Morgunblaðið - 31.08.1993, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.08.1993, Blaðsíða 14
ÍSLENSKA AUCIÝSINCASTOFAN Nf. 14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1993 i Portugal Sláðu til! Glæsilegur goHpakkí 13.-24. október. íslensk golffararstjóm. Vilar Do Golf Frabær gististaðiir innan Quinta Do Lago svæðisins. 100 metrar frá gististað að fyrsta teig. Sólaraðstaða eins og hún gerist besL Tvær sundlaugar, bamalang oA (c.a.20mm.aksturtilAlbiifeira.) Draumur golfarans 10 hringir á golfvölhinum sem atvinnumennimir spila á 14. okL Quinta Do Lago (36 holu paradfe) 15. okt QuintaDo Iago (36 holu paradís) 16. okL Quinta Do Lago (36 hoiu paradís) 17. okL VilaSol 18. okL Quinta Do lago (36 holu paradís) 19-okL Pinheiros Altos 20. okL Quinta Do lago (36 holu paradfe) 21.okLRnheirosAltos 22. okL Quinta Do Lago ÚRVAI.-ÚI'SÝN OPEN 23. okL Quinta Do Lago (36 holu paradís) Golfparadísin Golfiararstjóri Peter Salmon. Úival-útsýn slær öllum við! 72.015 kr. m.v. 4 í húsi, 2 svefnherb. AlltinniMð. 80.825 kr. m.v. 2 íhúsi, 1 svefiiherb. Mltinnífalið. ImiiMið: Hug, gisting, akstur til og frá flugvelli eriendis, öll vallargjöld, og allir skattar og skyldur. Albufeira Strandbærínn óviðjafnanlegi GolfEararstjóri SiRurjón R Gíslason. Sameinaðu sólina og gollið í lfflegum og heillandi strandbæ. Sólartromp Úrvals-Útsýnar í allt sumar. Draumur golferans 10 hringir á golfvöllunum sem atvinnumennimir spiia á 14. okL Vilamoura 1 15.okLVilamoura3 l6. okL Vilarnoura2 17.okLVilaSol 18. okL Vilamoura3 19. okL Pinheiros Altos 20.okLVilamoura2 21. okL QuintaDo Iago 22. okt. QuintaDo Lago ÚRVAL-ÚISÝN OPEN 23. okL Vilamoura 1 68.310 kr. á Silchoro m.v. 4 í íbúð með einu svefiiherb. Allt inniíalið. 72.010 kr. á Silchoro m.v. 2 í stúdíói. Allt innifalið. 71.210 kr. á Brisa Sol m.v. 4 í íbúð með einu svefhherb. Allt inniMð. 74.810 kr. á Brisa Sol m.v. 2 í stúdíói. Allt inniMð. Innifalið: Flug, gisting, akstur til og frá flugvelli eriendis, öll vallargjöld, ferðir á golívelli og allir skattar og skddur. Verðlangt undir pari! Stórmót Úrvals-Utsýnar 22. okl á Quinta Do Lago vellinum. Fyrsti vinningur er viku golfferð með í 0 IdvöláVilarDoGolf. Glæsilegverðlaun! Haustsólin í Portúgal Munið SHjCHORO tilboðið - aðeins öria sæti laus. Hafið samband við söludeildir okkar. 4 4 ýtiim Náðu þér í glæsilega golfbæklinginn okkar ÆHRVAL-ÖTSÝN / Mjódd: sími 699 300; við Áusturrölt: simi 2 69 00 i Hafnarfirði: sími 65 23 66; við Rdðbústorg á Akureyri: simi 2 50 00 ■ og bjá umboðsmönnum um laud alll Hin galna fluga Sverrís Olafssonar eftir Ásgeir Bjarnason Maður er nefndur Þórarinn Sig- þórsson, af sumum kaliaður Tóti tönn. Þórarinn er um marga hluti betur gerður til hugar og handar umfram aðra menn. Auk þess að vera tannlæknir góður var hann um árabil einn besti, ef ekki besti, brids- spilari þjóðarinnar og er enn harður í horn að taka í þeirri íþrótt. Enn er hann þekktur sem einn snjallasti laxveiðimaður íslenskur og nýtur aðdáunar og virðingar annarra veiði- manna fyrir leikni sína. Þórarinn er að auki kurteis mjög og fágaður í allri framkomu. Ég er hreykin af að telja Þórarin í hópi vina minna og hefur hann haft nennu til að taka mig með sér í margar laxveiðar svo ég fái numið eitthvað af leikni hans. Mér gremst því verulega að Sverrir Ólafsson myndlistarmaður skuli hafa hafíð krossferð í þeim tilgangi að níða og úthrópa Þórarin, og raunar einnig veiðifélaga hans Egil Guð- johnsen, fyrir fengsæld þeirra í lax- veiði fyrr í sumar í Laxá í Ásum. Það er löngu þekkt að afburða- menn verða oft að þola níð og bak- nag frá þeim, sem ekki fá dulið hið ljóta andlit öfundarinnar. Svo gremjuleg sem slík framkoma er, mun affarasælast að láta hana sem vind um eyrun þjóta, enda er róg- burður og níð þeim til minnkunar, sem um ræðir fremur en þeim sem um er rætt. Árásir Sverris eru þó með slíkum firnum að ekki verður við unað. Ekki einasta hefur Sverrir kvatt sér hljóðs í útvarpi (Rás 2 um mánaðamót júlí/ágúst, Bylgjan 20. ágúst) og DV (20. ágúst) undir fyrir- sögninni „Heimsmet í skepnuskap“ heldur einnig farið með illmælgi um Þórarin til bænda við Laxá í Ásum. Sverrir spennti sig og megingjörðum og leyfði sér þann vítaverða subbu- skap að krota svívirðingar um þá veiðifélaga, Þórarin og Egil, yfir veiðiskýrslu þeirra í veiðibók árinn- ar. Veiðibækur laxveiðiáa eru opin- ber plögg sem fara í vörslu Veiði- málastofnunar að loknu veiðitímabili og það er með öllu óþolandi að Sverr- ir sýni veiðiskýrslunum þá fyrirlitn- ingu að nota þann vettvang fyrir skítkast, skæting og uppnefningar um aðra veiðimenn. Ofsafengin viðbrögð Sverris við metveiði þeirra Þórarins og Egils væru að einhveiju leyti skiljanlegri ef hún hefði orðið þess valdandi að 3 ÓDÝRASTIR Við vorum ódýrastir í fyrra og erum það enn og ætlum að vera það áfram. f okkar myndatökum er innifalið að allar myndir eru stækkaðar og fullunnar í stærðinni 13 x 18 cm að auki 2 stækkanir 20 x 25 cm og ein stækkun 30 x 40 cm í ramma. Verð frá kr. 12.000,oo Ljósmyndastofan Mynd sími: 65 42 07 Barna og fjölskylduljósmyndir sími: 677 644 Ljósmyndastofa Kópavogs sími: 4 30 20 Ásgeir Bjarnason „Ofsafengin viðbrögð Sverris við metveiði þeirra Þórarins og Eg- ils væru að einhverju leyti skiljanlegri ef hún hefði orðið þess vald- andi að lítið sem ekkert hefði veiðst í ánni lengi á eftir. Svo var þó ekki. Þvert á móti var feiki- lega góð veiði í ánni lengi á eftir.“ lítið sem ekkert hefði veiðst í ánni lengi á eftir. Svo var þó ekki. Þvert á móti var feikilega góð veiði í ánni lengi á eftir. Á eftir Þórami og Agli veiddu nokkrir Italir í þijá daga í ánni og fengu rúmlega hundrað laxa. Þeir voru í sjöunda himni og höfðu aldrei veitt eins vel. Þess ber að geta að einungis er veitt á tvær stangir í ánni. Sverrir Ólafsson, ásamt er- lendum veiðimönnum, tók síðan við og var við veiðar í ánni í u.þ.b. viku. Fengu þeir einnig metveiði, því haft er eftir Sverri (DV 3. ágúst) að hann hafi aldrei séð ána svo fulla af físki og hreykist af því að veiðst hafi hátt á þriðja hundrað laxar á viku, allir á flugu. Það er því með öllu óskiljan- legt að Sverrir geti dregið þá ályktun að „framferði“ Þórarins og Egils sé villimennska, stórhættuleg lífríki ár- innar og ósanngjöm þeim veiðimönn- um sem á eftir koma, eins og hann getur um ásamt mörgu öðru í kroti sínu í veiðibókina. Einnig er undar- legt, áð Sverrir kætist mjög yfir tæpiega 300 laxa veiði á viku en kallar rúmlega 80 laxa dagsveiði annarra veiðimanna villimennsku og skepnuskap. Hvar vill Sverrir draga mörkin milli veiði sem glaðst er yfír og veiði sem menn eiga að skamm- ast sín fyrir? Mér virðist sem hin mikla fluguveiði Sverris hafí orðið þess valdandi að hann hafí sjálfur fengið einhveija flugu í höfuðið. Flugu, sem ólmast sem galin sé og verður þess valdandi að Sverrir miss- ir fótanna og úthrópar góðan dreng af offorsi, sem engum er sæmandi. Veiðiréttareigendur Laxár á Ásum hafa undanfarin ár haft góðar tekjur af sölu veiðileyfa í ána, enda hefur meðalveiði á stöng á dag verið lang- hæst þar af öllum ám landsins. Þessi háa meðalveiði er að miklu leyti til- komin vegna fengsældar nokkurra afburðaveiðimanna, sem veiða í ánni nokkra daga hvert sumar. Uppákom- ur á borð við þá sem Sverrir hefur fram fært spilla veiðigleði og fæla veiðimenn frá ánni. Það hlýtur að vera skýlaus krafa til stjómar Veiði- félags Laxár á Ásum frá veiðimönn- um sem greiða stórfé fyrir veiðileyfí í þessari gjöfulu á, að hún meti hvort réttlætanlegt sé að selja æsinga- mönnum veiðileyfí í ánni, því það er álitshnekkir og skaðlegt viðskipta- hagsmunum ef framkoma gests þeirra í garð annarra veiðimanna er með slíkum fírnum að óhug veki. Höfundur cr efnnfræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.