Morgunblaðið - 07.10.1993, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 07.10.1993, Qupperneq 1
72 SIÐURB/C STOFNAÐ 1913 227. tbl. 81. árg. FIMMTUDAGUR 7. OKTOBER 1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Clinton leitar undankomu frá Sómalíu Washington. Daily Teiegraph. BILL Clinton Bandaríkjaforseti varði deginum í gær á fundum með ráðherrum sínum og ráðgjðfum í varnar- og utanríkismálum og var tilgangurinn að finna leið til þess að kalla um 5.000 banda- ríska hermenn heim frá Sómalíu. Tólf bandarískir hermenn a.m.k. féllu í átökum við sómalska byssu- menn um síðustu helgi og voru nokkrir teknir til fanga. Uppistand er á Bandaríkjaþingi vegna þessa, reiðir kjósendur hringja í þingmenn og krefjast þess að herliðið verði kallað heim. Hefur ástandinu verið líkt við það sem einkenndi hernað- arafskipti Bandaríkjamanna í Víet- nam. Þá hefur stjórn herliðs Sam- einuðu þjóðanna (SÞ) í Sómalíu sætt harðri gagnrýni. Mannfallið varð er herflokkur var sendur til aðgerða í Mogadishu en hann lokaðist inni og liðsauki barst loks níu stundum seinna. Upplýst hefur verið að Les Aspin varnar- málaráðherra hafi synjað beiðni um að senda sérstaka brynvagna til Sómalíu en öruggt þykir að hægt hefði verið að koma herflokknum strax til hjálpar hefðu sveitirnar haft yfir þessum búnaði að ráða. Niðurstöður skoðanakönnunar sem birtar voru í gær sýna að mik- ill meirihluti bandarísku þjóðarinnar er því fylgjandi að bandarískir her- menn verði kvaddir heim þegar í stað. Clinton veittist að yfirstjórn her- liðs SÞ í gær og sagði að áður en SÞ tók við stjórn herliðsins hefði 28.000 manna bandarískt lið haft tök á ástandinu í landinu. Hann sagði að sjónvarpsmyndir af með- ferð Sómala á líkum fallinna her- manna hefðu fyllt sig viðbjóði. „Manni gremst sérstaklega í ljósi þess að sveitirnar voru sendar til Sómalíu til þess að bjarga börnum frá hungurdauða, opna sjúkrahús og skóla á ný og tryggja fólki ör- uggan náttstað," sagði Clinton. Georgíumenn flýja Abkhazíu GEORGÍSKIR flóttamenn streyma nú til íjalla frá Abkhazíu-héraði í Georgíu. Talið er að um 100.000 manns hafi leitað skjóls í fjallaþorpum en Abkhazar og Georgíumenn heyja nú grimmilega styijöld. í gær hittust þrír fulltrúar abkhazískra uppreisnarmanna og svissneskur fulltrúi Sameinuðu þjóðanna í Genf. Ræddu þeir hvernig koma megi á friði í Georgíu en fulltrúar Georgiu sóttu ekki fundinn. Reynt var að koma á friðarviðræðum milli stríðandi aðila um miðjan september en þeim var frestað er uppreisnar- menn í Abkhazíu réðust á Sukhumi. Á myndinni teygir flóttafólk sig eftir pakka af megrunardufti. Reuter í haldi Sómala MIKE Duran þyrluflugmaður er nú í haldi stuðningsmanna Mo- hamed Aideeds. Mynd af upp- töku á yfirheyrslum yfir Duran. Jeltsín einsetur sér að kosið verði í desember Rússar hóta að segja upp samningum um takmörkun hefðbundins herafla í Evrópu, verði þeim ekki leyft að auka viðbúnað hersins í Kákasusfjöllum Jordan hættur Chicago. Rcutcr. MICHAEL Jordan, körfubolta- stjarnan bandaríska, lýsti yfir í gær, að hann hefði lagt skóna sína á hilluna. Kvaðst hann hafa náð svo langt, sem komist yrði, og ekki hafa áhuga á að halda áfram á toppnum. Hann vildi þó ekki sverja fyrir, að hann klæddist einhvern tíma aftur búningi Chicago Bulls. „Ég er nú á hátindi ferils míns," sagði Jordan á blaðamannafundi, „og mér finnst ég ekki hafa leng- ur að neinu að keppa.“ Kvaðst hann aldrei mundu keppa fyrir annað lið en það, sem hann vann með þijá heimsmeistaratitla, og Moskvu. Reuter. The Daily Telegraph. BORIS Jeltsín, forseti Rússlands, sagði í sjónvarpsávarpi sínu til rússnesku þjóðarinnar í gær, að þingkosningar yrðu haldnar í landinu þann 12. desember eins og áætlað hefði verið. Sagði hann það ósk sína að kosningar til héraðsstjórna yrðu haldnar um leið og hvatti til þess að héraðsráðin yrðu leyst upp. Jeltsín aflétti í gær ritskoðun og viðurkenndi að hún hefði verið mistök. í gær var ennfremur sagt frá því að rússnesk stjórnvöld hefðu hótað að segja upp CFE-samningnum um takmörkun hefðbundins herafla í Evrópu verði þeim ekki leyft að auka viðbúnað rússn- eska hersins á óróasvæðum í Kákasusfjöllum. Ávarpið í gær var hið fýrsta sem Jeltsín flytur þjóðinni eftir að herinn braut á bak aftur uppreisn harðlinu- afla í Moskvu. Fullvissaði forsetinn Rússa um að hann myndi ekki sýna þeim sem vildu koma á kommún- isma að nýju neina linkind. Viður- kenndi Jeltsín að harin hefði van- metið staðfestu andstæðinga sinna og sagði að niðurstaða atburða síð- ustu daga væri sú að lýðræðið yrði að veija. Forsprökkum uppreisnar- innar, þeim Alexander Rútskoj og Rúslan Khasbúlatov, yrði ekki sýnd nein miskunn. í ræðunni viðurkenndi Jeltsín að sá tími sem uppreisnin hefði staðið, hefði reynst erfiður: „I hreinskilni sagt höfðu ekki allir stjórn á sjálfum sér, nægan styrk og taugar til að standast þá gríðarlegu spennu sem ríkti á örlagastundu." Blaðamaður, sem var í Kreml á meðan uppreisn stóð, hefur sagt Jeltsín hafa verið sem lamaðan nær allan tímann. Keuter Michael Jordan kveður. að ég vel verið Jordan. Sjá ennfremur á bls, neitaði raunar að aftaka með öllu, að hann léki aftur með Bulls. „Mér dettur ekki i hug að segja „aldrei, aldrei". Ef mig langar til að leika með þeim eftir fimm ár og þeir vilja taka við mér getur slái til,“ sagði 50. Hvíta húsið verði aðsetur stjórnarinnar Á fundi Öryggisráðs Rússlands í gærmorgun sagði Jeltsín nauðsyn- legt að gera ráðstafanir til að tryggja framtíðarstöðu rússneska hersins. Bjóst hann að við að áætl- un um framtíðarhlutverk hans yrði undirrituð að viku liðinni. Þá lýsti Jeltsín því yfir að aðsetur stjórnar- innar yrði flutt í Hvíta húsið en stofnaður hefur verið sjóður til að greiða viðgerðir á þeim byggingum sem tjón varð á í bardögum á sunnudag og mánudag. Valeríj Zorkín sagði í gær af sér sem forseti Stjórnlagadómstólsins vegna mikils þrýstings frá Jeltsín. Hóta að segja CFE-samningnum upp Haft eftir heimildum í höfuð- stöðvum Atlantshafsbandalagsins, NATO, í Brussel í gær að Rússar hótuðu að segja upp CFE-samn- ingnum, fengju þeir ekki undan- þágu til að auka viðbúnað hersins í Kákasusfjöllum. Aðildarríki bandalagsins og Austur-Evrópurík- in hafa neitað að fallast á nokkrar undanþágur frá samningnum. Haft var eftir ónefnduin embættismanni hjá NATO að samningurinn væri ónýtur, segðu Rússar honum upp. Sjá nánar á bls. 24. Enginn gæt- ir Leníns Moskvu. Reuter. HEIÐURSVÖRÐUR við graf- hýsi Leníns við Rauða torgið í Moskvu var aflagður í gær. Sérstakar öryggissveitir í Kreml hafa gætt grafhýsisins. í frétt Itar-Tass fréttastofunn- ar var haft eftir yfirmanni sveitarinnar að um „breytt fyrirkomulag" væri að ræða. Engin frekari skýring var gef- in. Grafhýsið var opið í gær en óvíst er um framhaldið. Heiðursvörður hefur verið við grafhýsið frá því að Lenín var lagður þar til hinstu hvílu árið 1924. Hefur gæsagangur varð- manna við vaktaskipti jafnan verið vinsæll meðal ferðamanna og borgarbúa. Eftir fall Sovétríkjanna 1991 var gerð tilraun til að loka graf- hýsinu og greftra Lenín annars staðar en hún mistókst. Þótti mörgum Rússum það merki um að þjóðin hafi ekki getað gert upp við eigin fortíð. Það að leggja af heiðursvörð við grafhýsið þyk- ir bera vott um algera afneitun hinnar kommúnísku fortíðar landsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.