Morgunblaðið - 05.09.1993, Page 46
46
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1993
Grillsteikumar hjá laHinum:
Mest seldu steikur
á íslandi
NAUTAGRILLSTEIK, SIRLOIN.kr. 690
LAMBAGRILLSTEIK, FILLET.kr. 750
SVÍNAGRILLSTEIK, HNAKKI.kr. 690
1 InrBmi
V E I T I N G A S T O F A .
Sprengisandi - Kringiunni
Íla primavera
I RISTORANTE J
^ ...
Hiítii ver<iLunaruinar
Höfum opnað d
<iunnudag<ik völduni
og mánudögum.
Nú er opid alla daga vikunar.
Róniaður veitingadtaxfur
Íla prímaveraI
I- RISTORANTE J
^ 1 i.'.ivry
Húsi versiunar, sími 678555.
MENNTASKÓLINN
í KÓPAVOGI
Gríptu tækifærið!
Menntaskólinn í Kópavogi
býður þér hagnýtt nám á
SKRIFSTOFUBRA UT
sem er 2ja ára starfstengd braut innan skólans.
Kennslugreinar m.a.:
Islenska,
bókfærsla,
stjórnun,
símsvörun,
tungumál,
skjalavarsla,
sölutækni,
tölvufræði,
stærðfræði,
tollur,
verslunarréttur.
Námið er metið inn á stúdentdsprófsbrautir.
Vegna breytinga er hægt að bæta við örfáum
nemendum.
Þar er óþarfi að leita langt yfir skammt, því
hér fara saman verð og gæði. Innritun stend-
ur yfir í síma 43861 og einnig eru þeir, sem
áhuga hafa, ávallt velkomnir.
Áfangastjóri.
SJÚKRAÞJÁLFARI
Hef hafið störf á MT-stofunni, Skeifunni 37,
Reykjavík.
Tímapantanir í síma 683660.
Andrés Kristjánsson,
löggiltur sjúkraþjálfari.
Barnafataverslunin BIMBÓ
Háaleitisbraut 58-60
Stuttermabolir
kr. 850
Langermabolir
kr. 1.250
Jogginggallar
kr. 1.800
Bjóðum einnig upp á:
Skólaúlpur kr. 4.420
Gallabuxur kr. 2.320
Smekkbuxur kr. 2.790
Við leitum að metnaðarfullum
drengjum 7-14 ára til starfa í drengjakór
Laugameskirkju.Kórinn býður upp á kennslu
í söng, raddþjálfun,píanókennslu auk
góðs félagsskapar
Framundan em mörg áhugaverð verkeíhi, þar sem
hæst ber ferðalag til Florida næsta vor
Með kómum starfar öflugt foreldrafélag.
Áhugasamir hringi í stjómanda kórsins, Ronald Tumer,
í síma 623276 eða 679422.
NEMENDUR
ERAMHALDSSKÓLA
Erlendir dansar öll])riðjudagskvöld kl. 20.000
í sal félagsins, Alfabakka 14 A, Mjódd.
Fjörugir og skemmtilegir dansar.
Æfingar hefjast þriðjudaginn
21. september’93.
VERIÐ ÞAR SEM FJÖRIÐ ER
Sviti og púl
Kynning í Perlunni sunnudaginn 5. sept.
ÞJÓÐDANSARAR
Þjóðdansaæfingar, fimmtudaga kl. 20.30.
Æfingar hefjast fimmtud. 23. sept. ’93
Innritun og upplýsingar
í síma 681616.
v___________________________/
JfttyipwMitMfo
Metsölublad á hverjum degi!
Hópþjálfun
fyrir fólk
með gigt
GIGTARFÉLAG íslands mun
nú í september hefja hópþjálfun
fyrir fólk með gigtsjúkdóma og
munu sjúkraþjálfarar annast
hana. Markmið hópþjálfunar er
að auka líkamsvitund, liðleika,
styrk og þol og jafnframt að
auka þekkingu fólks á sjúkdómi
sínum.
Tvenns konar námskeið eru í
boði: Grunnnámskeið, 30 tímar,
þar sem auk líkamsþjálfunar verð-
ur skipulögð fræðsla og fólk með
sama sjúkdóm verður saman í hóp
og framhaldsnámskeið, 26 tímar,
sem eru ætluð þeim sem hafa lok-
ið grunnnámskeiði eða fengið
fræðslu annars staðar.
Námskeiðin fara fram í sal og
í upphitaðri sundlaug og verða
haldin hjá Gigtarfélagi íslands,
Ármúla 5, í sundlaug Sjálfsbjarg-
ar, Hátúni 12 og í Mætti, Faxa-
feni 14.
Öll námskeiðin spanna þijá
mánuði og verður þjálfað tvisvar
í viku með þeirri undantekningu
þó að þeir sem æfa í sal geta einn-
ig fengið að þjálfa í Sjálfsbjargar-
lauginni einu sinni í viku. Skráning
fer fram hjá Gigtarfélagi íslands.
-----» » ♦-----
ASÍ undr-
andi á gerð-
ardómi
EFTIRFARANDI ályktun var
samþykkt á fundi^ miðsljórnar
Alþýðusambands Islands mið-
vikudaginn 1. september sl.
„Miðstjórn ASI lýsir undrun
sinni á úrskurði gerðardóms sem
kveðinn var upp þann 9. ágúst sl.
vegna kjaradeilu yfirmanna á ms.
Heijólfi og útgerðar skipsins.
Miðstjórn ASÍ mótmælir þeim
vinnubrögðum að vinnuveitendur
geti knúið fram lagasetningu um
gerðardóm í þeim tilgangi að
lækka laun starfsstéttar sem ekki
er aðili að kjaradeilunni.
Miðstjórn ASÍ hafnar því alfarið
að skipaður gerðardómur geti
kveðið upp úrskurð þar sem laun-
akröfum einnar starfsstéttar er
hafnað en umsamin laun annarrar
starfsstéttar lækkuð þrátt fyrir að
þau séu ákveðin með löglega gerð-
um kjarasamningi milli aðila og
hafi þannig farið út fyrir það verk-
svið sem honum var falið skv. lög-
unum.
Miðstjórn ASÍ mun taka
framangreinda málsmeðferð al-
varlega og skoða hvernig rétt sé
að bregðast við.“
-----» ♦ ♦-----
Slasaðist
er mjólkur-
bíll valt
ÖKUMAÐUR mjólkurbíls
slasaðist töluvert þegar hann
missti sljórn á bilnum á Hval-
fjarðarströnd á fimmtudag.
Maðurinn var fluttur á sjúkra-
húsið á Akranesi og þaðan á
sjúkrahús í Reykjavík.
Mjólkurbílnum var ekið að
sunnan tómum. Þegar bílstjórinn
var rétt sunnan Lambhaga á Hval-
fjarðarströnd missti hann stjórn á
bílnum í beygju og lenti hann í
aflíðandi halla um 100 metrum
utan vegar og valt loks á hlið ofan
í skurð.
Ökumaðurinn, sem var einn í
bílnum, er talinn hafa meiðst í
baki.