Morgunblaðið - 05.09.1993, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 05.09.1993, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1993 29 móta á þessum málum? Heiðveig Ragnarsdóttir starfskona telur að fjölmiðlar ættu frekar að fræða en hræða í umfjöllunum sínum um kyn- ferðislegt ofbeldi. Auðvitað er nauðgun hryllingur en ekki er ástæða til að velta sér upp úr óhugn- aðinum. Heiðveig segir að fréttimar eins og þær em núna hafi ekki góð áhrif á þolendur. Einkum og sér í lagi vegna þess að gefið er í skyn að þolandi sé ábyrgur. Heiðveig segir þörf á að gagnrýna orðalag og fréttaflutning fjölmiðla af kynferðisafbrotum. Hún bendir á að fjölmiðlafólk geri sér ekki alltaf grein fyrir þeim lífsháska sem kon- umar hafi lent í. Einnig geri það sér ekki alltaf grein fyrir þeim for- dómum sem komið geta fram í orða- lagi í örstuttum fréttum. Almennt segir hún að fjölmiðlafólk verði móðgað ef þær skipti sér af. Erfitt sé fyrir þær að gera athugasemdir við einstök mál þar sem þær séu bundnar trúnaði við þolendur. Einn- ig em þær hræddar um að orð þeirra verði mistúlkuð og að fjölmiðlar loki alfarið á þær. Heiðveig segir þó örla á breytingum, henni finnast fordóm- ar í fréttaflutningi almennt fara minnkandi. Magnús Finnsson fréttastjóri hjá Morgunblaðinu segir fréttir af kyn- ferðisglæpum hvorki vera blásnar upp í æsifréttir né gæta fordóma í skrifum blaðamanna. Blaðamenn reyndu að kappkosta að láta ekki sínar persónulegu skoðanir hafa áhrif á skrif sín. Hlutverk Morgunblaðsins væri að upplýsa almenning um hvað hefði gerst. Það væri keppikefli hvers blaðamanns að hafa rétt eftir. Hann sagði sömu vinnureglur gilda og við önnur afbrot. Guðrún Jónsdóttir, starfskona Stígamóta, bedir á að það sé áfall fyrir fómarlamb að lesa tvíbentar lýsingar á þeim atburðum sem það hafí orðið fyrir. „Kæruleysisleg skrif um þetta efni geta einnig leitt til rangtúlkana lesenda og em til þess fallin að viðhalda fordómum. Hlut- leysi í frásögn er því lágmarks- krafa.“ Fyrir og um verslunarmannahelgi síðastliðin ár hafa Stígamót verið með átak gegn nauðgunum á útihá- tíðum. Það er sá tími ársins sem eitthvað er fjallað að ráði um nauðg- unarmál í fjölmiðlum. Þar með er ekki öll sagan sögð þvi einmitt á þessum tíma segir Heiðveig að fjöl- miðlar séu á höttunum eftir hryll- ingssögum. Því færri nauðganir sem verða um þessa helgi því sorgmædd- ara verður fjölmiðlafólkið. Á útihátíð um verslunarmannahelgi leitaði fréttamaður upplýsinga hjá ráðgjafa Stígamóta en þegar hann færðist undan að svara sagði viðkomandi fréttamaður: „Viltu þá að ég búi til frétt?" Fleiri samtök hafa verið með for- vamarstarf fyrir verslunarmanna- helgar, til dæmis Umferðarráð. Um og eftir helgamar segja fjölmiðlar frá því ef átak Umferðarráðs virðist hafa borið árangur og umferðin gengið vel fyrir sig. Fjölmiðlamir sýna aftur á móti Stígamótum lítinn áhuga. Rúmast sérhópar innan hefðbundins fréttaramma? Stígamót hafa átt í erfíðleikum með að koma fréttum af starfi sam- takanna í fréttir Ríkisútvarps-Sjón- varps. Starfskona Stígamóta segir það nánast eins og að ganga á vegg. Bogi Ágústsson segir hlutverk ríkis- fjölmiðils eingöngu vera að flytja fréttir. „Við höfum ekki umboð að vera baráttutæki fyrir einu né neinu í þjóðfélaginu." Þótt Bogi haldi þessu fram má finna mýmörg dæmi þess að fréttastofan sé baráttutæki fyrir hin ýmsu samtök í þjóðfélag- inu. Er fréttastofan ekki orðin bar- áttutæki fyrir Umferðarráð þegar hún fjallar um böm og umferð á haustin þegar skólar hefjast? Eða þegar fjallað er um söfnun Rauða krossins fyrir bágstadda í Sómalíu? Þannig virðist málefnið skipta sköp- um. Sérhópar eiga oft í vök að veij- ast í fréttaflæði fjölmiðlanna. Bar- áttan um að komast að í fjölmiðlum er mikil, pláss af skornum skammti. Siguijón Magnús Egilsson blaða- maður bendir á að það er ekki sama hver hreyfíngin eða félagsskapur- inn er. „Ef félag vill fá fjölmiðil í lið með sér verður það að kunna að matreiða málið á réttan hátt og ekki ætlast til of mikils." Siguijón segir Slysavamafélagið dæmi um stórt félag þar sem auðvelt sé að fá upplýsingar. Samstarfið sé gott og þar af leiðandi birti fjölmiðlar efni frá þeim, sama hvað það er. Ekkert gaman að skrifa um kynferðisglæpi Siguijón vísar hálfkæringi í skrifum um þessi mál á bug. Fyrir- sagnir segir hann þurfa að ná til fólksins, grípa lesandann. „Ég vil að fólk lesi fréttina mína og reyni því að hafa fyrirsagnimar spenn- andi.“ Að öðm Ieyti hugsar Siguijón ekki um áhrif skrifa sinna. Hann kvað fréttir af kynferðisafbrotum og þá sérstaklega gagnvart börnum hafa vakið hvað sterkustu viðbrögð- in úti í þjóðfélaginu. Þegar hann skrifaði um hið svokallaða Svefn- eyjarmál sumarið 1987 sagði hann símann ekki hafa stoppað heilu dagana. Fjölmiðlafólk segir erfítt að fjalla um þessa tegund afbrota sökum þess hve viðkvæm tilfínningamál þau séu. Þegar Siguijón var spurð- ur hvort hann hefði orðið var við að fjölmiðlafólk veigraði sér við að fjalla um þennan málaflokk sagði hann svo ekki vera. Hann segir fréttamenn meðvitaða um að nauðgun sé ofbeldisglæpur. Þó sé eðlilegt að sá sem aldrei hefur orð- ið fyrir nauðgun geti ekki skilið hvemig það er að verða fyrir slíku ofbeldi. „Nauðgun er hvorki þjófn- aður né stöðumælasekt. Svona glæpur er að einhveiju leyti æsi- frétt. Hann fellur undir hörð lög- reglumál því einhver er skaðaður. í heildina em lögreglu- og dómsmál mjög skemmtilegur og spennandi málaflokkur fyrir blaðamenn. í þeim geira er mikið fjör og hasar. En það er ekkert gaman að skrifa um kynferðisglæpi." Siguijón segir kynferðisafbrota- mál frábmgðin öðmm sakamálum að því leyti að réttahöldin séu alltaf lokuð. Fjölmiðlar geti ekki verið við vitnaleiðslur né málflutning. Frá því að kært er og þar til dómur fellur er ekkert vitað hvað gerist nema eftir krókaleiðum. Ef einhvers stað- ar hvflir leynd yfir því hver tengist málinu þá er það í kynferðisafbrota- málum, sérstaklega gagnvart þol- andanum. Siguijón segir mikilvægt að blaðamenn taki hvorki sig né verk- efnin of hátíðlega. Alveg sama þótt máiið sé óþægilegt eða vont. Það gangi ekki að setja sig í fyrirfram ákveðnar steilingar um hvaða áhrif maður hefur með skrifunum. Maður segi bara frá því sem gerðist. „Blaðamaðurinn fremur ekki glæp- inn, honum er einfaldlega falið að skrifa frétt um hann.“ Eru fjölmiðlar ekki ábyrgir? Þótt kjmferðislegt ofbeldi sé næstalvarlegasti glæpur á eftir manndrápi virðast fréttastjórar fjöl- miðlanna sem rætt var við ekki hafa velt þessum málum mikið fyr- ir sér. Fréttaumfjöllun ber það einn- ig með sér. Fréttastjórar skýla sér bak við að málaflokkurinn sé við- kvæmur. En geta þeir leyft sér slíkt viðhorf? Á ekki almenningur heimt- ingu á að vita hvað er að gerast í þjóðfélaginu hveiju sinni. Frétta- stjórar eru karlmenn, en það eru oftast konur og böm sem eru þol- endur kynferðislegs ofbeldis. Ef til vill skýrir þetta efnistökin. Eitt er víst að á meðan afstaða þeirra er slík verður kynferðislegt ofbeldi ekki viðurkennt samfélagsvanda- mál. Engin skýr stefna virðist gilda á fjölmiðlunum við umfjöllun um kyn- ferðislegt ofbeldi og má það furðu sæta þar sem fréttastjórar segja málaflokkinn svo viðkvæman. Fjöl- miðlafólk hlýtur að bera ábyrgð eins og allir þegnar þjóðfélagsins. Fréttastjórar ættu að taka á þessum viðkvæma málaflokki á ábyrgan hátt frekar en að stinga honum undir stól. Höfundar eru dagskrárgerðar- menn hjá Rlkisútvarpinu. Kennsla tefst 20. sept. Byrjendur og framlald liá 4ra ðra. Ballettskóli Eddu..... cheving Skúlatúnl 4 Innritun og upplýsingar í síma 38360. Innritun ísíma 38360 frá kl. 15-19. Afhendinn skírteina 17. og 18. sept. frákl. 17-19. Komdu í sólina á Flaiifla! Fyrsta flokks gisting í banda- rískum klassa miðsvæðis í Orlando, vertingastaður, sundlaug, baanasundlaug, heitur pottur, skyndi-bitastaöur, leikherbergi, gjafavöruverslun. uí>' oi>' «ist iiiii' a o o o o Bost W cstcm Plaza Intcriiatioiia í Orlando 6 nætur: 33.800 kr. 8 nætur: 35.100 kr. 13 nætur: 38.100 kr. 15 nætur: 39.300 kr. 20 nætur: 42.400 kr. á mann með flugvallarsköttum m.v. 4 í herbergi (2 fullorðna og 2 börn, 2ja-l 1 ára). 2 fullorðnir í herbergi: 6 nætur: 47.100 kr.; 8 nætur: 49-480 kr.;13 nætur: 55.580 kr.; 15 nætur: 57.980 kr.; 20 nætur: 64.100 kr. ( flug og gisting og flugvallarskattar). Bjóðumeinnig gistingu á hag- stæðu verðiá öðrum gisti- stöðum í Orfando, t.d. Ramada Inn, Sheraton hótel- unumog íbúða- hótelunum Tango Bay Surtes og Enclave Suites. Kynnið ykkur möguleikana. Haustferðir í Orlandosólina eru að verða fuDbókaðar! Brottför 6 nætur 8 nætur 13 nætur 15 nætur 20 nætur 13. sept. laus sæti laus sæti örfá sæti laus laus sæti örfá sæti laus 20.sept. örfá sæti laus laus sæti örfá sæti laus uppselt fá sæti laus 27.sept. örfá sæti laus uppselt fá sæti laus fá sæti laus fá sæti laus 2.okt. ********** fá sæti laus ************* fá sæti laus 4.okt. fá sæti laus fá sæti laus fá sæti laus uppselt fá sæti laus 9.okt. ********** fá sæti laus ************* fá sæti laus 11.okt. fá sæti laus uppselt fá sæti laus uppselt örfá sæti laus 16.okt. ********** fá sæti laus ************* örfá sæti laus ************ 18.okt. fá sæti laus uppselt uppselt laus sæti ************ 23.okt. ********** örfá sæti laus ************ *********** ************ 25.okt. örfá sæti laus laus sæti ************ uppselt ************ Enginn bókunarfyrirvari - en það borgar sig að ganga strax frá pöntun. Hafðu samband við söluskrifstofur okkar, umboðsmenn um allt land, ferðaskrifstofurnar eða í síma 690300 (svarað alla 7 daga vikunnar frá kl. 8 -18.) Forfallagjald, 1.200 kr., er ekki innifalið í verði. Forfallagjald er valfrjálst en Flugleiðir hvetja farþega til að greiða það til að firra sig óþarfa áhættu. VZS4 CaATLASi* EUROCARO. FLUGLEIDIR Traustur tslenskurferðafélagi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.