Morgunblaðið - 31.08.1993, Side 24

Morgunblaðið - 31.08.1993, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. AGUST 1993 Listasafnið á Akureyri opnað við hátíðlega athöfn Um 1.000 gestir komu í safnið fyrstu helgina TÆPLEGA eitt þúsund manns komu á Listasafnið á Akur- eyri um helgina, en það var opnað við hátíðlega athöfn á laugardaginn. Við opnunina voru flutt ávörp, safninu færðar gjafir og þá var frumflutt nýtt tónverk eftir Jón Hlöðver Askelsson tónskáld á Akureyri. UM 600 manns skoðuðu Lista- safnið á Akureyri er það var form- lega opnað á laugardaginn og á milli 300 og 400 manns heimsóttu það á sunnudaginn. Haraldur Ingi Haráldsson forstöðumaður segir þessa aðsókn lofa góðu um fram- haldið og greinilegt að bæjarbúar hafi mikinn áhuga á starfseminni. „Við erum í skýjunum yfir þessari aðsókn,“ sagði Haraldur Ingi, en safnið verður opið alla daga nema mánudag frá kl. 14 til 18. Við opnun safnsins flutti Þröst- ur Ásmundsson formaður menn- ingarmálanefndar Akureyrar ræðu þar sem hann gerði m.a. grein fyrir aðdraganda þess að ráðist var í uppbyggingu Listamið- stöðvar í Grófargili og fyrirhug- aðri starfsemi hennar auk þess sem hann greindi frá endurbótum á húsakynnum Listasafnsins og framtíðaráformum. Þórunn Hafstein fulltrúi Ólafs G. Einarssonar menntamálaráð- herra flutti ávarp og færði safnin- um bókagjöf, en Listasafn íslands færði safninu einnig að gjöf bæk- ur. Akureyri hefur skyldur í máli Sigurðar J. Sigurðssonar sem opnaði safnið formlega kom m.a. fram að þau skref sem stigin hafa verið til uppbyggingar í Gil- inu munu hafa áhrif fyrir lista- starfsemi alls landshlutans, enda muni starfsemin þar einnig þjóna nágrannasveitarfélögum. „Ákur- eyri hefur þær skyldur að mínum dómi að sinna öflugu menningar- lífi fyrir þennan landshluta. Slíkar eru skyldur okkar sem höfuðstaðar Norðurlands.“ Sigurður sagði mörg orð hafa fallið um framkvæmdir þær sem hrundið hefði verið af stað og sitt sýndist hveijum. „Á tímum at- vinnuleysis og samdráttar hafa margir talið að betur mætti með fjármuni fara en endurbyggja gömul hús undir starfsemi sem gæfi lítið í aðra höndina, nær væri að leggja fjármuni í fyrirtæki og skapa með þeim hætti grund- völl að betri lífskjörum. Það er sannarlega þörf fyrir ný störf í okkar þjóðfélagi um þessar mund- ir og ekki bjartir tímar, en lífsfyll- ing verður ekki öll sótt með sama hætti. Fjölþætt mann- og menn- ingarlíf er okkur svo mikils virði að þó nokkuð má á sig leggja til að styðja þá merkisbera sem vilja efla menningu," sagði Sigurður. Barátta og kjarkur Hann sagði einnig að ákvörðun um að byggja upp iðnaðarhúsnæði í stað þess að reisa nýbyggingu við Amtsbókasafn væri í samræmi við þróun víða um heim þar sem iðnaðarstarfsemi flyst úr miðbæ- jarkjörnum, en húsnæðið nýtt und- ir þjónustu og menningarstarf- semi. „Hér er um metnaðarfullt verkefni að ræða sem að mínum dómi felur í sér baráttu og kjark sem er mikilvægt þegar uppgjafar og vonleysis gætir svo víða.“ Morgunblaðið/Golli Gestir við opminina ALÞINGISMENNIRNIR Tómas Ingi Olrich og Jóhannes Geir Sigur- geirsson voru viðstaddir opnun safnsins ásamt eiginkonum sínum, Nínu Þórðardóttur og Kristínu Brynjarsdóttur. Bæjarstjórn hafnar öllum kröfum A. Finnssonar hf. Á FUNDI bæjarráðs á fimmtudag var lagt fram bréf frá A. Finnssyni hf. um lóðina Skipagötu 9, sem fyrirtækið fékk úthlutað fyrir nokkrum misserum. Bréfritari telur að lóðin hafi ekki verið byggingarhæf þeg- ar hún var afhent honum og telur sig hafa orðið fyrir umtalsverðu fjárhagslegu tjóni vegna vanefnda af hálfu Akureyrarbæjar. Lagðir voru fram reikningar yfir ýmsan kostnað og gerð krafa um að þeir yrðu greiddir. I Ijósi umsagna um málið frá yfirverkfræðingi tækni- deildar, byggingafulltrúa, rafveitustjóra og vatns- og hitaveitustjóra var öllum kröfum bréfritara hafnað. Lóð og fasteign Bæjarráð hefur samþykkt að kaupa lóðina númer 19 við Strand- götu fyrir fasteignamatsverð, kr. 253.000. Vísað var til fjárhagsáætl- unar fyrir næsta ár kaupum á fast- eigninni Ás 1 í Glerárhverfi sem boðin var bænum til kaups. Ekki vínveitingaleyfi Bæjarráð hefur samþykkt þá af- stöðu áfengisvamanefndar að mæla ekki með leyfi til áfengisveitinga á veitingastaðnum_ Kolagrillinu við Strandgötu 27. Itrekuð er sú skoð- un nefndarinnar að áfengisveiting- ar eigi ekki heima á skyndibitastöð- um og þeim mun frekar sem um- ræddur veitingastaður er í fjölbýlis- húsi. Lóðin verði löguð Leikfélag Akureyrar hefur ítrek- að óskir sínar um viðhald og lagfær- ingar á Samkomuhúsinu og um- hverfi þess svo og gamla barnaskó- lanum við Hafnarstræti 53. Bæjar- verkfræðingi hefur verið falið að gera kostnaðaráætlun um brýnustu verkefni í umhverfi hússins og kanna hvort mögulegt er að gera einhveijar lagfæringar í haust, en að öðru leyti var erindi LA vísað til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 1994. Sölumarkaður í slökkvistöð? Junior Chamber, JC á Akureyri, hefur leitað eftir að fá afnot af u.þ.b. 200 fermetra húsnæði við Geislagötu 9, þ.e. húsnæði slökkvi- stöðvarinnar, fyrir sölumarkað sem félagið hefur umsjón með, en þetta húsnæði Iosnar á næstunni þegar slökkviliðið flytur í nýtt húsnæði við Árstíg. Bæjarráð telur ekki tímabært að ráðstafa húsnæðinu. Opinn fundur um landbúnaðarkerfíð FÉLAG fijálslyndra jafnaðar- manna heldur opinn fund, „kennslustund“, um íslenska landbúnaðarkerfið 31. ágúst kl. 20.30 á Komhlöðuloftinu við Bankastræti. í fréttatilkynningu segir: „Hvernig er styrkjakerfið? Hvernig er stjómkerfí landbúnaðarins? Eru nýju búvörusamningarnir spor í rétta átt og hvað er hægt að gera til að flýta umbótum í landbúnaði? Er hægt að reka landbúnað með sama hætti og annan matvælaiðnað í landinu, í samkeppni og án fram- leiðslutakmarkana og framfærslu- styrkja? Tilefni fundarins nú er sú urn- ræða er varð þegar norræn skýrsla um landbúnaðarkerfin á Norður- löndum var kynnt fyrir nokkur. Sú skýrsla sýndi enn einu sinni hversu dýrt og óhag- kvæmt íslenska kerfið er. En umræðan sýndi einnig hversu skiptar skoðanir eru um stöðu þessara mála og einkum hvort búvöru- samn- ingarnir séu í raun að breyta einhveiju sem máli skiptir. Þar stendur fullyrðing á móti fullyrðingu." Á fundinum, sem fyrst og fremst er hugsaður sem upplýsingafundur, mun einn höfunda skýrslunnar, Kristján Jóhannsson lektor, flytja erindi sem hann nefnir: Stuðningur við íslenskan landbúnað — ríkis- styrkir og framlög neytenda. Sig- Guðmundur Ólafs- Kristján Jóhanns- son, hagfræðingur. son, lektor. urður Líndal prófessor mun flytja erindi sem hann kallar: Stjórnkerfí landbúnaðarins og stjórnskipan Is- lands. Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ, flytur er- indið: Nýju búvörusamningarnir — hveiju breyta þeir? Guðmundur Ólafsson hagfræðingur flytur erindi sem hann kallar: Eru umbætur á núverandi landbúnaðarkerfí mögu- legar strax? Fundar- og kaffígjald verður að standa 400 kr. Fundurinn er opinn öllu áhugafólki um umbætur í land- búnaðarmálum. Með harðneskj- unni hafa þeir það MEÐ harðneskju og þrotlausri vinnu nótt og dag þá þurrka hefur gert, hafa þingeyskir bændur nú náð mestu af sínum heyjum eftir sérstak- lega votviðrasamt sumar. Ég þekki dæmi þess að þeir sem hófu fyrst slátt, urðu að kasta því, sem fyrst var slegið, vegna þess hve heyið var orðið hrakið. Myndin var tekin í Köldukinn í S-Þing. um kl. eitt eftir miðnætti í svartamyrkri þá unnið var við binding mikinn hluta nætur. - Fréttaritari. Morgunblaðið/Silli Guðmundur Kr. Guðmundsson fyrrv. forstjóri látinn GUÐMUNDUR Kr. Guðmunds- son fyrrverandi forstjóri ís- lenskrar endurtryggingar lést síðast liðinn sunnudag 29. ág- úst, 85 ára að aldri. Guðmundur fæddist að Indriða- stöðum í Skorradal 17. maí 1908 sonur Guðmundar Guðmundssonar og Hólmfríðar Björnsdóttur. Guð- mundur varð stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík árið 1931 og Cand. act. í tryggingafræði við Kaupmannahafnarháskóla árið 1939. Guðmundur starfaði að loknu námi hjá Sjóvátryggingafé- lagi íslands og Tryggingastofnun ríkisins og var forstjóri Stríðs- tryggingafélags íslenskra skips- hafna til ársloka 1943. Eftir það var hann forstjóri íslenskrar endur- tryggingar til ársloka 1978. Guðmundur kenndi tölfræði við Háskóla íslands og var dósent við háskólann til ársins 1979. Einnig samdi hann ýmis rit á sviði töl- fræði og viðskiptareikninga fyrir viðskiptadeild HÍ og endurskoð- endur. Guðmundur gegndi mörg- um trúnaðarstörfum á vegum ís- lenskra vátryggingafélaga og var m.a. formaður í stjórn Trygginga- samsteypu fijálsra ábyrgðartrygg- inga í 25 ár og var í stjórn Internat- ional Actuarial Association frá 1976-80. Guðmundur var sæmdur ridd- arakrossi hinnar íslensku fálka- orðu fyrir störf sín og var hann heiðursfélagi Blindrafélagsins, Sambands íslenskra tryggingafé- laga og í Félagi íslenskra trygg- ingastærðfræðinga. Fyrri kona Guðmundar var Ragnheiður Kjartansdóttir en hún lést árið 1949. Eignuðust þau tvö börn. Síðari kona Guðmundar er Amdís Bjarnadóttir hjúkrunar- kona. Eignuðust þau fjögur börn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.