Morgunblaðið - 05.09.1993, Síða 28

Morgunblaðið - 05.09.1993, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SKODUN SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1993 NAUÐGUN ERFRÉTT eftir Ásluugu Péturs- dóttur oglngu Stein- unni Magnúsdóttur Samkvæmt íslenskum hegning- arlögum eru kynferðisafbrot næst- alvarlegasti glæpur á eftir mann- drápi. Því mætti ætla að slík ofbeld- isverk væru stórfrétt. íslenskir fjöl- miðlar gefa þeim þó ekki -mikið rými. Fréttir af slíkum glæpum eru stuttar og staðlaðar og orðalag oft tvíbent. Mikill munur er á fréttafyr- irsögnum dagblaða af kynferðis- glæpum og öðrum glæpum. Al- o^engar fyrirsagnir eru annars vegar „Kona kærði nauðgun“ og hins veg- ar „Rán var framið“. Með öðrum orðum látið er að því liggja að nauðgunin hafi ekki verið framin. Skiptar skoðanir eru um hlutverk fjölmiðla í þessum efnum. Eiga þeir að fræða, upplýsa eða eingöngu flytja fréttir og þá hvers konar fréttir? Kynferðislegt ofbeldi varðar alla. En er það viðurkennt samfélags- vandamál? Staðreyndin er sú að almenningur er oft illa upplýstur ’*?jm þessi mál nema þeir einstakling- ar sem hafa komist í beina snert- ingu við þau. Mál þessi hafa lengst af legið í þagnargildi. í kjölfar fjöl- miðlabyltingarinnar fýrir fáeinum árum varð umræðan um kynferðis- afbrot opinber. Þar með er ekki öll sagan sögð því fjölmiðlar hafa síðan verið gagnrýndir fyrir að sveiflast öfganna á milli, það er á milli þagn- ar og æsifréttamennsku. Frétti af gangi mála í fjölmiðlum Þolandi kynferðislegs ofbeldis segir fjölmiðla lítið sem ekkert hafa fjallað um sitt mál. Hún kærði fyr- ir fjórum árum. Við tók löng og ' ströng barátta við kerfið sem virtist ekki geta tekið á málinu ef til vill vegna þess að um opinberan emb- ættismann var að ræða. Þótt Iítið sem ekkert hafi verið fjallað um mál hennar er það furðu- leg staðreynd að það litla sem hún frétti af gangi mála las hún í frétta- klausum DV. En orðalag var hið undarlegasta að hennar dómi og ekki var farið rétt með. „Eg las í DV að maðurinn væri grunaður um kynferðislega áreitni. Kynferðisleg áreitni og kynferðislegt ofbeldi er að mínum dómi ekki það sama.“ í fyrstu segist hún hafa óttast fjölmiðla. „Ég var haldin skömm ». sem ég held að ég sé að mestu laus við í dag. Ég var hrædd um að opinber umræða í fjölmiðlum myndi skaða fjölskyldu mína. Einnig ótt- aðist ég að það yrði blásið upp að ég hafði átt við geðræn vandamál að stríða. Mér finnst enn í dag al- geng skoðun almennings að konur sem kæra kynferðislegt ofbeldi séu klikkaðar.“ Hún undrast í dag að fjölmiðlar skyldu ekki hafa sýnt langri og strangri baráttu hennar við kerfið meiri áhuga en raun ber vitni. Hún segir sögu sína eiga erindi til al- ' mennings. Henni hefur ekki enn í dag borist svar við kæru frá ríkis- saksóknara sem hún segir nánast reglu fremur en undantekningu í þessum málum. „Manninum var til- kynnt um málalok, það er að málinu hafi verið vísað frá, en ekki mér þó að ég hafi verið kærandi." Þetta varð meðal annars til þess að hún leitaði til embættis umboðsmanns Alþingis til að fá leiðréttingu mála sinna. En hvað varð til þess að hún ákvað að fylgja málinu svo stíft eftir? „Ég held ég hafi verið knúin áfram af réttlætiskennd. Ég gat ekki þolað að vera beitt slíku rang- læti af kerfinu." Hún hækkar rödd- ina og það fer ekki á milli mála að hún er reið. Hún segist fyrst og fremst vera reið kerfinu. Ef til vill reiðari því en manninum. „Ég lít á manninn sem sjúkan. Það er ef til vill sambærilegt við það hvernig kerfið lítur á okkur konur.“ Henni fínnst ekki hafa orðið breytingar í fréttaflutningi af kyn- ferðisafbrotum. Einu breytinguna segir hún þá að nú sé sagt frá málum sem ekki tíðkaðist áður. Hún segir það sorglega staðreynd að meira sé fjallað um sifjaspell og kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum en konum. Hún hefur enga aðra skýringu á því en að konunum sé ekki trúað og þær eigi einfald- lega ekki að þvælast fýrir karl- mönnum. Aðspurð um hlutverk fjölmiðla í fréttaflutningi af kynferðisafbrot- um segir hún að þeir þurfí að sýna málunum meiri skilning og opna umræðuna betur. Hún segist halda að fólk skilji almennt ekki hvað liggi á bak við frétt á borð við „Kona kærði nauðgun". Kona gengur í gegnum mikla niðurrifsstarfsemi eftir nauðgun og þar bætir rann- sóknarferlið ekki úr skák. Hún seg- ir að þama gætu fjölmiðlar komið inn í. „En það er ef til vill ekki hægt að ætlast til þess að fjölmiðla- fólk skilji þessi mál úr því að kerfið skilur þau ekki. Það fær jú sínar upplýsingar frá kerfínu." Hvernig taka fjölmiðlar á kynferðisafbrotum? Bogi Ágústsson fréttastjóri segir að Ríkisútvarp-Sjónvarp hafí skráð- ar almennar vinnureglur fyrir fréttamenn. Þeim er ekki skipt eft- ir málaflokkum og því engin ákvæði er lúta eingöngu að kynferðisaf- brotum. Sömu reglur gilda um fréttaflutning af kvnferðisafbrotum og slysum og öðrum viðkvæmum málum. Bogi segir almennu regluna vera að sýna aðgætni, varúð og nærfærni og reyna að forðast að valda fólki óþarfa hugarangri, meiða fólk ekki með fréttaumfjöll- uninni sjálfri. Ingvi Hrafn Jónsson fréttastjóri segir Stöð 2 ekki hafa skráðar vinnureglur í sambandi við frétta- flutning af kynferðislegu ofbeldi. Hann segir þetta í rauninni ekki mjög flókið. Reynt sé að segja frá af nærgætni og velta sér ekki upp úr málum á nokkum hátt. Svipað er upp á teningnum hvað varðar DV og Morgunblaðið. Sömu vinnureglur gilda þar um frétta- flutning af kynferðisafbrotum og öllum öðrum málum. Magnús Finnsson fréttastjóri Morgunblaðs- ins segir blaðið ekki setjast í dóma- rasæti heldur greina aðeins frá staðreyndum. Morgunblaðið hefur þá reglu að birta ekki nöfn saka- manna fyrr en dómur fellur eða játning liggur fyrir. Jónas Haraldsson fréttastjóri DV tekur í sama streng. Hann segir ofbeldi alvarlegt mál og hlutverk fjölmiðla gæti verið að vara fólk við, til dæmis með myndbirtingu. Meira sé rætt um þessi mál en áður og þar af leiðandi er meira skrifað um þau. Jónas leggur áherslu á að opna umræðuna í fjölmiðlum án þess að skaða þolendur. Hann segir stefnu blaðsins vera að flytja stutt- ar fréttir ekkert síður um þessi mál en önnur. Öllum ber saman um að þetta séu viðkvæm og erfið mál í frétta- flutningi. Það segir sína sögu að skýrar vinnureglur eru samt ekki til um þennan málaflokk á þeim fjölrniðlum sem haft var samband við. Óhætt er að segja að meira er lagt upp úr að segja frá t.d. vinnu- deilum, ríkissjórninni, kvótamálum og Díönu prinsessu en skemmdar- verkum á íslenskum konum. Hvaðan fá fjölmiðlar upplýsingar? Fréttastjórum ber saman um að upplýsingar um kynferðisafbrot komi frá lögreglu. Sigurbjöm Víðir Eggertsson fulltrúi Rannsóknarlög- reglu ríkisins segir Rannsóknarlög- regluna ekki hafa skráðar reglur um hvaða upplýsingar hún láti frá sér. Almenna reglan væri að láta sem minnst fréttast til að fá frið við rannsókn og einnig sem vernd fyrir þolendur. Sigurbjörn telur að fréttaflutningur af kynferðisafbrot- um hafi ekki áhrif á gang einstakra mála en þolendur vilji sjaldnast vera í sviðsljósinu því þeim fínnist það niðurlægjandi. Persónuleg skoðun Sigurbjarnar er að fréttaflutningur fjölmiðla verði sífellt miskunnar- lausari. Þeir gæti ekki að sér varð- andi þolendur. Vegna ummæla fjöl- miðla um að þeir fengju orðalag sitt frá lögreglu fullyrðir Sigurbjörn Víðir Eggertson að svo sé alls ekki. Þótt fjölmiðlafólk fái upplýsingar frá lögreglu er ekki þar með sagt að það þurfi að hengja sig í orðalag hennar. Þeirra starf er að skrifa Áslaug Pétursdóttir Inga Steínunn Magnúsdóttir Kynferðislegt ofbeldi varðar alla. En er það viður- kennt samfélagsvandamál? Staðreyndin er sú að almenningur er oft illa upplýstur um þessi mál nema þeir einstaklingar sem hafa komist í beina snertingu við þau. Mál þessi hafa lengst af legið í þagnargildi. hjá saksóknara, lögreglunni í Reykjavík og sakadómi sem var. Þeir eru á mannlegu nótunum.“ Hvað gerir nauðgun að frétt? Fréttamat fjölmiðlanna er mis- munandi og ræðst meðal annars af hefðum og mati fréttamanna og fréttastjóra. Þótt svokallað „löggu- tékk“ leiði í ljós að nauðgun hafi verið framin er ekki þar með sagt að glæpurinn verði að frétt. Afbrot- ið sjálft er ekki fréttnæmt. Því þarf að fýlgja annað og meira svo það fái einhveija umfjöllun. Ingvi Hrafn Jónsson fréttastjóri Stöðvar 2 segir almennu vinnuregl- una vera þá að kærð nauðgun sé frétt. Væri um heiftarlega árás á vettvangi að ræða myndi það hugs- anlega verða meiri frétt, til dæmis „hún lægi á spítala, árásarmaðurinn handtekinn eða hans leitað“. Þá segir Ingvi Hrafn að reynt sé að fylgja málunum eftir í dómskerf- inu og birta frétt ef dómur fellur. Það væri oft vandkvæðum bundið þar sem kærur séu gjaman dregnar til baka af ýmsum ástæðum. „Var um nauðgun að ræða eða var þetta kunningjanauðgun eða heimanauðg- un? Ástarleikur getur snúist upp í nauðgun og fólk fallist í faðma dag- inn eftir. Konan dregur kæmna þar af leiðandi til baka.“ Á Ríkisútvarpi-Sjónvarpi er ekki mikil áhersla lögð á fréttaflutning af lögreglu- og dómsmálum. Bogi Ágústsson segir að almennt flytji Sjónvarpið ekki sértækar fréttir af kynferðisafbrotum. Sé það gert er markmiðið að hafa fréttina eins stutta og hægt er án þess að það komi niður á umfjölluninni sjálfri: „Þótt maður hafí verið handtekinn og grunaður eða sakaður um nauðg- un segjum við almennt ekki frá því nema eitthvað annað komi til líka. Glæpurinn þarf að vera sérstaklega fréttnæmur að einhveiju öðru leyti, til dæmis þegar um er að ræða hettuklæddan mann sem ógnar með hnífí." Af þessu má álykta að nauðganir eru ekki fýsilegt umfjöllunarefni fjöl- miðla. Ef til vill vilja fjölmiðlar ekki taka á veruleikanum eins og hann er en nauðganir eru hluti af veruleik- anum. Eru fjölmiðlar ekki að búa til gerviveruleika með því að loka á þá staðreynd? Fréttastjórar sjón- varpsstöðvanna segja að nauðganir þurfi að vera sérstaklega fréttnæm- ar að öðru leyti en því að vera ofbeld- isverk á konum? Af hveiju það staf- ar er erfítt að svara. Eru nauðganir æsifréttir? Hvert er álit starfskvenna Stíga- fréttir með eigin orðum eftir upplýs- ingum lögreglu. En einhvers staðar er pottur brot- inn. Ljóst er að fjölmiðlar fá nánari upplýsingar en máli skipta í umfjöll- uninni, t.d. um klæðaburð konunn- ar, ástand hennar ef um ölvun hef- ur verið að ræða og hvar í bænum konan var stödd. í athugasemd starfskonu Stígamóta, Guðrúnar Jónsdóttur, í Morgunblaðinu síðast- liðið haust segir hún að rekja megi lekann til embættis Rannsóknarlög- reglu ríkisins. Siguijón Magnús Egilsson, fyrr- um blaðamaður á DV, sem lengi skrifaði fréttir um kynferðisglæpi og önnur dóms- og sakamál, ber Rannsóknarlögreglu ríkisins ekki vel söguna. Viðmót rannsóknarlög- reglumanna einkennast af „töffara- heitum", eins og Siguijón orðar það. „Sambandið við RLR er ömur- legt. Þar er einn og einn maður sem talandi er við. Þetta er allt annað en hjá öðrum embættum svo sem

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.