Morgunblaðið - 31.08.1993, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 31.08.1993, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1993 23 Eldri borgarar rækta garðinn sinn í Skólagörðunum Laugardal „Heilsubót fyrir LT líkama og sál“ „ÞETTA ER engin smá rófa,“ sagði Jón Sigurðsson þegar hann skoðaði hluta uppskeru sinnar í garðreit E-4 í Skólagörðum Reykja- víkur i Laugardal. Jón er einn fjölmargra eldri borgara, sem á síðustu þremur árum hafa fengið úthlutað reit í skólagörðunum víða um borgina og sinnt þar görðum sínum við hlið 8-12 ára barna. Hann segir veruna í görðunum mikilvæga tilbreytingu í daglegu lífi eldra fólks. Það geti komið þegar því henti, dundað sér í garð- inum og notið félagsskapar jafnt barna sem jafnaldra sinna. „Ég hef lengi haft garð, þar sem ég hef ræktað mitt eigið græn- meti,“ segir Siglfirðingurinn Jón Sigurðsson. „Þegar ég kom suður árið 1969 fékk úthlutað garði á Korpúlfsstöðum en fljótlega flutti mig yfir í Skammadal. Sá staður fannst mér aftur á móti svo langt í burtu að ég ákvað að reyna að koma því í kring að aldraðir fengju garðreiti í skólagörðunum." Hann segist hafa kynnt hugmyndina Samtökum aldraðra, sem síðan hafi skrifað borgaryfirvöldum og óskað eftir plássum í görðunum. „Fyrir um þremur árum komumst við að í görðunum í Laugardalnum og hér hef ég verið síðustu þijú sumur. Lífsmynstri breytt Að sögn Jóns hafa í sumar milli 20 og 30 eldri borgarar verið með reit í görðunum í Laugardal. „Flest af þessu fólki nýtur þess að koma í garðana og dútla góða stund í góðum félagsskap. Þetta er ákaf- lega góð heilsubót bæði fyrir lík- ama og sál og er sannarlega þörf breyting á lífsmynstrinu," segir hann. „Hér getur fólk drepið tímann, hist og spjallað. Ég tel það einnig skipta höfuðmáii að fólkið ræður sér sjálft. Við komum þegar við viljum og kannski bara til þess að taka upp eina rófu í matinn." segir Jón og brosir við. Loks er það mik- ill kostur að kostnaður við að halda utan um garðinn er lítill sem eng- inn. Við greiðum í upphafi sumars aðeins 600 krónur en fyrir það fáum við reitinn, grænmetið og síð- ast en ekki síst alveg yndislega aðstoð starfsmannanna og leiðbein- endanna í garðinum. Börnin harðdugleg Að mati Jóns er samveran með börnum indæl og lærdómsrík. Morgunblaðið/Kristinn Rófa og radísur. JÓN Sigurðsson er í hópi fjöl- margra eldri borgara, sem hafa fengið garðreit í skólagörðun- um í Reykjavík. Hann segir mikilvægt fyrir eldra fólk að geta haft eitthvað fyrir stafni en það snúi heim endurnært eftir heimsókn í garðinn sinn. „Börnin eru harðdugleg og mörg þeirra koma hingað hvernig sem viðrar. Það er ennfremur einstakt að fylgjast með eftirvæntingu þeirra þegar líður að uppskerutím- anum,“ sagði Jón Sigurðsson. Gunnar Á. Gunnarsson verkefnisstjóri Lífræns samfélags í Mýrdal Áhersla ágæöi og ímynd Islands SETT hefur verið á stofn þróunarverkefni framleiðenda í landbúnaði og þjónustu í Mýrdal og nefnist það Lífrænt samfélag. Gunnar Á. Gunnarsson, verkefnisstjóri Lífræns samfélags, segir að helsta mark- miðið með verkefninu sé að kanna möguleika á vistrænni atvinnuþró- un í Mýrdal m.a. í landbúnaði. Hann segir að eins og staðan í landbún- aði sé í dag, séu Islendingar ekki samkeppnishæfir við erlendar land- búnaðarvörur. Gunnar segir að með fullri aðild að evrópsku efnahagssvæði komi samkeppnisaðstaða íslensks land- búnaðar til með að versna til muna og hann ekki lengur njóta þeirrar verndar, sem hann hafi notið ára- tugum saman. „Við sjáum ekki hvernig við eigum að geta keppt við erlendan landbúnað. Því hlýtur þetta að vera spujnig um að leggja áherslu á gæðin ojg sérstöðu og jafnframt ímynd Islands," segir hann. Hann segir að lífrænn landbún- aður geti gefið vonir um að unnt hægt sé að byggja hér upp arðbær- an landbúnað, sem geti hugsanlega keppt við erlenda framleiðslu. Gunnar segir að aðstandendur verkefnisins, sem eru framleiðendur í landbúnaði og þjónustu, þar á meðal Mýrdalshreppur, vilji að ekki verði aðeins tekið á landbúnaðar- málum heldur einnig ferðaþjónustu og öðrum þáttum, sem snúa að Mýrdalshreppi. „Við viljum athuga hvernig stunda megi opinbera- og einkareikna þjónustu á þann hátt sem best samræmist því umhverfi, sem við lifum í. Landbúnaður er hins vegar þungamiðja verkefnisins vegna þess að hann er undistaða atvinnulífs í Mýrdal,“ segir Gunnar. Almennur fundur boðaður í tengslum við verkefnið verður almennur fundur haldinn í Leikskál- um í Vík í Mýrdal 2. september næstkomandi og þar munu þeir Bernward Geier, framkvæmdastjóri IFOAM, sem eru alþjóðleg samtök 500 lífrænna landbúnaðarhreyf- inga, og Harvé La Prairie, stjórnar- maður samtakanna og bóndi í Frakklandi, halda erindi um hug- myndir og framkvæmdir lífræns landbúnaðar og um stöðu hans í heiminum í dag. Prentsmiðja Fransiskussystranna í Stykkishólmi Nýir eigeridur taka við rekstrinum Stykkishólmi. HLUTAFÉLAG var stofnað 23. ágúst sl. um rekstur prentsmiðju sem systurnar á spítalanum hafa rekið í Stykkishólmi í fjöldamörg ár. Prentsmiðjan hefur verið í eigu kaþólsku kirkjunnar á Is- landi en Fransiskussystur hafa séð um reksturinn og lagt til húsnæði og starfskrafta. Prentsmiðjan hefur haft miklu hlutverki að gegna í Stykkishólmi þar sem Hólmarar og aðrir hafa fengið fyrirtaks þjónustu. Nú í byij- un árs tók kaþólska kirkjan þá ákvörðun að leggja niður prent- smiðjuna. Það hefði verið sjónar- sviptir ef rekstrinum hefði verið hætt. Því voru hafnar viðræður við kaþólsku kirkjuna og náðust samn- ingar um kaupin á prentsmiðjunni. Nýstofnað hlutafélag kaupir allar eigur prentsmiðjunnar og tekur við rekstri hennar. Systurnar leggja til aðstöðu og vinna áfram við prent- verkið. Þijú störf verða í prent- smiðjunni eins og áður en reiknað er með að umsvif hennar munu Morgunblaðið/Árni Helgason Starfsmennirnir STARFSMENN prentsmiðjunnar: Mark Deriveau, systir Petra og syst- ir Lucile. aukast þar sem nú verður farið að afla verkefna. I stjórn nýju prentsmiðjunnar eru Pétur Kristinsson, Róbert Jörgens- en og Hanna María Siggeirsdóttir. - Árni. Námskeið Sjálf sþekking - Sjálf söryggi Á námskeiðinu kynnast þátttakendur: • Hvaða persónuiegan stíl þeir hafa í samskiptum • Hvernig má greina og skilja samskipti • Hvernig ráða má við gagnrýni • Hvernig finna má lausnir í árekstrum • Hvernig læra má samskipti sem aujta sjálfsöryggi É0K|Íjk Leiðbeinendur Wk sálfræðingarnir Álfheiður Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal. Innritun oo nánari uppiýsingar nii— V/SA@ í síium Sáliræðistöðvarinnar: ■■■■ 62 30 75 00 2 11 16 kl. 11-12. EUflOCARD Skólaostur R U M L E G A 15% LÆKKUN! VERÐ NU: 599 kr. kílóið. VERÐ ÁÐUR: ^TOSTRt. kílóið. 110 kr. ÞU SPARAR: á hvert kíló. OSTA OG SMJÖRSALAN SH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.