Morgunblaðið - 10.08.1993, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGÚST 1993
33
Minning
Ásgeir Sumarliða
son vélstjóri
Fæddur 7. ágúst 1932
Dáinn 3. ágúst 1993
var að hlífa henni of mikið. Við
munum hvemig hún heimtaði að
klifra með okkur upp um fjöll og
kletta í vorferðinni okkar þó það
væri henni afar erfitt. Hún hló bara
og sagði: „Ég fer bara hægt eins og
gömul kona, verið ekkert að bíða
eftir mér.“ Hver leiddi svo sönginn
í rútunni á eftir nema hún Ása! Hún
var tíður gestur í félagsmiðstöðinni
okkar, Ekkó, og í kringum hana var
æviniega líf og fjör og stór hópur
vina. Hver man ekki þegar Ása fékk
frí af spítalanum til að vera með
okkur á árshátíð skólans, þó hún
ætti að fara í hjartaþræðingu morg-
uninn eftir? Það skal þó enginn halda
að henni væri ekki ljóst hve alvarleg-
ur sjúkdómur hennar var, en neitaði
að gefast upp og lifði lífínu lifandi.
Starfsfólk barnadeildar Landspítal-
ans hefur sagt frá kjarki hennar þar
og hvernig stóri vinahópurinn sem
kom í heimsókn hleypti lífi og fjöri
í heimsóknartímana og ekki síst
hverngi hún taldi kjark í meðsjúkl-
inga sína.
Burt er kölluð ung og falleg kona,
sem átti til að bera marga bestu
kosti mannanna. Þeir eru margir
unglingarnir í Kópavogi sem velta
fyrir sér fallvaltleika lífsins þessa
dagana. Við þau og alla sem þekktu
Ásu viljum við segja: „Geymið góðu
minningarnar um hana og hugsið til
hennar ef ykkur brestur kjark.
Pjölskyldu hennar sendum við
samúðarkveðjur.
Verði mér hugsað
að veðrahami lægðum
í undarlegri kyrrð
um óbuganleikans blóm:
Ljósbera á mel,
lilju á strönd,
biáhvíta fjörumöl,
eða burnirót á syllu:
Þá veit ég ekki fyrr til,
vinur minn góður,
en ég hugsa til þín
og heimti seigluna aftur.
Beri mig í eftirleit
að upprunans lindum
og reyni þar að lesa
af lifandi vatninu
lögmál þolgæðis
og lögmál drengskapar:
hvað niðar þá í hlustum
nema nafn þess vinar,
sem lógmál þau bæði
borið hefur ófölskvuð
dýpra flestum mönnum
í dulu bijósti.
Og hvenær fáum við þakkað
sem þessa höfum notið?
(ÓlJóh.Sig.)
Kveðja frá kennurum og nem-.
endum Starfsdeildar Kópavogs
og starfsfólki í félagsmiðstöð-
inni Ekkó.
Það var í austan brælusudda,
seinnihluta sumars 1966. Ég stóð á
einni af síldarbryggjunum í Nes-
kaupstað með nokkrar 20 lítra smur-
olíufötur meðferðis á leið út í síldar-
skipið Oddgeir frá Grenivík. Það lá
í skiparöðinni, að minnsta kosti 6.
skip frá bryggju. Ég stóð þarna
dijúga stund og var að velta því
fyrir mér hvaða leið út í skipið væri
skást að fara. Átti ég að fara yfir
þilförin eða ef til vill stefnin eða
nota pallana? Allar voru leiðirnar
erfiðar með smurolíuföturnar með-
ferðis.
Sem ég stend þarna hjá fötunum,
fremur ráðalítill, er kallað glaðlega:
„Ég skal skutla þessu yfir fyrir þig
á bátnum." Ég áttaði mig ekki alveg
strax á því hvaðan röddin kom eða
hvort henni var beint til mín. Eftir
að hafa litið vel í kringum mig
nokkra stund kom ég auga á skipsj-
ullu, með einum manni, fyrir aftan
skipin. Þaðan kom kallið. Ég horfði
á manninn sem talaði, bjóst við að
þarna færi einhver sem ég þekkti,
annars hefði hann varla boðið fram
hjálpina en svo var ekki, þennan
mann bar ég engin kennsl á, taldi
mig raunar ekki hafa séð hann áður.
Þegar föturnar voru komnar um
borð í Oddgeir tókum við tal saman.
Þá kom í ljós að sá sem hafði tekið
á sig krókinn og fyrirhöfnina til
þess að hjálpa mér, ókunnungum,
var Ásgeir Sumarliðason sem kvadd-
ur er í dag hinstu kveðju.
Þannig hófust kynnin sem voru í
fyrstu bara kunningsskapur en
breyttust, eftir því sem árin liðu og
leiðirnar lágu meira saman, í vin-
áttu. Um haustið settumst við báðir
í fyrsta bekk Vélskóla íslands, þar
vorum við sessunautar veturlangt. Á
þeim árum var megnið af námsefni
skólans á erlendri tungu, oftast
dönsku eða norsku, sem okkur
bekkjarfélögunum gekk heldur illa
að skilja og fannst sannast sagna
efnið alveg nógu strembið fyrir þótt
við þyrftum ekki til viðbótar að læra
það á erlendri tungu. í fyrstu fór
því mikill tími, heima eftir skóla, að
komast í gegnum textann. Tungu-
mál, hvort sem það var íslenska eða
þau erlendu tungumál sem þá voru
kennd, lágu opin fyrir Ásgeiri, þó
hafði hann ekki langa formlega
skólagöngu, einungis barnskólann.
Dönskuna og enskuna hafði hann
lært í bréfaskóla með hjálp útvarps-
ins á þeim tíma, með góðum árangri.
Þrátt fyrir skamman undirbúning,
á mælikvarða nútímans, skémmri
en margir okkar höfðu, stóð hann
okkur flestum framar á þessu sviði.
Þegar það síðan vitnaðist, að mörg-
um af okkur bekkjarfélögunum
gengi illa að komast í gegnum er-
lenda námsefnið bauð hann, líkt og
fyrr um haustið í Neskaupstað, fram
aðstoð sína. Eftir það hittist ákveð-
inn hluti bekkjarins á heimili Ás-
geirs og Fanneyjar í Auðbrekkunni
í Kópavoginum, tvisvar í viku þenn-
an vetur. Þar var ekki bara farið
yfir námsefnið helur líka notið
rausnarlegra veitinga húsfreyju og
spjallað saman um allt sem við kom
lífinu og tilverunni.
Frá kvöldunum í Auðbrekkunni
eigum við bekkjarfélagarnir sérstak-
lega ljúfar minningar og ég veit ég
tala þar fyrir munn okkar allra. Um
vorið skildu leiðir, við fórum báðir á
sjóinn, höfðum fyrir fjölskyldu að
sjá og tókum okkur frí frá náminu
um skeið, ég í eitt ár en Ásgeir í
fjögur. Þrátt fyrir það rofnaði sam-
bandið ekki þótt samskiptin minnk-
uðu um tíma. Leiðirnar lágu síðan
aftur saman og þá á sviði félagsmál-
anna. Ásgeir sat í stjórn Vélstjórafé-
lags íslands frá árinu 1981 allt til
dauðadags. Þar reyndist hann, eins
og annars staðar traustur félagi,
félagi sem gott var að ráðgast við
og þiggja ráð frá.
Nú þegar komið er að leiðarlokum
streyma minningarnar fram, minn-
ingar um fjölmargt sem henti okkur
á vegferðinni, atvik sem segja, eftir
því hvernig við er brugðist, frá
manngerðinni sem.hver manneskja
hefur að geyma. Eftir tæplega 30
ára kynni lýsir atvikið í Neskaupstað
forðum manngerð Ásgeirs Sumarl-
iðasonar, hjá honum sat hjálpsemin
og drenglyndið í fyrirrúmi. Þessir
eiginleikar mótuðu öll hans störf og
samskipti við aðra, enda var Ásgeir
vinamargur og vinsæll á sínum
vinnustað.
Nú skilja leiðir, við hjónin færum
eiginkonu hans, Fanneyju Sumar-
liðadóttur, og börnunum, okkar
bestu samúðarkveðjur.
Helgi Laxdal.
Minning
Maurice Eyjólfsson
Látinn er í Manitoba í Kanada
Maurice Eyjólfsson. Maurice var ís-
lenskur í báðar ættir. Foreldrar hans
voru Friðrik Eyjólfsson og Arnheiður
Guttormsdóttir skálds J. Guttorms-
sonar og Jensínu J. Daníelsdóttur.
Maurice var fæddur 14. apríl 1927
og var því 66 ára þegar hann lést.
Kynni okkar Ástríðar af Maurice
voru ekki löng í árum mælt, en því
ánægjulegri sem þau urðu nánari.
Hann var einstakt Ijúfmenni, áhuga-
samur um allt sem íslenskt var,
bæði hér heima og í íslendinga-
byggðum Kanada. Hann var um
langa hríð lykilmaður við undirbún-
ing hátíðarhalda í Gimli í tilefni ís-
lendingadagsins og hlakkaði mjög
til að leggja sitt af mörkum til þess
mikla fagnaðar Kanadamanna af
íslenskum ættum nú. Svo fór þó
ekki, því dauðinn kallaði örfáum
dögum áður, hinn 27. júlí sl.
Maurice átti farsælan feril í Man-
itoba og gegndi fjölda trúnaðar-
starfa fyrir fylkið. Hann var meðal
annars sáttasemjari fylkisins og
naut mikils trúnaðar og trausts
beggja aðila, enda hefur framganga
hans og lundarfar vel hentað manni
sem lægja þurfti öldur og setja niður
deilur.
Um skeið gegndi hann jafnframt
embætti vara atvinnumálaráðherra
Manitoba. Maurice var formaður
stjórnar Bethel-stofnunarinnar og
stjórnarmaður í Lögbergi-Heims-
kringlu.
Hann var jarðsettur í fæðingarbæ
sínum Riverton 3. ágúst sl. að lok-
inni minningarathöfn í Winnipeg.
Mauricel var elstur þriggja sona
Arnheiðar og Friðriks og lifir ný
yngsti bróðirinn einn, Unnsteinn
Dennis Eyjólfsson.
Davíð Oddsson.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama,
en orðstír
deyr aldreigi,
hveim er sé góðan getur.
(Hávamál)
Mig langaði að minnast Ásgeirs
tengdaföður míns með örfáum orð-
um. Hann lést aðfaranótt hins 3.
ágúst eftir þriggja vikna sjúkrahús-
legu, en hann fékk heilablóðfall 13.
júlí og komst aldrei til meðvitundar
aftur.
Með Ásgeiri er horfinn góður
maður yfir móðuna miklu. Ég kynnt-
ist Ásgeiri fyrst fyrir tæpum áratug
þegar ég kom sem tilvonandi tengda-
dóttir hans inn á heimilið. Ég man
ennþá eins og það hefði gerst í gær
hversu innilega og hlýlega Ásgeir
tók á móti mér í fyrsta sinn og alla
tíð síðan var hann mér afskaplegg
góður eins og ég væri hans eigin
dóttir og þau hjón bæði.
Ásgeir var frá Gróustöðum í
Geiradal í A-Barðastrandasýslu.
Foreldrar hans voru Sumarliði Guð-
mundsson og Signý Björnsdóttir, en
þau eru bæði látin. Sumarliði faðir
hans var þúsundþjalasmiður, hvort
sem var á járn eða tré, og laginn
við allar vélar þótt sjálfmenntaður
væri í þeim efnum. Hefur Ásgeir
vafalítið fengið þar góðan heiman-
mund, enda lagði hann vélstjóra-
starfið fyrir sig sem ævistarf. Upp
úr tvítugsaldri hleypti hann heim-
draganum og fór til sjós í Grundar-
firði og Stykkishólmi. Síðan lá leiðin
til Reykjavíkur og var hann vélstjóri
á ýmsum bátum fram til ársins 1970.
Þá gerðist hann vélstjóri á milli-
landaskipum og var farmaður til
dauðadags. Mestan þann tíma var
hann hjá Hafskip, fyrst á Langánni
og síðan á Skaftá. Hann var síðan
stuttan tíma hjá Nesskip og lauk
starfsævinni hjá Eimskip.
Ásgeir kvæntist eftirlifandi eig-
inkonu sinni Fanney Sumarliðadótt-
ur frá Siglufirði árið 1963. Þau eign-
uðust þijá syni. Þeir eru Sumarliði
matreiðslumeistari í Stykkishólmi,
Ásgeir framleiðslumaður í Reykjavík
og Steinþór verkamaður í Reykjavík.
Líf farmannsins kostar mikla fjar-
vistir frá heimili, fjölskyldu og vin-
um. Það gefst oft lítill tími til að
stunda áhugamál, sem Ásgeir hafði
þó mörg. Hann hafði gott tóneyra
og átti létt með að töfra fram ljúfa
tóna á rafmagnsorgelið sitt. Sjálf-
sagt muna hann margir þegar hann
tók fram harmonikkuna og spilaði á
böllunum í Króksfjarðarnesi í gamla
daga. Hann hafði líka unun af lestri
góðra bóka og af leikhúsferðum sem
voru stundum alltof fáar. Ævikvöld-
inu ætlaði hann að eyða við smíðar
ýmiskonar og hafði safnað ýmsum
verkfærum til þess, því þá átti loks
að gefast til þess tími. Sá tími kom
aldrei því að hann þurfti að leggja
af stað í sína síðustu siglingu miklu
fyrr en nokkur bjóst við, en það
skip er ekki með viðvaning í vélar-
rúminu.
Það er undarleg tilfinning að eiga
aldrei eftir að koma í Víkurbakkann,
þannig að hann komi brosandi á
móti okkar og bjóði okkur velkomin.
Brosið var alltaf til staðar þegar
hann tók á móti barnabörnunum sín-
um, enda breiddu þau alltaf faðminn
á móti honum og voru mjög hænd
að honum. Þeirra missir er mikil!
að fá ekki að alast upp með afa sín-
um sem var svo stoltur af þeim.
Elsku Fanney mín, þú hefur missti
mikið, en minningin um góðan mann
lifir. Megi góður Guð veita þér og
fjölskyldu þinni styrk í sorginni.
Hrafnhildur Hallvarðsdóttir.
Ásgeir vinur okkar er farinn í
sína síðustu ferð. Góður drengur er
allur, alltof fljótt.
Ásgeir var fæddur 7. ágúst 1932
í Garpsdal, í A-Barðastrandarsýslu,
sonur hjónanna Signýjar Björnsdótt-
ur og Sumarliða Guðmundssonar,
þess kunna hagleiksmanns. Ásgeir
kvæntist 1. janúar 1963 Fanneyju
Sumarliðadóttur, ættaðri frá Siglu-
firði. Eignuðust þau þijá syni, þá
Sumarliða matsvein, Ásgeir fram-
reiðslumann og Steinþór sem enn er
í foreldrahúsum. Barnabörnin eru
orðin fjögur, augasteinar ömmu og
afa.
Hugur Ásgeirs beindist fljótt að
sjómennsku og varð það hans lífs-
starf. Hann hóf sjómennsku sína á
fiskiskipum. Árið 1958 fór hann á
mótornámskeið og í Vélskólann
1967 og tók svokallað II. stig.
Smiðjutíma sinn tók hann hjá Krist-
jáni Gíslasyni.
Ásgeir hóf störf hjá Hafskipi 1970
sem fjórði vélstjóri á m/s Langá, þá
kominn með konu og þijá unga syni.
Á þeim tíma drífur hann sig, með
dyggri aðstoð Fanneyjar, í Vélskól-
ann og lýkur 3. og 4. stigi, jafnframt
því að þau koma sér upp húsnæði.
Á síðustu árum Hafskips er Ásgeir
orðinn yfirvélstjóri á m/s Skaftá.
Eftir það sigldi hann um tíma á
skipum Sambandsins og Nesskips
en síðustu árin a skipum Eimskips. •—
Kynni okkar Ásgeirs hófust þegar
við sigldum saman á m/s Langá
fyrir rúmum 20 árum og vinátta
tókst einnig með fjölskyldum okkar
sem ekki hefur borið skugga á síð-
an. Þau hjónin voru samhent og frá-
bær heim að sækja og vildu hvers
manns vanda leysa. Ásgeir var hæg-
lætis maður í eðli sínu en gat sannar-
lega skipt skapi ef þannig stóð á.
Hann hafði gaman af tónlist og spil-
aði sjálfur á harmonikku einnig var
hann víðlesinn og hafði gaman af
ferðalögum. Og hafa þau hjónin
ekið vítt og breitt um meginland
Evrópu og Bretland mörg undanfar-
in ár.
Góður drengur er allur og enginn
fær því breytt. Það er erfitt að minn-
ast látins vinar og fátt um orð, en
Ásgeir Sumarliðason var sá skipsfé-
lagi sem flestir sjómenn vilja eiga,
mér hlotnaðist það. Ótal myndir úr
starfi og leik líða um huga minn,
þær gleymast ekki.
Við Hrafnhildur sendum ykkur
öllum innilegar samúðarkveðjur.
Lárus Hallbjörnsson.
PHILCO M
Þvottavélar
á verði
sem allir
ráða við!
Þær nota
HEITT OG KALT vatn
- spara tíma og rafmagn
•Fjöldi þvottakerfa eftir
þinu vali
•Sérstakt ullarþvottakerfi
•Fjölþætt hitastilling
•Sparnaðarrofi
•Stilling fyrir hálfa hleðslu
L85-800 sn.
Verð 57.500,-
54.625,m Stgr.
(D
II 3c
MUnXlÁN
Heimilistæki hf
49.875,-
SÆTÚNI 8 SlMI 69 15 00 . FAX 69 15 55