Morgunblaðið - 31.08.1993, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 31.08.1993, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1993 21 Leynisamningur Islendinga og Norðmanna árið 1932 eftir Pétur Pétursson Hafa íslendingar gleymt „Norsku samningunum“, sem harðast var deilt um árið_ 1933? Svo hart, að ríkisstjóm Ásgeirs Ásgeirssonar gerði það að fráfar- aratriði ef samningurinn næði ekki samþykki á Alþingi. Hinn 13. mars árið 1933 er haldinn fundur í neðri deild Alþingis og útvarpað umræð- um. Forsætisráðherra, Ásgeir Ás- geirsson, er frummælandi og segir að stjórnin hafi afráðið að leggja viðskiptasamning þann, sem gerð- ur var milli íslendinga og Norð- manna í september síðstliðnum fyrir Alþingi. „Samningi þessum hefur verið haldið leyndum sam- kvæmt ósk Norðmanna og með samkomulagi samningsaðilja, þar til hann er nú lagður fyrir þing beggja þjóðanna. Upphaflega ætl- aði stjómin ekki að leggja samn- inginn fyrir þingið fyrr en lokið væri samtölum þeim, sem til standa milli íslendinga og Eng- lendinga um þeirra viðskiptamál.“ Hvað veldur því, að algjör þögn ríkir hér á landi um þennan samn- ing, sem gerður var fyrir 60 árum? Enginn lagaprófessor, enginn þjóð- réttarfræðingur, ekki fjölmiðla- menn, ráðherrar né ritstjórar hafa vikið einu orði að þessum samningi og skipti hann þó þjóðinni í harð- snúnar fylkingar á sínum tíma. Ég hefi leitað í bókum þeirra Hannesar Hólmsteins og Matthías- ar Johannessens um Jón Þorláks- son og Ólaf Thors, en ekki fundið stafkrók um deilur þessara flokks- foringja, sem voru á öndverðum meið í útvarpsumræðum um samn- inginn. Árið 1932 fóruþeir Ólafur Thors og Jón Árnason sem þá var for- stjóri SÍS til Osló í því skyni að semja um niðurfærslu tolla á ís- lensku saltkjöti, er selt var til Nor- egs. Um þann toll stóðu miklar deilur. Norðmenn höfðu keypt 24 þúsund tunnur af saltkjöti af ís- lendingum, en höfðu dregið svo saman kaupin að nú nam tunnu- fjöldinn aðeins 6 þúsundum. Að auki settu þeir svo refsitoll á ís- lenska saltkjötið, að kröfu norskra bænda. Til þess að fá refsitollinn lækkaðan, eða afnuminn neyddust íslendingar til þess að veita Norð- mönnum fríðindi og fiskveiðirétt- indi innan íslenskrar landhelgi. Hér er ekki rúm til þess að gera þessum málum tæmandi skil. Heimildirnar er að finna í Alþing- istíðindum ársins 1933, mörg hundruð blaðsíðum, og einnig í fundagerðum utanríkismálanefnd- ar Alþingis. En til þess að lesendur megi hafa af þessu nokkurt gaman má birta mynd, sem hinn kunni dráttlistarmaður Tryggvi Magnús- son teiknaði í Spegilinn, gaman- blað, sem fjallaði á sinn sérstæða hátt um annálsverða atburði. Sendiför Ólafs Thors og Jóns Árnasonar verður skáldi Spegilsins að yrkisefni. Spegilsmönnum er hugleikin Höfuðlausn Egils Skalla- grímssonar. Þess vegna heitir ljóð Spegilsins „Saltketslausn". íslensku sendimennimir Jón og Ólafur munu hafa dvalist á Grand Hotel. í útvarpsumræðunum vitnar Héðinn Valdemarsson í veisluhöld í Osló, en Spegillinn kallar húsráð- andann á hótelinu Grandabóndann og sést hann'draga íslensku sendi- mennina og varpa þeim á dyr. Þess má vænta að íslendingar dragi lærdóma af þessum „leyni- samningi“, sem gerður var við Norðmenn 1933. Þeir ættu þrátt fyrir annríki sitt vfð „bílaútflutn- ing“ að finna einhverja „smugu“ til þess að hyggja að þessu efni. Höfundur er þulur. HEIMILISIÐNAÐARSKÓLINN Laufásvegi 2 - sími 17800 Heimilisiðnaðarskólinn býður uppá eftirfarandi námskeið í september: Bútasaumur, fatasaumur, útskurður, ofnar tuskumottur, hekl, körfUgerð, ullarvinnsla og snælduspuni. Hvert námskeið kostar kr. 5.000. Kennsla fer fram á kvöld- in í húsi Heimilisiðnaðarfélagsins, Laufásvegi 2. Skráning og frekari upplýsingar í símum 17800 og 21913. VI . J ■ s É R H Æ F T s KRIFSTOFUTÆKNINÁM HNITMIÐAÐRA ÓDÝRARA VANDAÐRA STYTTRI NÁMSTÍMI KENN SLU GREINAR: - Windows gluggakerfl - Word ritvlnnsla fyrir Windows - Excel töflureiknir - Áætlanagerð - Tölvufjarskipti - Umbrotstækni - Teikning og auglýsingar - Bókfærsla - o.fl. IVerð á námskeið er 4.956,-krónur á mánuði!* Sérhæfð skrifstofutækni er markvisst nám fyrir alla, þar sem sérstök áhersla er lögð á notkun tölva í atvinnulífinu. Nýjar veglegar bækur fylgja með náminu. Engrar undirbúningsmenntunar er krafist. Innritun fyrír haustönn er hafin. Hríngdu og fáðu sendan bækling eða kíktu til okkar í kaffi. [ Tölvuskóli Reykiavíkur m BORGARTÚNI 28. 105 REYKJAUÍK. sími 616699. fax 616696 •Skuldabréf í 20 mán. (19 afborganir), vextir eru ekki innifaldir. Fjögur frábær faxtæki frá It Ricoh Fax RF01 Síma/fax skiptir • 50 metra pappírsrúlla • Fínstilling • Grátónastilling fyrir Ijósmyndir • 5 síðna skjalamatari • Sfmi. Staðgr.verð m.vsk. kr. 47.894 Staðgr.verð án vsk. kr. 38.469 « Ricoh Fax RF02 10 númera hraðvalsminni • 40 númera skammvalsminni • 50 metra pappírsrúlla • Síma/fax skiptir • Möguleiki á fjöldasendingum • Mu blaðsíðna viðtökuminni • Grátónastilling fyrir Ijósmyndir • 5 síðna skjalamatari • Fínstilling • Sími og skjár. Staðgr.verð m.vsk. kr. 57.495 Staðgr.verð án vsk. kr. 46.181 • Ricoh Fax 240 10 númera hraðvalsminni p- Fínstilling ■ 40 númera skammvalsminni • Sjálfvirkur pappírshnífur • Pappfrssléttari • 50 metra pappírsrúlla • Síma/fax skiptir • 5 sfðna skjalamatari • Níu blaðsíðna viðtökuminni • Möguleiki á fjöldasendingum • Grátónastilling fyrir Ijósmyndir • Sími og skjár. Staðgr.verð m.vsk. kr. 70.165 Staðgr.verð án vsk. kr. 56.358 J Ricoh Fax 3000L Geislaprentun • Notar venjulegan pappír • 32 númera hraðvalsminni • 100 númera skammvalsminni • 50 síðna skjalamatari • 256KB innbyggt minni • Stækkanlegt minni um 1MB eða 2MB • 64 tóna gráskali fyrir Ijósmyndir. Staðgr.verð m.vsk. frá kr. 187.580 Staðgr.verð án vsk. frá kr. 150.667 fyrirmyna a faxtæ"kja Ricoh - fyrirmynd annarra PÓSTUROG SÍMI Söludeild Ármúla 27, slmi 91-636680, Söludeild Kringlunni, sfmi 91-636690 Söludeild I Kirkjustræti, sími 91-636670 og á póst- og símstöðvum um land allt. Gottlólk/SÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.