Morgunblaðið - 07.10.1993, Side 7

Morgunblaðið - 07.10.1993, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUÐAGUR 7. OKTÓBER 1993 7 Lýðveldisgarður bú- inn til við Hverfisgötu KYNNT hefur verið í borgarráði Reykjavíkur skipulag um lysti- garð og torg, Lýðveldisgarð, á horni Smiðjustígs og Hverfisgötu í tilefni af 50 ára afmæli lýðveld- isins næsta sumar. Einnig er ráð- gert að þarna verði komið fyrir bautasteinum sem minntu á þessi tímamót íslensku þjóðarinnar. Óskað var eftir því af hálfu Reykjavíkurborgar að lýðveldisaf- mælisnefnd Reykjavíkurborgar, garðyrkjustjóri, Borgarskipulag og Skógræktarfélag Reykjavíkur hug- uðu að því fyrir lýðveldisafmælið að komið yrði upp lystigarði þarna og litlu torgi. Lóðin sem garðinum hefur verið valinn staður er tæplega 700 fermetrar að stærð. Samkvæmt skipulagi um þennan garð á að flytja þangað 4-5 metra há tré og á garðurinn að vera tilbúinn fyrir 17. júní á næsta ári. Kostnaðar- áætlun hljóðar upp á 5-6 milljónir kr. Skógræktarfélag mun gefa trjá- gróðurinn og Reykjavíkurborg fjár- magnar verkið að öðru leyti. Berg úr fjórðungunum Gert er ráð fyrir að lítið báru- járnshús sem reist var árið 1903 og stendur á þessum stað verði flutt á brott. A þessum stað er um sjö metra hár silfurreynir og fær hann að stnda og verður uppistaðan í tijágróðrinum á svæðinu. Vestan við lóðina er tvílyft steinhús frá 1912 sem Jón Magnússon, fyrsti forsætisráðherra landsins, lét reisa, en að austanverðu er steinhús sem reist var 1913 og er þar danska sendiráðið. í skipulagshugmyndum á að koma fyrir einkennisbergi frá þingstöðum fjórðunganna til forna. Drög að Lýðveldisgarði LOÐIN þar sem Lýðveldisgarðurinn á að verða. Á uppdrættinum sést hvernig garðurinn kemur til með að líta út, samkvæmt skipu- laginu sem kynnt hefur verið. Guðmundur J. Guðmundsson, Dagsbrún Atvinnutrygginga- gjald samningsbrot Fleiri forsendur kunna að vera brostnar GUÐMUNDUR J. Guðmunds- son formaður Dagsbrúnar tekur undir orð Benedikts Davíðssonar forseta ASÍ um að áform um 0,5% atvinnu- tryggingagjald séu brot á for- sendum kjarasamninga og álítur hann að fleiri forsend- ur samninganna kunni að vera brostnar. Guðmundur vísar til yfirlýsing- ar ríkisstjórnarinnar, sem fylgdi kjarasamningunum. Þar er stefnt að vaxtalækkun en Guðmundur segir vexti hafa fremur hækkað en lækkað. „Ég vil ekki kenna rík- isstjórninni um vaxtahækkanirn- ar,“ sagði Guðmundur, en sagði að bankarnir virtust vera sjálf- stæðar höfuðskepnur sem enginn næði tökum á. Nefnd skipuð sex fulltrúum verkafólks og vinnuveitenda á að endurskoða forsendur kjarasamn- inganna og skila áliti fyrir 10. nóvember. Hvor aðili getur óskað endurskoðunar og ef slík ósk kem- ur frárn renna samningarnir út um áramót. Guðmundur treysti sér ekki til að segja til um á þessu stigi hvort fulltrúar launþega myndu óska eftir endurskoðun, en þótti það líklegra. Hann sagðist finna fyrir miklum þrýstingi innan Dagsbrúnar á uppsögn samning- anna. Alþingi Stök þing- skjöl seld SKRIFSTOFA Alþingis hefur ákveðið að taka framvegis gjald fyrir einstök þingskjöl, sem send eru í áskrift viku- lega, en til þessa hefur þeim verið dreift ókeypis. Þingskjöium er safnað saman og þau gefin út í A-hluta Alþing- istíðinda, í B-hluta tíðindanna eru skráðar umræður á þingi. Árs- áskrift að Alþingistíðindum kostar nú 5.000 krónur. Nokkrir aðilar hafa óskað eftir að fá þingskjölin send óinnbundin og hafa þeir not- ið þeirrar þjónustu' án þess að gjalda fyrir en verður nú gert að greiða 3.500 krónur á ári. Helgi Bernódusson deildarstjóri á skrifstofu Alþingis segir að með gjaldtökunni sé verið að samræma innheimtu fyrir þingskjöl. Einnig segir hann að með gjaldtöku fyrir þingskjöl sé verið að stemma stigu við ókeypis dreifingu sem starfs- mönnum þingsins hafi þótt keyra úr hófi á stundum. Þess hafi verið dæmi að kennarar sendu nemend- ur svo tugum skipti til að sækja þingskjöl, án þess að gjalda neitt fyrir. - með öllu tilheyrandi! Ferðamálaráð Dublinar og Samvinnuferðir - Landsýn efiia til írskra daga í Naustinu, Naustkjallaranum og Borgarkringlunni í dag, á morgun og á laugardag. ÓSVIKIN ÍRSK írsk tónlist, írskur matur, írskur drykkur og kynning á Dublin og öllu því sem hún hefur upp á að bjóða. Comhaltas Ceoltoiri Eireann, ein vinsælasta þjóðlagahljómsveit íra flytur írsk þjóðlög. Afkomendur Ira í Ríó taka lagið af einskærri gleði. GIÆSIIEGIR FERÐAVINNI Öllum býðst að taka þátt í laufléttri ferðagetraun. Verðlaunin eru ekki af verri endanum - ferð til Dublinar, hvert annað? ♦ NAUSTIÐ OG NAUS Hin írska glaðværð mun ríkja í Naustinu og Naustkjallaranum í kvöld, annað kvöld og laugardagskvöld. Frá kl. 18 er sérstakur þríréttaður írskur matseðill með „Irish stew“ og öllu tilheyrandi fyi'ir aðeins 2.500 kr. Félagarnir í Comhaltas Ceoltoiri Eireann leika af fimum fingrum fram og Ríó gefur söngvagleði sinni lausan tauminn. Allir taka undir! íésaí*L 60RGARKR1N' * Kynning á Dublin og öllu því sem hún hefur upp á að bjóða á fóstudag kl. 16-18 og laugardag kl. 14-16. Snillingarnir í Comhaltas Ceoltoiri Eireann krydda kynninguna með hinni einstöku tónlist sinni. Nú geta þúsundir íslendinga rifjaö upp stemmninguna í Dublin og enn fleifi fengiÖ nasasjón afþví sem koma skal! Reyfcjavik: Austurstræti 12 • S. 91 - 69 10 10 • Innanlandsferðir S. 91 - 69 10 70 • Simbréf 91 • 2 77 96 / 69 10 95 • Teiex 2241 • Hótel Sógu við HagatorQ • S. 91 - 62 22 77 • Simbrét 91 - 62 24 60 Hafnartjörður Reykjavikurvegur 72 • S. 91 - 511 55 Ketlavik: Hafnargötu 35 • S. 92 - 13 400 • Simbréf 92 -13 490 Akranes: Breiðargötu 1 • S. 93.-1 33 86« Símbrét 93 -1 11 95 Akureyri: Ráðhústorgi 1 • S. % - 27200 • Slmbréf 96-1 10 35 Vestmannaeyjar QAIXAS/ff m Vestmannabraut 38 • • Simbréf 98 -1 27 92 -112 71 EUROCAFID. Samvininiferllir lanúsýn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.