Morgunblaðið - 31.08.1993, Side 41

Morgunblaðið - 31.08.1993, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1993 41 Aðalbjörg Stefáns- dóttír - Minning Fædd 8. febrúar 1906 Dáin 25. ágúst 1993 „Nú er ekki eins mikið við það að fara í Kristnes,“ varð Magnúsi Jóni að orði, þegar fréttist að Aðal- björg langamma væri dáin. Lang- amma fæddist í Kristnesi í Eyja- firði, þriðja í röðinni af sex systkin- um og ólst þar upp á miklu mynd- arheimili. Foreldrar hennar voru Stefán Jónsson sem var fæddur og uppalinn í Kristnesi, f. 1875, d. 1955, og Rósa Helgadóttir frá Botni, f. 1874, d. 1920, ábúendur í Kristnesi. Systkini langömmu voru Þorgerður, f. 1902, d. 1940. Hennar maður var Sigurður Jóns- son frá Brún, þau eignuðust einn son sem dó óskírður. Með Helga Ágústssyni eignaðist Þorgerður soninn Þormóð; Sigurlaug Kristín ráðskona í Reykhúsum, f. 1903, d. 1978; Jónína, f. 1907, d. 1908; Jónína, f. 1909, d. 1984. Hún bjó í Kristnesi; Stefán Jón, f. 1913, d. 1920. Um Stefán bónda í Kristnesi sagði einn samtímamaður hans, að hann væri prýðilega greindur og ljúflyndur mannkostamaður, er nyti óskiptra vinsælda sveitunga sinna. Rósu konu hans var einnig margt til lista lagt. Hún þótti saumakona góð og var leitað til hennar með saumaskap. Hún var vel að sér í norðurlandamálunum og las þau sér til gagns og gamans. Langamma átti því ekki langt að sækja mannkosti sína. Hún þótti einkar vel gefin kona og ýmsum hæfileikum gædd. Hún hafði ágæta tónlistargáfu og yndi af góðri tónlist, einnig spilaði hún á orgel, sér og öðrum til ánægju. Hún hafði líka gaman af lestri góðra bóka og var fróð um menn og málefni. Þó einkenndi hana lát- leysið, hún var aldrei að flíka því sem hún vissi og kunni. En hún hafði mörgu að miðla til afkom- enda sinna og við munum búa að því um ókomin ár. Hinn l.júlí 1928 giftist lang- amma Aðalsteini Jónssyni frá Hall- dórsstöðum í Reykjadal, f. 26 maí 1904, en hann er látinn fyrir sjö árum. Eitt sem langafi og lang- amma áttu sameiginlegt var tón- listaráhuginn. Þrátt fyrír annir við búskap og heimili gáfu þau sér tíma til að sinna þessu hugðarefni og öðrum. Foreldrar Aðalsteins voru Jón Aðalsteinn Sigfússon og Sigríður Árnadóttir, ábúendur á Halldórs- stöðum. Þau langamma og langafi bjuggu fyrstu búskaparárin á Hall- dórsstöðum og síðar á Ökrum í Reykjadal. Árið 1944 hófu þau búskap í Kristnesi, fyrst í félagi við Stefán föður langömmu og síð- ar í félagi við Þór son sinn og Aðalheiði konu hans. í Kristnesi bjuggu þau til æviloka. Langamma og langafi eignuðust fimm börn. Þau eru: Stefán, f. 1929, d. 1930; Jón, f. 1932, læknir á Húsavík, fyrri kona hans var Kolbrún Inga Sæmundsdóttir sjúkraliði í Reykja- vík, þau eignuðust fjögur börn, seinni kona hans er María Krist- jánsdóttir leikstjóri í Reykjavík, þau eignuðust eina dóttur; Stefán, f. 1933, kennari á Akureyri, kona hans er María Sigurbjörnsdóttir eftirlitsmaður heimilisþjónustu Akureyrarbæjar, þau eignuðust tvo syni; Þór, f. 1941, kvæntur Aðalheiði Ingólfsdóttur. Þau eru bændur í Kristnesi og eiga fjóra syni; Rósa Sigríður meinatæknir, f. 1943, gift Brynjólfi Ingvarssyni lækni, þau búa í Reykhúsum í Eyjafirði og eiga fimm syni. Bama- barnabörnin eru nú fjórtán talsins. Langamma var dugleg að prjóna og hafa margir í fjölskyldunni not- ið góðs af því. Þeir eru ófáir sokk- arnir og vettlingarnir sem hún pijónaði handa okkur og hafa yljað okkar litlu höndum og fótum um árabil. Gott var að sækja langömmu heim, þaðan fór enginn svangur né illa haldinn, því eldhús- borðið hennar svignaði undan margskonar góðgæti. Frá langömmu fórum við alltaf ríkari, bæði af andlegum og efnislegum gæðum, en langamma laumaði gjarnan seðlum í litla lófana okk- ar. Henni var afskaplega annt um velferð afkomenda sinna og vildi allt fyrir fólkið sitt gera. Hún var einstaklega minnug og má sem dæmi um það nefna að hún mundi alla afmælisdaga hjá fólkinu sínu og var það öruggt að þegar við áttum afmæli hringdi hún lang- amma í okkur. Við vildum hafa notið þess að hafa langömmu leng- ur meðal okkar, en við huggum okkur við það að hún var búin að eiga langa og góða ævi og fékk að halda andlegri heilsu sinni fram á síðustu daga, þó að líkaminn væri farinn að gefa sig. Við trúum því að nú hafi hún hitt langafa aftur og aðra látna ættingja og ástvini, og ástæða er að gleðjast yfir því. Við þökkum henni samver- una. Guð varðveiti og blessi langömmu og langafa í Kristnesi. Magnús Jón, Jökull Sindri og Sunnefa Hildur Aðalsteinsbörn. r Friðurílíkama, hugaoghjarta ^ Helgarnámskeið 3.-5. september Kenndar verða: Jógaæfingar ★ Öndunaræfingar ★ Staðhæfingar ★ Slökunartækni ★ Aðferðir til að um- breyta streytu, stirðleika, áhyggjum og ótta í orku til sköp- unar ★ Aðferðir til að umbreyta sársauka í innri frið. Þessar aðferðir eru byggðar á 20 ára rannsóknum og reynslu Kripalu- miðstöðvarinnar í Bandaríkjunum. Þær eru auðveldar, mjög árangursrík- ar og henta öllum burtséð frá aldri eða likamsástandi. Ken'nari veröur Ken Baxter, sem hefur skiplagt og kennt jóga- og sjálfsþekkingarná- mskeið á Kripalu i 16 ár. Tímasetning: Fös. kl. 20-22, lau. og sun. kl. 9-14. Verð kr. 6.000. Jógastöðin Heimsijós Skeifunni 19, 2. hæð, s. 679181 (kl. 17-19). Bókhaldsnám Markmiðið er að þú verðir fær um að starfa sjálfstætt við bókhald og annast það allt árið. Byrjendum og óvönum bókhaldi gefst kostur á grunnnámskeiði. Námið felur m.a í sér: • Dagbókarfærslur og uppgjör í mánaðarlok. • Launabókhald, gerð launaseðla og þeir bæði hand- og tölvuunnir. Gengið er frá skilagrein- um m.a. um staðgreiðslu og tryggingagjald. • Útreikning skuldabréfa og tilheyrandi færslur. • Lög og reglur um bókhald og virðisauka, gerð virðisaukaskýrslna. • Afstemmingar. • Merking fylgiskjala, gerð bókunarbeiðna. • Fjárhags- og viðskiptamannabókhald í tölvu. Námið er 72 klst. og er hluti af skrifstofu- tækninámi skólans. Innifalin er 15.000 kr. ávfsun til kaupa á bókhaldshugbúnaði. Innritun er hafin. Ertidnkkjur Glæsileg kítffi- hlaðborð ktllegir salir og mjijg góð þjónusta. Ipplýsingar ísíma22322 FLUGLEIDIR HÓTEL LOFTLEIBIR Blömastofa FríÖfinns Suöurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. HFLGARFtRfllR frd inwjuni deptember Brottfarir á fimmtu- og föstudögum. Heimflug á sunnu- og þriöjudögum. Tilboö fyrir hópa: 2.000 kr. afsláttur á mann ef í hópnum eru 15 manns eóa fleiri. 40.000 kr. sparnaöur fyrir vdam í Amsterdam bjóöum viö gistingu í eftirtöldum gæðahótelum: Citadel, Singel, Amsterdam Ascot, Estheréa, Krasnapolsky og Holiday Inn Crowne Plaza. d marmirm í tvíbýli í 2 nætur og 3 daga á Hotel Estherm. * Töfrandi umhverfi á bökkum sikjanna í mióborginni. Iðandi verslunargötur, útimarkaðir, forngripaverslanir, veitingastaðir, kafFihús, skemmtistaðir, næturklúbbar, „Rauða hverfið“, frábær listasöfn (Van Gogh, Rembrandt), öflugt tónlistarlíf. Stutt að heimsækja hlýlega smábæi allt um kring. Innifalið er flug, gisting, piorgunverður og flugvallarskattar. Börn, 2ja - 11 ára, fa 10.500 kr. í afslátt. Börn að 2ja ára aldri greiða 3.000 kr. Enginn bókunarfýrirvari. Forfallagjald, 1.200 kr., er ekki innifalið í verði. Forfallagjald er valfrjálst en Flugleiöir hvetja farþega til að greiða það til að firra sig óþarfa áhættu. *Verð miðast við gengi 6. ágúst 1993. M* CJATLAS>» FUROCAHD Hafðu samband við söluskrifstofúr okkar, umboðsmenn um allt land, ferðaskrifstofumar eða í síma 690300 (svarað alla 7 daga vikunnar frá kl. 8 -18.) FLUGLEIDIR Traustur tslenskur ferðafélagi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.