Morgunblaðið - 05.09.1993, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 05.09.1993, Qupperneq 26
+ 26 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1993 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. SEFl'EMBER 1993 27 PltrgmnlíWilí Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. Innflutningnr á svínakjöti Sjónir manna hafa enn einu sinni beinzt að innflutningi búvara, sem er orðið eitt helzta þrætuepli þjóðmálaumræðunnar. Þar er fyrst og fremst tekizt á um sérhags- muni ýmissa greina landbúnaðar- ins og almenna hagsmuni neyt- enda. Landbúnaðurinn hefur staðið fast gegn innflutningi búvara nema þeirra, sem ekki eru fram- leiddar í landinu, eða þegar íslenzk framleiðsla fæst ekki tímabundið. Neytendur vilja hins vegar aukið val en þó umfram allt sem lægst verð. Verð á daglegri neyzluvöru almennings getur skipt sköpum um afkomu, ekki sízt í efnahagssam- drætti með minnkandi tekjum og vaxandi atvinnuleysi. Hagkaup hafa flutt til landsins 2,5 tonn af soðinni danskri skinku og soðnum hamborgarhrygg, sem keyptur er á heimsmarkaðsverði að sögn fyrirtækisins. Það hyggst bjóða kjötið á innan við þriðjung þess verðs, sem neytendur þurfa að greiða fyrir það íslenzka. Verð- munurinn er hreint ótrúlegur. Enn er þó óljóst, hvort viðskiptavinir verzlunarkeðjunnar geti keypt það, því tollayfirvöld stöðvuðu afhend- ingu kjötsins og óskuðu eftir áliti fjármálaráðuneytisins um, hvort innflutningur væri heimill og þá með hvaða hætti. Fjármálaráðuneytið mun ekki finna nein lagaákvæði, sem banna innflutning soðins kjöts, sem keypt er á heimsmarkaðsverði, ef marka má orð yfirdýralæknis hér í blaðinu í gær. Hins vegar mun landbúnað- arráðuneytið líta svo á, að innflutn- ingur þessi sé óheimill lögum sam- kvæmt. Sýkingarhætta stafar yfir- leitt ekki af soðnum kjötvörum og því ekki hægt að banna innflutning af þeim sökum. Akvæði eru í bú- vörulögum þess efnis, að innfiutn- ing má banna, ef nægilegar birgð- ir eru til af innlendri framleiðslu, en þau ákvæði vísa til laga, sem féllu úr gildi 1992 með nýjum lög- um um innflutning. Fjármálaráðu- neytinu er hins vegar heimilt að leggja á jöfnunargjald, sé ástæða til að ætla, að um undirboð sé að ræða. Fjármálaráðuneytið mun ekki telja lagagrundvöll til að banna innflutninginn, en hyggst leggja á innflutningsgjald með til- vísan til undirboðsákvæðisins. Mið- að verður við, að innflutta varan kosti álika mikið og sú innlenda. Hagkaupsmenn mótmæla þessu harðlega og telja engan lagagrund- völl til álagningar jöfnunargjalds, hvað þá að banna innflutninginn. Þorsteinn Pálsson, framkvæmda- stjóri Hagkaupa, segir, að fyrir- tækið muni sjálft greiða jöfnunar- gjaldið svo neytandinn fái kjötið á eðlilegu verði. Hins vegár verði krafizt endurgreiðslu á jöfnunar- gjaldinu, þótt það kunni að kosta málshöfðun. Viðbrögð landbúnaðarkerfisins koma ekki á óvart. Talsmenn þess telja innflutninginn annað hvort ólöglegan með tilvísan í búvörulög- in eða sjálfsagt sé að leggja á jöfn- unargjald. Þá mun landbúnaðar- ráðherra leggja á það áherzlu, að lögum verði breytt strax og Al- þingi kemur saman til að stöðva slíkan innflutning, reynist gat í núgildandi lögum. Svínarækt er að flestu leyti ólík hefðbundinni landbúnaðarfram- leiðslu eins og kúabúskap og sauð- fjárrækt. Framleiðsla svínakjöts líkist verksmiðjuframleiðslu og eiga svínaræktendur að geta keppt við erlenda framleiðendur, að því tilskildu að sjálfsögðu að þeir búi við sömu rekstrarskilyrði. Gæði íslenzks svínakjöts eru fyllilega sambærileg við erlent og gæðin reyndar meiri í mörgum tilfellum og á það við um flestar greinar íslenzkrar búvöruframleiðslu. Af þeim ástæðum þurfa íslenzkir framleiðendur ekki að óttast sam- keppnina. En þeir benda á, að þeir verði að greiða hvers kyns gjöld, sem erlendir framleiðendur sleppa við. Slíkt nær að sjálfsögðu engri átt. Með auknu innflutningsfrelsi verður að tryggja samkeppnisstöðu innlendrar framleiðslu. Það er hlut- verk stjórnvalda. Þá kröfu verður að gera til dreifingaraðila að álagn- ing þeirra sé ekki hærri á inn- lendri framleiðslu en erlendri. Neytandans er hins vegar að velja matvöruna. 28 • Whitman telj- ist ekki nýskáld að hætti hins finngálkn- aða skáldskapar er hann meiri brautryðj- andi í ljóðlist en nokk- urt táknmálsskáld eða expressjón- isti. Án hans hefði Eliot ekki ort Eyðilandið þótt ólíkt sé Grasblöðum hans, en Ingimar Erlendur Sigurðs- son hefur lagt til atlögu við þau með ágætum árangri einsog sjá má í Lesbók og af þeim dæmum sem Kristján Karlsson hefur valið í íslenzkt ljóðasafn, þýðingar; 1977 (úr Bók XVI, Söngur veltandi jarð- ar). Einhveijir myndu fremur leggja áherzlu á mælsku þessara frjálsu ljóða en ýmsar þær nýjungar sem í þeim birtast. En þó er hnitmiðun og ögun Whitmans ekkisíður aug- ljós einsog sjá má af fyrmefndum þýðingum — og þá ekkisísður eftir- minnilegri glímu höfuðsnillinga ein- sog Einars Benediktssonar og Helga Hálfdanarsonar við texta hans. En Eliot hefði ekkiheldur komið hugsun sinni og áformum til skila í því ljóðræna formi sem raun ber vitni án evrópskra módemista sem sóttu einnig áhrif og ný viðhorf vestur um haf, þ.e. í symbólisma og nýskáldskap E.A. Poes sem Baudelaire rótfesti í Evrópu. Hið sama má segja um Jóhann Sigur- jónsson og Eliot þegar hinn fyrr- nefndi yrkir Sorg. Þóað þetta sér- stæða og á sínum tíma frumlega kvæði Jóhanns sæki myndmál og tungutak í Biblíuna er jafnvíst að skáldið hefur ekkisíður lært af laus- málsljóðum Whitmans og breiðum ljóðrænum stíl hans, en áferðina sækir hann þó helzt í súrrealistískan og expressjónistískan skáldskap sem var 1 tízku um hans daga. Þar ræður úrslitum hið áferðamýja tungutak sem lýsir sér helzt í þess- HELGI spjall ari eftirminnilegu setningu: eins og tunglsgeislar sváfum við á bylgum hafsins. í raun og vera merkir þetta ekkert þvíað enginn sefur einsog geisli á hafinu en samt vekur setn- ingin hughrif sem sérhver lesandi upplifir og vinnur úr með sínum hætti. Án evrópskra módemista væri slík setning óhugsandi. En það er ekki merkingin sem úrslitum ræður, né skírskotunin, heldur hin nýja áferð. Hún birtist einnig en þó ekki með jafnnýstárlegum hætti í upphafsorðum þessa sama erindis þarsem reynt er að breyta himin- hvolfinu og stjörnunum í leikvang mannsins sem hleypir hvítum hest- um uppá bláan himinbogann. Þessar setningar skilja eftir sig ótvíræð spor í síðari tíma skáldskap íslenzkum og þau leyna sér ekki í Tímanum og vatninu og því síður í Dymbilvöku, ekki frekaren við skynjum áferðargaldur Walt Whit- mans og E.L. Masters í Þorpinu. Að því leyti er þessi ljóðaflokkur Jóns úr Vör algjör nýjung í ís- lenzkri ljóðlist; tungutaki sem á rætur í hversdaglegu talmáli sjávar- þorpsins er veitt inní skáldskapinn og öðlast þar ljóðræna sannfær- ingu, ef svo mætti segja. Steinn notaði alla ljóðlistarhefðina frá Whitman og Sandburg til evrópskra módernista og veitti henni á gróður- lendi íslenzks skáldskapar með þeim hætti sem ljóð hans bera vitni. Það er löng leið frá fyrstu hvers- dagsljóðum Steins einsog Vori, Gönguljóði, Veruleika og Barni og hefðbundnum rímuðum ljóðum hans að Tímanum og vatninu sem sumir töldu að væri einskonar háspekileg- ar hugleiðingar, eða tómhyggja, svo óvæntur og nýr sem þessi skáld- skapur var, þráttfyrir þær fullyrð- ingar Steins sjálfs að ljóðaflokkur- inn væri ósköp hefðbundnar terzín- ur. Sumt í flokknum má skoða í því ljósi einsog annað kvæði um sólina og hið tíunda sem er þó nýst- árlegt að því leyti að sorginni er líkt við firðblátt haf: Frá vitund minni til vara þinna er veglaust haf. En draumur minn glóði í dulkvikri báru, meðan djúpið svaf. Og falin sorg mín nær fundi þínum eins og firðblátt haf. Þessar línur bera að sjálfsögðu vitni um hina nýju áferð í íslenzkri ljóðlist þótt ekki sæki hún endilega fýrirmyndir í evrópskan módern- isma einsog sum önnur kvæðin í flokknum sem fjalla um „síðhærða daga“, „tálblátt regn“ sem fellur einsog tár „yfir trega minn“. Það er rétt hjá Erni Ólafssyni að Steini Steinar er einkarsýnt um að hlut- gera hugtök og tilfinningar, t.a.m. sorg mín nær fundi þínum. Steinn var ekkisíður en aðrir með hugann við Sorg Jóhanns Sigur- jónssonar: ég sé mjúkar hendur slá mjallhvítum eldi í myrkursins fax Ekki þarf að tíunda tengslin við fax myrkursins í Sorg, svo augljós sem þau era, enda er hitt mikilvæg- ara hvernig hið nýja tungutak Jó- hanns einsog það birtist í fyrr- nefndri línu: eins og tunglsgeislar sváfum við á bylgjum hafsins smýg- ur inní íslenzka ljóðlist og gjörbreyt- ir áferð hennar: Frá stjörnunni í vatnið falla tár mín, segir í Dymbil- vöku og skyldleikinn er augljós. M (meira næsta sunnudag) Hringvegur um Vest- firði í SÍÐASTA Reykj avíkurbréfi var m.a. fjallað um byggðakjarnana vestra og hvernig samgöngukerfið eitt getur stuðlað að hagkvæmni í atvinnu- háttum og félagslegri uppbyggingu. ísland er erfitt land og kalsamt og í fréttum Morgunblaðsins fyrir rúmu ári, í júní 1992, voru lýsingar á því hvernig reynt var að halda Dynjandis-, Hrafnseyrar-, Breiða- dals- og Botnsheiðum opnum þá um sum- arið og voru stórvirk snjóruðningstæki stanzlaust í notkun á fiallvegum vestra. Og ekki viðraði betur á Norðurlandi þar sem kyngdi niður snjó aðfaranótt Jóns- messu, eða 24. júní. Börnin gerðu snjó- karla heima við bæina í Mývatnssveit en óttazt var um féð. Það er nauðsynlegt að gera útlendum ferðamönnum grein fyrir því á hveiju þeir geta átt von að sumarlagi. Þeir eru að sjálfsögðu ekki í sólbaði hér á landi en búast þó ekki heldur við slíkum áhlaupum um hásumarið eins og var í júní í fyrra þegar skafrenningur var í Mývatnssveit- inni og erlendir ferðamenn vöknuðu í tjald- búðunum eftir kalsama nótt og horfðu með stíramar f augunum inn í óvænta skaflana. ísland er ekkert gæludýr. Hér verða menn að búast við óblíðu veðurfari allan ársins hring. Það er því nauðsynlegt að hafa góða vegi og greiðfæra og nú hefur verið lagður góður vegur inn Djúp og var hann opnaður árið eftir þjóðhátíð, 1975, og þar með hringvegur um Vestfirði. F'yrir um aldarfjórðungi var fjallað á þessum vettvangi um Skötufjörð og bú- skap þar en áður þurfti að fara sjóleiðina til suðurfjarðanna við Djúpið. En nú er öldin önnur og skotfæri í Hólmavík eða Reykhólasveit þótt veginum yfir Þorska- fjarðarheiði sé illa við haldið. Það er eftirminnilegt að fara þessa leið í góðu veðri, horfa á Vigur af Ögurnesi og koma við á þeim nafnkunnu býlum sem við þekkjum úr langri sögu okkar og má þar ekki sízt nefna Ögur og aðrar vinjar í þessu nakta og svalkalda umhverfi. Þá voru fjöllin við Skötufjörð ekki sízt eftir- minnileg en þar eru klettgóð hamrabelti fyrir ránfugla. Aðalhraðbrautin úr ísafjarðardjúpi og byggðakjarna ísafjarðarkaupstaðar, Bol- ungarvíkur, Hnífsdals, Súgandafjarðar, Flateyrar, Þingeyrar og Súðavíkur er að sjálfsögðu flugið því að firðirnir eru langir og geta verið þreytandi og heiðarnar háar og illfærar á vetram. Margir vildu heldur leggja veg yfir Kollafjarðarheiðina innst í Djúpi en fara Steingrímsfjarðarveg til Hólmavíkur, enda snjóléttari að flestra dómi. Vonandi hefur niðurstaðan verið reist á faglegum forsendum þótt hitt sé víst að oft og víða hefur byggðastefnan tekið mið af tilfínningum og geðþótta, ekki sízt misviturra þingmanna, þótt þeir hafi sjaldnast faglega þekkingu á vega- lagningu sem er auðvitað forsenda fyrir raunhæfri byggðastefnu. HEIÐAR GUÐ- brandsson, hrepps- nefndarmaður í Súðavík, sem við hittum óvænt þar á staðnum er þeirrar skoðunar að fara hefði átt Kollafiarðarheiðina fremur en um Steingrímsfjarðarheiði, en þó getur það auðvitað verið álitamál. Hann vill fara varlega í sameiningu sveitarfélaga og bendir á að gert hafi verið að físki úr Bersa frá Súðavík á Suðureyri, þótt Breiðadalsheiði sé oft illfær. Samstarf við nærliggjandi sveitarfélög hafi yfirleitt ver- ið gott, þótt þau hafí ekki verið sameinuð, en nú hafí það rofnað við ísafjörð um eyðingu sorps sem er einn af mikilvægum þáttum sveitarstjórnarmála. En ísfirðingar sem búa í eina kaupstaðn- um á Vestfjörðum þar til Bolungarvík hlaut kaupstaðarréttindi 5. apríl 1974 vilja vera sem sjálfstæðastir í þessum kjarna norður- byggðanna þar vestra, enda búa nær 4.000 Gott sam- starf manns við Skutulsfjörð. Þar er verzlun ævagömul og útgerð hefur verið aðalat- vinnuvegur þar frá fornu fari. En þar hef- ur einnig ýmislegt gengið á og oft slys áðurfyrr á Breiðadalsheiði vegna snjóflóða, en heiðin var opnuð bifreiðum 1936. Þar sem nú er ísafjarðarkaupstaður stóð áður prestssetrið Eyri, frægt af píslarsögu sr. Jóns Magnússonar þumlungs sem skrifaði einhveija sérstæðustu bók um galdra sem til er. Höfn er góð á ísafirði, athafnalíf fjölbreytt og aðkomumönnum augljóst að þar er mikilvæg miðstöð mannlífs þar vestra. Nú geta Isfirðingar og aðrir Djúp- menn valið ýmsa kosti til suðurferða, Breiðadalsheiði, eða göngin innan skamms, flug eða Steingrímsfjarðarheið- ina sem opnuð var 1984. Þótt sitt sýnist hveijum og menn deili um sameiningu sveitarfélaga hefur sam- starf Ísaíjarðarkaupstaðar og Hnífsdals gengið vel, en staðirnir urðu eitt bæjarfé- lag 1971. Þegar við vorum á ferð um Djúp lá varðskip á spegilsléttum Skutulsfirði. Það var góð tilfínning að horfa á þetta skip sem verndar umhverfi okkar og lífsbjörg og minnir sífelldlega á hveijir eiga þetta stórbrotna land. Og þessi gjöfulu fiskimið. En einkaframtak í hlíðum Eyrarfjalls ofan við ísafjarðarkaupstað, skógarbleðill sem undirstrikar hið skriðunakta umhverfí sitt, dregur að sér ræktunarauga aðkomu- mannsins og vekur spurningar um skóg- rækt í slíku umhverfi. Allt í sam- ræmi við að- stæður Á ÞAÐ HEFUR verið bent áður hér í Reykjavíkurbréfi hve vegagerð er mikilvæg og ekki úr vegi að geta þess aftur þegar framkvæmdamenn vildu byggja sérstaka höfn í Garðinum á sínum tíma, en þá sagði Ólafur Thors þingmaður þeirra og átrúnaðargoð: „Leggið heldur góða vegi milli plássanna og keyrið fiskinn á milli. Bezt er að hafa hafnirnar þar sem aðstæður era hentugastar frá náttúrunnar hendi.“ Þessi leið var farin og nú eru sam- göngur á þessum slóðum með þeim hætti að flutningar eru auðveldir milli Garðs og nærliggjandi hafnarbæja og þannig hefur myndazt einskonar athafnakjarni í kring- um þessi mikilvægu sjávarpláss á Suður- nesjum. Hið sama er að gerast vestra. En þótt unnið sé að því að þétta byggð á þeim slóðum sem hér hefur verið fjallað um er þess að vænta að Vestfírðir haldi einkennum sínum og því sérstæða mann- lífi sem þar hefur þróazt og getið af sér stórmikla sögu og sérstæðar bókmenntir eins og við getum séð í skáldverkum Guð- mundar G. Hagalíns frá Lokinhömram við Amarfjörð og annarra nútímahöfunda sem hafa fjallað um þennan landsfjórðung, en mörg klassísk verk sprattu einnig úr þessu umhverfi til forna eins og Gísla saga Súrs- sonar, Hávarðar saga ísfirðings og Fóst- bræðra saga svo nokkur verk séu nefnd, en úr hinni síðast töldu óx Gerpla eins og kunnugt er. Og þá á Ljósvíkingurinn ræt- ur í Önundarfirði eins og alkunna er. Þess er að vænta að Vestfirðir verði áfram umgjörð um svo sérstætt mannlíf og svo mikilvæga atvinnuhætti sem raun ber vitni. Vestfirðingar bera vonandi ávallt sérkennum sínum vitni og þrátt fyrir sjón- varp og erlenda alhæfingu getum við bor- ið þó nokkra von í bijósti um það að þeir verði ekki eins og Paul Theroux segir í Patagóníu-hraðlestinni um indíána, að þeir hafi hætt að vera indíánar þegar þeir fóra að ganga í skóm. Þá breyttust þeir í hvít- ingja. Verðmæti sem eru sérstæð eru mik- ilvægari nú á tímum en nokkru sinni fyrr eins og reynt er að steypa allt og alla í sama blýmótið, en það er hvimleiðasti galli sjónvarps- og myndbandaaldar. í REYKJAVÍKUR- BRÉFI um Snæ- fellsnesið og Breiðaljörð segir m.a. að það sé einstætt ævintýri að borða REYKJAVIKURBREF Laugardagur 4. september ASólbakka Einar Oddur Krisljánsson. Flateyri og fiskvinnsluhús hans í baksýn. Ljósm./Mbl. i Skorsteinninn á Hóli við Önundarfjörð. Minnismerki um Hans Ellefsen og athafnir hans. hörpudisk upp úr fírðinum þegar heimsótt- ar eru með Eyjaferðum í Stykkishólmi nærliggjandi eyjar þar og í Hvammsfirði. En þegar komið er á Flateyri við Önundar- fjörð og farið í fylgd með Einari Oddi Kristjánssyni í fiskvinnsluhús hans kemur í ljós að þetta er ekkert einstakt því að þar er unnið algjört brautryðjendastarf í skelfisksvinnslu og unnt að bragða á þessu lifandi lostæti beint úr skelinni, en Einar og samstarfsmenn hans eru að þróa þess- ar veiðar og nú hefur hann sett í þessa tilraunastarfsemi 50-60 milljónir króna. „Það er alltof mikið,“ segir hann, „og verð- ur að fara að gefa eitthvað af sér.“ Einar Oddur býr ásamt fjölskyldu sinni í nýlegu húsi sem stendur á hæðinni yfir bænum og heitir Sólbakki, en það var Hans Ellefsen, Norðmaðurinn sem stofn- aði til hvalveiðistöðvar á Flateyri, sem gaf húsi sínu þetta nafn. Stöðin brann 1901 og lagðist síðan niður þar en var flutt austur í Mjóafjörð. Ibúðarhús Ellefsens að Sólbakka líktist ekki þeim kotum sem er- lendir ferðamenn lýsa við Önundarfjörð fyrr á öldum og voru fremur eins og ryki af hólum eða hverum úr fjarlægð séð því íbúðarhús hans er Ráðherrabústaðurinn sem nú stendur við Tjarnargötu í Reykja- vík, en Ellefsen gaf Hannesi Hafstein húsið 1904 og var það þá tekið af grunnin- um og flutt suður. Það er við hæfi að hús Einars Odds standi á grunni Ráðherrabústaðarins. Garðurinn umhverfis Sólbakka er yndi Einars Odds en ekki áþján. Hánn er villtur og sér um sig sjálfur. Einar er óbundinn og getur farið allra sinna ferða fyrir garð- inum, það er kannski mestur kostur hans. í garðinum vaxa 50 tijátegundir, eða jafn- margar og þeir sem nú vinna í fyrirtæki Einars Odds, Hjálmi. Þegar ekið er út Hvilftarströndina frá Sólbakka og suður fyrir fjörð í Bjarnardal er komið að Kirkjubóli, höfuðsetri annars skálds, Guðmundar Inga Kristjánssonar, frænda Einars Odds. Hann er 86 ára. Við hittum ekki Guðmund Inga en töluðum við Jóhönnu systur hans sem er „mikil ræktunarkona og vel skáldmælt eins og bróðirinn", segir Einar Oddur. Guðmundur Ingi var á náttúrulækningahælinu í Hvera- gerði sér til heilsubótar því hann er illa farinn í fótum. Það var mildur dagur og kyrrt veður. „Það er oft,“ segir Jóhanna, „hér um slóðir og sjaldan aftök.“ Það væri frekar í sunnanáttum á Flateyri, kall- að Grundarendaveður og minna á Hrúta- hjallaveður á Seyðisfirði. „En þessi veður á Flateyri taka af á tveimur tímum,“ seg- ir Einar Oddur, „það er meiri innlögn á Flateyri en hér, en það er vindur af hafi vegna hitamismunar hafs og lands. En það getur gert harda garda eins og segir í vísunni. En nú talar enginn lengur svona. Ég hef aðeins einu sinni hitt karl sem bar ð fram með þessum hætti.“ Við fórum svo aftur með athafnaskáld- inu að Sólbakka, en þaðan blasa við fisk- vinnsluhús hans niðri á Eyrinni, gul hús með rauðu þaki. Einn yfírbyggður línubát- ur var í höfn, Jónína, þeir veiða í ís og eru allt að fímm dögum í hveijum túr. En Einar Oddur er með hugann við garðinn sinn. Hann sýnir okkur valadeplu sem er norsk jurt og minnir á gleymérei en vex villt á Sólbakka, en þar er einnig norskur fífill sem þeir Ellefsen fluttu með sér út hingað. Á það er minnzt í Flóru að valadepla vaxi einungis á Sólbakka og Einari Oddi þykir mikið til þess koma. Hann segir okkur að Ellefsen hafi einung- is notað íbúðarhús sitt tvo mánuði á ári. Þá voru þeir tímar þegar athafnaskáld flosnuðu ekki upp í kreppu og kvótaóáran en áttu mikið undir sér. „Verömæti sem eru sérstæð eru mikilvægari nú á tímum en nokkru sinni fyrr eins og reynt er að steypa allt og alla í sama blýmótið, en það er hvimleiðasti galli sjónvarps- og myndbanda- aldar.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.