þess að veija öryggi borgaranna, og að vera staðir, þar sem fangar geta starfað og lært og orðið að betri mönnum. Fangelsismál mega ekki vera feimnismál. Fangelsismálastofnun hefur unnið gott starf við stefnumót- un í þessum viðkvæma en mik- ilvæga málaflokki. Nú er kom- inn tími framkvæmda. EITT lengsta sjúkraflug frá land- inu var farið þegar tvær HH-60G- björgunarþyrlur og Herkúles- flugvél á vegum varnarliðsins sóttu veikan filipeyskan sjómann um borð í franska rannsóknaskip- ið Sedco norðaustur af landinu á sunnudag. Vegna ísingar yfir landinu þurftu þyrlurnar að fara með suður- og austurströndinni að skipinu. Onnur þeirra Ienti á skipinu og var sjómaðurinn fluttur í henni til Akureyrar. Þar tók Herkúles-vélin við manninum og flutti hann á Borgarspítalann í Reykjavík. Síðar var hann fluttur á Landspítala og reyndust veikindi hans ekki jafn alvarleg og talið hafði verið. Þess má geta að björg- unarflug þyrlanna var um 1100 sjómílur. Friðþór Eydal, blaðafulltrúi varn- arliðsins, sagði að varnarliðinu hefði borist beiðni frá skipinu um kl. 6.40 á sunnudagsmorguninn. Þyrlur og Herkúles-vél hófu sig til flugs kl. 9.20 með stefnu þvert yfir landið en þyrlumar urðu stuttu síðar að snúa við vegna slæms veðurs og ísingar yfir landinu. Herkúles-flugvélin kannaði hins vegar frekar aðstæður til flugs og var með tilliti til þess ákveðið að þyrlurnar færu aftur af stað kl. 10.50. Leið þeirra lá síðan með suður- og austurströndinni og lenti önnur þyrlan á þyrlupalli Sedco um kl. 15. Þaðan var haldið til Akur- eyrar og lent um kl. 16.20. Læknir og sjúklingur fóru þá í Herkúles-vél- ina og lenti hún við Borgarspítala um kl. 17. Þyrlurnar komu vestur um Holtavörðuheiði suður. Alþjóðlegt rannsóknarverkefni Aðspurður hvers vegna þurft hefði tvær þyrlur sagði Friðþór að í jafn löngum ferðum þætti slíkt nauðsyn- legt af öryggisástæðum. Annarri þyrlunni gæti hlekkst á og þá væri hin til aðstoðar og ef með þyrfti til að ljúka fyrirliggjandi verkefni. Um sjúklinginn sagði Friðþór að hann væri 37 ára gamall Filipseyingur og skipveiji á rannsóknarskipinu Sedco. Sverrir Þórhallsson, verkfræðing- Halldór sagði að upphaf málsins mætti rekja til þess að ákveðið hefði verið að mynda nýja stjórn sveitar- innar síðasta haust. Zukofsky hefði samþykkt skipan manna í stjórnina og hefði hann upphaflega verið sam- þykkur því að unnið yrði að starfs- reglum fyrir sveitina en unnið var upp úr eldri reglum. Eftir áramót hefði hins vegar komið stjórnarmönnum á óvart hversu ósveigjanlegur Zukofsky hefði verið. Þannig hefði myndast ágreiningur milli hans og stjórnar- innar um nokkur atriði og nefndi Halldór sem dæmi tímasetningu námskeiða enda hefði stjórnin viljað koma í veg fyrir að námskeiðin rösk- uðu starfi tónlistarskólanna. Að auki nefndi Halldór að stjórninni hefði ur á Orkustofnun, sagði að skipið hefði verið statt hér við land vegna rannsókna á vegum alþjóðlegra sam- taka um rannsóknarverkefni á sviði jarðfræði hafsbotnsins (Ocen Drill- ing Program). Rannsóknin skiptist í tvennt og var í þessum áfanga verið að kanna setlög milli íslands og Noregs. Aðspurður sagði Sverrir að 19 þjóðir tækju þátt í verkefninu, þ.á m. Islendingar, og skipið sjálft væri skráð í Líberíu en í eigu franskra aðila. Útibú frá því í Texas í Banda- ríkjunum gerði skipið út. Hann sagði þótt tími til kominn að kynna nem- endur fyrir nýjum sjónarmiðum gegnum aðra stjórnendur. Zukofsky hefði á samningstímanum fallist á þessa hugmynd með þeim fyrirvara að hann veldi stjórnendur en síðar hefði hann dregið nokkuð í land. Ennfremur nefndi Halldór að Zukof- sky hefði í upphafi óskað eftir 10 ára starfssamningi eða æviráðningu en komist var að samkomulagi um 5 ára samningstíma. Lokatilraun Að lokum sagði Halldór að lagður hefði verið fram samningstexti sem stjórnin hefði skilið sem svo að henni bæri annað hvort að skrifa undir eða hafna algjörlega enda væri ekki um aðra kosti að ræða. Hún hefði hins að skráningarheiti skipsins væri Sedco en í verkefninu gengi það undir heitinu Joides Resolution. í áhöfn skipsins eru filipeyskir hásetar og fjölþjóðlegur hópur vísinda- manna. Enginn íslendingur er um borð um þessar mundir en Gunnar Ólafsson, jarðfræðingur, hefur tekið þátt í leiðöngrum skipsins. Skipið hefur viðdvöl hér á landi í lok september. Á sama tíma þingar bortækninefnd verkefnisins hér á landi að sögn Sverris sem á sæti í nefndinni. vegar ekki getað sætt sig við tvö atriði, þ.e. að samningurinn héldi þó fjárhagsgrundvöllur sveitarinnar brygðist og að Zukofsky fengi óskor- að vald yfir hljómsveitinni. Nefndi Halldór í því sambandi að sú spurn- ing hefði komið upp hvort SÆ þyrfti á stjórn að halda eða ekki en bæði fyrrverandi og núverandi stjórnar- meðlimir væru sammála um að sú skipan væri nauðsynleg. Með öðrum orðum sagði Halldór að spurningin hefði verið orðin um hvort svéitin væri einkafyrirtæki Zukofskys eða hljómsveit ungra íslenskra tónlistar- manna úr tónlistarskólum landsins í samvinnu við stjómandann. Halldór lagði ríka áherslu á að sér þætti afar miður hvernig komið væri enda hefði stjórnin haft fullan vilja til að semja við Zukofsky. Henni hefði hins vegar komið á óvart stífni hans í samningaviðræðum. Halldór vildi ekki segja um hvort málinu væri endanlega lokið en stjórnar- fundur er í SÆ í dag. Ekki óskað eftir að Paul Zukofsky starfi áfram með SÆ Stj órnin gat ekki sætt sig við óskorað vald hans STJÓRN Sinfóníuhljómsveitar Æskunnar hafði fullan vilja til að semja við Paul Zukofsky um áframhaldandi stjórnun sveitarinnar. Hún gat hins vegar ekki sætt sig við ákvæði þess efnis að starfssamningur við hann héldi þó fjárhagslegur grundvöllur sveitarinnar brygðist og að honum yrði veitt meira en listrænt vald yfir hljómsveitinni og gæti t.d. ráðið á hvaða tíma námskeið færu fram, að sögn Halldórs Haralds- sonar stjórnarformanns.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.