Morgunblaðið - 31.08.1993, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 31.08.1993, Blaðsíða 29
28 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. AGUST 1993 + MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. AGUST 1993 29 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Augiýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1368 kr. með vsk. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. F riðarbandalag’ Um áratuga skeið útmálaði Sovétstjórnin sáluga og fylgismenn hennar í öðrum kommúnistaríkjum — og á Vestúrlöndum — Atlantshafs- bandalagið sem árásarbanda- lag. Kommúnistaríkin gengust fyrir útgáfu áróðursrita, sem hétu til dæmis „NATO og of- beldið í heiminum" og hófust á fullyrðingum um að flest svæðisbundin hernaðarátök og borgarastytjaldir um víða ver- öld væru undan rifjum Atlants- hafsbandalagsríkjanna runnin. Bygging Berlínarmúrsins, gegndarlaus vígvæðing í kommúnistaríkjunum á kostn- að lífskjara almennings, kúgun og fangelsanir voru réttlætt meðal annars með vísan til „fasískrar árásarstefnu" Atl- antshafsbandalagsins. Jafnskjótt og kommúnista- stjórnirnar í Austur-Evrópu hröktust frá völdum, fjaraði undan þessum málflutningi. Hver af öðrum komu leiðtogar hinna nýfijálsu ríkja i Evrópu til höfuðstöðva NATO og báð- ust afsökunar á lygum forvera sinna. „Atlantshafsbandalagið er helzti hornsteinn öryggis og friðar í Evrópu,“ sagði Vaclav Havel, forseti Tékk- neska lýðveldisins (þá Tékkó- slóvakíu) í heimsókn til Bruss- el í marz árið 1991. Seinna sama ár sagði Lech Walesa, forseti Póllands: „Við lítum á NATO sem varanlegan hluta af framtíð Evrópu. Það mun sem fyrr gegna því hlutverki að tryggja öryggi Evrópu við breyttar aðstæður." Ríki Austur- og Mið-Evrópu líta nú á tengingu við Atlants- hafsbandalagið sem einu leið- ina til að tryggja öryggi sitt og frið í álfunni með raunhæf- um hætti. Flest fyrrverandi aðildarríki Varsjárbandalags- ins, sem leið undir lok fyrir rúmum tveimur árum, eiga nú aðild að Norður-Atlantshafs- samvinnuráðinu (NACC), sem er samstarfsvettvangur þess- ara ríkja og NATO-ríkjanna. Á meðal NACC-ríkjanna eru Rússland og flest Samveldis- ríkin. Margir hafa talið að Rússar myndu standa í vegi fyrir því að ýmis fyrrverandi fylgiríki Sovétríkjanna fengju aðild að Atlantshafsbandalaginu. í því ljósi er athygli verð yfirlýsing Borísar Jeltsíns Rússlandsfor- seta frá í síðustu viku, um að Rússar muni ekkert hafa við það að athuga að Pólveijar gangi í NATO. Rússar, sem mestra hagsmuna eiga að gæta í Austur-Evrópu, líta bersýnilega ekki á Atlants- hafsbandalagið sem óvin eða ógnun lengur. Jeltsín hefur raunar lýst því yfir áður, að einhvern tímann í framtíðinni, þegar kjarnorkuvopnum hafi verið útrýmt í Evrópu, muni Rússar sjálfir sækja um aðild að bandalaginu. Atlantshafsbandalagið hef- ur tryggt frið og lýðræði í Vestur-Evrópu allt frá stofnun árið 1949. Hins vegar er langt frá því að það hafi glatað til- gangi sínum er kalda stríðinu lauk, líkt og urðu örlög Var- sjárbandalagsins. Þvert á móti hefur NATO nú þegar fengið nýtt hlutverk við friðargæzlu og hjálparstarf í Evrópu. Það er táknrænt að fyrsta ákvörð- un Norður-Atlantshafsráðsins um þátttöku í hjálparstarfi var að dreifa matvælum til íbúa Sovétríkjanna, um það leyti sem þau voru að líða undir lok seint á árinu 1991. NATO hefur tekið að sér verkefni í þágu Sameinuðu þjóðanna við að framfylgja flugbanni og halda árásum Serba í skefjum í Bosníu. Horft er til Atlantshafsbandalagsins í auknum mæli þegar rætt er um friðargæzlu á alþjóðavett- vangi. Aðrar stofnanir, á borð við Vestur-Evrópusambandið, Ráðstefnuna um samvinnu og öryggi i Evrópu (RÖSE) og Sameinuðu þjóðirnar hafa ekki yfir nauðsy'nlegum búnaði eða þekkingu að ráða til að takast á við hernaðaríhlutun í þágu friðar. Atlantshafsbandalagið hefur hins vegar á að skipa þrautþjálfuðu liði, áætlunum og sérfræðiþekkingu, sem varða varnir og öryggi, notkun herafla og fleira. Síðast en ekki sízt nýtur það góðs orðs- tírs á alþjóðavettvangi; orðs- tírs friðar- og lýðræðishug- sjóna. NATO er því sú alþjóða- stofnun, sem er bezt í stakk búin til að sinna nýjum verk- efnum við tryggingu öryggis. Atlantshafsbandalagið á framtíðina fyrir sér sem friðar- bandalag og getur um ókomna framtíð haldið áfram að leggja sinn skerf til samvinnu og frið- ar á alþjóðavettvangi — hvað sem líður forneskjulegum áróðri nátttröllanna i íslenzk- um stjórnmálum, sem enn fínna því ailt til foráttu. For- ystumenn stjórnmálaaflanna, sem lögðust gegn veru íslands í NATO og kölluðu það árásar- bandalag, éíga enn eftir að gera upp við eigin samvizku afstöðu sína til Atlantshafs- bandalagsins á liðnum áratug- um. AÐALFUNDUR SKOGRÆKTARFELAGS ISLANDS A HUSAVIK Fyrirheit um nýttland Morgunblaðið/Kristin Gunnarsdóttir í FOSSSELSKÓGI voru þau Friðgeir Jónsson og Hólmfríður Pétursdóttir, heiðruð sérstaklega fyrir fórnfús störf í þágu Skógræktarfélags Suður-Þingeyinga en félagið átti 50 ára afmæli á árinu. Af því tilefni gaf Halldór Blöndal landbúnaðarráðherra fyrirheit um nýtt land til skógræktar. Arnór Snorrason skógfræðingur Skipulagning komi á undan gróðursetningu ARNÓR Snorrason skógfræðingur hefur verið ráðinn til Skógræktarfé- lags Islands og mun hann meðal annars sjá um að skipuleggja og kort- Ieggja skógarreiti félaganna. Fyrsta verkefnið var skipulagning og áætl- un fyrir landgræðsluskóg Skógræktarfélags Garðabæjar í Sandahlíð ofan við Kjóavelli. „Versta auglýsing sem skógrækt getur fengið er röng teg- und á röngum stað,“ sagði hann. Arnór hefur unnið hjá Skógrækt ríkisins síðastliðin sjö ár við skipulag nytjaskóga á bújörðum og á jörðum Skógræktar ríkisins. Hefur hann hannað og þróað nýja aðferð við kortagerð sem unnið er eftir. „Ég hef verið að beijast fyrir að fá það viðurkennt að litið verði á það sem sjálfsagðan hlut að land sé fyrst skipulagt áður en gróðursetningin hefst,“ sagði Arnór. „Við ráðleggjum eftir bestu vitund en síðan koma landeigendur oft með breytingar sem er tekið tillit til. Þeir hafa reynsluna og vita oft betur hvað hentar á hveij- um stað.“ Arnór sagði að stækkuð loftmynd væri höfð til hliðsjónar við skipulagn- inguna og síðan gengið um svæðið með hallamæli og jarðvegsþykktar- pijón og landgæði mæld og teiknuð Skorað er á stjórnvöld að auka skjólbeltagerð A AÐALFUNDI Skógræktarfélags Islands um helgina var samþykkt áskorun til sljórnvalda um aukna skjólbeltagerð. Fundurinn var haldinn á Húsavík í tilefni af 50 ára afmæli Skógræktarfélags Suð- ur-Þingeyinga. Samþykkt var til- laga um að komið verði á plöntu- 150 kr. frá Skeljungi á hvern félagsmann SKELJUNGUR og Skógrækt ríkisins hafa ákveðið að styrkja skógræktar- félögin í landinu með 150 króna framiagi fyrir hvern félagsmann. í þeim tilvikum, þar sem félagsmenn eru færri en 100, miðast framlagið við 30 þúsund krónur. Gert er ráð fyrir að heildarframlag fyrirtækisins til Skógræktar ríkisins verði um átta milljónir á þessu ári. í ávarpi Kristins Björnssonar, for- stjóra Skeljungs hf., á aðalfundi Skóg- ræktarfélags Islands á Húsavík, kom fram að samstarf Skógræktar ríkisins og fyrirtækisins hafi þegar skilað um fjórum milljónum til Skógræktar ríkis- ins. Fénu verður ráðstafað af Skóg- rækt ríkisins til ákveðinna verkefna, þannig að viðkomandi félag leggur fram ósk til Skógræktar ríkisins sem samþykkir verkefnið og gengur frá fjárframlagi. Verkefnin sem höfð eru í huga eru plöntukaup, stígagerð, gerð útivistarsvæða, girðingar og grisjun. „Við vonum að þessi aðgerð nýtist skógræktarfélögunum vel, ekki síst til þess að opna augu almennings hér á landi fyrir þeim miklu landgæðum sem skóglendi skapar. Sýna þarf fram á að vaxandi skógur skapar í raun nýjar víddir í útivistarmöguleikum lands- manna og þar með öllu mannlífi," sagði Kristinn. „Við erum þess fullviss, að slíkt muni fljótt skila sér í vaxandi áhuga á skógrækt og þar með efla starfsemi skógræktarfélaganna, sem eru einn af grundvallarþáttum skóg- ræktar á íslandi." staðlagerð í plöntuframleiðslunni. Fagnað var þeim áfanga sem náðst hefur í friðun Reykjanesskaga og auknu og gifturíku starfi sem unn- ið er á Rannsóknarstöð skógræktar ríkisins á Mógilsá. Hulda Valtýsdóttir formaður Skóg- ræktarfélags íslands vitnaði í skýrslu Efnahags- og þróunarstofnunar Evr- ópu í ávarpi sínu, þar sem segir frá stöðu og framkvæmdum umhverfis- mála hér á landi. Þar kemur fram að nær 80% af gróðri og jarðvegi á ís- landi hafi horfið vegna uppblásturs og gróðureyðingar frá landnámi. Graslendi dregist saman úr 39% í 24% og skóglendi úr 25% í 1% af flatar- máli landsins. Bent er á að eitt brýn- asta verkefnið sem leysa þarf í um- hverfísmálum sé stöðvun eyðingarinn- ar. Almenn þátttaka í skýrslunni er lögð sérstök áhersla á að það sem einkenni núverandi vemdaráætlanir sé hve almenningur tekur virkan þátt í sjálfboðaverkefn- um við skógrækt og uppgræðslu lands. Með hjálp meira en átta þúsund sjálfboðaliða við gróðursetningu tijá- plantna og sáningu voru árið 1988 gróðursett 900 þús. tré á 225 hektara lands en árið 1990 voru gróðursettar 3,4 milljónir plantna á 845 hektara lands. „Ég vil benda ykkur sem sitjið þennan fund á að hér er verið að tala um ykkar framlag fyrst og fremst," sagði Hulda. Auk hefðbundinna aðalfundar- starfa voru flutt nokkur erindi. Brynj- ólfur Jónsson framkvæmdastjóri fé- lagsins greindi frá stöðu Land- græðsluskóga og Jón Geir Pétursson skógfræðingur hjá félaginu sagði frá þeirri reynslu sem fengist hefur af gróðursetningu þeirra. Jens Ernst Nieslen skjólbeltaráðu- nautur danska Heiðafélagsins talaði um skjólbelti, Jón Loftsson skógrækt- arstjóri ríkisins flutti erindi um ferð til Skotlands og Árni Bragason for- stöðumaður Rannsóknarstöðvarinnar á Mógilsá greindi frá íjölþættu starfi sem þar fer fram. I fundarlok fór fram stjómarkjör og var stjórnin endurkjörin. Hana skipa Hulda Valtýsdóttir, Sveinbjörn Dagfinnsson, Þorvaldur S. Þorvalds- son, Björn Árnason, Baldur Helgason, Sædís Guðlaugsdóttir og Vignir Sveinsson. Skjálftahrinan ekki nauðsynlega fyrirboði eldsumbrotatímabils HRINA jarðhræringa er reið yfir landið um helgina markar ekki nauð- synlega upphaf nýs eldsumbrotatímabils, að sögn Ragnars Stefánsson- ar, jarðeðlisfræðings. Líklegra sé að hrinan sé í samhengi við hreyfing- ar möttulefnis undir jarðskorpunni, og komi áhrifin því víða fram. Þá telur Ragnar ekki nauðsynlegt að vera uggandi gagnvart smá- skjálftum á Kötlusvæðinu, sem væru sambærilegir við þá er urðu fyrr í sumar. Undanfari Kötlugosa einkenndist jafnan af sterkari skjálftum. Aðalskjálftinn varð klukkan 19.59 á laugardag, og átti hann upptök sín á svæðinu milli Hríseyjar og Látra- strandar. Að sögn Ragnars Stefáns- sonar var skjálftinn áberandi, ein- stakur skjálfti, sem dó út með smá- skjálftum í kjölfarið eins og títt er. Mældist skjálftinn 4,5 stig á Richter- kvarða. Dalvíkurskjálftinn 1934, sem varð á svipuðum slóðum, var hins vegar 6,3 stig, eða um 450 sinn- um öflugri. Eftir hræringarnar fyrir norðan mældust aðfararnótt sunnudags þrír skjálftar á Reykjaneshryggi, nálægt Geirfugladrangi utan við Eldey. Skjálftarnir voru nálægt 2 stigum að styrkleika. í framhaldi af þeim varð síðan 2,1-stigs skjálfti nálægt Hveragerði kl. 21.12 á sunnudags- kvöld. Á Kötlusvæðinu, austantil í Mýr- dalsjökli, kom svo skjálftahrina í gærmorgun. Á tímabilinu frá 6.53 til 8.20 mældust þar níu skjálftar, sá sterkasti um 2,9 stig en flestir kringum 2 stig að styrkleika. Að sögn Ragnars tengjast skjálftarnir líklega skjálftum sem urðu í Kötlu- öskjunni fyrr í sumar, en stafa senni- lega ekki af venjubundnum, álags- tengdum hræringum, sem gjarnan verður vart í vestanverðum jöklinum á haustin. Þótt skjálftar þessir séu ekki taldir nógu stórir til að vera forboðar Kötlugoss, nægja þeir til að menn séu á varðbergi, að sögn Ragnars. Spennubylgja reið yfir landið Ragnar sagði það vera þekkt frá fyrri tið, að jarðhræringar yrðu á mismunandi stöðum með mjög stuttu millibili. Jarðfræðingar hafi ímyndað sér að sameiginleg orsök væri fyrir þessu, og hrinunum yllu kvikuhreyf- ingar á miklu dýpi, undir jarðskorp- unni. „Þá er hægt að ímynda sér að það sé meiri spenna á plötumótum hér á einum tíma en öðrum, en okk- inn. 18 mismunandi staðlaðar upp- lýsingar eru skráðar inn á hveija landeiningu og sagði hann að sömu grunnstuðlar væru notaðir í Land- græðsluskógunum og við kortlagn- ingu nytjaskóga. Mikilvægt væri að fá skógræktarfólk um allt land til að tileinka sér þessi vinnubrögð. Skipulag gefur yfirsýn En það er ekki nóg að planta. Menn verða að geta séð fyrir sér hvernig gróðurinn kemur til með að líta út í landslaginu og sjá til þess að svæðin verði aðgengileg þegar fram í sækir. „Það má segja að þessi skipulagning skari aðeins inn á svið landslagsarkitekta en þó aldrei al- veg. Samvinna við þá þyrfti að vera meiri því með þessa grunnvinnu í höndunum gætu landslagsarkitektar Arnór Snorrason gert betur. Spurning er hvort ekki ætti að reyna á það þegar skipu- leggja á útivistarskóga í framtíð- inni,“ sagði Arnór. „Aðalkostur skipulagsins er sú yfirsýn sem næst og möguleiki á að skipuleggja plönt- unina nokkur ár fram í tímann. Þannig yrði hægt að gera langtíma samning við gróðrarstöðvar um að afhenda þær tegundir sem við eiga. Með þessum hætti verður hægt að fyrirbyggja að vinnu og peningum verði kastað á glæ.“ Morgunblaðið/Kristín Gunnarsdóttir Húsgull fær viðurkenningu HULDA Valtýsdóttir, formaður Skógræktarfélags íslands, afhendir Árna Sigurbjarnarsyni fulltrúa Húsgulls, áletraðan viðurkenningarskjöld fyrir framlag samtakanna til gróðurverndar á svæðinu. Skjalftavipkní á landii Hringirnir sýna styrkhlutföll skjálfenna egi til manudags Skjálttl sem mældist 2 stig á Richter varð við Hveragerði kl. 21.12 á sunnudag. \2/——i. Á Reykjaneshrygg urðu þrír skjálttar aðfaranótt sunnudags um 2 stig á Richter. Kl. 19.59 álaugardag varð Arðskjálfti á milli Hríseyjar og átrastrandar, 4,5 stig á Richter Níu skjálftar urðu á Kötlusvæðinu kl. 6.53-8.20 á mánudag, 2-2,9 stig á Richter. Jens Ernst Nielsen ráðunautur um skj ólbeltaræktun í Danmörku 25 þúsund kíló- metrar gróður- settir á 25 árum JENS Ernst Nielsen skjólbeltaráðunautur hjá danska Heiðafélaginu kynnti ný lög um ræktun skjólbelta í Danmörku á aðalfundi Skógrækt- arfélags íslands en danskir bændur hafa unnið að ræktun skjólbelta í um 150 ár. Með lögunum er Iandinu skipt í níu héruð undir stjórn yfirskjólbeltanefndar sem metur hverjir fá styrki til ræktunar. Síðast- liðin 25 ár hafa verið gróðursettir um 25 þúsund km. Mest hefur ver- ið ræktað á Jótlandi og hefur Heiðafélagið í samvinnu við ræktunar- og skjólbeltafélög ásamt búnaðarsamtökum staðið fyrir ræktun flestra þeirra skjólbelta sem þar eru. Jens Ernst sagði að það hefði ver- ið að frumkvæði Heiðafélagsins að skjólbeltaræktun var tekin fastari tökum um 1870. Árið 1938 urðu bændur fyrir miklum skaða af völd- um sandfoks og voru þá fram- kvæmdir við skjólbeltarækt auknar stórlega. Fyrst í stað voru greniteg- undir uppistaða skjólbeltanna en frá árinu 1967 hafa lauftrén orðið ráð- andi tegundir. Sagði hann að þótt ræktunin hafi verið umfangsmest á Jótlandi hafi bændur annarsstaðar í Danmörku tekið upp slíka ræktun. „Síðustu 25 ár hafa bæst við um 25 þúsund km af skjólbeltum, sem rækt- uð hafa verið með aðstoð hins opin- bera og af þessum beltum eru um 15 þúsund km með þriggja raða lauf- trjám,“ sagði hann. „Og enn er þörf á fleiri skjólbeltum." Ný lög sett Umsjón með framkvæmd laganna hefur yfirskjólbeltanefnd. Heiðafé- lagið, sem upphaflega var ríkissyrkt en er nú sjálfseignarstofnun án styrkja, hefur verið aðalverktakinn við skjólbeltaræktunina. Það skipu- leggur og framkvæmir um 95% af allri skjólbeltarækt í Danmörku og veitir einnig ráðgjöf á því sviði. „Síð- an við hættum að þiggja ríkisstyrk hefur orðið breyting á og okkar reynsla er sú að nauðsynlegt sé að bjóða út plöntuframleiðsluna," sagði Jens Ernst. „Samkeppni er okkur nauðsynleg og hvetur okkur til að gera betur. En þekkingin verður að vera fyrir hendi. Hún er hjá stóru félögunum með reynsluna og í hana verðum við að halda.“ Bætt skilyrði Tilgangur skjólbelta er að bæta ræktunarskilyrði en of mikill vindur skaðar allan gróður. Vindur sem kemur af hafi verður ekki fyrir mót- stöðu fyrr en hann kemur inn yfir land en þá dregur smám saman úr áhrifum hans vegna mótstöðu frá landi. Tilraunir hafa sýnt að góð Jens Ernst Nielsen skjólbelti hafa úrslitaþýðingu og án skjólbelta væri vindhraði í Danmörku 25 til 30% meiri en hann nú er. Talið er að uppskera geti aukist um allt að 20% vegna áhrifa frá skjól- beltum. I lögunum um skjólbelti er gert ráð fyrir framlögum til skjólbelta- ræktunar bænda, bæði umhverfis hús og ræktarland. Styrkinn má veita til samyrkju og einstaklinga en árangursríkust er samyrkjan og hafa þær framkvæmdir forgang. Styrkimir eru veittir skjólbeltafélög- um þegar áætlunin nær til að minnsta kosti 20 km langra skjól- belta hjá 20 jarðeigendum. Styrkur- inn nemur allt að 70% af kostnaði við áætlanagerð, upprætingu gam- alla belta, plöntun, gróðursetningu, hirðingu í þijú ár og endurplöntun. Skjólbeltanefndir ákveða forgangs- röð og líða venjulega átta ár á milli samyrkjuframkvæmda innan sama svæðis. „Heiðafélagið skipuleggur og vinnur um 15 framkvæmdaáætl- anir árlega,“ sagði Jens Ernst. „Bændur geta treyst því að það verð sem gefið er upp stenst í tvö ár.“ ur þykir líklegasta ástæðan sú, að það sé um að ræða einhveijar breyt- ingar á möttulstreyminu.“ Aðspurður sagði Ragnar skjálfta- hrinuna nú ekki nauðsynlega benda til þess að íslendingar stæðu frammi fyrir nýjum eldsumbrotatímum. „Það er búið að vera mjög rólegt tímabil núna, og þá sérstaklega fyrir norð- an,“ sagði hann. „Ég held þó að það sé of snemmt að segja núna, að þetta sé byijunin á gosatímabili. Svona sveiflur eru nokkuð algengar, og árlega má sjá skýrar sveiflur í virkni." Sterk skjálftahrina reið yfir Suð- urland þegar Hekla gaus, árið 1991. Sú hrina stóð yfir í fimm mánuði, en hafði ekki teljandi áhrif fyrir norð- an. Þá var skjálftavirkni mikil og náði víðar um land á fyrri helmingi áttunda áratugarins. 8 milljónir til úrbóta í mælabúnaði nyrðra Að sögn Ragnars er eini jarð- skjálftamælirinn á Norðurlandi, sem beintengdur er við höfuðstöðvarnar í Reykjavík, staðsettur á Akureyri. Fregnir frá öðrum mælistöðvum ber- ast á nokkrum dögum, með pósti. „Það eru mjög fáir mælar orðið í gangi, og kerfið hefur verið að ganga úr sér á síðastiiðnum árum,“ sagði Ragnar. „í sjálfu sér sjáum við bara það allrastærsta sem gerist. Það getur vel verið að við eigum eftir að sjá einhvern forvera að þessum skjálfta þegar gögn berast síðar." Magnús Jóhannesson, ráðuneytis- stjóri í umhverfisráðuneyti, sagði að samþykkt hefði verið fjögurra milljón króna fjárveiting til Veðurstofunnar, á ríkisstjórnarfundi í fyrradag. Málið hafi verið til athugunar í ráðuneytinu undanfarnar vikur, og Magnús kvaðst reikna með að féð yrði af- greitt síðar á þessu ári. Auk fram- lags ríkisins er gert ráð fyrir að annað eins komi frá öðrum aðilum, innlendum sem erlendum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.