Morgunblaðið - 05.09.1993, Page 44

Morgunblaðið - 05.09.1993, Page 44
44 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1993 Launakerfíð hvetur ekki til hraðaksturs í'ORSVARSMENN pizza-staða segja að launakerfi sendla hvetji ekki til hraðaksturs eða umferðarlagabrota. Morgunblaðið greindi frá því í frétt í vikunni að 14 pizza-sendlar hefðu verið sektaðir fyrir umferðarlagabrot og hefði lögregla sent út tilmæli til stjórn- enda pizza-staða að skapa ekki óhóflegan þrýsting á sendlana. Arni Frímann framkvæmdastjóri Pizzahúsins sagði að sendlarnir fengju greitt fast tímakaup og væri launakerfið því ekki hvetjandi til hraðaksturs. Hann sagði að starfsfólk sem tæki við pöntunum hefði yfirlit yfir hversu lengi væri verið að aka til hina ýmsu hverfa og væri alls ekki reynt að hvetja sendla til að kom- ast á leiðarenda á óraunhæfum tíma. Ávallt nægur tími Bjarni Þórhallsson framkvæmda- stjóri hjá Domino pizzum sagði að sú regla hefði verið sett í upphafi að ekki væri ekið heim með pizzur nema í sjö mínútna ökuradíus um- hverfis fyrirtækið. Þeir sem önnuð- ust aksturinn hefðu því ávallt næg- an tíma til að komast á leiðarenda. Bjarni sagði að sendlarnir fengju greitt tímakaup en auk þess 100 krónur fyrir hverja ferð. Morgunblaðið/Árni Sæberg Lokið við Selásskóla LOKAÁFANGI Selásskóla hefur verið tekinn í notkun og er byggingu skólans þar með lokið. Fullbyggður er skólinn 3.440 fermetrar ásamt leikfimihúsi og er heildar- kostnaður við bygginguna 400,8 millj. Nemendur skól- ans eru 401 á aldrinum 6 til 12 ára. í ávarpi sínu við afhendingu skólans þakkaði Markús Örn Antonsson hönnuðum, verktökum og öllum sem að byggingunni stóðu fyrir vel unnin störf um leið og hann óskaði starfsfólki og nemendum til hamingju með lokaáfang- ann og þá aðstöðu sem þar með er tekin í notkun. Tryggingastofnun 13 sækja um starf Ódýrasta embætti landsins - segir Þorleifur Pálsson sýslumaður í Kópavogi um tillögur dómsmálaráðherra ÞORLEIFUR Pálsson, sýslumaður í Kópavogi, segir að sýslumanns- embættið í Kópavogi veiti ódýrustu þjónustu miðað við íbúa af öllum sýslumannsembættum landsins og sé rekstur embættisins mun ódýrari ríkissjóði, miðað við íbúa, en rekstur þeirra fimm embætta sem veiti sambærilega þjónustu í Reykjavík. Þorleifur hefur reiknað út miðað við framlög á fjárlögum kostnað við rekst- ur allra sýslumannsembætta landsins miðað við höfðatölu í um- dæmi og einnig miðað við tilteknar forsendur rekstrarkostnað þeirra fimm embætta í Reykjavík sem gegna sambærilegu hlut- verki. Niðurstaðan er sú að rekstur sýslumannsembættis í Kópa- vogi kostar rúmlega 7.900 krónur á hvern Kópavogsbúa, rekstur sýslumannsembættisins í Hafnarfirði um 8.400, svipuð upphæð á Akureyri en 13.600 krónur í Reykjavík. Kostnaður embætta í nokkrum fámenustu umdæmum er á bilinu 16-18 þús. kr. pr. íbúa. forsljóra ALLS bárust þrettán umsóknir um starf forstjóra Tryggingastofnun- ar ríkisins en umsóknarfrestur um stöðuna rann út um síðustu mán- aðamót. Eftirtaldir sóttu um starf forstjóra T ryggingastofnunar: Arnþór Helgason, formaður Ör- yrkjabandalagsins, Árni Njálsson íþróttakennari, Björn Jóhannsson kennari, dr. Guðmundur Rúnar Árnason framkvæmdastjóri, Guð- mundur Vésteinsson deildarstjóri, Hilmar Björgvinsson deildarstjóri, dr. med. Hrafn V. Friðriksson læknir, dr. Jón Sæmundur Siguijónsson hag- fræðingur, Karl Steinar Guðnason alþingismaður, Kristján Guðjónsson deildarstjóri, Ólína Torfadóttir hjúkr- unarforstjóri, dr. Pétur H. Blöndal tryggingastærðfræðingur og Símon Steingrímsson sérfræðingur við rekstur heilbrigðisþjónustu. Þorleifur sagði að samkvæmt þessu væri vandséð að sparnaður næðist með því að leggja niður embættin, þvert á móti virtist sér að breyttur rekstur yrði dýrari. Þorleifur kvaðst ekki vita til þess að útreikningar af því tagi sem hann hefur gert hefðu verið gerðir á vegum ráðuneyta og sagði að sér væri því ekki ljóst hvaða útreikning- ar á ætluðum sparnaði lægju fyrir. Við samanburð við Reykjavík leggur Þorleifur í útreikningum sín- um til grundvallar kostnað við rekstur embættis lögreglustjórans í Reykjavík, sýslumanns í Reykjavík og Gjaldheimtunnar í Reykjavík, 30% af skrifstofukostnaði Trygg- ingastofnunar en sýslumenn veita í sínum umdæmum þjónustu í um- boði Tryggingastofnunar sem stofnunin sjálf annast í Reykjavík MIKIL uppsveifla er víða í gangi á bökkum laxveiðiánna, rigning hefur augljóslega vakið legna laxinn upp af dróma og örvað nýja laxa til dáða. Það berast til dæmis feikna veiðisögur úr Vopnafirði þar sem sjö stanga holl yfirgaf Hofsá í vikunni með 140 laxa. I Laxá í Dölum var svo 88 laxa holl sem veiddi í tvo daga og hópurinn sem tók við var kominn með 19 stykki eftir fyrstu vaktina. Stórar tölur... Sem fyrr segir er rífandi veiði í Hofsá og líkleg tala úr henni nú er milli 1600 og 1700 laxar. Skil- yrði til veiða hafa batnað mikið í Vopnafirði að undanförnu og það skilar sér strax. Mikið veiðist af tveggja ára laxi úr sjó í bland við smálaxinn, þannig var ein stöngin í stóra hollinu með 27 laxa, þar af þrettán 10 til 17,5 punda. Sú stöng var reyndar með bestu meðalvigtina, en aðrar stangir gátu mjög vel við unað í þessum efnum. Selá er nokkuð að baki Hofsá í heildartölu, en þar hefur verið mikil veiði að undanförnu, enda báðar árnar fullar af fiski. Holl sem byrjaði nýverið var t.d. komið með 32 laxa eftir fyrstu vaktina, en alls er veitt á 5 stang- ir. Þar er einnig nóg af boltalaxi innan um í aflanum og í báðum ánum er lax enn að ganga. Laxá að svíkja... Þórunn Alfreðsdóttir ráðskona í Vökuholti sagði það helst að frétta frá Laxá í Aðaldal, að botninn væri dottinn úr veiðinni og úti skini sól í heiði með 20 stiga hita. í Vökuholtsbókina eru komnir 1.430 laxar og alls úr ánni ein- hvers staðar á milli 1.800 og 1.900 laxar. Taldi Þórunn veiðina svo rólega um þessar mundir að ólíklegt yrði að teljast að hún skriði yfir 2.000 laxa og ógnaði Garðar H. Svavarsson með fall- ega veiði úr Sandá í Þistilfirði, 5 Iaxa, 9 til 16 punda. Norðurá í toppsætinu. Veitt er til 9. september. Oftalið úr Grímsá... Rúnar Marvinsson kokkur í veiði- húsinu við Grímsá sagði í gær- dag, að oftalið hefði verið úr ánni í blöðunum fyrir nokkru. Rétt væri að um 1.100 laxar væru nú komnir úr ánni, en ekki 1.300 eins og greint var frá fyrir um viku síðan. „Við vorum að loka húsinu og nú standa yfir bænda- dagar. Ég var sjálfur að veiða í morgun og fékk 3 laxa og tvo væna birtinga. Þetta voru allt að 9 punda fiskar og allir nýgengnir. Það er að sjá mikill lax í ánni og allt getur gerst enn þótt hann hafi tekið heldur illa að undan- förnu,“ sagði Rúnar. Hér og þar... Reykjadalsá í Borgarfirði hefur verið léleg í sumar eins og ævin- lega þegar þurrkar heija á. Fyrir skömmu voru aðeins komnir milli 30 og 40 laxar úr ánni, en eitt- hvað var þó af fiski í henni. Bú- ast má við því að eitthvað glæðist nú er úrkoma gerir vart við sig og frískar ána. Um 330 laxar eru komnir á land úr Stóru Laxá. Ágúst hefur verið fremur daufur eftir frábæra byijun, en heyrst hefur að veiði sé nú aftur að glæðast, enda er september hefðbundinn stórveiði- mánuður í þessari á. Sogið er komið yfir 300 laxa og stefnir í að þar náist besta veiði um nokkurra ára skeið. Veitt er til 19. september og að sögn kunnugra töluvert af laxi. Það sama á reyndar við um flest svæð- in þar eystra, enda hefur verið haft eftir Magnúsi Tóhannessyni fiskifræðingi á Selfossi, að laxa- stofnar á svæðinu séu nú í sókn. og einnig kostnað af rekstri emb- ættis tollstjórans í Reykjavík. Sýslumenn annast tollgæslu utan Reykjavíkur þar sem um slíka þjón- ustu er að ræða, svo og lögskrán- ingu skipshafna. Hvorki tollgæslu né lögskráningu er til dreifa í Kópa- vogi. Rekstrarkostnaður tollstjór- ans í Reykjavík er um 1.300 krónur á hvern Reykvíking, að sögn Þor- leifs. Þá kvaðst hann telja að ef menn færu út í það að sameina sýslu- mannsembættin þijú á höfuðborg- arsvæðinu yrði vart hjá því komist að taka umdæmaskiptingu héraðs- dómstólanna í Reykjavík og Reykja- nesi til endurskoðunar. Sýslumannsembættið í Kópavogi hefur á yfirstandandi ári 134,3 milljónir króna til ráðstöfunar, þar af 68,7 milljónir til löggæslu. Það er hægt að spara með skertri þjónustu „Það er hægt að ná fram sparn- aði með því að skerða þjónustu," sagðþKjartan Þorkelsson sýslumað- ur á Ólafsfirði í samtali við Morgun- blaðið. Hann kvaðst hins vegar ekki hafa fengið að heyra hvernig hug- myndir ráðuneytisins væru hugsað- ar og hvort hugmyndin væri sú að reka útibú á staðnum frá sýslu- mannsembættinu á Akureyri, eins og gert væri á Dalvík eða hvort íbúar í þessum 1.200 manna bæ þyrftu að sækja um 20 km til Dal- víkur eða um 60 km til Akureyrar eftir þeirri þjónustu sem embættið veitir. Á fjárlögum var veitt tæpum 20 milljónum til sýslumanns á Ólafs- firði, þar af um 8,5 millj. til lög- gæslu. Við embættið starfa auk sýslumanns 2 lögreglumenn og skrifstofufólk í tveimur og hálfu starfi. Kjartan sagði ljóst að ef embættið yrði lagt niður mundu Ólafsfirðingar sjá eftir þeim störf- um enda ekki mikið um störf í opin- berri þjónustu í bænum. Davíð Oddsson á fundi EDU í Ung’verjalandi Athuga þarf út- víkkun NATO DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði í ræðu á fundi Evrópusam- taka lýðræðisflokka, EDU, í Búdapest í Ungverjalandi á fimmtudag, að huga þyrfti að frekari útvíkkun Atlantshafsbandalagsins, í framtíð- inni. European Democrat Union, EDU, er Evrópusamtök flokka á hægri væng stjórnmálanna, kristilegra demókrata og íhaldsmanna. Davíð sótti fundinn því sem formaður Sjálf- stæðisflokksins. Á fundinum í Búda- pest voru einnig Helmut Kohl, kanzl- ari Þýzkalands, Jacques Chirac, borgarstjóri í París, Carl Bildt, for- sætisráðherra Svíþjóðar, og Poul Schluter, fyriverandi forsætisráð- herra í Danmörku, svo nokkur nöfn séu nefnd. Alls voru 10 forsætisráð- herrar á fundinum, auk annarra flokksleiðtoga frá 31 Evrópuríki. Aðlögun NATO Davíð sagði meðal annars í ræðu sinni að til að tryggja öryggi og frið í Evrópu yrði að nýta til hins ýtrasta þá reynslu og afl, sem byggi í þeim alþjóðlegu samtökum og stofnunum, sem fyrir hendi væru. „Atlantshafs- bandalagið hefur meginþýðingu í þessu sambandi. Reynslan hefur kennt okkur að sambandið við Norð- ur-Ameríku er einn grunnþátturinn í NATO og nýjar. ógnanir skerpa þá mynd enn frekar,“ sagði Davíð. „Því er það mjög mikilvægt að aðlaga NATO frekar að vandamálum dags- ins í dag eftir að „kalda stríðinu" er lokið. Til að gæta friðar og örygg- is í Evrópu þarf að nota einstaka reynslu og aðstöðu Atlantshafs- bandalagsins og beina aukinni at- hygli að fyrirbyggjandi aðgerðum, auk tilrauna til að koma á friði þar sem fyrirbyggjandi aðgerðir hafa mistekizt. Aukin samvinna innan samráðshóps Norður-Atlantshafsins (North Atlantic Cooperation Counc- il), þarf að eiga sér stað og athuga þarf möguleika á frekari útvíkkun á NATO í framtíðinni." Davíð ræddi um mikilvægi efna- hagslegrar samvinnu í formi opinna markaða og fijálsrar verzlunar. „Til að ná stöðugleika og samvinnu landa á milli, er engin önnur leið betri en mikil og fjölþætt efnahagsleg sam- skipti. Þess vegna er mikilvægt að fylgja stefnu sem gerir þjóðum Mið- og Áustur-Evrópu mögulegt að hafa aðgang að mörkuðum Vestur-Evr- ópu,“ sagði hann. Brotthvarf Rússa frá Eystrasalti hafi forgang Loks ræddi forsætisráðherra um stöðu Eystrasaltsríkjanna og minnti á stuðning íslendinga við sjálfstæðis- baráttu þeirra. „Brotthvarf rúss- neska hersins frá þessum ríkjum er mjög mikilvægt málefni sem ætti að hafa forgang á alþjóðavettvangi og, ef nauðsynlegt er, vera tekið upp í alþjóðlegum samningaviðræðum," sagði Davíð Oddsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.