Morgunblaðið - 31.08.1993, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 31.08.1993, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1993 45 óskalistanum að koma sem fyrst í heimsókn til Lilýar í litla húsið hennar og í garðinn. Móttökurnar voru eins og alltaf góðar og hlýjar. Lilý elskaði börn og böm elskuðu hana. Garðurinn þinn var þitt líf og yndi. Hann var líka eins vel ræktað- ur og allt sem þú lést þig varða í lífinu. Ég, sem varð gæsku þinnar og elsku aðnjótandi í svo ríkum mæli, á nú plöntur frá þér í garðin- um mínum á Laufásvegi, sem em mér kærari nú en nokkm sinni. í öll þessi ár höfum við átt sam- eiginlegar vinkonur í Danmörku, Lísu og Maríu. Hef ég staðið fyrir bréfaskriftum okkar á milli og höf- um við allar haft af því mikla ánægju. Árið 1990 fórum við hjón- in og Lilý í langþráða ferð til Nor- egs og Danmerkur. Vorum í báðum löndum að skoða saman staði og byggingar, eins og gengur. En bara að vera saman og með þeim sem manni finnst vænt um er svo dýr- mætt. Ég flyt hér hjartans kveðjur og þakkir fyrir allt og allt frá Lísu, Maríu og fjölskyldu, dætrum mínum og fjölskyldum Jæirra og eigin- manni mínum. Ég veit þú vakir yfir okkur öllum og öllum þeim sem þér þótti vænt um. Því þú hugsaðir alltaf um aðra og svo alltof sjaldan um þig. Blessuð sé minning þín og hún mun lifa. Stefanía Stefánsdóttir. Hún Lily er dáin. Nágrannakona okkar í litla húsinu hinum megin við Laufásveginn. Hún sem verið hefur fastapunktur Laufásvegarins alla sína tíð. Alla sína ævi hefur hún búið í litla húsinu þar sem hún fæddist fyrir 80 árum. Fyrir okkur var hún stúlkan sem gekk suður Laufásveginn í ljóðinu hans Tómas- ar Guðmundssonar, sveipuð ævin- týraljóma og dulúð fyrri tíma, kon- an sem þekkti sögu Reykjavíkur alla þessa öld og kunni deili á öllu og ölium. Hún var viskubrunnur sem unun var á að hlýða. Kynni okkar hjónanna af Lily | hófust upp úr 1975, þegar við vor- um nýkomin til íslands eftir nám erlendis. Við þurftum þá oft á ljós- | ritun að halda og vorum daglegir viðskiptavinir Ljósprentstofu Sig- ríðar Zoéga í Austurstræti, þar sem Lily vann. Þar var þá aðal ljósritun- arstofa Reykjavíkur og flestar arki- tekta- og verkfræðistofur bæjarins voru í föstum viðskiptum. Oft voru ljósritunarferðir tímafrekar því þarna voru þjóðmálin rædd og oft var glatt á hjalla. Það vakti fljót- lega athygli okkar hversu næmt auga þessi fullorðna kona hafði fyrir blæbrigðum tónanna í ljósrit- unarpappírnum og hversu þolinmóð hún var við að þóknast duttlungum viðskiptavina sinna í þeim efnum. Reynslu sína og þekkingu hafði hún t frá vinnu sinni við ljósmyndun og 1 ljósmyndagerð, sem hún hafði þá unnið við í yfír þrjá áratugi eða , síðan 1941. Hún lagði sig því alla ’ fram um að þóknast þeim sem gerðu kröfur og höfðu eitthvert vit i á myndgæðum, eins og hún sagði ' sjálf. Persónuleg urðu kynni okkar af Lily síðan upp úr 1982, þegar við færðum heimili okkar og vinnustofu frá Laufásvegi 54 og keyptum hús- ið Þverá á Laufásvegi 36, skáhalt á móti litla húsinu hennar númer 37. Lily hafði oft á orði ánægju sína yfír því að Þveráin skyldi aftur verða íbúðarhús, en húsið hafði árum saman verið í eigu Verslunar- ráðs íslands og hýst skrifstofur þess. Börnin okkar fóru fljótt að hænast að þessari glaðlegu og vina- legu konu og fyrstu árin þeirra var hún „kexkona" hverfisins. Því aldr- ei var svo bankað upp á hjá Lily | að ekki væri boðið upp á dýrindis kexveislu, ásamt tilheyrandi drykkjum. Hollustuumræður okkar (j foreldranna og tannburstunartal fóru þó ekki fram hjá Lily enda hafði hún einnig unnið við tann- ( smíðar og var útlærður tannsmiður. Hún lagði okkur því drjúgt lið við að fræða börnin okkar um gildi tannhirðu og hollrar fæðu, þó svo okkur hafi nú oft grunað að þrátt fyrir það hafí meðlætið hennar Lily- ar hvorki minnkað né misst neitt af bragðgæðum sínum. Þegar Lily hætti störfum hjá Sig- ríði Zoéga fyrir um 10 árum vegna aldurs, efldust heimsóknir barn- anna okkar til hennar og vina- tengsl öll til muna. Spiladagar með Lily voru þeirra kærustu stundir. Tímunum saman gátu þau setið og spjallað og spilað og kenndi Lily þeim fjöldann allan af spilum, köpl- um og spilagöldrum sem þau æfðu sig síðan í heima til að geta skákað Lily. Og Lily hafði áhuga á öllu sem þau tóku sér fyrir hendur og var alltaf inni í öllum málum, hvort sem um var að ræða skíðaíþróttina, hjól- reiðar, tónlistina eða balletinn, allt- af hafði Lily prufað hlutina á sínum yngri árum, gat sagt sögur og vak- ið áhuga. Hafði unun af að hlusta á fyrstu þreyfingar á píanóinu jafnt og horfa á fyrstu danssporin. Hún var snillingur í að örva og hvetja til dáða, jákvæðari manneskju höf- um við aldrei kynnst og munum sennilega aldrei kynnast. Og ekki heldur betri manneskju. Því Lily hafði hjarta úr gulli. Aldrei hefur neitt okkar heyrt hana tala illa um nokkurn mann. Og þekkti hún þó persónulega hálfan bæinn. Sjaldan var minnst á einhvern án þess að Lily gæti rakið ættir hans, tengsl og búsetu. Hún átti stóran vinahóp og naut þess að blanda geði við fólk, enda hvers manns hugljúfí. Hún var ógift og eignaðist sjálf ekki böm en barngóð var hún með afbrigðum og því alltaf mikið til- hlökkunarefni barnanna okkar ef hún Lily ætlaði að passa þau á kvöldin. Þá fengu þau alltaf að vaka svo lengi, því Lily skildi allra manna best hvað það var gaman. Oft var ekki hoppað upp í rúm fyrr en heyrðist í foreldrunum við úti- dyranar. Sjálf fór hún aldrei í rúm- ið fyrr en undir morgun, enda var mikil virðing borin fyrir morgun- svefni Lilyar og aldrei datt nokkrum manni í hug að trufla hana fyrr en líða tók á daginn. Hún var svo dæmalaust mennsk hún Lily og gagnvart börnum var hún sálfræð- ingur fram í fingurgóma, hún var jafningi þeirra, viðurkenndi fúslega galla sína og ótta við hina ýmsu hluti. Stærsti galli Lilyar voru reyk- ingamar, hún reykti lengi vel eins og strompur. Þegar hún hafði unn- ið bug á þeim lesti varð hún líka hreinasti engill. Þó svo hún skipti aldrei skapi var hún svo blæbrigða- rík persóna að unglingspiltur gat skrifað um hana skólaritgerðir þrátt fyrir það að allt hennar fas bæri þeim eiginleikum vott sem slíkur aldurshópur síst vildi flíka meðal vina. Hún var konan sem ræktaði tilfinningaleg tengsl við meðbræður sína af sömu kostgæfni og alúð og hún ræktaði garðinn sinn. Og garð- urinn sá var engin smásmíði og þar kenndi margra grasa. Hún elsku Lily okkar hefur kvatt þennan heim. Við verðum lengi að venjast því að ljósið í glugganum hennar segi okkur ekki hvort Lily sé heima, lengi að venjast því að skiptast ekki á nokkmm orðum við hana um leið og við stígum inn í eða út úr bílnum okkar sem við leggjum ævinlega við hliðina á tröppunum hennar. Lengi að venj- ast söknuðinum. Því hennar munum við sakna sárt ogdengi. En sá sökn- uður er blandaður gleðinni yfir að hafa þekkt hana og kynnst henni svona vel, gleði yfir því að þykja svo vænt um vandalausa nágranna- konu. Hafi hún Lily okkar hjartans þökk fyrir alla þá gleði sem hún hefur veitt okkur. Valdls og Gunnar, Orri, Tinna og Nanna. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA ÁGÚSTSDÓTTIR frá Vestmannaeyjum, Boðahlein 20, Garðabæ verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag, þriðjudaginn 31. ágúst, kl. 10.30. Guðrún Ágústa Óskarsdóttir, Haraldur Baldursson, Gyða Guðmundsdóttir, Birna Baldursdóttir, Svavar Davíðsson, Lilja Hanna Baldursdóttir, Atli Aðalsteinsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir mín og systir, SIGRÍÐUR GUÐJÓNSDÓTTIR BÖGH, Kaupmannahöfn, lést 3. ágúst. Útförin fór fram í Jesukirkju í Valby 7. ágúst. Þökkum auðsýnda samúð. Jóa Hanna Nielsen, Tómas Gíslason. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, VILBORG JÓNA GUÐMUNDSDÓTTIR, írafossi, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju miðvikudaginn 1. september kl. 15.00. Jón Þorvarðarson, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐURI. BRYNJÓLFSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 1. september kl. 13.30. IngibergurG. Helgason, Sigríður Óskarsdóttir, Sigríður Bryndís Helgadóttir, Ólafur Steinþórsson, Jósep H. Helgason, Hrönn Helgadóttir, Pétur Njarðvík, Einar Helgason, Anna I. Gunnarsdóttir, Helgi Gestsson, Guðmundur Vestmann, barnabörn og barnabarnabörn. t JÓNÍNA E. LEVY, Bárugötu 32, Reykjavík, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju miðvikudaginn 1. september kl. 13.30. Systkini hinnar látnu. t Systir mín og mágkona, LILY GUÐRÚN TRYGGVADÓTTIR, Laufásvegi 37, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag, þriðjudaginn 31. ágúst, kl. 15.00. María Tryggvadóttir, Gunnar Kristinsson. t Útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, SVEINS BJÖRNSSONAR frá Fossi á Sfðu, Dvergabakka 12, Reykjavik, sem lést 24. ágúst, verður gerð frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 2. september kl. 15.00. Laufey Pálsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Ástkær eiginkona mín, móðir, dóttir og systir, VALGERÐUR GÍSLADÓTTIR, Fögrubrekku 31, Kópavogi, verður jarðsungin frá Langholtskirkju fimmtudaginn 2. september k*. 13.30. Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á liknarstofnanir. Gylfi Sigurður Geirsson, Gísli Sigríður Skúladóttir, Gísli Helga Gísladóttir, Gisli t Maðurinn minn, faðir okkar, stjúpfaðir, afi og langafi, HÖSKULDUR OTTÓ GUÐMUNDSSON frá Randversstöðum, Breiðdal, Bjargarstíg 17, Reykjavík, er lést þann 23. ágúst sl., verður jarð- sunginn frá Heydalakirkju, Breiðdal, laugardaginn 4. september nk. kl. 14.00. Blóm vinsamlegast afþökkuð. Þeim, sem viidu minnast hans, er bent á Samtök sykursjúkra eða önnur líknarfélög. Ingibjörg Valdimarsdóttir og aðrir aðstandendur. t Þökkum auðsýnda samúð við andlát föður okkar, EINARS MATTHÍASAR EINARSSONAR fráTeigi. Magnea Þóra Einarsdóttir, Tómas Pétur Einarsson, Einar Matthías Einarsson. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, stjúpföður, tengdaföður og afa, INGÓLFS ÁRNASONAR málarameistara, Hátröð 2, Kópavogi. Þóranna Þórarinsdóttir, Ólafur Ingólfsson, Kristbjörg Ásmundsdóttir, Helgi Bergmann Ingólfsson, Bergljót Guðjónsdóttir, Ragnheiður L. Guðjónsdóttir, Anna Margrét Ingólfsdóttir, Hallvarður Sigurðsson, Sigríður Ingólfsdóttir, Hreimur H. Garðarsson, Árni Ingólfsson, (ris Marelsdóttir og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.