Morgunblaðið - 31.08.1993, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1993
Melskurður Landgræðslunnar á Suðurlandi hafinn
20 tonn
af tílbúnu
fræi í ár
Selfossi.
MELSKURÐUR á vegum Land-
græðslu ríkisins er í fullum
gangi. Átta melskurðarvélar eru
notaðar við melskurðinn, fj'órar
á söndunum milli Eyrarbakka
og Þorlákshafnar, þtjár í
Þykkvabæ og ein vél er í Hall-
geirsey í Landeyjunum. I gær
voru sótt sjö tonn af handskorn-
um mel úr Álftaveri og Meðal-
landi. Hjá Landgræðslu ríkisins
er vonast eftir 20 tonnum af
hreinu fræi.
Melskurðurinn, sem er nýbyrjað-
ur, hefur gengið vel og gott útlit
er með fræuppskeru sunnan lands.
Heldur lakari líkur eru á að þrosk-
að fræ fáist af melnum norðan
lands vegna óhagstæðs tíðarfars í
sumar, þó geta horfur batnað ef
haustið verður gott.
Bjöm Bjamason melskurðar-
meistari Landgræðslunnar sagði
að svæðin á Suðurlandi yrðu tekin
fyrst. Síðan yrði farið norður en
ljóst væri að komið á melnum fyr-
ir norðan næði tæplega að þrosk-
ast nema kannski það sem væri
neðst eins og í Axarfirðinum. Til
þess yrði haustið að vera mjög gott.
Vélamar sem notaðar eru við
melskurðinn em allar smíðaðar í
Gunnarsholti af Sigurði Ásgeirs-
syni. Vélarnar eru hannaðar með
það fyrir augum að geta slegið
melinn í ójöfnu landslagi.
Sig. Jóns.
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson.
Melskurður
BJARNI Þorsteinsson sláttumaður með nýskorinn mel úr vél-
inni.
Samstarf Flugleiða
við Alcazar aðeins
með fulltingi SAS
Félagið ekki í viðræðum við KLM
FLUGLEIÐIR stefna ekki að beinni samvinnu við Alcazar, hugsan-
lega samsteypu fjögurra stórra flugfélaga í Evrópu. Fyrirtækið
mun hins vegar njóta góðs af samstarfi við SAS sem tekið hefur
þátt í viðræðum um stofnun Alcazar. Þessar upplýsingar komu
fram í samtali fréttastofunnar Reuters við Pétur J. Eiríksson, fram-
kvæmdastjóra markaðssviðs Flugleiða, í gær. Pétur segir rangt
eftir sér haft í hollenska dagblaðinu De Telegraaf að Flugleiðir
hyggi á beina samninga við hollenska flugfélagið KLM.
Fjögur flugfélög í Evrópu, SAS,
KLM, Austrian Airlines og Swiss-
air, hafa í sumar átt viðræður um
hugsanlegan samruna í eitt félag.
Búist er við að félögin sendi frá sér
yfirlýsingu um niðurstöðu viðræðn-
anna 15. september. Talið er líklegt
að sett verði á stofn eignarhaldsfé-
lag og félögin verði rekin undir eig-
in merkjum fyrst um sinn, en stefnt
að fullum samruna innan fárra ára.
Myndu njóta sambanda við
SAS
I samtali við Morgunblaðið sagði
Pétur að Flugleiðir hefðu kannað
möguleika á samstarfi við KLM
áður en gengið var frá samningi
félagsins við SAS. Hann sagði að
Flugleiðum eða öðrum flugfélögum
hefði ekki verið boðið til Alcazar-'
viðræðnanna. Hins vegar hefðu for-
ráðamenn Flugleiða fylgst með við-
ræðunum og mætti búast við því
að félagið myndi njóta viðskipta-
sambanda við SAS ef af stofnun
samsteypunnar yrði.
„Alcazar mun búa yfir flutnings-
neti sem nær um allan heiminn og
við væntum góðs af samstarfi við
svo öflugan aðila. Það myndi bæta
þjónustu okkar við íslendinga og
væntanlega færa okkur meiri við-
skipti að utan,“ sagði Pétur.
Reytingsafli á
loðnumiðunum
REYTINGSAFLI hefur verið á
loðnumiðunum en hvassviðri
hefur tafið veiðarnar. Loðnan
er væn og greiðir SR mjöl nú
4.400 kr. fyrir tonnið vegna
meira lýsisinnihalds.
Háberg er á leið til Grindavíkur
með um 610 tonn af loðnu. Að sögn
Þorsteins Símonarsonar skipstjóra
gengur loðnan nú til suðurs og
styttist siglingin til lands fyrir bát-
ana.
Tæpar 11
milljónir
kr. á einn
lottómiða
EINN var með fimm rétta í
drætti íslenskrar getspár á laug-
ardag og hlýtur rúmar 10,9 millj-
ónir króna í vinning. Sá heppni
hafði ekki vitjað vinningsins í
gær, að sögn Vilhjálms B. Vil-
hjálmssonar framkvæmdastjóra
getspárinnar. Var um að ræða
sjálfvalinn miða sem keyptur var
í Kringlunni á laugardag.
Það er fremur fátítt að vinningur
yfir 10 milljónum króna komi á einn
lottómiða. Potturinn var þrefaldur
að þessu sinni. Þá má búast við
stórum vinningi í Víkingalottói á
miðvikudag. Þar er potturinn þre-
faldur og stefnir í um 130 milljónir
króna. „Það er kominn tími til þess
að við fáum fyrsta vinning," segir
Vilhjálmur en fyrsti vinningur hefur
aðeins einu sinni komið til íslands,
í fyrsta drætti hins norræna leiks.
í dag
Seðlabanki gagnrýndur
Hagfræðingar Seðlabankans segja
eitt en bankastjórn hans annað
segir Þorvaldur Gylfason 18
Bændur skera niður
Aðalfundur Stéttarsambands
bænda fækkar fulltrúum um þriðj-
ung 22
Þúsund i listasafninu
Tæplega eitt þúsund manns komu
i Listasafnið á Akureyri sem opn-
aði um helgina 24
Leiðari________________________
Friðarbandalag 28
Útgjaldahlið fjárlagafrumvarps ófrágengin í ríkisstjórn eftir fundi um helgina
Vaxtagreiðslur ríkissjóðs
aukast meira en áætlað var
EKKI hefur enn tekist að ná samkomulagi í ríkisstjórninni um allar
niðurskurðar- og sparnaðartillögur einstakra ráðherra en ríkisstjórn-
in kom saman til fundar á sunnudagskvöld og stóð fundurinn yfir í
á áttundu klukkustund án þess að tækist að afgreiða gjaldahlið fjár-
lagafrumvarpsins. Eru það einkum atriði á svið útgjaldafrekustu ráðu-
neytanna, heilbrigðis- og tryggingaráðuneytis og menntamálaráðu-
neytis, sem ágreiningur er um, skv. upplýsingum Morgunblaðsins. Þá
hefur komið í ljós að vaxtagreiðslur ríkissjóðs munu aukast verulega
á næsta ári umfram það sem ráðgert hafði verið og þarf því væntan-
lega að, skera enn meira niður en ákveðið var þegar gengið var frá
útgjaldarömmum ráðuneytanna fyrr á árinu.
Gengisfellingin í júní hækkaði
skuldir ríkissjóðs í íslenskum krónum
sem leiðir til þess að greiðslubyrði
og vaxtagjöld ríkissjóðs þyngjast enn
frekar. Aukinn hallarekstur ríkis-
sjóðs eykur einnig vaxtabyrðina og
loks er búist við að sérstök skulda-
bréf, svokölluð „kúlubréf", sem gefín
voru út árið 1989 og báru vexti til
fímm ára, muni koma til innlausnar
á næsta ári þar sem þau hætta þá
að bera vexti. Er talið að innlausnir
muni aukast um einn milljarð króna
á næsta ári frá því sem verið hefur
íþróttir
► Fyrri bikarinn í höfn á
Akranesi - Úlfar Jónsson í 9.
sæti - Manchester United efst
í ensku deildinni - Eyjólfur lék
vel gegn Bayem.
á undanfömum árum vegna þessa
en við innlausn bréfanna verður ríkið
að greiða vexti sem gjaldfærðir eru
á árinu.
Deilt um húsaleigubætur
Á ríkisstjórnarfundinum á sunnu-
dagskvöld var m.a. rætt um tillögu
félagsmálaráðherra um húsaleigu-
bætur sem taldar eru kosta ríkissjóð
um 300 millj. kr. á ári. Félagsmála-
ráðherra leggur áherslu á að tillagan
verði samþykkt í tengslum við af-
greiðslu fjárlagafrumvarps og taki
gildi á næsta eða þamæsta ári. Húsa-
leigubætumar hafa verið til umfjöll-
unar í nefnd á milli stjórnarflokkanna
og á milli ráðuneyta án þess að sam-
komulag hafi tekist. Tillagan mætir
verulegri andstöðu innan ríkisstjórn-
arinnar en þar sem hún er ekki hluti
af vinnu ríkisstjómarinnar við frá-
gang útgjaldaramma fjárlagafrum-
varpsins verður að öllum líkindum
frestað að taka afstöðu til málsins.
Tekjuhlið fjárlagafrumvarpsins
hefur aðeins lítillega verið til umræðu
í ríkisstjóm en þingflokkum ríkis-
stjórnarinnar verða kynnt meginat-
riði frumvarpsdraganna í vikunni.
Er stefnt að því ríkisstjórnin fjalli
svo aftur um frumvarpið á föstudag
og reynt verður að ná niðurstöðu um
eða upp úr næstu helgi.
17 ára piltur höfuðkúpubrotinn eftir líkamsárás
Yarð fyrir árás inn
um opinn bílglugga
Árbæjarhverfí og Ártúnsholti. Þeir
eru báðir fæddir árið 1976.
Talið er að þeir hafí átt í eijum
frá því um miðjan ágúst þegar
árásarmaðurinn var tekinn fýrir að
aka mótorhjóli of hratt og undir
meintum áfengisáhrifum. Hann
hafði þá komist á flótta undan lög-
reglunni sem síðar fann hjólið falið
í garði við heimili árásarþolans og
hafði síðan upp á eigandanum sem
býr skammt frá og reyndist ölvað-
ur.
Árásarmaðurinn taldi, sam-
kvæmt upplýsingum lögreglu, að
hinn hefði vísað lögreglunni á sig.
Daginn eftir braut hann rúðu í
fyrsta skipti á heimili árásarþolans
og var einnig kærður fyrir að
skemma bíl foreldra hans.
17 ÁRA piltur var fluttur á sjúkrahús höfuðkúpubrotinn og með
heilablæðingu eftir að þungum hlut var kastað eða barið í höfuð
hans inn um opinn bílglugga á Fylkisvegi í Árbæjarhverfi laust
eftir miðnætti á föstudagskvöld. I gær var pilturinn samkvæmt
upplýsingum frá Borgarspítala kominn af gjörgæsludeild og var
líðan hans eftir atvikum. Pilturinn hefur um skeið átt í erjum
við árásarmanninn, sem er jafnaldra nágranni hans. Eftir að pilt-
urinn hafði verið lagður inn á sjúkrahús var brotin rúða á heim-
ili hans og er talið að árásarmaðurinn hafi verið þar að verki.
Pilturinn sem fyrir árásinni varð
var ásamt félögum sínum í bíl við
Fylkisvöll að sögn þeirra þegar
þeir óku fram á árásarmanninn,
sem talið er að hafí þá fleygt ein-
hverjum hlut inn um opinn glugga
bílsins sem lenti í höfði ökumanns-
ins. Pilturinn missti ekki meðvitund
en fékk stóran skurð á enni. Við
skoðun lækna á Borgarspítalanum
kom í ljós að hann var höfuðkúpu-
brotinn og hafði blætt inn á heila.
Telur að hinn hafi kært sig
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins hafa piltamir báðir,
einkum sá sem fyrir árásinni varð,
margsinnis komið við sögu lögreglu