Morgunblaðið - 10.08.1993, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGÚST 1993
35
Fjóla Steingríms-
dóttír — Minning
Fædd 23. ágúst 1927
Dáin 4. ágúst 1993
Nú er aðeins liðið nokkuð á þriðja
mánuð frá því að Fjóla var við jarð-
arför elstu systur okkar, Onnu
Steingrímsdóttur, en Fjóla var þá
sjálf heltekin ólæknandi sjúkdómi.
Nú er hún líka dáin eftir árslanga
hetjulega baráttu við þau veikindi.
Fjóla bar sjúkdóm sinn með reisn
til hinstu stundar.
Við systurnar tvær vorum alla tíð
mjög samrýndar, enda nánast aldar
upp sem tvíburar þó að á okkur
væri um eins árs aldursmunur.
Móðir okkar klæddi okkur eins, við
fengum sams komar gjafir á jólum
og deildum sama herbergi á meðan
við dvöldum í foreldrahúsum. Ég
minnist þess sérstaklega í bernsku
þegar móðir okkar saumaði á okkur
kápur með loðkrögum og húfur í
sama lit, að við gengum tvær ferðir
um litla þorpið okkar (Blönduós) til
að sýna hve fínar við værum í nýju
kápunum eða þegar við fengum ný
stígvél með hvítum röndum. Þá byij-
aði ég á því að vaða út í poll til
þess að sannreyna gæðin, en Fjóla
vildi ekki óhreinka sín, sagðist vilja
varðveita búðarlyktina sem lengst.
Fjóla og eiginmaður hennar,
Kristinn Jónsson, dvöldu hjá okkur
hjónum hér á Blönduósi um hvíta-
sunnuna í maí síðastliðnum. Við
fórum vítt og breitt um bæinn og
rifjuðum upp minningar frá æsku-
dögum okkar á bökkum Blöndu. Þá
heimsóttum við móður okkar á hér-
aðssjúkrahúsinu á Blönduósi en hún
er nú á 98. aldursári. Þar var minnst
gömlu bernskubrekanna. Er við
Fjóla kvöddumst við brottför frá
Blönduósi lét hún í ljós að ef til vill
mundi hún sigrast á veikindunum
og geta hafið vinnu á ný en starfið
við símann var henni mikið áhuga-
mál.
Fjóla var fædd á Blönduósi 23.
ágúst 1927. Að loknu grunnskóla-
námi hóf hún störf á símstöðinni á
Blönduósi og vann þar nokkur ár.
Hún stundaði nám við Héraðsskól-
ann í Reykholti veturinn 1946-1947.
Að námi Ioknu hóf hún störf hjá
Pósti og sima á Akranesi. Á Akra-
nesi kynntist hún fyrri eiginmanni
sínum, Sigurði H. Helgasyni, pípu-
lagningameistara, f. 20.4. 1922.
Gengu þau í hjónaband árið 1952
og fluttu til Reykjavíkur. Þau slitu
samvistir eftir skamma sambúð.
Fjóla vann við Kaupfélag Húnvetn-
inga á Blönduósi árin 1954-1959.
Þá lá leiðin aftur til Reykjavikur og
hóf hún þar vinnu sem talsímavörð-
ur hjá Pósti og síma. Fjóla var í
leyfí frá vinnu vegna veikinda er
hún lést. Árið 1961 kynntist Fjóla
seinni eiginmanni sínum, Kristni
Jónssyni, bankamanni, nú útibús-
stjóra. Þau gengu í hjónaband 1965.
Foreldrar Fjólu: Steingrímur
Davíðsson, skólastjóri á Blönduósi
(látinn) og kona hans Helga D. Jóns-
dóttir. Böm frá fyrra hjónabandi:
Helgi Ingimundur Backmann Sig-
urðsson, dýralæknir, f. 20. júlí 1952,
og Helga Steingerður Sigurðardótt-
ir, hjúkrunarfræðingur, f. 9. mars
1954. Börn af seinna hjónabandi:
Jón Bergþór Kristinsson, rafmagns-
verkfræðingur, f. 16. maí 1962,
Brynhildur K. Kristinsdóttir, kjóla-
saumari, f. 14. apríl 1966, og Sig-
þór R. Kristinsson, nemi við Há-
skóla íslands, f. 1. apríl 1970.
Fjóla var stolt af heimili þeirra
hjóna á Norðurvangi 21 í Hafnar-
firði enda óvenju vel búið og vandað
hvert sem litið er. Við hús og garð
hefur Kristinn átt mörg handtök og
allt unnið af smekkvísi og vand-
virkni.
Um leið og ég votta Kristni Jóns-
syni, börnum og öðrum vandamönn-
um samúð mína sé ég ástæðu til
að þakka Kristni fyrir alla þá alúð
og umhyggju sem hann sýndi systur
minni í erfiðum veikindum.
Blessuð sé minning systur
minnar.
Jóninna Steingrímsdóttir.
Hún var fædd í Brautarholti á
Blönduósi, frískt og föngulegt
stúlkubarn, sú sjöunda í röðinni af
fjórtán systkinum. Það fór oftast
minna fyrir henni en mörgum okkar
hinna. Hún hafði fengið í vöggugjöf
skaphöfn móður sinnar, hjálpsemi,
geðprýði og hugans heiðríkju. Það
er mikið lán að vera gæddur slíkum
eiginleikum, en þeir settu svip sinn
á Fjólu systur mína frá því ég man
hana fyrst en það var þegar við
vorum saman í bekk í barnaskólan-
um á Blönduósi sem þá var vestan
árinnar í húsi, sem bar nafnið Skuld.
Faðir okkar var kennarinn.
í stórum bamahópi myndast sam-
band á milli systkina sem er með
misjöfnu móti. Þau, sem eru á lík-
ustu reki, skilja og skynja best heill
og hagsmuni hvers annars. Aldurs-
munur okkar Fjólu var aðeins tvö
ár og þijár vikur. Þó hafði Jóninna
Guðný fæðst árinu á undan mér,
svo að varla hefur þá blætt á milli
bama hjá móður minni. En við vor-
um öll frísk og undum lífinu oftast
frjáls og glöð enda engir fýlupokar
að upplagi.
Fjóla og Jóninna urðu eins og
tvíburasystur strax sem börn. Móðir
okkar klæddi þær eins, og þær voru
mjög ámóta um allan líkamsvöxt.
Samrýndari systur vom og urðu
vandfundnar. Báðar eins og af-
steypa móður sinnar.
Fjóla hafði þó helst forystuna,
ákveðin eins og hún var að eðlis-
fari. Fyrirbærin víl og vol áttu sér
ekki griðarstað hjá henni.
En heimurinn, og það að fá að
lifa lífí sínu í honum, heimtar sitt.
Öll urðum við að vinna strax þegar
við gátum. Munnamir vom margir
sem seðja varð.
Fjóla var aðeins ljórtán ára þegar
hún hóf störf við símstöðina á
Blönduósi, hjá Karli Helgasyni,
póst- og símstöðvarstjóra, en eftir
nám við Héraðsskólann í Reykholti
vinnur hún enn við símann. Nú á
Akranesi en Karl Helgason var þá
orðinn símstöðvarstjóri þar.
Ég sá hana ekki oft á Akranesár-
unum, en þar er hún til ársins 1952
að hún flytur þá nýgift til Reykjavík-
ur. Þar bar fundum okkar oft sam-
an. Það vom erfíð ár fyrir Fjólu
systur mína. Hún skilur við fyrri
mann sinn Sigurð H. Helgason eftir
stutta sambúð og flytur nú heim í
föðurgarð og gerist starfsmaður
Kaupfélagsins.
Þar er hún með böm sín tvö,
Helga og Steingerði, þar til hún flyt-
ur aftur til Reykjavíkur 1959, og
gerist enn talsímavörður hjá Pósti
og síma, þar sem hún vann til dauða-
dags.
Arið 1965 giftist Fjóla Kristni
Jónssyni bankamanni og útibús-
stjóra. Þau reisa sér fagurt hús og
heimili í Hafnarfirði og eignuðust
þijú börn, sem öll em komin vel til
manns.
Bömin hennar Fjólu urðu því
fimm. Hún átti miklu bamaláni að
fagna og það undrar mig ekki, því
að sjaldan fellur eplið langt frá eik-
inni.
En börnin heita: Helgi I.B. Sig-
urðsson dýralæknir, Helga Stein-
gerður Sigurðardóttir hjúkrunar-
fræðingur, Jón Bergþór Kristinsson
verkfræðingur, Brynhildur K. Krist-
insdóttir kjólasaumari og Sigþór R.
Kristinsson stúdent, Tækniskóla ís-
lands, og bamabörnin hafa skotið
kollum sínum út í heiminn, svo að
fyrir þeim hlutum er vel séð.
Það er ótímabært að kveðja þenn-
an heim áður en eftirlaunaaldri er
náð, og það vildi Fjóla svo sannar-
lega ekki. Hún barðist við sjúkdóm
sinn með hetjulund. Fársjúk, degi
fyrir andlát sitt, sagðist hún ætla
að ná heilsu sinni aftur. Hún vildi
hafa sitt fólk hjá sér og fá að sjá
systkini sín. Það er eins og að missa
trúna á lífið og tilgang þess að vitna
örlög, sem ekki virðast réttlát. En
þetta er víst rökhyggja en ekki guð-
fræði.
Við kveðjum þig, Fjóla, allur
systkinahópurinn og ég vil þakka
þér alla þá umhyggju sem þú hefir
sýnt mér í gegnum árin. Skyldu-
rækni í víðustu merkingu þess orðs,
var þér í blóð borið. Hún móðir þín
kveður þig líka, hún sem þú líktist
svo mikið.
Fjölskylda mín vottar Kristni og
börnunum samúð og söknuð.
Brynleifur H. Steingrímsson.
Það var seint í ágúst árið 1981,
ekki man ég hvaða dag né hvemig
veðrið var. Ég hafði nýlega kynnst
ástinni í lífí mínu og komin var ör-
lagastundin sem skelfir flesta hug-
djarfa riddara þótt þeir hafí marga
dreka vegið. Að vera kynntur fyrir
foreldmm stúlkunnar. I anddyrinu
á Norðurvangi 21 tóku á móti mér
myndarleg og virðuleg hjón, Fjóla
Steingrímsdóttir og Kristinn Jóns-
son. Líklegast fylgdi ég þeim siðum
og framkomu sem mér voru tamin
frá æsku og ætlaði að myndu gegna
lykilhlutverki þetta kvöld. Taldi
enda víst að ef ég stæðist prófið
væri björninn unninn. Það var rangt
hjá mér. Nokkum tíma tók að átta
sig á að frá heimili sem hefur vand-
að uppeldi bama sinna vinnast slík-
ir áfangasigrar ekki á einu kvöldi.
Hún Fjóla mín var síður en svo á
því að láta nema á brott dóttur sína
úr foreldrahúsum. Já, hún var gagn-
orð og ákveðin kona, það má hún
eiga og kæmi mér ekki á óvart þó
að Kristinn hefði einnig verið þar í
ráðum. Baráttunni frá minni hendi,
til að vinna hug foreldranna og
hjarta heitmeyjarinnar, var þó síður
en svo lokið. Én rétt eins og Odys-
seifur forðum varð ég að leita snjall-
ari leiða. Ekki var byggður annar
Trójuhestur, en vinna þurfti banda-
menn innan veggja á friðsaman
hátt. Og það tókst smám saman.
Þá varð minn helsti bandamaður
hún Fjóla okkar sem nú er látin
eftir erfiða baráttu á illvígum slóð-
um.
Síðan þetta gerðist eru liðin nærri
tólf ár. Það er afar skammur tími
en dugði til að mynda kæra vináttu.
Fyrstu kynnin af Fjólu em meðal
margra minninga sem streyma fram
á þessari raunastundu. Fjóla Stein-
grímsdóttir, tengdamóðir mín, var
ásamt Kristni rótin og trjábolurinn
í einni traustustu íjölskyldu sem ég
hef kynnst. Fjóla var af þeirri kyn-
slóð sem vílar ekkert fyrir sér og
kom fyrir sem mikill vinnuþjarkur
og ósérhlífin bæði til heimilis og
vinnu. Milli hennar og Kristins ríkti
gagnkvæm virðing og traust. Henni
varð fimm bama auðið. Helgi og
Helga Steingerður, af fyrra hjóna-
bandi, og svo Jón, þá Brynhildur
eiginkona mín og Sigþór af einlægu
hjónabandi þeirra Kristins. Sam-
heldni systkinanna sín á milli og við
foreldrana er heilsteyptu fjölskyldu-
lífí sannur vitnisburður. Og þegar í
vogarskálarnar er komið hlýtur slík
uppskera að vera öðmm ávinningi
dýrmætari.
í dag, þriðjudaginn 10. ágúst, er
Fjóla Steingrímsdóttir lögð til hinstu
hvílu. Ég mun muna daginn. Hvern-
ig viðrar skiptir engu máli. í huga
mínum drýpur úr skýi söknuðar.
En hún Fjóla, vinkona mín, hefur
skilað hlutverki sínu með miklum
sóma. Ég vil kveðja hana með ljóði
eftir Davíð Stefánsson frá Fagra-
skógi, Við dánarbeð.
Við sjáum, að dýrð á djúpið slær,
þó degi sé tekið að halla.
Það er eins og festingin færist nær
og faðmi jörðina alla.
Svo (jjúp er þögnin við þina sæng,
að þar heyrast englar tala,
og einn þeirra blakar bleikum væng,
svo bijóstið þitt fái svala.
Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt,
svo blaktir síðasti loginn.
En svo kemur dagur og sumamótt
og svanur á bláa voginn.
Snævarr Guðmundsson.
Við dagstjörnu dásemd um óttu,
þegar dagurinn festir ei blund,
ættlandsins undranna njóttu
um ævinnar skammvinnu stund.
Sem bamið við bijóstin þín, móðir,
mig blessar þín ástrika hönd,
landsins míns ljósvakasjóðir
unz leysast mín jarðnesku bönd.
(Steingrímur Davíðsson)
Þegar haustið gengur í garð fölna
blómin hversu dásamleg sem þau
eru. Oft þarf ekki nema eina frost-
kalda nótt til þess að þau fölni og
falli til jarðar. Eins er með frændur
og vini, þegar kallið kemur verður
maður að beygja sig undir ok örlag-
anna hversu þungt sem það er.
Nú er Fjóla móðursystir mín dá-
in. Aðeins eru iiðnir rúmir tveir
mánuðir síðan að mamma kvaddi
þetta jarðlíf, þannig að nú eru þær
systur komnar saman til starfa á
æðra tilverustig. Mér fannst alltaf
einhver sterk bönd tengja mömmu
og Fjólu saman, þar sem Helgi son-
ur Fjólu dvaldist mikið á Helgafelli
heima hjá foreldrum mínum. Þær
systur höfðu mikið og náið smband
og má segja að þær hafi talast við
nær daglega. Forlögin höguðu því
þannig að á líðandi vetri máttu þær
báðar stríða við veikindi, og hafði
mamma mín það á orði að ef til
vill yrði ekki langt þar til þær
kveddu þetta jarðlíf.
Fjóla var viljasterk og mikil dugn-
aðarkona. Hún vann í tugi ára hjá
Landsíma íslands og stjórnaði heim-
ili sínu með reisn. Má segja að þar
hafí hún ekki verið ein, þar sem
eiginmaður hennar, Diddi, var henn-
ar hægri hönd og studdi hana í öllu
því sem hún tók sér fyrir hendur.
Sannaðist það einna best í hennar
veikindum, þar sem segja má að
hann hafí varla vikið frá henni, það
ár sem hún átti við veikindi að
stríða. Fjóla var aldrei á því að gef-
ast upp þó að hvert áfallið ræki
annað og hennar takmark var að
komast aftur út að vinna.
Nú er mér efst í huga hin mikla
sorg ömmu minnar, sem hefur orðið
að sjá á bak tveggja dætra sinna
með stuttu millibili. Að leiðarlokum
vil ég þakka af alhug að hafa feng-
ið að njóta vináttu hennar Fjólu
með móður minni.
Ég vil biðja góðan Guð um að
styrkja Didda, börn, tengdaböm og
barnabörn í þeirra miklu sorg. Einn-
ig vil ég þakka Fjólu fyrir hennar
hlýhug til föður míns, Hauks Níels-
sonar á Helgafelli, í hans sorg.
Marta Hauksdóttir.
Vizka manns er guða gjöf,
göfgu hjarta borin, -
fylgir honum fram að gröf,
fymast aldrei sporin.
(Steingrimur Davíðsson.)
Okkur langar til þess að minnast
hennar ömmu með fáeinum orðum
og þakka henni fyrir þá ást og þá
umhyggju sem hún ætíð sýndi okk-
ur. Ámma var alltaf reiðubúin að
taka okkar málstað og gerði það
gjarnan þegar henni fannst á hlut
okkar hallað. Með ljóðlínunum hans
langafa kveðjum við elskulega
ömmu okkar með þakklæti og sökn-
uði.
Minninganna blíður blær
blæs, svo geðið hlýnar.
Engin tunga túlkað fær
tilfinningar mínar.
(Steingrimur Davíðsson.)
Barnabörn.
Lýs, milda ljós, í gegnum þennan geim,
mig glepur sýn,
því nú er nótt, og harla langt er heim.
0, hjálpin mín,
styð þú minn fót; þótt fetin nái skammt,
ég feginn verð, ef áfram miðar samt.
Þú ljós, sem ávallt lýsa vildi mér,
þú logar enn,
í gegnum bárur, brim og voðasker.
Nú birtir senn.
Og ég finn aftur andans fógru dyr
og engla þá, sem bam ég þekkti fyr.
(Newman-sb. 1945 - M.Joch.)
Hvað er fallegra en íslenskt sum-
ar, þegar sólin skín á daginn og
nætumar eru bjartar? Blómin skarta
sínu fegursta. Þá drégur allt í einu
ský fyrir sólina í hjörtum okkar sem
þekktu hana Fjólu. Við stöndum
agndofa eftir. Hún sem barðist
hetjulega við sjúkdóminn, en að lok-
um varð hún að láta undan mannin-
um með ljáinn. Það var ekki ein-
kenni hennar Fjólu tengdamóður
minnar að láta undan. Hún ætlaði
ekki að gefast upp. Hennar æðsta
takmark undanfarna mánuði var að
komast aftur til starfa og einnig
það að geta farið að „gera eitt-
hvað“, eins og hún orðaði það, en
þá átti hún við að sinna heimilinu.
Heimili hennar og Didda ber ein-
stakan vott um mikla snyrti-
mennsku og samheldni í einu og
öllu. Undanfarið talaði hún um það
að hún þyrfti nánast „ekki að gera
neitt“, hann Diddi sæi um allt, og
voru það orð að sönnu.
Það hefur ekki verið auðvelt fyrir
Fjólu er hún stóð uppi einstæð móð-
ir með tvö böm í kringum 1954.
Þá bjó hún hjá foreldrum sínum á
Blönduósi, börnin fengu að vera þar
á daginn meðan hún vann og var
oft mannmargt þar á heimilinu.
Fjóla vílaði ekki fyrir sér að fara í
framboð á þeim árum með Birni á
Löngumýri, þvert ofan í vilja föður
síns. Minnast margir Húnvetningar
hennar vegna þessa. Eftir að Fjóla
fluttist til Reykjavíkur, kynntist hún
eftirlifandi eiginmanni sínum og
eignuðust þau þrjú börn.
Starfsvettvangur Fjólu var bæði
utan heimilis og innan. Hún vann
lengst af hjá Landssíma íslands og
var vinnan hennar ær og kýr. Henni
fannst ekkert að því þótt hún ynni
fulla vinnu og mikla aukavinnu, en
alltaf var jafn notalegt að koma á
heimili hennar og Didda. Og er því
skarð fyrir skildi að kvenskömnginn
Fjólu vanti, og vantar þá mikið. Ég
vil að leiðarlokum þakka Fjólu fyrir
hennar elskulegu kynni þó þau hafi
ekki varað nema í nokkur ár, og
hefði ég viljað fá að njóta hennar
miklu lengur.
Ég bið góðan Guð að styrkja
Didda í hans miklu sorg og einnig
börn, tengdabörn og bamabörn.
' Jóna Dís.
Það er svo margt sem kemur upp
í hugann þegar ég hugsa um hana
Fjólu, tengdamömmu mína. Eitt af
því sem er ofarlega er hversu hrein-
skilin hún var. Það var svo gott að
tala við hana og það sem henni var
hugleiknast var fjölskyldan. Henni
þótti svo mikilvægt að allir væru
sáttir og engin skilinn útundan.
Stundirnar sem við áttum saman
eru mér ákaflega dýrmætar og þó
að nú sé erfíður timi og hvert skref
þungt, þá vil ég þakka guði fyrir
minninguna um elskulega tengda-
mömmu.
Elsku Diddi, guð veri með þér.
Katelyne.
Er ég kom heim eftir viðburðaríka
verslunarmannahelgi bárust mér
þær fréttir að amma mín hefði
skyndilega veikst alvarlega og verið
flutt í Landspítalann. Tveimur dög-
um síðar kom faðir minn í vinnuna
til mín og af svipnum að dæma tákn-
aði það aðeins eitt, amma Fjóla,
eins og hún var kölluð, var dáin. Á
því augnabliki fann ég fyrir söknuði
og trega.
Amma var prýdd öllum þeim eig-
inleikum sem góðri manneskju
sæmir; hún var hjartahlý, einlæg,
sérlega brosmild, indæl og skemmti-
leg á marga vegu. Hún hældi manni
ávallt og var ekki feimin við að láta
í ljós skoðanir sínar.
Erfítt er að tjá tilfínningar sínar
í orðum og læt ég þar með þetta
enda á þeim orðum, að hennar verð-
ur mjög sárt saknað og minningin
um hana mun ávallt lifa í hjarta
mínu. Elsku afí, guð styrki þig, því
þinn missir er mikill.
Kristimi Freyr Haraldsson.