Morgunblaðið - 05.09.1993, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 05.09.1993, Qupperneq 43
96 f aiaM&rwii 93 Greville Wynne og George Blake BJARGAfll HEIMINIIM Bretar sakabir um ad svíkja einn hcefasta njósnara Vesturveldanna Samstarfsmennirnir: Wynne hlýðir á Penkovsky bera vitni í réttarhöldunum gegn þeim. EIN MESTU ráðgáta kalda stríðsins er mál sovézka ofurst- ans Olegs Penkovskys, sem tek- inn var af lífi í Moskvu fyrir 30 árum. Rússar hafa litið á hann sem landráðamann, en á Vestur- löndum hefur hann verið kallað- ur „njósnarinn, sem bjargaði heiminum." Nú telur Phillip Knightley, sérfræðingur í njósn- um á árum kalda stríðsins, að Penkovsky-gátan sé leyst. Sam- kvæmt grein í brezka blaðinu Observertelur hann nýjar upp- lýsingar frá sovézku leynilög- reglunni og KGB-njósnaranum George Blake benda til þess að brezka leyniþjónustan SIS hafi svikið Penkovsky. Penkovskymálið tryggði Bret- um sigur í njósnastríðinu við KGB og gerði þeim kleift að ná sér niðri á samheijum sín- um og keppinautum í banda- rísku leyniþjónustunni CIA. Penkov- sky lét á hinn bóginn lífið og starfs- menn CIA urðu ákveðnari í því en áður að forðast samvinnu við Breta. Upphaf málsins var að snyrtilega klæddur Rússi kom að máli við tvo bandaríska ferðamenn þegar þeir voru á leið heim til hótels síns í Moskvu að kvöldi 12. ágúst 1960. Rússinn kvaðst hafa mikilvægar upplýsingar undir höndum og vildi fá þá til að koma þeim á framfæri við bandaríska sendiráðið. Fjórum dögum síðar áttu að hefjast réttar- höld í Moskvu í máli Gary Powers, flugmanns bandarísku U-2-njósna- flugvélarinnar, sem hafði verið skot- in niður yfir Sovétríkjunum í maí. Rússinn kvaðst geta upplýst að sovézka frásögnin um málið væri ósönn. U-2-vélin hefði ekki verið skotin niður með einu flugskeyti, eins og Níkíta Khrustjov sovétleið- togi héldi fram, heldur 14 — og ekk- ert þeirra hefði hæft. Annar Banda- ríkjamaðurinn sannfærðist um að Rússinn væri leynilegur útsendari lögreglunnar og losaði sig við hann. Hinn Bandaríkjamaðurinn trúði Rússanum og fór með umslag frá honum í bandaríska sendiráðið, sem kom því áleiðis til CIA í Washing- ton. Bréflð var frá Oleg V. Penkov- sky, ofursta í GRU (leyniþjónustu sovézka heraflans), sem bauðst til að njósna í þágu Vesturveldanna. „Eg vil gjarnan koma gögnum á framfæri við ykkur þegar í stað,“ skrifaði Penkovsky. „Æskilegast væri að upplýsingarnar verði skildar eftir á fyrirfram ákveðnum felustöð- um.“ Klúðruðu málinu Málið vakti forvitni og áhuga CIA. Nokkrir vestrænir leyniþjónustu- menn könnuðust við Penkovsky. Þegar hann hafði verið aðstoðarmað- ur sovézka hermálafulltrúans í Ank- ara 1955 hafði hann snúið sér til ýmissa leyniþjónustumanna og boðið þeim upplýsingar um fyrirætlanir Sovétríkjanna í Miðausturlöndum. Leyniþjónustumönnunum var sagt að forðast Penkovsky. Upplýsingar um feril hans sýndu að hann væri af öðru sauðahúsi en flestir þeir menn sem gerðust svikarar. Árið 1960 hafði kalda stríðið harðnað til muna og CIA skorti til- finnanlega heimildarmann í sovézka heraflanum. Sérstakur leyniþjón- ustumaður var sendur til bandaríska sendiráðsins í Moskvu til þess að annast samvinnuna við Penkovsky, en hann klúðraði málinu. Pjórum mánuðum eftir að tilboðið frá Penkovsky barst hafði CIA ekki tek- izt að ná aftur sambandi við hann. í janúar 1961 ákvað CIA að leita eftir Iiðsinni Breta, þótt margir starfsmenn stofnunarinnar væru tregir til að samþykkja það. Þeir sögðu að Bretar væru óáreiðanlegir, héldu því fram að sovézkir útsendar- ar hefðu laumazt til áhrifa í brezku leyniþjónustunni SIS og minntu á mál svikaranna Philbys, Burgess og MacLeans. Aðrir bentu á að Bretar könnuðust við Penkovsky, því' að hann hefði snúið sér til brezkra kaupsýslumanna í Moskvu. Ef hafízt yrði handa án samvinnu SIS væri hætt við að erfiðleikarnir í sambúð CIA og SIS mundu aukast. Ákvörðunin um að blanda Bretum í málið var örlagarík fyrir Penkov- sky. SIS taldi mál hans tilvalið tæki- færi til að auka álit Bandaríkja- manna á sér og sýna að þrátt fyrir Philby, Burgess og Maclean gæti brezka leyniþjónustan haft mann á sínum snærum í Moskvu og komið mikilvægum upplýsingum frá hon- um úr landi. Afstýrði kjarnorkuárás SIS gat látið til skarar skríða með stuttum fyrirvara, því að leyniþjón- ustan hafði ráðið í sína þjónustu brezka kaupsýslumanninn Greville Wynne í von um að hann gæti aflað upplýsinga um hina sovézku Vís- inda- og tækninefnd ríkisins, sem var skálkaskjól þeirra starfsmanna KGB og GRU sem stunduðu njósnir um vestræna tækni. Penkovsky átti sæti í þessari nefnd. í apríl 1961 afhenti Penkovsky Wynne böggul með skjölum og filmu. Brezkir og bandarískir sérfræðingar kváðu upp úr með að skjölin væru ófölsuð og mikilvæg. Á næstu tveim- ur árum stal Penkovsky leyniskjöl- um, stríðsáætlunum, uppdráttum af kjarnorkuflaugum og hernaðarhand- bókum. Hann tók ljósmyndir af þess- um gögnum og kom þeim til banda- rískra og brezkra stjórnenda sinna með því að afhenda þau vestrænum tengiliðum eins og Wynne. Áður en Kúbudeilan hófst útveg- aði Penkovsky handbækur um sovézkar eldflaugar sem gerði Bandaríkjamönnum kleift að túlka loftmyndir, sem þeir tóku af Kúbu, og fullyrða að Sovétmenn væru að koma fyrir eldflaugaskotpöllum á eynni. Ævisöguritarar Penkovskys, Jerrold L. Schechter og Peter S. Deriabin, telja að vegna upplýsingar frá honum hafi Bandaríkjamenn getað gert sér grein fyrir að Khrustsjov stórýkti eldflaugamátt Sovétmanna. Bretar eru jafnvissir um mikil- vægi Penkovskys. „Gefið hefur verið í skyn í samtölum við mig,“ sagði Sir Dick White, yfirmaður SIS, „að leynilegar upplýsingar frá honum hafi átt mikinn þátt í því að Banda- ríkjamenn ákváðu að gera ekki fyr- irbyggjandi árás méð kjarnorku- vopnum á Sovétríkin." Uppljóstrari KGB? Fyrsta ráðgáta Penkovsky-máls- ins er sú að sögn Knightleys hvað hafi fengið hann til að gerast njósn- ari. Hann lifði forréttindalífi í Sov- étríkjunum og naut verndar Sergeis Varentsovs marskálks, fulltrúa í miðstjórninni og Æðsta ráðinu. Ævisöguhöfundar hans segja að sovézk yfirvöld hafi komizt að því að faðir hans hafí verið foringi í her hvítliða og barizt gegn Rauða hern- um eftir byltinguna. Penkovsky taldi jað hafa spillt fyrir sér i Sovétríkjun- um alla tíð. í réttarhöldunum gegn honum 1961 var athyglinni beint að hegómagirnd hans, græðgi og kven- semi. Ekki tókst að benda á sannfær- andi ástæðu að baki ákvörðun Penkovskys um að leggja fyrir sig njósnir og því töldu sumir leyniþjón- ustumenn að hann væri uppljóstrari KGB og að honum hefði verið laum- að til áhrifa í vestrænum leyniþjón- ustustofnunum, með eða án hans vitneskju, til þess að hafa áhrif á vestrænar hugmyndir um Sovétrík- in. Stuðningsmenn þessarar kenn- ingar hafa bent á sérkennilegar hlið- ar á málinu. Ef Wynne hefði til dæmis farið í of tíðar heimsóknir til Moskvu hefði það vakið tortryggni og því kom SIS því í kring að Penkovsky fengi annan tengilið, sem hann gæti afhent njósnagögn og fengið skilaboð frá. Þessi tengiliður var Janet Chisholm, eiginkona Rauri Chisholm, brezks starfsmanns SIS í sendiráðinu í Moskvu, sem naut frið- helgi diplómata. Rauri Chisholm hafði áður starfað í stöð SIS í Berlín og einn samstarfs- manna hans úr leyniþjónustunni þar hafði verið enginn annar en George Blake, sem síðar játaði að hafa ver- ið útsendari KGB. Blake sagði Knig- htley í Moskvu nýlega að hann hefði skýrt KGB-tengiliði sínum frá nöfn- um allra samstarfsmanna sinna úr SIS í útstöðinni í Berlín. Það táknar að þegar Chisholm kom til Moskvu að taka við hinu nýja starfi sínu vissi KGB þá þegar að hann var foringi í SIS. Undir eftirlit Á þessum tíma voru Chisholm- hjónin undir stöðugu eftirliti KGB. Gagnnjósnaforingjar KGB hljóta að hafa fylgzt með frú Chisholm þegar hún var í orði kveðnu úti með börn- um sínum eða í búðarferðum og hitti rússneskan karlmann 12 sinnum á tímabilinu október 1961 til janúar 1962. Síðan hafa verið birtar KGB- ijósmyndir af nokkrum þessum fund- um. Verið getur að þessir foringjar KGB hafi ekki áttað sig á því þegar í stað að Rússinn var Penkovsky ofursti úr GRU, en Knightley telur fullvíst að þeir hafi komizt að því fljótlega og dregið þá augljósu álykt- un að Penkovsky stæði í sambandi við leyniþjónustu óvinarins. Hvernig stóð þá að því að KGB lét viðgangast að þessum fundum var haldið áfram? Nokkrir fyrrver- andi starfsmenn SIS og CIÁ telja að um samsæri hafi verið að ræða og svar þeirra er því á þá leið að KGB hljóti að hafa stjórnað allri aðgerðinni og komið fyrir leyniskjöl- um á stöðum, þar sem Penkovsky hlyti að rekast á þau, því að vitað hafi verið að hann myndi koma þeim til Vesturlanda. Samkvæmt þessari kenningu var talið að ástæðurnar fyrir þessu kynnu að hafa verið tvær. í fyrsta lagi hafi átt að breyta hugmyndum vestrænna ríkja um eldflaugasmíði Sovétmanna til þess að Vesturveldin sofnuðu á verðinum og fylltust falskri öryggiskennd. I öðru lagi gat verið að klíka and- stæðinga Khrústjovs í Kreml hafi viljað koma þeim skilaboðum til Vesturlanda að Khrústjov hefði ekki bolmagn til að hrinda hótunum sín- um í framkvæmd, hveijar sem þær væru. RígurKGB og GRU Knightley telur þetta sannfærandi % kenningu, en að við nánari athugun megi sjá að málið sé einfaldara. Hann segir að reyndar hafi fyrrver- andi ofursti í KGB staðfest í sam- tölum við sig að gagnnjósnadeijd KGB hafi áttað sig á því strax að Penkovsky hafi verið Rússi sá sem hitti frú Chisholm a ýmsum stöðum í Moskvu, en erfiðleikar innan kerfis- ins hafi þegar í stað skotið upp koll- Inum. Lengi hafði verið rígur milli KGB og GRU og samskipti þeirra fóru fram eftir ströngum reglum. Gagn- njósnaforingjar KGB urðu að gera ráð fyrir þeim möguieika að GRU- foringinn Penkovsky ofursti hefði með höndum stjórn á einhverri leyni- íjónustuaðgerð á vegum GRU. Ekki var óhugsandi að hann væri að ráða Chisholm til starfa. Ef KGB skærist í leikinn kynni að komast upp um aðgerðina og afleiðingin gæti orðið sú að alvarleg deila kæmi upp milli tveggja sovézkra leyniþjónustu- stofnana. Væri Penkovsky á hinn bóginn viðriðinn einhvers konar landráða- starfsemi yrðu sannanirnar gegn honum að vera óyggjandi. Leyni- þjónusta Penkovskys myndi veija hann gegn ásökunum KGB og þar að auki mundi verndari hans, Var- entsov marskálkur, snúast hart gegn hveijum þeim gagnnjósnaforingja KGB, sem kæmi fram með upplogn- ar sakir gegn Penkovsky. „Við urðum að bíða lengi þangað til við höfðum óyggjandi sannartir undir höndum," sagði KGB-foring- inn við Knightley. „Við gátum ekki leyft okkur að handtaka hann fyrr en við gátum sannfært yfirmenn okkar um að Penkovsky væri sek- ur... Af hveiju spyrðu ekki þína eig- in leyniþjónustu hvers vegna hún hélt áfram að nota Chisholm-hjónin til þess að fylgjast með Penkovsky, þótt hún kæmist fljótlega að raun um að George Blake hafði komið upp um þau?“ Játning Blakes Ofurstinn átti við að Blake játaði fyrir SlS-manninum Harold Sher- gold að hann væri útsendari KGB í yfirheyrslum í London 9. apríl 1961. Allt frá þeim degi vissi SIS að Blake hafði komið upp um Chisholm-hjónin og að KGB mundi fylgjast með þeim í Moskvu sem njósnurum Breta. Samt notaði SIS Janet Chisholm til þess að setja sig í samband við Penkovsky í Moskvu þar til í janúar ' árið eftir. SIS taldi sig ekki eiga annarra kosta völ: Penkovsky var sjálfur staðráðinn í halda njósnastarfsemi sinni áfram; gögn hans voru ómet- anleg; CIA hafði sjálf reynt að koma því í kring að bandarískir leyniþjón- ustumenn fengju þessi gögn, en mistekizt, og Janet Chisholm, móðir þriggja lítilla barna, virtist meinleys- islegasti kosturinn til þess sigrast á eftirliti KGB. SIS lét að sjálfsögðu ekki Penkov- sky vita að komizt hafði upp um frú Chisholm og hlýtur að hafa vitað að hann yrði afhjúpaður innan tíðar. Keightley spyr hvort brezka leyni- þjónustan hefði sýnt eins mikið skeytingarleysi í máli Penkovskys, ef hún hefði ekki viljað leggja allt í sölurnar til þess að vinna sig aftur í álit hjá CIA. Þegar gagnnjósnadeild KGB hafði komizt yfir óhrekjandi sannanir uip landráð gegn Penkovsky var hann handtekinn og síðan kom röðin að Wynne. Þeir voru leiddir fyrir rétt í maí 1963. Wynne var dæmdur í átta ára fangelsi, en í ágúst 1964 var hann látinn laus í skiptum fyrir Gordon Lonsdale, KGB-foringja sem hafði setið í fangelsi í Bretlandi síð- an 1961. Wynne settist að á Maj- orca. Hann lézt 1990 eftir langa baráttu við drykkjusýki. Penkovsky játaði allt og var dæmdur til dauða. Þrátt fyrir ævin- týralegar sögur um að KGB hafi ýtt honum lifandi inn í bræðsluofn áb viðstöddum háttsettum foringjum var hann raunar skotinn 16. maí 1963. Chisholm-hjónin nutu friðhelgis diplómata og voru send til starfa í fleiri borgum. Rauri Chicholm lézt 1979. Frú Chisholm er hætt störfum og býr í Bretlandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.