Morgunblaðið - 31.08.1993, Page 21

Morgunblaðið - 31.08.1993, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1993 21 Leynisamningur Islendinga og Norðmanna árið 1932 eftir Pétur Pétursson Hafa íslendingar gleymt „Norsku samningunum“, sem harðast var deilt um árið_ 1933? Svo hart, að ríkisstjóm Ásgeirs Ásgeirssonar gerði það að fráfar- aratriði ef samningurinn næði ekki samþykki á Alþingi. Hinn 13. mars árið 1933 er haldinn fundur í neðri deild Alþingis og útvarpað umræð- um. Forsætisráðherra, Ásgeir Ás- geirsson, er frummælandi og segir að stjórnin hafi afráðið að leggja viðskiptasamning þann, sem gerð- ur var milli íslendinga og Norð- manna í september síðstliðnum fyrir Alþingi. „Samningi þessum hefur verið haldið leyndum sam- kvæmt ósk Norðmanna og með samkomulagi samningsaðilja, þar til hann er nú lagður fyrir þing beggja þjóðanna. Upphaflega ætl- aði stjómin ekki að leggja samn- inginn fyrir þingið fyrr en lokið væri samtölum þeim, sem til standa milli íslendinga og Eng- lendinga um þeirra viðskiptamál.“ Hvað veldur því, að algjör þögn ríkir hér á landi um þennan samn- ing, sem gerður var fyrir 60 árum? Enginn lagaprófessor, enginn þjóð- réttarfræðingur, ekki fjölmiðla- menn, ráðherrar né ritstjórar hafa vikið einu orði að þessum samningi og skipti hann þó þjóðinni í harð- snúnar fylkingar á sínum tíma. Ég hefi leitað í bókum þeirra Hannesar Hólmsteins og Matthías- ar Johannessens um Jón Þorláks- son og Ólaf Thors, en ekki fundið stafkrók um deilur þessara flokks- foringja, sem voru á öndverðum meið í útvarpsumræðum um samn- inginn. Árið 1932 fóruþeir Ólafur Thors og Jón Árnason sem þá var for- stjóri SÍS til Osló í því skyni að semja um niðurfærslu tolla á ís- lensku saltkjöti, er selt var til Nor- egs. Um þann toll stóðu miklar deilur. Norðmenn höfðu keypt 24 þúsund tunnur af saltkjöti af ís- lendingum, en höfðu dregið svo saman kaupin að nú nam tunnu- fjöldinn aðeins 6 þúsundum. Að auki settu þeir svo refsitoll á ís- lenska saltkjötið, að kröfu norskra bænda. Til þess að fá refsitollinn lækkaðan, eða afnuminn neyddust íslendingar til þess að veita Norð- mönnum fríðindi og fiskveiðirétt- indi innan íslenskrar landhelgi. Hér er ekki rúm til þess að gera þessum málum tæmandi skil. Heimildirnar er að finna í Alþing- istíðindum ársins 1933, mörg hundruð blaðsíðum, og einnig í fundagerðum utanríkismálanefnd- ar Alþingis. En til þess að lesendur megi hafa af þessu nokkurt gaman má birta mynd, sem hinn kunni dráttlistarmaður Tryggvi Magnús- son teiknaði í Spegilinn, gaman- blað, sem fjallaði á sinn sérstæða hátt um annálsverða atburði. Sendiför Ólafs Thors og Jóns Árnasonar verður skáldi Spegilsins að yrkisefni. Spegilsmönnum er hugleikin Höfuðlausn Egils Skalla- grímssonar. Þess vegna heitir ljóð Spegilsins „Saltketslausn". íslensku sendimennimir Jón og Ólafur munu hafa dvalist á Grand Hotel. í útvarpsumræðunum vitnar Héðinn Valdemarsson í veisluhöld í Osló, en Spegillinn kallar húsráð- andann á hótelinu Grandabóndann og sést hann'draga íslensku sendi- mennina og varpa þeim á dyr. Þess má vænta að íslendingar dragi lærdóma af þessum „leyni- samningi“, sem gerður var við Norðmenn 1933. Þeir ættu þrátt fyrir annríki sitt vfð „bílaútflutn- ing“ að finna einhverja „smugu“ til þess að hyggja að þessu efni. Höfundur er þulur. HEIMILISIÐNAÐARSKÓLINN Laufásvegi 2 - sími 17800 Heimilisiðnaðarskólinn býður uppá eftirfarandi námskeið í september: Bútasaumur, fatasaumur, útskurður, ofnar tuskumottur, hekl, körfUgerð, ullarvinnsla og snælduspuni. Hvert námskeið kostar kr. 5.000. Kennsla fer fram á kvöld- in í húsi Heimilisiðnaðarfélagsins, Laufásvegi 2. Skráning og frekari upplýsingar í símum 17800 og 21913. VI . J ■ s É R H Æ F T s KRIFSTOFUTÆKNINÁM HNITMIÐAÐRA ÓDÝRARA VANDAÐRA STYTTRI NÁMSTÍMI KENN SLU GREINAR: - Windows gluggakerfl - Word ritvlnnsla fyrir Windows - Excel töflureiknir - Áætlanagerð - Tölvufjarskipti - Umbrotstækni - Teikning og auglýsingar - Bókfærsla - o.fl. IVerð á námskeið er 4.956,-krónur á mánuði!* Sérhæfð skrifstofutækni er markvisst nám fyrir alla, þar sem sérstök áhersla er lögð á notkun tölva í atvinnulífinu. Nýjar veglegar bækur fylgja með náminu. Engrar undirbúningsmenntunar er krafist. Innritun fyrír haustönn er hafin. Hríngdu og fáðu sendan bækling eða kíktu til okkar í kaffi. [ Tölvuskóli Reykiavíkur m BORGARTÚNI 28. 105 REYKJAUÍK. sími 616699. fax 616696 •Skuldabréf í 20 mán. (19 afborganir), vextir eru ekki innifaldir. Fjögur frábær faxtæki frá It Ricoh Fax RF01 Síma/fax skiptir • 50 metra pappírsrúlla • Fínstilling • Grátónastilling fyrir Ijósmyndir • 5 síðna skjalamatari • Sfmi. Staðgr.verð m.vsk. kr. 47.894 Staðgr.verð án vsk. kr. 38.469 « Ricoh Fax RF02 10 númera hraðvalsminni • 40 númera skammvalsminni • 50 metra pappírsrúlla • Síma/fax skiptir • Möguleiki á fjöldasendingum • Mu blaðsíðna viðtökuminni • Grátónastilling fyrir Ijósmyndir • 5 síðna skjalamatari • Fínstilling • Sími og skjár. Staðgr.verð m.vsk. kr. 57.495 Staðgr.verð án vsk. kr. 46.181 • Ricoh Fax 240 10 númera hraðvalsminni p- Fínstilling ■ 40 númera skammvalsminni • Sjálfvirkur pappírshnífur • Pappfrssléttari • 50 metra pappírsrúlla • Síma/fax skiptir • 5 sfðna skjalamatari • Níu blaðsíðna viðtökuminni • Möguleiki á fjöldasendingum • Grátónastilling fyrir Ijósmyndir • Sími og skjár. Staðgr.verð m.vsk. kr. 70.165 Staðgr.verð án vsk. kr. 56.358 J Ricoh Fax 3000L Geislaprentun • Notar venjulegan pappír • 32 númera hraðvalsminni • 100 númera skammvalsminni • 50 síðna skjalamatari • 256KB innbyggt minni • Stækkanlegt minni um 1MB eða 2MB • 64 tóna gráskali fyrir Ijósmyndir. Staðgr.verð m.vsk. frá kr. 187.580 Staðgr.verð án vsk. frá kr. 150.667 fyrirmyna a faxtæ"kja Ricoh - fyrirmynd annarra PÓSTUROG SÍMI Söludeild Ármúla 27, slmi 91-636680, Söludeild Kringlunni, sfmi 91-636690 Söludeild I Kirkjustræti, sími 91-636670 og á póst- og símstöðvum um land allt. Gottlólk/SÍA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.