Morgunblaðið - 31.08.1993, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 31.08.1993, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. AGUST 1993 47 DANMÖRK Alltaf alvarlegur... bara hinir sem hlæja Danski grínistinn og tónlistar- maðurinn Victor Borge hefur verið heima í sumar, meðal annars til að halda upp á 150 ára afmæli Tívolís. Og nú á næstunni mun hann stjórna fimm sýningum á óperu Moz- arts, Töfraflautunni, í Konunglega leikhúsinu. í tilefni þess efndi leik- húsið til blaðamannafundar með öld- ungnum, sem lék við hvern sinn fing- ur af tilhlökkun yfir verkinu. Borge er 85 ára og hefur búið í Bandaríkj- unum í um hálfa öld, en talar enn ómengaða dönsku, þó einstöku sinn- um vanti hann orð. Og hann hefur víða komið við, líka á íslandi, þar sem hann hefur skemmt. Þegar hann var spurður hvort ekki yrði erfitt fyrir hann að vera alvarlegur og stjórna hljómsveitinni rak hann upp undrunarsvip og sagð- ist alltaf vera alvarlegur. Það væru bara hinir sem frnndu hjá sér hvöt til að hlægja. Fyrir honum væru öll verkefni alvarleg, en auðvitað gæti hann ekki stýrt hveiju fólk byggist við. Hann stjórnaði bara tempóinu i sýningunni. Og óperustjórnun feng- ist hann við til að skemmta sjálfum sér, ekki öðrum. „Ég er leikhúsmaður,“ sagði Borge. „Pabbi spilaði í hljómsveitinni í Konunglega leikhúsinu í 35 ár. Þegar hann kom aftur heim, þekkti mamma hann ekki ... Ég hef það í blóðinu að vera á sviði. í óperunni renna öll listform saman, tónlistin, leikur, myndlist, byggingarlist og að fá leyfi til að eiga við þetta allt sam- an er það stórkostlegasta sem hægt er að ímynda sér. Nú, hljómsveitin tók mér vel ... og ég henni ... Ég hlakka til, annars hlakka ég alltaf til. Ég geri það sem ég kann best og ér við góða heilsu, svo ég er hepp- inn.“ Og hann gleymir ekki að geta þess að eftir að hafa séð mörg óperu- og leikhús um allan heim þá hiki hann ekki við að segja að það Kon- unglega sé fallegasta leikhús í heimi. Borge laumar stöðugt út úr sér skondnum athugasemdum og snýr svolítið út úr fyrir blaðamönnum, en allt á elskulegan hátt og aldrei beint á kostnað neins. Samt virðist hann ekki beint spilandi kátur. Hann segir Viktor Borge í léttri sveiflu hér á landi árið 1988. líka að hann sé ýmist mjög hátt uppi eða langt niðri, þunglyndi þekkir hann af eigin raun, en vill ekki ræða það nánar. Og hann er glaður yfír að vera hér heima í Kaupmannahöfn, þó „heima" sé líka í Bandaríkjunum, þar sem börn og bamabörn hans búa. „Heima er hér,“ segir hann og bendir á höfuðið. „Það er ekki bara einhver staður. En það byijaði hér og Kaupmannahöfn er eins og akker- ið, en akkerisfestin er löng.“ Verðandi hljómsveitarstjóri hefur ákveðnar skoðanir á hljómsveitar- stjórum. „Hljómsveitarstjórar fara oft í taugarnar á mér, því þeir láta eins og allt snúist um þá. Stjórna eins og Joeir séu aðalatriðið, ekki tón- listin. Eg er ekki að tala um getu þeirra, heldur afstöðu og hún getur gert það að verkum að það er óþol- andi að horfa á þá stjórna." Nafn eins og Karajan læðist út úr honum. Tónsproti Borges kemur úr virðu- legri átt, því hann var í eigu Friðriks níunda, föður Margrétar drottningar, en hann var annálaður tónlistarmaður og stjómaði stöku sinnum hljómsveit- um. „Já, sprotann fékk ég að gjöf frá Ingiríði drottningu, þegar ég varð heiðursmeðlimur hljómsveitarinnar við Konunglega leikhúsið. Já, hann var í eigu Friðriks níunda. Hann var mikill tónlistarunnandi, ég kallaði Car/ier Sa nkor óc Cartier 'eö/ia u/ hann alltaf Friðrik sinfóníunda ..." bætir Borge við og í þetta skiptið brosir hann hlýlega og horfir glettnis- lega í kringum sig. Nú verður sprot- anum sumsé veifað yfir Töfraflaut- unni... FAGOR FAGOR FE-54 Magn af þvotti 5 kg. Þvottakerfi 17 Sér hitastillir *-90 C Ryðfrí tromla 42 Itr. Þvær mjög vel • Sparneytnin • Hraðþvottakerfi • Áfangaþeytivinda • Sjálfvirkt vatnsmagn • Hæg vatnskæling • Hljóðlát • (. r R I) F E - 5 4 • S1ADGRF.ITT K R . 39900 K R . 4 2 0 0 0 - M F. Ð A V B O R G l) N IJ M AW^d° RONNING SUNDABORG 15 SÍMI 68 58 68 BORGARKRINGLUNNI, SIMI 6 7 7 2 3 0 Viltu auka þekkingu þína: Öldungadeild Verzlunarskóla íslands býður hagnýtt nám í fjölmörgum greinum, fýrir alla þá sem náð hafa 20 ára aldri. Innritun á haustönn fer fram dagana 26.-31. ágúst og 1.-2. sept. kl. 8.30-18.00. í boði verða eftirfarandi áfangar: Bókfærsla Ritvinnsla Danska Stjórnun Efnafræði Stærðfræði Enska Tölvubókhald Farseðlaútgáfa Tölvufræði Ferðaþjónusta Tölvunotkun Franska Verslunarréttur Islenska Vélritun Mannkynssaga Þýska MiIIiríkj a viðskip ti Áföngum ofangreindra námsgreina er hægt að safna saman og láta mynda eftirtalin prófstig: • Próf af bókhaldsbraut • Próf af ferðamálabraut • Próf af skrifistofubraut • Verslunarpróf • Stúdentspróf Umsóknareyðublöð, námslýsingar og allar nánari upplýsingar fást á skrifstofú skóians, Ofanleiti 1. VERZLUNARSKÓLI ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.