Morgunblaðið - 05.09.1993, Qupperneq 40
40
MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1993
RAÐAUGi YSINGAR
Píanókennsla
tek að mér píanókennslu fyrir byrjendur á
öllum aldri. Tónfræðikennsla innifalin.
Er nálægt Hlemmi.
Upplýsingar í síma 16751 eftir kl. 17.00.
Píanókennsla
Hef masterspróf í píanókennslu fyrir börn
og byrjendur á öllum aldri.
Skemmtilegt námsefni.
Innritun daglega í síma 91-12034.
T rölladeigsnámskeið
Vinsælu trölladeigsnámskeiðin eru
í fullum gangi. Mótum okkur eigin
jólagjafir. Örfá pláss laus.
Upplýsingar veittir Aldís
í síma 650829.
Frá Tónskóla Eddu Borg
6.,7. og 8. september eru síðustu innritunar-
dagar í allar deildir skólans. Skrifstofan opin
milli kl. 10 og 16.
Tónskóli Eddu Borg,
Hólmaseli 4-6 - sími 73452.
Innritun
íeftirtalin námskeið:
Hugtakatengsl (5-6 og 7-8 ára), mál og
hugsun (9-10 ára), ráðgátur og rökieikni
(11-12 ára), siðfræði (13-14 ára).
Upplýsingar og innritun í síma 628283.
Myndlistarskóli Kópavogs
Haustnámskeið skólans hefjast 1. október.
Boðið er uppá námskeið fyrir börn, unglinga
og fullorðna.
Námskeið fyrir fullorðna:
Teiknun, módelteiknun, málun, leirmótun,
vatnslitir og blönduð tækni.
Innritun fer fram 8., 9. og 10. september nk.
kl. 16-19 á skrifstofu skólans, í íþróttahúsinu,
Digranesi v. Skálaheiði eða í síma 641134.
Frönskunámskeið
Alliance Francaise
verða haldin 13. septembertil 9. desember.
Innritun fer fram núna alla virka daga frá
kl. 15-19 á Vesturgötu 2, sími 23870.
ALLIANCE FRANCAISE
JL
Barnakór Seljakirkju
Innan skamms hefst annað starfsár
barnakórs Seljakirkju. í vetur verður boðið
upp á kórstarf í þremur aldurshópum fyrir
börn og unglinga frá 6 ára aldri.
Innritun nýrra félaga fer fram í Seljakirkju
dagana 8. og 9. september kl. 17-19.
Kórstjórn og kennslu annast
Margrét Gunnarsdóttir, tónmenntakennari.
Innritun
hefst mánudaginn 6. september og fer fram
alla virka daga frá kl. 14-17 í skólanum,
Stórholti 16, sími 27015.
OLAFS GAUKS
■fÆS^íö-
t'wtrtmr0'
cTónmenntaskóli
Reykjavíkur
mun taka til starfa skv. venju í september-
mánuði. Enn er hægt að innrita nemendur
í eftirfarandi deildir fyrir skólaárið 1993-94:
1. Börn fædd 1986 íforskóladeild (forskóli II)
2. Fáein börn fædd 1985 í forskóladeild (for-
skóli III)
3. Tréblástursdeild: Nokkra 8-9 ára nem-
endur á altflautu og tvo 11-12 ára nem-
endur á fagott.
4. Málmblástursnemendur: einn-tvo 9-10
ára nemendur á horn og einn 10-11 ára
nemanda á túbu.
5. Slagverksdeild: Fáeina 8-10 ára nem-
endur.
Hafið sámband sem fyrst f síma 628477
ef óskað er eftir skólavist fyrir nemendur
skv. ofanskráðu.
Tónmenntaskólinn býður einnig upp á píanó-
kennslu fyrir fötluð börn í samvinnu við
Tónstofu Valgerðar. Einnig býður skólinn
upp á músíkþerapíu.
Upplýsingar um þennan þátt skólastarfsins
veitir Valgerður Jónsdóttir í síma 612288 frá
og með þriðjudeginum 7. september á tíma-
bilinu kl. 13-16.
Nemendur sem þegar hafa sótt um skóla-
vist fyrir skólaárið 1993-94 komi í skólann
að Lindargötu 51, dagana 6., 7. og 8. sept-
ember á tímabilinu kl. 14-18 e.h. og hafi
með sér afrit af stundaskrá sinni úr grunn-
skólanum. Einnig á að greiða inn á skóla-
gjaldið, sbr. heimsent bréf. Dragið ekki fram
á síðasta dag að koma. Forðist þrengsli og
óþarfa biðtíma.
Skólastjóri.
Tilboð
Bifreiðaútboð á tjónabifreiðum er alla virka
mánudaga frá kl. 9.00-18.00. Ljósmyndir af
bifreiðunum liggja frammi hjá umboðsmönn-
um SJÓVÁR-ALMENNRA víða um land.
Upplýsingar í símsvara 91-671285.
Tjónaskgduirs.löðin
■ * Draghálsi 14-16, 110 Rcy kj avík, sími 671120, tclefax 672620
Mölburður fReykjanesumdæmi 1993
Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í möl-
burð í Reykjanesumdæmi. Bera skal ofan í
níu vegarkafla á ýmsum stöðum í umdæm-
inu. Heildarflatarmál 140.000 m2 og efnis-
magn 14.000 m3.
Verki skal lokið 30. október 1993.
Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkis-
ins í Borgartúni 5, Reykjavík, (aðalgjaldkera)
frá og með 6. þ.m.
Skila skal tilboðum á sama stað fyrir kl. 14.00
13. september 1993.
Vegamálastjóri.
Menntamálaráðuneytið
Styrkir til háskólanáms í
Sviss og Þýskalandi
1. Svissnesk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau
bjóði fram í löndum, sem aðild eiga að
Evrópuráðinu, 28 styrki til háskólanáms
í Sviss skólaárið 1994-95. Styrkirnir eru
eingöngu ætlaðir til framhaldsnáms við
háskóla og skulu umsækjendur eigi vera
eldri en 35 ára. Nauðsynlegt er að um-
sækjendur hafi nægilega þekkingu á
frönsku eða þýsku og þurfa þeir að vera
undir það búnir að á það verði reynt með
prófi.
2. Þýska sendiráðið í Reykjavík hefur til-
kynnt íslenskum stjórnvöldum að boðnir
séu fram eftirtaldir styrkir handa íslend-
ingum til náms og rannsóknastarfa í
Þýskalandi á námsárinu 1994-95:
a) Fjórir styrkir til háskólanáms. Umsækj-
endur skuiu hafa lokið a.m.k. tveggja ára
háskólanámi.
b) Nokkrir styrkir til að sækja þýskunám-
skeið sumarið 1994.
Umsækjendur skulu vera komnir nokkuð
áleiðis í háskólanámi og leggja stund á
nám í öðrum greinum en þýsku. Einnig
þurfa þeir að hafa góða undirstöðukunn-
áttu í þýskri tungu.
c) Nokkrir styrkir til vísindamanna til
námsdvalar og rannsóknarstarfa um allt
að sex mánaða skeið.
Nánari upplýsingar um styrkina fást í
menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4,
150 Reykjavík.
Umsóknir um styrkina, ásamt staðfestum
afritum prófskírteina, meðmælum og heil-
brigðisvottorði, skulu sendar til ráðuneytis-
ins fyrir 25. október nk. á sérstökum um-
sóknareyðublöðum sem þar fást.
Styrkir til menningarsam-
starfs milli Eystrasalts-
ríkjanna og Norðurlanda
Vakin er athygli á styrkjum, sem Norræna
ráðherranefndin (Nordisk Ministerrád) veitir
til eflingar menningarsamstarfs milli Eystra-
saltsríkjanna og Norðurlanda. Tilgangur
styrkveitinganna er að stuðla að mennta-
og menningarsamstarfi landanna til að efla
áframhaldandi framfarir á því sviði í Eystra-
saltsríkjunum. Áhersla er lögð á viðfangsefni
þar sem reynsla og sérstaða Norðurlanda
kemur að sérstökum notum.
Um er að ræða styrki til eftirtalinna viðfangs-
efna:
1. Styrki handa náms- og fræðimönnum frá
Eystrasaltsríkjunum til náms- og rann-
sóknadvalar á Norðurlöndum.
2. Styrki handa náms- og fræðimönnum frá
Norðurlöndum til 1-8 vikna kynnisferða
til Eystrasaltslandanna.
3. Styrki handa fræðimönnum frá Eystra-
saltsríkjunum til rannsóknadvalar við vís-
indastofnanir, sem styrktar eru af Norður-
landaráði.
Nánari upplýsingar og eyðublöð fást í
menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4,
150 Reykjavík, sem tekur á móti umsóknum.
Umsóknarfrestir eru tveir á ári, miðaðir við
1. október og 1. mars.
Menntamálaráðuneytið,
3. september 1993.