Morgunblaðið - 10.08.1993, Side 38
fclk í
fréttum
RÉTTINDI
Stallone vill
hafa Jennifer heima
Sýningarstúlkan Jennifer Flavin vill ekki heyra
minnst á þá ósk bónda síns, Sylvesters Stallones,
að hún hætti að vinna úti. Jennifer hefur vegnað vel
sem sýningarstúlka og fyrstu spor hennar í leiklistinni
virðast lofa góðu. Hún kveðst ekki vilja vera háð Syl-
vester, þrátt fyrir að hún elski hann, heldur vilji hún
afla sér eigin tekna.
í nýlegu tímaritsviðtali kemur greinilega í
ljós að Jennifer er ástfangin upp fyrir haus af
Stallone, þrátt fyrir að aldursmunurinn sé 23
ár. Jennifer er 24 ára en Stallone 47 ára. Hún
segjr að Stallone sé skemmtilegri en nokkur
skemmtikraftur, hann sé gáfaður og ekki eru
hæfileikarnir litlir að hennar mati. Hann getur
skrifað, sungið og málað. Á heimili þeirra hanga
afstraktmyndir á veggjunum eftir Stallone.
Ekkí fituarða
Þá fínnst henni einnig mikilvægt að ekki
finnst arða af fitu á stæltum líkama unnustans.
Að þessu leyti virðist vera jafnt á komið með
skötuhjúunum, því að sögn Jennifer vill Stallone
að líkami hennar sé til fyrirmyndar. Til marks
um það segir hún að Stallone segi sér á morgn-
ana hvaðá líkamsgalla hún hafi.
Þá hafi hún eitt sinn verið að japla á sæl-
gæti, nánar tiltekið gúmmíi, þegar Stallone var
að undirbúa sig undir erfitt hlutverk. Hann
trylltist, æpti til hennar að vera ekki að þessu
sælgætisáti, og þegar hún sinnti því ekki, braut
hann disk og hennti sælgætinu í hana. — Það
skyldi þó aldrei verða að slitnaði upp úr sam-
bandi þeirra skötuhjúa einhvem tímann vegna
sælgætisáts?
Þrátt fyrir þessa uppákomu hefur gifting komið til
tals, en Jennifer segist ekki vera tilbúin að binda sig
eins og stendur. Hana langar til að komast sem sýningar-
stúlka til Evrópu og bætir við að hún þurfi nú að takast
á við sælgætisþörf sína og að halda sér í líkamlegu formi.
Jennifer Flavin segir að Sylvester Stallone
hafi hjálpað sér að öðlast aukið sjálfs-
traust.
Jennifer kveðst ekki finna fituörðu á
stæltum líkama Stallones.
Morgunblaðið/Árni Helgason
Guðjón Jóhannsson eignaðist stell hjólsins í stríðinu.
EIGUR
Elsta reiðhjólið?
Skyldi þetta reiðhjól ekki vera
það elsta sem nú er í notkun
á íslandi? Þetta hjól er líkasttil frá
árinu 1936, þ.e. sjálft stellilð, en
það komst við sérstakar kringum-
stæður í eigu núverandi eiganda
þess, Guðjóns Jóhannssonar í
Hólminum í stríðsbyijun, þegar
fyrrverandi eigandi þess flutti burt
og Guðjón rétti honum þá hjálpar-
hönd. Guðjón er einn af þeim
mönnum sem Guð hefir gefið þá
hugsun og hugvit að það liggur
við að hann geti allan skapaðan
hlut eins og sagt er, enda hefir
hann lagað margan hlutinn fyrir
samferðamenn. sína hér í Hólmin-
um. Tækin sem hann hefir til þess
eru ekki margbrotin. En hann fylg-
ist með öllum hreyfingum í tækn-
inni þó hann sé af gamla skólanum
í sínum lagfæringum og viðgerð-
um. Hann fer vel með allt sem
hann eignast og ef hjólið hans
gefur sig þá er bara gert við það,
varahlutir settir í það o.s.frv. Guð-
jón fer á hjólinu til vinnu sinnar
hvem dag og á þá staði sem hann
þarf að komast hér í kring og það
er ekki uppgjöf að sjá, hvorki á
Guðjóni né hjólinu hans. Þau eru
bæði stundvís og samviskusöm.
COSPER
Sjáðu svuntuna sem konan mín gaf mér á
mömmudaginn.
VÁKORT
Eftirlýst kort nr.:
4543 3700 0007 3075
4548 9000 0042 4962
4548 9018 0002 1040
jy
1
I
V
ÖLL ERLEND KORT
SEM BYRJA Á:
4506 43** 4507 46**
4543 17** 4560 08**
4560 09** 4920 07**
4938 06** 4988 31**
4506 21**
Afgreiöslufólk vinsamlegast takiö ofangreind
kort úr umferö og sendið VISA íslandi
sundurkiippt.
VERÐLAUN kr. 5000,-
fyrir að klófesta kort og vísa á vágest.
LsJVMÍM
Höföabakka 9 • 112 Reykjavfk
Sfmi 91-6/1700
........—-----------V
STJÖRNUR
Sean Connery veill í hálsi
Sá orðrómur hefur gengið í nokk-
urn tíma að leikarinn Sean
Connery, sem nú er orðinn 62 ára,
sé með krabbamein í hálsi. Eigin-
kona hans, Micheline, sá sig til-
neydda í viðtali við .breskt dagblað
að bera sögusagnirnar til baka og
sagði hún Connery vera í mjög
góðu formi. Nú þykjast menn hins
vegar hafa komist að því að um
einhvers konar ofvöxt í vefjum í
hálsi leikarans sé að ræða. Undir
venjulegum kringumstæðum á að
vera hægt að lækna þennan sjúk-
dóm. Velta menn því fyrir sér hvort
slæmska í hálsi Connerys sé ástæð-
an fyrir því að hann hætti við aðal-
hlutverkið í kvikmyndinni Smoke
and Mirrors. Þessu neita þeir sem
þekkja til og segja að ástæðan sé
sú að handritið hafí ekki verið til-
búið.
1983 - 1993
50 þúsund króna fríúttektir mánaðarins
komu á eftirtalin „Lukkunúmer“:
37932 og 74630
(Stykkishólmur) (Reykjavík)
Þrátt fyrir sjúkdóm í hálsi lék Sean Connery nýlega í myndinni
Rising Sun. Myndin sýnir atriði úr kvikmyndinni þar sem verið er
að rannsaka morð á ungri konu.