Morgunblaðið - 05.09.1993, Side 21

Morgunblaðið - 05.09.1993, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1993 21 að það kom í heiminn. Ég sá ána vera að bera, en þurfti að bregða mér heim. Skömmu síðar kom ég að og lambið var horfið. Fann ég það síðan í arnarbælinu þegar ég hafði leitað af mér grun annars staðar.“ Erninum skellt flötum... Kristinn Haukur hefur orð á því að hann vilji gjarnan setjast niður og rabba við Jónas Samúelsson og það sem fyrst, því hann sé fyrsta vitni að slíkri veiði í marga ára- tugi. Kristinn telur að örninrrþurfi alveg sérstakar aðstæður til að geta nælt sér í jafn þunga bráð og lamb, því sjálfur hafi hann séð öm falla í sjóinn er sá stóri hugðist veiða æðarkollu. Ekki varð það kollunni til lífs, en örninn þurfti svo sannarlega að hafa fyrir bitanum. Þegar hreiðurstæðið er í sjón- máli setur Kristinn upp öflugan sjónauka á þrífæti og blasa þá fugl- amir við. Annar örninn stendur yfir unganum sem kúrir í hreiðr- inu. Hinn öminn situr í öðrum hólma nokkur hundmð metra í burtu og fylgist grannt með atferli nokkurra gæsa sem em í felli í vogi skammt frá. Undirrituðum þykir með ólíkindum hve Kristinn var naskur að koma auga á fugl- ana, en það kemur í veg fyrir minni- máttarkennd er við áttum okkur á því að hann vissi nákvæmlega hvert hann átti að horfa. Það gerði auð- vitað gæfumuninn! Það hagar þannig til þarna, að annað hvort verður að róa út í hólmann eða vaða í hann á stór- streymisfjöru. Er það á annað hundrað metra vaðall og dýptin allt upp í klof. Þetta var ekki hreiðr- ið sem til stóð að heimsækja í upp- hafi, við vorum of seinir að ná fjör- unni i það hreiður, urðum því að láta þetta hreiður duga. Það þýddi á móti að vaða Atlantsálana í klof, berleggjaðir, því enginn var bátur- inn. Það reyndist' kalt í austan- hryssingnum og í huganum var kyrjað, „íslenskir karlmenn eru alls engar gungur, íslenskum karl- mönnum vefst ekki tunga um tönn...“ Konungur fuglanna? Við vorum vart komnir í sjónmál er ernirnir áttuðu sig á að eitthvað væri í vændum. Þeir flugu upp, hækkuðu flugið og hnituðu gelt- andi hring eftir hring. Létu berast á uppstreymi, hring eftir hring án þess að bæra vængi. Okkur þótti geltið smáfuglalegt og lítt sæmandi svo miklum fugli. En þar sem þess- ir miklu fuglar hnituðu rifjaðist upp gömul þjóðsaga um keppni sem haldin var í árdaga og snérist um fuglakonungstign. Þannig var, að öminn var almennt talinn fugla- kóngur, en á fuglaþingi einhveiju sinni steig fram músarindill og gerði tilkall til krúnunnar. Örninn rak upp hrossahlátur og var hugi næst að éta rindilinn, en eftir að einhver orð féllu um lýðræði, var ákveðið að örninn og rindillinn reyndu með sér. Sjálfur stakk rind- illinn, öllum að óvörum, upp á há- loftaflugi, sá sem mestri hæð næði, yrði lýstur réttkjörinn fuglakóngur. Gerðist örninn nú sigurviss mjög og bjóst til að hefja leikinn, en það vissu allir að músarindill flýgur sjaldnast hærra en rétt yfir þúfna- kollana. Örninn spyrnti nú í jörðina og byijaði að hnita. Allra augu voru á hionum og örninn sveif hærra og hærra, uns þar kom að fuglarn- ir á jörðunni sáu varla annað en sæsmáan díl á himninum. Örnin tók að þreytast, en hann rembdist áfram sem mest hann mátti, enda með marga áhorfendur. Loks kom að því að örninn gat ekki meira. Hann hætti að hækka flugið, hnitaði nokkra hringi og bjóst til að hefja lendinguna. Skyndilega heyrði hann tíst fyrir ofan sig, „Hva, hættur???!!!“, og rindillinn flaug nokkrum sentimetr- um ofar og lagði síðan af stað til jarðar, rindillinn hrósandi sigri. Alla leið til jarðar gerði rindillinn stöðugt at í erninum og reyndi örn- inn stöðugt að klófesta hann, en án árangurs. Þegar niður á jörðina kom, þurfti að ganga á milli þeirra, enda örninn froðufellandi af reiði. Sakaði hann rindilinn um svindl og fór raunar svo að hann varð um síðir að játa það á sig, því stelkur einn hafði séð rindilinn lauma sér undir fiðrið á baki arnarins rétt áður en hann flaug af stað. Svo hafði enginn séð rindilinn hefja háloftaflug sitt. Örninn hélt því tign sinni, en þar sem hann var ekkert allt of vinsæll meðal þegna sinna, fékk rindillinn mörg prik fyrir að leika þannig á haiin. Landtaka Þegar við höfum vaðið þangvax- ið sundið og tekið land í hólmanum, dofnir á fótum, sjáum við að ung- inn er staðinn upp og gefur okkur auga. Hann er orðinn gríðarstór og Kristinn tilkynnir að það megi ekki seinna vera að merkja þennan fugl, því innan fárra daga verði hann farinn úr hreiðrinu. Þá er sjá- anlegt að hér sé ákveðin hætta á ferðinni, unginn reyni trúlega að komast undan okkur á flugi, en það getur ekki endað nema á einn veg, fuglinn steypist í sjóinn. Krist- inn segir þá félaga að sjálfsögðu reyna að komast hjá slíkum ótíma- bærum sundsprettum og ef þannig fari sé ekki annað að gera en að koma sér hið snarasta í burtu, enda geti unginn synt býsna vel með vængjaslætti og hann freisti þess að sjálfsögðu að taka einhvers stað- ar land á ný. Blaðamennirnir eru því beðnir að bíða í fjörunni á meðan Kristinn og Páll laumast í skjóli stórra fjöru- steina til beggja handa við ungann, sem trónir efst í skerinu. En þeir eru ekki hálfnaðir er unginn ryðst af stað. Þeir hverfa okkur allir sjón- um, unginn að reyna vængina og berleggjaðir vísindamennirnir á harðahlaupum í urðinni! Við undir- ritaðir rogumst á eftir með allt hafurtaskið og er við komum aftur í sjónmál við hólmarana þijá, standa Páll og Kristinn hróðugir yfir erninum sem liggur og bærir ekki á sér við fætur þeirra. Augun og ælurnar Margar myndir hafa verið teknar og birst af ungum örnum á ýmsum vaxtarstigum. Yfirleitt eru þeir heldur ófrýnilegir, svartir og úfnir og illir til augnanna, grimmir og hræddir í bland. Ekki þessi. Þetta var fríður fugl, augun óttalaus, heið og falleg. Merkingin var at- hyglisverð. Kristinn Haukur stóð fyrir framan fuglinn og hélt at- hygli hans, en Páll teygði hendina undir kvið ungans og dró hægri fótinn aftur að stéli. Unginn fann að eitthvað var í ólagi, en afréð að líta ekki af Kristni. Páll merkti hann því með málmhring án nokk- urra mótbára. Enda sagði Kristinn að til undantekninga teldist ef merkjarar yrðu fyrir rispum eða biti við iðju sína. Þetta tók fljótt af og Páll bar ungann úr fjörunni og upp í hólm- ann á ný. Síðan tóku þeir félagar til við að safna fæðuleifum. Þarna voru nýjar garnir og fiður úr æðar- fugli, einnig nýlegar leifar af fýl, en þeir félagar segja örninn lifa einkum á þessum tveimur tegund- um. Þá var að safna ælunum, en í þeim er margan leyndardóminn um fæðuvalið að finna. Þeir félagar fórnuðu tveimur ælum til að sýna blaðamönnum inn í helgidóminn. Já, þarna var lítill goggur af smáum æðarunga og beinaleifar af sama fugli. Eitthvað var þarna einnig úr fýl. Loks var að safna fjöðrum. Eink- um stélfjöðrunum hvítu. Kristinn segir hvern fugl hafa sín sérkenni og þekkja megi einstaklinga á stél- fjöðrunum. Með því að safna stél- fjöðrum á sama stað reglulega er hægt að gera sér grein fyrir hvaða einstaklingar halda til á hveijum stað. Þarna voru 3 fallegar stél- fjaðrir. Ferðalok Við vorum vart meira en fimmt- án mínútur í hólmanum. Fullorðnu ernirnir létu litið fyrir sér fara á meðan við vorum að störfum við hreiðrið, en um leið og við vöðum aftur af stað til lands eru þeir mættir aftur, hnitandi og geltandi. Þeir eru að mótmæla, en við að kveðja. Ekki bara þá, heldur einnig Kristin Hauk og Pál sem halda áfram lengra. A vit fleiri arnar- lireiðra. Þeir eiga eftir að merkja nokkra unga. Bóndinn bíður okkar með uppdekkað borð og hefur haft mikið fyrir okkur. Vaðið tll lands. Ferö SL meö eldrí borgurum op lúxushótel! Til Flórída 16. okt. —2. nóv. Megin markmið „Kátra daga“, ferða eldri borg- ara, er að farþegarnir komi heim hressari, frísk- ari og um fram allt kátari en þeir voru fyrir. Sigling um Karíbahafið og dvöl á glæsihótelum á Flórídaskaganum undir fararstjórn Ásthildar Pétursdóttur er ferð sem sæmir höfðingjum! Þriðjudaginn 7. sept. kl. 20 kynnir Unnur Guðjónsdóttir ballettmeistari tvær Kínaferðir á veitingahúsinu Shanghæ, Laugavegi 28: Ferð 1 .-23. okt. á vegum Kínaklúbbs Unnar og ferð Samvinnuferða- Landsýnar 26. okt,-10. nóv. Unnursem er fararstjóri beggja ferðanna sýnir skyggnur og kínverska dansa. Ekki spillir að á Shanghæ er nú starfandi kínverskur snilldarkokkur sem gefurforsmekkinn af því sem koma skal! Sætapöntun er á Shanghæ, sími 1 65 13 og er verðið 950 kr. E3ATLA&* EUROCARD SaiuviniuilBrúir-Laiitlsíii Raykjavfk: Austurstræti 12 • S. 91 - 691010 • Innanlandsferðir S. 91 ■ 6910 70 • Slmbrél 91 - 2 77 96 / 69 10 95 • Telex 2241 • Hólel Sögu við Hagatoro • S. 91 - 62 22 77 • Slmbrét 91 - 62 24 60 Halnartjörður: Reykjavlkurvegur 72 • S. 91 - 5 11 55 Kellavlk: Halnargðtu 35 • S. 92 -13 400* Simbréf 92 -13 490 Akranes: Breiðargötu 1 • S. 93 -1 33 86 • Sfmbrél 93-1 11 95 Akureyri: Ráðhústorgi 1 • S. 96 • 27200 • Slmbrél 96 - 1 10 35 Vestmannaeyiar Vestmannabraut 38 • S. 98 -1 12 71 • Símbréf 98 -1 27 92 HVlIA húsið / sía

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.