Morgunblaðið - 31.08.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 31.08.1993, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. AGUST 1993 Breskur málari sýnir í Ásmundarsal í fallegn landi ENSKA málaranum Piers Browne finnst fallegt á Suðurlandi, við sjó- inn og inni við Heklu. Og þá er margur staðurinn eftir fyrir augað að njóta. Browne kom til iandsins í júní og málaði myndir í grennd við bæinn Drangshlíð undir Austur-Eyjafjöllum, lenti að eigin sögn í lífshættu í skriðu á leið að Hólatungufossi og varði sig með teikniblokk- inni þegar reiður skúmur réðist á hann. En skrekkurinn er löngu lið- inn hjá og Browne langar að koma aftur til Islands, með fjölskyldu sinni, og fara víðar. Hann sýnir nú í Ásmundarsai fínlegar myndir frá sumardögnnum undir Eyjafjöllum, úr enskri sveit og af götu í Marokkó. Browne ann því sem fallegt er; fjalli, tré og fossi; og í myndunum hans er alúð þótt hann sé hamhleypa til verka. Hann vinnur mikið í æt- ingu, smágerðar myndir í mjúkum litbrigðum, sem minna sumar á gam- aldags ævintýri. Enda kemur á dag- inn að hann hefur myndskreytt fjór- ar ljóðabækur. Bókin Lakeland Ant- hology með ljóðum Williams Wordsworths og myndum Browne hlaut verðlaun í stórri breskri sam- keppni á síðasta ári um bestu mynd- skreyttu bækurnar. í annarri bók sem hann hefur myndskreytt eru hans eigin ljóð. „Nú hef ég reynt í tvö ár að nota kvöldin til að skrifa," segir hann, „mér finnst það geysilega erfitt. En ég hef yndi af ljóðum og læt mig hafa þetta. Það virkilega reynir á að yrkja.“ Browne hefur haldið fjölda einka- Piers Browne sýninga á ætimyndum og olíumál- verkum og hlotið ýmsar viðurkenn- ingar fyrir list sína. Hann kom hing- að til lands í fyrsta sinn í sumar og sýningin í Ásmundarsal er nokkurs konar listaskipti við Bretland, þar Líkamsrækt Júdó Jiu-jitsu Sjálfsvörn Þjálfarar Michal Vachun 6. dan Bjarni Friöriksson 6.dan Elín Þóröardóttir 1,kyu Fitubrennsla Þrekstigar Ljósabekkir Sauna Opnunartími mán. - föstud. kl. 08-22 Laugardaga 11-16 Sunnudaga kl. 12-15 Einholti 6, 125 Beykjavík. Sími 627295 .JSS-É 'lt A * * seBfefcnTí ?■ vl ! ’h "í': 1 /41 afe , \'Æ j 1 ■ m *af fe f ■, fjp ’mí i IjMhp S ■■ æiml Æmmsm I tn. -t í f§ m )| j rp‘j-f 4álj I yy I sem nokkrir íslenskir myndlistar- menn hafa haldið sýningar á síðustu mánuðum að sögn Jakobs Magnús- sonar, menningarfulltrúa sendiráðs- ins_ í London. í Ásmundarsal sýnir Browne bæði vatnslitamyndir sem hann málaði á íslandi í júní og ætimyndir af ýmsum stöðum. Margar þeirra eru frá Norð- ur-Englandi, þar sem hann býr. „En þegar ég mála hef ég helst olíuliti," segir hann og sýnir mér dæmi um það, „þótt viðfangsefnið ákvarði gjama aðferðina. Þessi Islandsmynd kallaði til dæmis á vatnsliti og ekk- ert annað, enga tréliti eða gvass. Annars fer ég svona milli efna og aðferða; geri kannski fimm ætingar á einum degi, sjáðu hvemig hendurn- ar á mér eru farnar, held áfram næsta dag en skipti svo yfir í olíu- eða vatnsliti." Hann segir að ætingin sé einföld aðferð: Þtjár málmplötur, svart vax, ristur eftir skissu og litur dreginn yfir og máður af eftir þörfum. Blaða- maður botnar vitanlega ekkert í í því sem listamaðurinn talar um eins og sjálfsagðan bamaleik. En niður- staða hans er falleg og á færi hvers bams að skynja það. Heiði á Eng- landi, eplatré og mistur. í Ásmund- arsal fram í miðja næstu viku. Þ.Þ. Selfosskirkja Röð orgeltónleika ORGELTÓNLEIKAR verða í Selfosskirkju hvern þriðjudag í septem- ber, eins og tvö undanfarin ár. Þeir fyrstu eru í kvöld, þriðjudags- kvöld 31. ágúst. Þá ríður á vaðið próf. James Edward Goettsche frá Róm, en hann er organisti Péturskirkjunnar í Vatíkaninu. Hefur hann dvalist hér í nokkra daga, spilað á tónleikum í Hallgríms- kirkju og haldið námskeið með sunnlenskum organistum við orgelin í Hveragerði og á Selfossi. James Edward Goettsche er frá Bandaríkjunum en hefur undanfa'rin 30 ár búið í Róm. Þegar Femando Germani féll frá árið 1989 lá það beint við að fyrrum nemandi hans tæki við starfinu. Hann hafði um langt skeið verið einn þekktasti kon- sertorganisti Rómaborgar, auk þess sem hann var organisti við kirkju heilags Frans í Forum Romanum. I námi sínu hafði hann lagt mikla áherslu á gregórískan söng og undir- leik við hann og hann þekkti til hlít- ar tónlistarhefðir Péturskirkjunnar. Þá er hann prófessor í orgelleik og gregorískum söng við Ríkistónlistar- háskólann í Frosinone. Gegnum árin hefur James Edward Goettsche haldið meira en 300 tón- leika. Fimm sinnum hefur hann flutt alla orgeltónlist Johanns Sebastians Bachs á 10-16 tónleikum. Þá hefur hann flutt alla orgeltónlist Césars Francks sjö sinnum. Hann 'hefur unnið fjölmargar upptökur bæði fyr- ir útvarp og sjónvarp. Þá hefur hann samið bók um orgelverk Johanns Sebastians Bachs. Efnisskráin á Selfossi verður að stofni sú sama og í HaHgrímskirkju: Prelúdíur og fúgur í D dúr og Es dúr og allir sex „Schubler-forleikirn- James Edward Goettsche ir“ eftir J.S. Bach, Carillon de Westminster eftir L. Vierne og a moll Kórall (Sálmtilbrigði) Césars Franks, sem er breyting frá tónleik- unum í Reykjavík. Þessir tónleikar eru þeir lengstu í tónleikaröðinni og byija kl. 20, en þeir sem á eftir fara byija allir kl. 20.30. Aðgangur er ókeypis. Kvenfélag Selfosskirkju hefur molakaffí á boð- stólum eftir tónleika. 5.000 sóttu Lista- sumar á Akureyri LISTASUMRI á Akureyri lauk á sunnudagskvöld með dagskrá í íþróttahöllinni, en það hefur staðið frá því í júlí og gengið afar vel að sögn Eggerts Kaaber framkvæmdasljóra. Boðið var upp á um 55 listviðburði af ýmsu tagi sem um 300 listamenn tóku þátt í og um 5.000 manns sóttu. Undirbúningur að Listasumrinu var skammur, að sögn Eggerts, um einn mánuður. í boði voru um 55 listviðurðir á sviði leiklistar, mynd- listar og tónlistar og stöðugt voru að bætast inn dagskráratriði og kom- ust færri að en vildu. Aðsókn var góð, og flestir hinna 5.000 gesta heimamenn, Akureyringar og nær- sveitungar auk þess sem útlendir ferðamenn komu í nokkrum mæli. Innlendir ferðamenn voru færri en vonast hafði verið eftir, enda slæmt veður norðanlands í sumar. „Það tek- ur líka tíma að kynna svona listahá- tíð og vinna henni sess. í mínum huga er mikilvægt að halda þessu starfí áfram, bæði sýnir reynslan að fólk vill gjaman sækja listviðburði yfir sumarmánuðina rétt eins og að vetrinum og eins er mikilvægt að fólk geti gengið að því sem vísum hlut að hér verði mikið um að vera á listasviðinu yfír sumarið í framtíð- inni. Þetta styrkir ímynd bæjarins, eflir mannlífíð og gerir það fjöl- breyttara." sagði Eggert. Listamennimir sem fram komu tóku ákveðna áhættu, en þeir fengu prósentur af aðgöngumiðasölu. „Þeir eiga hrós skilið fyrir það, en í fram- tíðinni verðum við að gera betur við þessa listamenn, þeir verða að hafa trygg laun fyrir sína vinnu,“ sagði Eggert. ÚTSALA 20-60% AFSLÁTTUR »hummeJ^P ípróttaskór, íþróttagallar, bolir, sundfatnaður, dúnúlpur, regnfatnaður o.fl. Ármúla 40 • Sími 813555 og 813655
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.