Morgunblaðið - 10.08.1993, Side 25

Morgunblaðið - 10.08.1993, Side 25
25 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGÚST 1993 Morgunblaðið/Dave Massey Sedco BORSKIPIÐ Sedco, öðru nafni Joides Resolution, er með 120 manna áhöfn, þar af 50 vísinda- og aðstoðarmenn. Skipið, sem er afar fullkom- ið, kemur til Reykjavíkur í loks september. A Akureyri KOMIÐ var með Filipseyinginn til Akureyrar um kl. 16.20. Aðgerðin byggð- ist á samvinnu „Mig langar aðeins til að Ieggja áherslu á að þó gaman hafi verið að fljúga vélinni, lenda á pallinum og taka sjómanninnn upp í byggðist aðgerðin auðvitað fyrst og fremst á samvinnu. Margir komu að henni og það er þeim öllum að þakka hversu vel tókst,“ sagði Keith Sullivan, höfuðsmaður og þyrluflugmaður í varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli, sem tók þátt í sjúkrafluginu á sunnudag. „Flugið var svolítið erfitt að því leyti að maður varð aumur í aftur- endanum af allri setunni. Við vorum í loftinu í átta og hálfan tíma,“ sagði Sullivan þegar rætt var við hann í gær. Annars sagði hann að fyrir utan óhagstæð veðurskilyrði hefði flugið gengið vel. „Útkallið var kl. 8.15 og rúmlega 9 voru við lagðir af stað i beinni fluglínu til Akureyrar. Við voru þó ekki komnir nema um 30 mílur norður af Reykjavík þegar komið var í svo mikla ísingu að við neyddumst til að snúa við til Kefla- víkur og finna aðra leið. Svo tókum við aðra þyrlu, ef eitthvað kæmi fyrir hina, og fórum suður með landinu, hjá Hornafirði og Egils- stöðum. Þessi leið að skipinu var nokkuð lengri en við reiknuðum með en hún var þó að a.m.k. fær,“ sagði Sullivan og bætti við að öll skilyrði hefðu verið góð þegar kom- ið hefði verið að skipinu. Hafið hefði verið spegilslétt og þyrlupallur á skipinu hefði gert lendinguna auðvelda. Ekki hægt að treysta veðri Síðan sagði Sullivan að flogið hefði verið til Akureyrar, „Við ákváðum, vegna þess að ekki var hægt að treysta á veðrið, að gera eins og við gerðum í nóvember, þ.e. flytja sjúklinginn úr þyrlunni í flugvélina og láta hana ljúka sjúkrafluginu til Reykjavíkur. Við vorum heldur ekki vissir um að komast strax til Reykjavíkur en það hefði svo sem verið í lagi hefðum við ekki verið með sjúkling en af því við vorum með hann hefði það ekki gengið. Þannig hugsuðum við sem svo að a.m.k. kæmum við sjúkl- ingnum eins fljótt og við gætum til Reykjavíkur þó við þyrftum að gista á Akureyri. Nú, okkur líkar ágætlega við Akureyri,“ sagði Sulli- van léttur í bragði en ekki kom til þess að áhöfn björgunarþyrlanna þyrfti að gista á Akureyri. Sullivan hefur verið hér á landi í eitt og hálft ár en fer til Nýju-Mex- íkó í desember. Hann viðurkennir að hann sé farinn að hlakka svolít- ið til að fara þangað en segir engu að síður að sér hafi liðið afar vel hér á landi. Hann hafi líka aflað sér þó nokkurrar reynslu, m.a. tek- ið þátt í 10 þyrluleiðöngrum, og sér finnist sem hann hafi gert nokkuð gagn hér á landi. Alls tóku 20 manns þátt í sjúkra- fluginu. Braut upp lás að innan og opnaði fyrir Feeney Feeney með pakistanskan og kólumbískan gjaldeyri auk dala SAMKVÆMT upplýsingum Morgunblaðsins er talið líklegt að Donald Feeney og Jón Gestur Ólafsson hafi átt sér vitorðs- menn í fangahópnum eystra við flóttann. Jón Gestur hefur tjáð lögreglu að hann hafi dirkað upp innan frá læsingu á klefadyrum sínum, komist þannig fram á gang og opnað klefa Feeneys með því að draga frá dragloku. Þannig komust mennirnir tveir fram á gang og þaðan að rimla- dyrum sem lokaðar voru með hengilás sem þeir spenntu upp með röri eða einhvers konar áhaldi, sem ekki lá í gær ljóst fyrir hvert var. Ekki var full- Ijóst í gær hvernig ferðum mannanna var háttað eftir að þeir struku úr fangelsinu um miðnætti á föstudag. Þeir sitja í Síðumúlafangelsi í einangrun og munu silja þar um óákveðinn tíma en agaviðurlögum af því tagi er beitt við strok. Takist að sanna að mennirnir hafi sam- mælst um strokið geta þeir átt yfir höfði sér sérstakt refsimál þar sem unnt er að beita allt að 6 mánaða fangelsisrefsingu. Mennirnir höfðu ekki verið yfir- heyrðir að gagni í gær af RLR um ferðir sínar eftir komuna til Reykjavíkur en við yfirheyrslu í Vestmannaeyjum sagði Jón Gestur að þeir hefðu gengið til Selfoss, tekið þaðan leigubU til Reykjavíkur og farið með hon- um á Hótel Loftleiðir og dvalið þar um nóttina. Leigubílsljórar kannast ekki við að hafa ekið með fangana Leigubílstjórar á Selfossi kannast ekki við það í samtali við Morgun- blaðið að hafa ekið föngunum til Reykjavíkur. Starfsfólk Hótels Loft- leiða kannast heldur ekki við að mennirnir hafi leigt þar herbergi en þar sást þó til þeirra um nótt- ina, að sögn Einars Sigurðssonar, blaðafulltrúa Flugleiða, á svæði því sem Kynnisferðir hafa til umráða á hótelinu. Talið er að fangarnir hafi upphaf- lega ætlað með Flugleiðum til Fær- eyja en þegar vélinni seinkaði vegna þoku fóru þeir á afgreiðslu íslands- flugs, komust til Vestmannaeyja og höfðu gengið frá áframhaldandi leigu á vél Islandsflugs til Færeyja með millilendingu á Höfn í Horna- firði. Af því varð þó ekki þar sem lögreglan í Reykjavík komst á spor þeirra og þeir voru handteknir í Eyjum. Paldstanskir og kólumbískir peningar Hvorugur mannanna var þá með vegabréf og vegabréf Feeneys hefur ekki verið í vörslu fangelsisyfírvalda á Litla-Hrauni. Veski Feeneys var úttroðið af peningum. Hann hafði greitt fyrir flugvélina, um 200 þús. kr., í dollurum og átti talsvert eftir af þeim, auk þess sem hann var með í veskinu kólumbíska og mexí- kóska pesósa og einnig t.a.m. pak- istanskan gjaldeyri. Feeney var einnig með greiðslukort og nafn- skírteini. Feeney vildi ekki tjá sig við lög- reglu eftir handtöku nema að við- stöddum lögfræðingi sínum. Nær engar yfirheyrslur höfðu farið fram yfir honum um miðjan dag í gær þegar Morgunblaðið leitaði upplýs- inga. Þá lá fyrir samkvæmt upplýs- ingum Morgunblaðsins að Feeney segist hafa verið með svo mikla peninga á sér allt frá því að hann var handtekinn í vetur. Að sögn Gústafs Lilliendahls, forstjóra fang- elsisins á Litla-Hrauni geyma fang- ar oft talsvert af peningum hjá sér Aftur í fangelsið LÖGREGLA og fjöldi fjölmiðla- fólks tók á móti Donald M. Feeney þegar hann kom í lögreglufylgd til Reykjavíkur frá Vestmannaeyj- um eftir að hafa strokið um fijálst höfuð í nokkrar klukkustundir. en eiga í sjálfu sér ekki rétt á öðrum peningum en vinnulaunum. Hann kvaðst ekki hafa vitað um þessa peninga í fórum Feeneys og í sam- tali við Morgunblaðið sagði Jón Sig- urðsson yfirfangavörður á Litla- Hrauni að stærsta spurningin sem eftir væri að fá svar við í málinu væri sú hvemig Feeney hefði farið að því að komast yfir svo mikla peninga og halda tilvist þeirra leyndri. Að sögn Gústafs Lilliendahls hef- ur Feeney verið talinn fyrirmyndar- fangi til þessa. Hann hefur unnið í hellusteypu fangelsisins og hefur verið talinn góður starfskraftur. Jón Gestur Olafsson hefur einnig unnið við hellusteypu í fangelsinu. Síðast heimsóttur í júní Fangar á Litla-Hrauni eiga rétt á heimsóknum frá nánustu, vanda- mönnum. Feeney hefur setið á Litla- Hrauni frá því á útmánuðum og hefur á þeim tíma fengið 12 heim- sóknir, að sögn Gústafs Lilli- endahls. Fimm sinnum liefur ká- þólskur prestur vitjað hans og fjór- um sinnum fulltrúar frá bandaríska sendiráðinu, eins og alvanalegt er um erlenda fanga, samkvæmt upp- lýsingum Morgunblaðsins. Þá hefur lögmaður hans heimsótt hann og einnig lagaprófessor í fylgd erlends lögfræðings. Síðustu heimsóknina fékk Feeney þann 23. júní sl. er prestur hans vitjaði hans. Fangar á Litla-Hrauni eiga rétt á að hringja þrisvar í viku og að fá hringingar þrisvar í viku. Símtöl úr fangelsinu eru skráð. Feeney hefur aldrei hringt til Bandaríkj- anna en eiginkona hans hefur hringt á skrifstofu fangelsisins og fengið að tala við hann þar. Þá hafa þau notið þeirra sérkjara að hún hefur fengið að senda lionum símbréf á bréfsíma fangelsisins og barst Feen- ey eitt slíkt sl. föstudag, þar sem kona hans Judy mun hafa greint frá miklum aðsteðjandi fjárhagserf- iðleikum tengdum fyrirtæki þeirra CTU, en starfsemi þess hefur legið niðri frá handtöku Feeneys. Sú sending er sögð hafa komið Feeney í uppnám og getum er að því leitt að þá hafi hann ákveðið að reyna að stijúka. Sérstök gæsla nema að næturlagi Feeney hefur setið í haldi hér á landi frá því hann var handtekinn í janúar á Keflavíkurflugvelli á leið úr landi með dætur Ernu Eyjólfs- dóttur. Hæstiréttur dæmdi hann til 2 ára fangelsisvistar. í janúar hefði helmingur þess tíma verið afplánað- ur og þá getur Feeney sótt um reynslulausn á eftirstöðvum refsing- arinnar. Eins og fram kom í Morg- unblaðinu á mánudag bað Fangels- ismálastofnun ríkisins um að Fee- neys yrði gætt sérstaklega þar sem ástæða væri til að óttast að hann reyndi að strjúka. Morgunblaðið hefur ekki upplýsingar um hvernig vísbendingar um hugsanlegt strok bárust, ep hvernig fór þessi sérstaka gæsla fram? Gústaf Lilliendahl sagði að strax hefði verið brugðist við og Feeney valið starf við hellu- steypu á þeim stað á svæði LitlJPft Hrauns þar sem fangaverðir misstu aldrei sjónar á honum. í raun hafi hans verið gætt sérstaklega vel og varla verið litið af honum, „nema rétt meðan hann svaf,“ sagði Gú- staf. Hann sagði að klefum væri læst um klukkan 23.40 og þeir opnaðir klukkan 8 að morgni. Gústaf sagði að ekki væri unnt að sjá inn í klef- ana að utanverðu og ekki hefði ver- ið talið rétt að raska næturró manna' með því að opna inn til þeirra að næturlagi. Gústaf sagði að fanga- verðirnir fjórir sem eru við störf að næturlagi væru bæði á ferð um útisvæði fangelsisins og húsakynni þess. Einn væri bundinn við yfirsetu í einangrunarálmu fangelsisins og væru þar vaktaskipti á klukku- stundarfresti og fylgdi því umferð um svæðið. Hins vegar sagði hann aðspurður að engar starfslýsingar hefðu verið gefnar út um hvernig haga skyldi starfi fangavarða þrátt fyrir áhuga starfsmanna og forvars- manna á að þau mál kæmust í betra horf. Gústaf taldi að útgáfa starf- slýsinga ætti að vera á ábyrgð ráðu- neytisins sem réði fangaverði til starfa. Hann ítrekaði að eins og fram hefði komið við strok nýlega væri af nógu að taka ef bæta ætti úr ástandi í fangelsismálum eftir langvarandi fjársvelti og vanrækslu þess málaflokks þrátt fyrir að brýn þörf fyrir úrbætur hefði lengi verið augljós. Ónýtir lásar fyrir dyrum Eins og fyrr segir komust fang- arnir út úr klefum sínum og fram hjá þeim íjórum fangavörðum sem um nóttina gættu fanganna 52 í tveimur álmum Litla-Hrauns með því að Jón Gestur dirkaði upp að_ innanverðu lás fyrir klefahurð sinni' og hleypti Feeney út. Tveir lásar eru á hveijum klefa í fangelsinu. Að öðrum hafa fangar lykla og er læst innan frá, að hinum er læst utan frá og hafa fangaverðir lykla. Þessir síðarnefndu lásar eru afar lélegir og margir ónýtir, að sögn Jóns Sigurðssonar, eins og kom í ljós við þetta strok. Jón segir að fyrir fáum mánuðum hafi verið lok- ið hönnun á nýjum og endurbættum draglokum fyrir klefadymar og hafí það mál verið komið í hendur Ir.o^ kaupastofnunar ríkisins í lok maí. Jón sagði að fyrir þremur ámm hafi komið til tals að endumýja all- ar klefahurðir og dyraumbúnað en hætt hafi verið við að ráðast í þann kostnað um það leyti sem ráðast átti í útboð þar sem mönnum þótti að framkvæmdin yrði of dýr. P.G.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.