Morgunblaðið - 05.09.1993, Page 1
88 SIÐURB
200. tbl. 81. árg. SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins
Arafat segir samstöðu
í Fatah um sammnginn
Túnisborg, Jerúsalem, Dhaka. Reuter.
Portkonur
á hrakhólum
UM hundrað miðaldra vændiskonur
búa í gömlu hafnarhverfi í Antwer-
pen og segja þær að þessi gamla
atvinnugrein hafi verið stunduð þar
í 670 ár. Þær mótmæla nú hástöfum
áformum yfirvalda um að rífa hí-
býli þeirra. í staðinn er þeim boðið
að leigja sér dýrara húsnæði í hverfi
þar sem margar yngri vændiskonur
búa. „Stúlkurnar hérna eru flestar
milli fertugs og fimmtugs,“ sagði
Janine, ömmuleg kona á sextugs-
aldri, hún sagði þær ekki vera tekju-
háar. „Flestir karlarnir mínir eru
yfir 65 ára aldri, sá elsti er 93,“
sagði Sophie, vinkona hennar. Um
leið sást gamall maður staulast út
úr einu húsinu, hann naut aðstoðar
þolinmóðra handa við að komast á
bak reiðhjólinu sínu og slagaði af
stað yfir óslétta götusteinana. „Það
er miklu minna um kynlíf hér en
flestir halda,“ sagði Sophie.
Kisi stöðvar
Boeingþotu
FLÆKINGSKÖTTUR olli því fyrir
skömmu að Boeing-breiðþota frá
flugfélaginu í Zimbabwe tafðist í
12 klukkustundir á flugvelli í Lond-
on. Kötturinn mun hafa laumast um
borð í Zimbabwe og stökk skyndi-
lega í kjöltu flugstjórans er þotan
var í 30.000 feta hæð. Kisi forðaði
sér þó fljótlega, faldi sig á ný í hol-
rúmi á milli þilfara þar sem hann
heyrðist æfa sig í spretthlaupi og
lét ekki handsama sig. Er þotan lenti
var leit haldið áfram. Loks tókst að
tæla dýrið út úr fylgsni sínu með
girnilegum hamborgara.
Tryggt gegn
stjörnuhrapi
MÁL poppstjörnunnar Michaels
Jacksons, sem sakaður er um áreitni
við börn, hafa minnt marga á að
vinsældir geta verið fallvaltar. Berr-
ymans-tryggingafyrirtækið í Lond-
on býður þess vegna fyrirtækjum,
sem greiða stjörnunum fyrir að aug-
lýsa vöruna, tryggingu gegn vin-
sældahrapi. Tryggingin bætir Ijón
af „sérhveiju afbroti eða broti gegn
smekk eða siðgæði almennings" af
hálfu sljörnunnar, einnig „öllu sem
dregur úr áliti umrædds manns eða
verður honum til háðungar".
YASSER Arafat, leiðtogi Frelsissamtaka
Palestínu (PLO), og Fatah, öflugasta hóps
samtakanna, lýsti yfir því í gær að Fatah
hefði samþykkt drög að samningi við
Israel um takmarkaða sjálfstjórn Palest-
ínumanna á hernumdu svæðunum. Arafat
hafði þijár undanfarnar nætur setið
fundi framkvæmdastjórnar Fatah i Tún-
isborg og reynt að telja efasemdarmönn-
um og andstæðingum hughvarf. Tveir
úr röðum hinna síðarnefndu sögðu eftir
fundinn aðfaranótt laugardags að enn
væru „erfiðleikar" sem þyrfti að vinna
bug á og sögðu enn einn fundinn myndu
verða aðfaranótt sunnudags.
Hussein Jórdaníukonungur, sem gagn-
rýndi í fyrstu að Palestínumenn skyldu ekki
hafa samráð við aðrar arabaþjóðir um samn-
inginn umrædda, lýsti í gær fullum stuðn-
ingi við hann. Shimon Peres, utanríkisráð-
herra ísraels, átti fund með Boutros Boutros-
Ghali, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóð-
anna í París í gær. Þeir fjölluðu um leiðir
til að treysta efnahag Gaza-svæðisins og
Jeríkó, svæða þar sem Palestínumenn fá
þegar full yfirráð ef samningurinn gengur
eftir. Boutros-Ghali óskaði ,jafnt Palestínu-
mönnum sem ísraelum til hamingju með
þetta fyrsta skref [í átt til friðar]“.
Jamal Sourani, félagi í framkvæmdastjórn
PLO, sagði í blaðaviðtali, sem birtist í
Bangladesh í gær, að Palestínumenn ættu
ekki að rasa um ráð fram, þeir ættu að
gefa sér góðan tíma til að skilja hvað væri
að gerast áður en þeir undirrituðu samninga
við Israel. „Mér virðist að Yitzhak Rabin og
Shimon Peres hafi raunverulega skipt um
skoðun, ef þetta er rangt er eitthvað að
gerast sem ég skil ekki,“ bætti hann jafn-
framt við.
Til átaka kom á Gazasvæðinu á föstudags-
kvöld milli vopnaðra liðsmanna Fatah og
hóps úr röðum PFLP, palestínskra harðlínu-
samtaka, og særðist einn úr röðum hinna
síðarnefndu. Þeir höfðu málað slagorð á
veggi gegn samningnum við ísraela. Faisal
Al-Husseini, einn af samningamönnum Pal-
estínumanna í friðarviðræðum í Washington,
er hefjast á ný á þriðjudag, sagðist ekki
óttast að til borgarastríðs kæmi milli PLO
og harðlínuhópa meðal Palestínumanna.
„A þeim stöðum þar sem við fáum fulla
sjálfstjórn munum við einnig hafa nokkurn
veginn fullan myndugleik,“ sagði Husseini í
samtali við ísraelska sjónvarpið. Hann sagð-
ist gera ráð fyrir að öryggissveitir Palestínu-
manna á Gaza og í Jeríkó, sem talið er að
í verði allt að 30.000 manns, myndu hafa
samstarf við liðssveitir ísraela til að hindra
öfgahópa úr röðum beggja aðila í að grafa
undan friðarsamningum.
Landnemar úr röðum gyðinga á hernumdu
svæðunum hóta að grípa til vopna gegn
stjórnvöldum Palestínumanna takist samn-
ingar um sjálfstjórn. „Við erum allir vopnað-
ir,“ sagði einn þeirra. „Ef sonur minn verður
hermaður og kemur hingað til að flytja mig
á brott mun ég ekki hika við að miða á hann.“
Svo er margt
sinnið sem
skinnið 16