Morgunblaðið - 31.08.1993, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 31.08.1993, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3L ÁGÚST 1993 51 ÞRIÐJUAGSTILBOÐ Á ALLAR MYNDIR NEMA / DAUÐASVEITIIM Lou Diamond Phillips (Young Guns, La Bamba) - Scott Glenn (Hunting for Red October, Silence of the Lambs) STÆRSTA TJALDIÐMEÐ HX „DAUÐASVEITINA" Toppspennumynd sumarsins Þegar lögreglumaðurinn Pow- ers var ráðinn i sérsveit lögregl- unnar, vissi hann ekki að verk- efni hans væri að framfylgja lög- unum með aðferðum glæpa- manna. Hvort er mikilvægara að framfylgja skipunum eða hlýða eigin samvisku? Mynd, sem byggð er á sannsögulegum heimildum um SIS sérsveitina í L.A. lögreglunni. Sýnd í A-sal kl. 5,7, 9 og 11 Stranglega bönnuð innan 16 ára Verðlaunagetraun á Bíólínunni 991000. Hringdu f Bíólfnuna i síma 991000 og taktu þátt i skemmtilegum og spennandi spurningaleik. Boðsmiðar á myndina í verðlaun. Verð 39,90 mínútan. Bíólínan 991000. HELGARFRÍ MEÐ BERIMIEII „WEEKEND AT BERNIE’S 11“ Frábær gamanmynd Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. HERRA FÓSTRI Hulk Hogan or Herra Fóstri Hann er stór. Hann er vondur. Hann er í vandræðum. Mynd fyrir alla fjölskylduna. Sýnd kl. 5 og 7. Bönnuð innan 12 ára. FEILSPOR ONE FALSE MOVE ★ ★★★ EMPIRE ★ ★ ★ MBL. ★ ★ ★ V* DV Einstök sakamálamynd, sem hvarvetna hefur fengið dúndur aðsókn. Sýnd kl. 9 og 11. Bönnuð innan 16 ára. ) SÍMI: 19000 ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ Á ALLAR MYNDIR NEMA „RED ROCK WEST“ Ein mesta spennumynd allra tfma Mynd um morð, atvinnuleysi, leigu- morðingja og mikla peninga. Aðalhlutverk: Nicolas Cage og Dennis Hooper. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. - Stranglega bönnuð innan 16 ára. ÞRIHYRNINGURINN ★ ★★★ Pressan ★ ★★ i/i DV Ellen hefur sagt upp kærustu sinni (Connie) og er farin að efast um kynhneigð sína sem lesbiu. Til að ná aftur í Ellen ræður Connie karlhóruna Casella til að tæla Ellen og koma svo illa fram við hana að hún hætti algjörlega við karlmenn. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Bönnuð innan 12 ára. Fór beint á toppinn f Bretlandi SUPER MARIO BROS. Aðalhlutverk: Bob Hoskins, Dennis Hopper og John Leguizamo. „Algjört möst.“ ★ ★ ★ G.Ó. Pressan. Sýnd kl. 5,7,9 og 11. AMOS&ANDREW Aðalhlv.: Nicolas Cage og Samuei L. Jackson Sýnd kl. 5,7, 9 og 11. LOFTSKEYTAMAÐURINN ★ ★ ★GE-DV ★ ★ ★Mbl. Vinsælasta myndin á Norrænu kvikmyndahátíðinni ’93 Sýnd kl.5,7, 9og11. I > > > í > i Margt býr í þokunni Kvikmyndir Sæjörn Valdimarsson Háskólbíó: Skuggar og þoka - Shadows and Fog Leikstjóri og handrits- höfundur Woody Allen. Kvikmyndatökustjóri Carlo Di Palma. Helstu leikendur Woody Allen, Kathy Bates, Philip Bosco, John Cusack Mia Farrow, Jodie Foster, Fred Gwynne, Julie Kavner, Madonna, John Malkovich, Kenneth Mars, Kate Nelligan, Donald Pleaseance, Wallace Shawn, Kurtwo- od Smith, Lily Tomlin, David Odgen Stiers. Bandarísk. Orion 1992. Næst- nýjasta mynd Woody Allens (sem sýnd er hérlendis) gerist um nótt í afar drungalegu borga- rumhverfi. Og ekki er þok- an til að bæta skyggnið. Þegar fjöldamorðingi gengur svo laus ofaná allt- saman er engin furða þó íbúunum líði ekki sem best. Hér segir mest af einum þeirra, hinum kjarklitla Kleinman (Allen), sem lendir í atburðarásinni miðri eftir að hafa verið valinn í sveit manna sem eiga að gæta samborgara sinna fyrir manndráparan- um. Til sögunnar kemur fjölleikahússfólk, vændis- konur á pútnahúsi, náms- menn og betri borgarar. Það er alveg ljóst að Skuggum og þoku verður ekki minnst sem einnar af öndvegismyndum Allens heldur flokkuð með mistök- um hans, einsog Stardust Memories, September og Alice. Allen bregður sér í gamalkunugt hlutverk vita vonlausrar skrifstofublók- ar, taugahrúgunnar með allar heimsins áhyggjur á bakinu. Og eftirsóttur af konum, líkt og fyrri dag- inn. Hin sígildu átök góðs og ills eru til staðar og til- vistarkreppa lítilmagnans fær nýjan og afdráttarlaus- an ramma í grámósku þoku og nætur í nálægð fjölda- morðingjans ægilega. Myndin nær þó aldrei umtalsverðum tökum á áhorfandanum. Skuggar og þoka átti vafalaust að verða svört gamanmynd en útkoman er þunglamaleg blanda af gamni og alvöru sem nær sér þá sjaldan á strik þegar fyndnin er of- aná. Tíminn fer einkum í að uppgötva nýja og nýja leikara - flesta ágæta - sem fara með urmul smáhlut- verka, en þessi leikara- skreyting hefur verið kost- ur og löstur á myndum hins athyglisverða leikstjóra og leikritahöfundar síðari árin. Allen nær sér semsagt ekki á strik að þessu sinni sem handritshöfundur nema á örfáum sprettum. Þeir og afburða lýsing Di Palma eru þess virði að Skuggar og þoku sé vitjað, af hörðustu aðdáendunum leikstjórans, a.m.k. Banaráð að Rauð- hömrum Regnboginn: „Red Rock West“. Leikstjóri John Dahl. Handrit Richard og John Dahl. Aðalleikendur Nicholas Cage, Dennis Hopper, Lara Flynn Bo- yle, J.T. Walsh. Banda- rísk. Propaganda Films og Polygram 1993. Leikstjórinn og handrits- höfundurinn John Dahl gerði sína fyrstu mynd í félagi við Propaganda Films, sem náð hefur best- um árangri í gerð ódýrra mynda, líkt og frumraun Dahls, Kill Me Again, er til vitnis um. Dahl er aftur kominn af alfaraleiðum Vesturheimsbúa, jafnt hugarfars- sem landfræði- lega. Nú til Wyoming þar sem Texasbúanum og fýrr- um landgönguliðanum Cage er synjað um vinnu svo hann heldur til næsta bæjar, Rauðhamra, í atvinnuleit. Það verður honum dýrkeypt. Fyrsti maður sem hann hittir í þorpinu er kráareig- andinn og fógetinn J.T. Walsh, sem tekur Cage fyr- ir leigumorðingja (vegna Texas-bílnúmeranna) sem hann hefur ráðið til að koma konu sinni (Boyle) fyrir kattamef. Cage stingur á sig blóðpeningunum en heldur á fund Boyle til að vara hana við. Hún býður hins vegar betur og tvöfald- ar upphæðina fyrir að drepa bónda sinn. Enn treður Cage á sig seðlamoði og hyggst síðan finna sér við- kunnanlegra umhverfí. En þá gengur hann í flasið á Hopper frá Dallas, hinum ósvikna leigumorðingja. Dahl heldur sig við fílm no/r-stílinn. Það er eitthvað bogið við allar aðalpersón- umar, utan Cage. Fégræðg- in ræður örlögum þeirra og kemur þeim um síðir á kné. Dahl segir nokkuð líflega frá þessu ógæfufólki þó nokkuð skorti á þá frásagn- argleði sem einkenndi Kill Me Again, sem svo sannar- lega átti skilið miklu meiri athygli og aðsókn en raun bar vitni. Þar var líka valinn maður í hveiju rúmi; Val Kilmer, Joanne Whalley-Kil- mer og Michael Madsen í óborganlegu formi. Cage gengur upp og ofan að skila af sér vissulega óvenjulega samansettum náunga, þar sem togast á meðfæddur heiðarleiki og gróðavon. Hop- per túlkar enn einn ruglukoll- inn óaðfinnanlega (þó svo að menn af þessu tæi séu tæp- ast til) en örlagakvendið flækist fyrir Boyle. Walsh sleppur þolanlega frá sínu. Það er sannarlega góð tilbreyting í myndum eins og Red Rock West, sem fer með mann á allt aðrar slóð- ir en eru beinlínis í tísku þessa dagana. Maður sakn- ar þess þó að ekki var lagt meiri alúð í handritið, eink- um persónusköpunina. Þetta lið hangir alltsaman í lausu lofti og það læðist að manni sú spumig hve margar myndir hann hafi séð, bless- aður maðurinn sem beinir því til saklausra lesenda að hér sé komin ein mesta spennumynd allra tíma ... Myndin sem kom Eddy Murphy á toppinn. SÝMí KL. 22.30 eln »ýntns£ FM »».5 MIDASAIAN OPNAK KL. 22.00 ÞESSIR strákar héldu hlutaveltu til styrktar Rauða krossi Islands og varð ágóðinn 1.596 krónur. Þeir heita Dagur Snær Sævarsson og Arnar Ólafsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.