Morgunblaðið - 10.08.1993, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGÚST 1993
Heiðmörk
Veg’urinn frá Vífilsstöðum með Vífils-
staðahlíðinni
Frá Sveini Ólafssyni:
Inn með Vífilsstaðahlíðinni í
sunnanverðri Heiðmörk er vaxin
stórkostleg vin skóglendis og þar
er gönguvegur undir hlíðinni við
hraunjaðarinn, sem fjöldi fólks úr
Reykjavík, Garðabæ, Hafnarfirði
og Kópavogi hefir tekið ástfóstri
við og iðkar þar göngur reglulega,
svo oft er þar fjölmennt, bæði ungra
og gamalla, og þangað leita oft
heilar fjölskyldur til gönguferða.
Þangað er og farið með stálpaðri
börn í einskonar skógarferðir frá
skólum eða leikskólum að því er
virðist, auk annarrar útivistariðk-
unar sem þama fer fram.
Inn hraunjaðarinn fram með Víf-
ilsstaðahlíðinni liggur bílvegurinn
inn Urriðavatnsdalina og í gegnum
Heiðmörkina og er hann víða þarna
stutt frá göngubrautinni. Þessi veg-
ur er ekki malbikaður og bílar aka
þarna talsvert og þegar þurrt er
þyrla þeir upp ryki, sem dreifist
yfir göngubrautina og skóginn, ef
vindátt er vestlæg og leggur með
hlíðinni, sem oft ér.
Þetta veldur göngufólki angri og
leiðindum og gerir sorglegt strik í
reikninginn með hollustuna við
gönguferðir þama. Með öðrum orð-
um er þarna mikill galli á, svo sá
fjöldi, sem þarna vill notfæra sér
þessa útiveruaðstöðu fái notið slíks
sem skyldi.
Að sjálfsögðu kostar það allnokk-
urt viðbórtarfé við allar þær fram-
kvæmdir, sem þarna eru í gangi,
að bæta úr þessu, en væri ekki
ástæða til og þess virði, að þessi
áður nefndu fjögur bæjarfélög
gerðu sameiginlega átak til að borg-
arar þeirra geti notið þessarar úti-
veruperlu, svo sem stefnt var að
með tilurð gönguleiða í Heiðmörk,
Nýsköpun
Frá Konráði Eyjólfssyni:
Svo undarlega er komið að
margra mati að allar hugmyndir
um „nýsköpun" vekja með fólki
ugg.
Þetta er þó í sjálfu sér skiljanlegt
þegar horft er til þeirra ævintýra
sem sett hafa verið undir þennan
hatt undanfarin ár svo sem loðdýra-
og laxeldisins.
Engu að síður blasir nú við skýr-
ar en oftast áður að þjóðin verður
að byggja upp fjölbreyttari atvinnu-
vegi en þá sem hingað til hafa bor-
ið uppi þann óhóflega lífsmáta sem
við höfum tamið okkur, ellegar
sætta sig við mikinn samdrátt á
þeim „sjálfsögðu lífsgæðum" sem
við höfum lifað við. En hversu ljós
sem mönnum er nauðsyn nýsköpun-
ar þá fylgir samdrætti því miður
nær undantekningarlaust niður-
skurður á því fé sem varið er til
nýsköpunar og rannsókna á nýjum
valkostum.
Þetta er í raun auðskilið því
hvorki fyrirtæki né einstaklingar
hafa peningalegt bolmagn til slíkra
framtíðarfjárfestinga á samdráttar-
tímum. Afleiðingin verður því óhjá-
kvæmilega sú að þegar þörfin er
mest verður minnst úr framkvæmd-
um.
Verst er þó, að á niðurskurðar-
tímum þegar allir eru að leita leiða
til að minnka kostnað, kvikna oft
góðar hugmyndir að nýjum fram-
leiðslu- eða markaðstækifærum en
því miður eru þá engir peningar til
í búinu til að fjármagna nauðsyn-
legar undirbúningsrannsóknir svo
hugmyndirnar eru lagðar til hliðar
og í hraða nútíma þjóðfélags er það
jafngildi þess að henda þeim.
I ljósi ofanritaðs ber að fagna
því lofsverða framtaki ríkisstjórnar-
innar að hafa nú undanfarin tvö
ár lagt fjármagn í svokallaðan ný-
sköpunarsjóð. Sjóði þessum er ætl-
að að auka tengsl milli fyrirtækja
í landinu og háskólans á þann hátt
að greiða stúdentum vinnulaun yfir
sumartímann við undirbúnings-
rannsóknir á nýjum hugmyndum
sem taldar eru geta orðið atvinnu-
skapandi eða á annan hátt styrkt
íslenskan iðnað. Nú í sumar starfa
120 stúdentar við gagnaöflun og
rannsóknir á vegum sjóðsins og á
meðal verkefnanna eru fjölmörg
sem lofa mjög góðu.
Mesta og arðvænlegasta bylting-
in í þessum málum öllum væri þó
eflaust að koma inn hjá þjóðinni
þeirri hugarfarsbreytingu að í hvert
sinn sem orðið tækifæri heyrðist
væri ekki fyrsta hugmyndin „Hvað
get ég keypt?“ heldur „Hvað get
ég selt?“.
KONRÁÐ EYJÓLFSSON,
Austurströnd 14,
Seltjarnarnesi.
en þurfti ekki að fá yfir sig ryk-
mekki frá þurrum malarveginum
eins og oft vill verða nú.
Það þyrfti að malbika eða olíu-
malarleggja um 4 km veg inn fyrir
Vífilsstaðahlíðina til að veruleg úr-
bót yrði frá núverandi ástandi, en
auk þess þyrfti líka að ganga eins
frá aðkeyrsluleiðinni alla leiðina frá
Vífilsstöðum inn að göngusvæðinu,
en það munu vera um 2 km til við-
bótar, sem alls merkir þannig um
6 km.
Að sjálfsögðu þyrfti að fá bundið
slitlag á allan Heiðmerkurveginn,
en þetta er mest aðkallandi og
myndi leysa tilfinnanlegasta vand-
ann — ef hægt væri að koma þessu
til leiðar. Þannig mætti annað bíða
betra tækifæris, ef þessu yrði lokið
nú — sem byijunaráfanga.
Án efa myndu margir beina
þakklátum hug til bæjarstjórnanna
ef þetta átak, sem þörf er á þarna,
yrði gert hið fyrsta til að bæta úr
þessum tilfínnanlega vankanti á
útiveruaðstöðu á þessu fagra og
einstæða svæði þessarar útiveru-
perlu.
SVEINN ÓLAFSSON,
Furugrund 70,
Kópavogi.
LEIÐRÉTTINGAR
Háskólastig og
milljónir
Vegna mistaka í vinnslu slædd-
ust augljósar en leiðar villur með
fyrstu málsgrein fréttar um listahá-
skóla, sem birtist í Morgunblaðinu
sl. laugardag. Rétt er setningin
svo; „í tillögunum er gert ráð fyrir
að rekstrarkostnaður eins skóla á
háskólastigi í stað þriggja á há-
skólastigi, nemi tæplega 198 millj-
ónum króna en kostnaður við skól-
ana þijá nemur nú rúmlega 204
milljónum króna á ári.
Ekki staðfesting-
arkæra
í viðtali við Þorstein Pálsson sjáv-
arútvegsráðherra um staðfestingar-
kæru Bandaríkjanna vegna hrefnu-
veiða Norðmanna er haft eftir ráð-
herranum að Islendingar hafí feng-
ið slíka kæru á sínum tíma. Þetta
er ekki rétt. Meðan íslendingar
stunduðu vísindaveiðar á hvölum
1986-1989 vofði yfir hætta á slíkri
kæru en með samningum féllust
bandarísk yfirvöld á að leggja hana
ekki fram gegn því að íslendingar
fækkuðu þeim dýrum sem veidd
voru í vísindaskyni.
Wterkurog
kj hagkvæmur
auglýsingamióill!
Vinnlngstölur laugardaginn (TYð}- (3v^ 7. ágúst 1993
jT ©
VINNINGAR | vJíStf, UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA
1. 5al5 | 1 5.833.306
4af5^SUi / 91.621
3. 4af5 I 170 6.507
4. 3ai5 15.510 468
- Heildarvinnirrgsupphæð þessaviku: 10.159.523 kr.
M■
upplýsingarsImsvari91 -681511 lukkui!na991002
VELVAKANDI
TAPAÐ/FUNDIÐ
Týnt úr
GYLLT kvenúr með svartri leður-
ól tapaðist í miðbæ Reykjavíkur
17. júlí sl. Upplýsingar í síma
658112.
Myndavél með filmu í
og kettlingur
STÚLKA hringdi til Velvakanda
og sagði að einhver sem var í
Þórsmörk um verslunarmanna-
helgina hafi hengt myndavél með
átekinni filmu um hálsinn á henni
og lýsir hún nú eftir eigandanum.
Á sama stað er auglýst eftir
grábröndóttum kettlingi, læðu,
sem fór frá Þverbrekku 2 í Kópa-
vogi sl. fimmtudagskvöld. Upp-
lýsingar í síma 44803.
Hjólkoppur tapaðist
HJÓLKOPPUR af nýjum Toyota
Corolla tapaðist sl. fimmtudag.
Finnandi vinsamlega hringi í
síma 19738.
Týnd peysa
DÓKKBLÁ síð bómullarpeysa
tapaðist á Njálsgötu eða í Breið-
holti fyrir verslunarmannahelgi.
Finnandi vinsamlega hringi í
síma 683940. Fundarlaun.
GÆLUDÝR
'fýndur kðttur
SVÖRT lítil læða, síamsblending-
ur, hvarf frá heimili sínu í Blesu-
gróf sl. þriðjudag. Hafi einhver
orðið ferða hennar var er hann
vinsamlega beðinn að hringja í
síma 33337. Bryndís.
Kettlingar
ÞRÍR gullfallegir, kassavanir
kettlingar fást gefins. Upplýs-
ingar í síma 684556.
Kettlingar
HRESSA og sæta átta vikna
kettlinga bráðvantar heimili,
kassavanir og gæfir. Upplýs-
ingar í síma 15327.
45
NILFISK GM200
NILFISK GM200 hefur nýjan 5-þrepa síunarbúnað
og hreinni útblástur en nokkur önnur ryksuga
(heldur eftir 99% rykagna stærri en 0,3/1000 mm).
GM200 er líka hljóðlátari (58 desibel), kraftmeiri
(1150W mótor) og endingarbetri (2000 tímar áður &
en skipta þarf um kol í mótor).
★ 7m inndregin rafmagnssnúra
★ Innbyggt sogstykkjahólf
★ Aflaukandi kónísk slanga
★ Þægileg sogaflsstilling
★ Rykmælir lætur vita þegar skipta
á um poka
★ Létt (7,8 kg.) og lipur
NILFISK GM200
kostar aðeins kr. 23.150.-
21.990.- staðgreitt
og er hverrar krónu virði!
/rQniX
HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI (91)24420
KÍNAKVÖLD HJA
KÍNAKLÚBBIUNNAR
ÁSHANGHAI
§
$
CK
s
Sökum þess að færri komust að en vildu á Kínakvöldið þann 4. ágúst
verður Kínaklúbburinn með annað Kínakvöld á sama stað og sama tíma
á morgun, 11. ágúst; Shanghai, Laugavegi 28, kl. 20.00. Unnur
Guðjónsdóttir, ballettmeistari, sýnir þá Tai-Chi, „konkub(nu-dans“ og
skyggnur úrfyrri ferðum klúbbsins og greinir frá Kfnaferðum klúbbsins
og Samvinnuferða-Landsýnar, sem farnar verða í okt. nk., en hún verður
fararstjóri þeirra beggja.Kínverskur meistarakokkur Shanghais útbýr
gómsæta máltíð með hliðsjón af þeim stöðum sem
farið verður til í ferð Kínaklúbbsins 1 .-23. október. ) S
Luoyang: Natitakjot
Xian: Lambakjöt Suzhou: le eöa kaffl
Wuhan: Kjúklingur 1
Yangtse: Eftirréttur Shanjhal: Rækjur
gqlng: Hrísgrjón §
Verðið er aðeins
950,- kr. ámann.
Tryggið ykkur sæti
hjá Shanghai, sími 16513.
KÍNAKIÚBBUR UNNAR, SÍMI12596