Morgunblaðið - 31.08.1993, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. AGUST 1993
Kvikmyndataka Snorra Þórissonar hlaut Amanda- verðlaunin
Kátur með verðlaunin
SNORRI Þórisson kvikmynda-
tökumaður hlaut norræriU
Amanda-verðlaunin fyrir þátt
sinn í kvikmynd Kristínar Jó-
hannesdóttur Svo á jörðu sem á
himni en verðlaunin voru veitt
við hátíðlega athöfn í Hauga-
sundi _ í Noregi á laugardaginn
var. I áliti alþjóðlegrar dóm-
nefndar sagði að kvikmyndatak-
an væri „mjög persónuleg" og
hefði „á fallegan hátt lagt kvik-
myndinni til nýja vídd“.
„Það kom mér óneitanlega á
óvart að hljóta þessi verðlaun. Ég
átti heldur von á því þau féllu í
hendur 0gárd hinum norska, sem
tók kvikmyndina Loftskeytamann-
inn en hún fékk Amöndu sem besta
mynd hátíðarinnar," segir Snorri í
samtali við Morgunblaðið.
„Ég er mjög kátur með þessi
verðlaun. Það er aftur á móti of
snemmt að segja til um það hvort
'eða hversu mikil áhrif þau hafa.
Það má þó segja að þau komi mér
inn á kortið." Að sögn Snorra hefur
Snorri Þórisson
Amanda-verðlaunahátíðin verið
eins konar „norskur Óskar“ fram
að þessu en í ár hafi henni verið
breytt í norræna kvikmyndahátíð.
Snorri hefur áður fengið verðlaun
fyrir kvikmyndatöku sína. í vor
fékk hann menningarverðlaun DV
fyrir tökur sínar í Svo á jörðu sem
á himni. Áður hafði hann fengið
belgísk kvikmyndaverðlaun vegna
framlags síns í kvikmyndinni Hús-
inu. Fyrsta mynd Snorra Þórissonar
var Óðal feðranna.
Agnes verður næsta kvikmynd
En hver eru næstu verkefni verð-
launahafans? „Um þessar mundir
vinn ég að undirbúningi og fjár-
mögnun ýmissa verka. I farvatninu
er til að mynda ein kvikmynd, sem
ég hef undirbúið í samstarfí við Jón
Ásgeir Hreinsson.“
Hann segir að myndin, sem beri
vinnuheitið Agnes, fjalli um síðasta
árið í lífi Agnesar Magnúsdóttur
en hún hafi síðust manna verið tek-
in af lífi á íslandi. „Þessi mynd mun
ekki verða þurr heimildakvikmynd
heldur spennandi ástarsaga,“ segir
Snorri Þórisson.
% jm n*.
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12,00 í gær að ísl. tíma
hitl veður
Akureyri ð 8kýjaft
Reykjavflr 16 skýjaft
Bergen 13 léttskýjaft
Helsinki 13 8kýjaft
Kaupmannahöfn 14 skúr
Narssar8suaq 16 skýjað
Nuuk 4 þokaígrennd
Osló 14 skúrásfð.kta.
Stokkhólmur 13 rígning
Þórshöfn 8 rigning
Algarve 28 léttskýjað
Amsterdam 16 skýjað
Barcelona 24 léttskýjaö
Berlín 13 rigning
Chicago 22 þokumófta
Feneyjar 22 léttskýjað
Frankfurt 20 alekýjað
Glasgow 19 léttskýjaft
Hamborg 13 skúrá síð.kis.
London 20 skýjað
LosAngeles 18 skýjaft
Lúxemborg 18 skýjaft
Madrid 25 skýjaft
Malaga 24 alskýjaft
Mallorca vantar
Montreal vamar
NewYork 25 skýjaft
Orlando 23 Bkýjaft
Parfe 22 hálfskýjað
Madelra 22 hátfskýjað
Róm 28 léttskýjaft
Vín 19 skýjað
Waahington 25 þokumóða
Winnipeg 11 léttskýjað
Morgunblaðið/Júlíus
Framkvæmdir á fullu
FRAlMKVÆMDIR við breikkun Bústaðavegar eru langt á veg komnar.
Bústaðavegur breikkaður
LOKIÐ verður við gatnaframkvæmdir á Bústaðavegi seint í októ-
ber og verður þá opnað fyrir umferð en verktaki mun skila verk-
inu fullfrágengnu næsta sumar. Að sögn gatnamálastjóra leysa
þessar framkvæpidir ýmis vandamál og telur hann litla hættu á
auknum umferðarhraða á veginum.
Að sögn Sigurðar I. Skarphéð-
inssonar gatnamálastjóra var
mikil nauðsyn að breikka veginn
á þessum stað.
Svipaður umferðarhraði
Hann- sagði að breytingin ætti
ekki að hafa teljandi áhrif á um-
ferðarhraða því umferðarljós
væru með stuttu millibili þama.
Sigurður sagði að lengi hefði ver-
ið vandamál að aðeins tvær ak-
reinar væru að brúnni því mikil
umferð væri inn á Bústaðaveg frá
Háaleitisbraut. Með breytingunni
legðist af kröpp beygja fyrir ofan
Útvarpshúsið og væri þá unnt að
ganga endanlega frá kringum
það. Eins sagði Sigurður að mikil
byggð væri komin við Sléttuveg-
inn en þaðan væru lélegar göngu-
leiðir upp með Háaleitisbraut.
Þessar gönguleiðir væri auðvelt
að laga eftir breytingarnar á Bú-
staðaveginum.
Skagfirðingur eignast meirihluta í Skildi
Keyptu hlut Þormóðs
ramma á 83,5 millj.
Frysting Skjaldar verður færð yfir í
hraðfrystihús Fiskiðju Sauðárkróks
SKAGFIRÐINGUR hf. á Sauðárkróki hefur keypt 52,2% hlut Þor-
móðs ramma hf. á Siglufirði í Skildi hf. á Sauðárkróki. Var gengið
frá kaupunum í gær en kaupverð er 83,5 milljónir kr. að sögn Ein-
ars Svanssonar, framkvæmdasljóra.
Skjöldur hf. á togarann Drangey
SK 1 sem er með 1.372 þorskígilda
kvóta á nýju kvótaári og starfrækir
einnig hraðfrystihús. Skagfirðingur
hf. er rekinn í nánum tengslum við
Fiskiðju Sauðarkróks og eiga fyrir-
tækin togarana Hegranes, Skagfirð-
ing og Skafta og frystihús á Sauðár-
króki og Hofsósi. Kaup þessi eru lið-
ur í hagræðingu og endurskipulagn-
ingu að sögn Einars.
Langtímasamningur um
vaktavinnu
„Með þessu erum við að styrkja
kvótastöðuna og þar með atvinnulíf-
ið til framtíðar og gerir þetta okkur
þar að auki kleift að hagræða í
rekstrinuin," segir Einar. Hann seg-
ir að forráðamenn fyrirtækisins ætli
að leggja niður frystingu í hrað-
frystihúsi Skjaldar og færa starf-
semina yfir í hraðfrystihús Fiskiðj-
unnar en hugsanlega verði saltfisk-
vinnslan flutt yfir í húsnæði Skjald-
ar. Segir hann að þetta sé liður í
að styrkja frystinguna sem starf-
rækt er hjá Fiskiðju Sauðárkróks
og í dag verði væntanlega gengið
frá langtímasamningi við starfsfólk
um vaktavinnu. Markmiðið með því
sé að hægt verði að nýta fiskvinnsl-
una í 16 tíma á sólarhring. Ekki
stendur til að segja neinum starfs-
manni upp vegna endurskipulagn-
ingarinnar, að sögn Einars.
Herjólfur sendur í slipp til Noregs
Ábyrgðarskoðun
hjá skipasmiðjunni
HERJÓLFUR verður sendur í slipp til Noregs þann 13. september
og kemur feijan heim aftur þann 30. september. Um er að ræða
ábyrgðarskoðun þjá skipasmiðjunni sem smíðaði feijuna en ár er
síðan hún var afhent. Grímur Gíslason, formaður stjórnar Heijólfs,
segir að það sé m.a. ástæðan fyrir því að feijan fer ekki í slipp
hérlendis svo og að skipið er of stórt til að hægt sé að setja það í
slipp hér á landi.
Meðan á Noregsferð Heijólfs
stendur mun Fagranesið leysa feij-
una af í siglingum milli lands og
Eyja. Hin langa dvöl Heijólfs í
Noregi er m.a. vegna þess að at-
huga á sérstaklega titringinn í skip-
inu, setja á það slyngubretti og
yfirfara ýmislegt í vélarrúmi auk
hinnar hefðbundnu skoðunar.
Stjórn Heijólfs hefur ákveðið að
gefa ferðmönnum kost á að sigla
með skipinu til Noregs og kostar
kojuplássið, með morgunverði, um
15.000 krónur. Grímur segir að alls
séu 80 kojupláss og ,séu þau nú
nánast uppseld. Auk þess getur
feijan tekið um 80 bíla og kostar
5.000 krónur aukalega að taka bíl-
inn með.