Morgunblaðið - 07.10.1993, Qupperneq 10
10
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER T993
Kyrralíf á ljósmynd
Myndlist
Bragi Asgeirsson
Á vettvangi myndlistarinnar, er
ekki nauðsynlegt að mála æsilegan
viðburð til að.umbylta gefnum for-
sendum á myndfleti, því að eitt
epli getur allt eins komið byltingu
af stað.
Það er vegna þess, að myndlistin
er í flestum tilvikum síður list frá-
sagnarinnar en sjálfs vinnuferl-
isins. Þannig umbylti kúbisminn
myndlistinni á sínum tíma og var
þó mest stuðst við myndefni næsta
umhverfis og þagnarinnar. Bæði í
bókstaflegum skilningi, og eins er
annað myndefni notað, t.d. lands-
lag og fígúrur, en þau voru með-
höndluð líkt og tíminn hafi stöðv-
ast.
Þessar staðreyndir eru Leifi Þor-
steinssyni ljósar við val myndefnis,
því að hann tekur myndir sínar á
vinnustofunni, sjálfum sér til
ánægju og tilbreytingar frá öðrum
verkefnum, sem eru mjög margvís-
leg og vafalítið ekki alltaf að sama
skapi skemmtileg. Viðfangsefnin
eru eins og segir í einblöðungi er
þjónar sem sýningarskrá: „Hljóðl-
átir, hversdagslegir hlutir og blóm
úr garðinum, sem höfðu viðdvöl á
vinnustofunni í lengri eða skemmri
tíma.“
Sýningin er til staðar í Stöðla-
koti við Bókhlöðustíg og fellur mjög
vel inn í hið litla en hlýlega rými.
Á neðri hæðinni eru kyrralífsmynd-
ir í möttum og djúpum tónum, en
á efri hæðinni eru blómamyndir og
er þá áferðin skörp, glansandi og
stássleg, en án þess að fara út
yfir mörkin. Alla þessa sýningu
einkennir óvenjulegt látleysi og
kyrrlát fegurð og svo vel tekst
Leifi að fanga einkenni hvers
myndefnis, að hvergi er um veikan
punkt að ræða á allri sýningunni.
í myndunum á neðri hæðinni
vinnur hann næstum í anda málar-
ans J.-B.S. Chardins nema að hér
er um að ræða ljósmyndir en ekki
málverk, en verkin eru skyld að
yndisþokka og látleysi.
Á efri hæðinni eru formin meitl-
aðri og það er sama hvert Leifur
beinir ljósopinu, því allar myndirnar
búa yfír innri töfrum hvort heldur
um er að ræða fífil, rós, puntustrá,
bifukollu eða valmúa.
Myndirnar eru unnar með tveim-
ur mismunandi aðferðum annars
vegar með Polaroid-filmu, yfir-
færðri á vatnslitapappír, þannig að
aðeins er til eitt eintak af hverri
mynd og hins vegar á Ilford Color
de Luxe-stækkunarpappír fyrir
negatívfilmu.
A tímum, er Ijósmyndin er í mik-
illi sókn í heiminum og himinhátt
verð fæst fyrir verk nafnkenndra
ljósmyndara er ákaflega mikilvægt
að við séum meðvitaðir um þróun-
ina og fylgjumst vel með athöfnum
ljósmyndasmiða okkar. Og sem
betur fer hafa þeir sjálfir ekki sofn-
að á verðinum, því að margt er
framúrskarandi vel gert á sviðinu
um þessar mundir, og telst sýning
Leifs Þorsteinssonar gilt og verð-
mætt innlegg.
Þetta er sýning sem margur mun
hafa drjúga ánægju af að skoða.
Málað á silki
Myndlistarkonan Erna Guðm-
arsdóttir er engin óþekkt stærð
á íslenzkum listavettvangi þó að
einkasýning hennar í listhúsinu
Sneglu að Grettisgötu 7 sé jafn-
framt frumraun hennar á þeim
vettvangi.
Erna hefur til að mynda unnið
við leikbrúðugerð frá árinu 1967
og farið víða um lönd með leik-
hópi Leikbrúðulands. Þá er hún
ágætlega menntuð á íslenzkan
mælikvarða, en hún hefur bæði
numið við Myndlistaskóla
Reykjavíkur og Myndlista- og
handíðaskóla Islands, en hún
Erna Guðmarsdóttir við eitt
verka sinna.
lauk þar prófi í kennaradeild árið
1985. Þá er hún gift einum
Leifur Þorsteinsson.
fremsta leikmyndasmiði þjóðar-
innar og jafnframt vel þekktum
málara, og hefur þannig alla tíð
mikið umgengist leikara og
myndlistarmenn sem er í sjálfu
sér dijúgur skóli.
En þrátt fyrir það átti maður
naumast von á jafn heillegri sýn-
ingu frá hennar hendi og raun
er á og sannast sagna vinnur hún
umtalsverðan listasigur.
Um er að ræða 40 myndir, sem
allar eru málaðar á kínverskt silki
og myndefnið sótt í blæbrigði
landslags, Ijóss og lita í náttúru
landsins eins og það heitir í sýn-
ingarskrá. Tilvísunin fer satt að
segja að verða dálítið lúin, því
nú vilja flestir tengja sköpunar-
ferli mynda sinna þessum atrið-
um. Stundum er þó erfitt að
koma auga á samhengið, því
maður verður ekki alltaf var við
bein tengsl við móður náttúru í
myndverkum viðkomandi.
En hvað verk Ernu snertir,
kemur það einmitt mest á óvart
hve ferskar þær eru og hve sterk-
ur svipur er í þeim með litbrigð-
um landsins og ýmsum tilbrigð-
um í íslenzkri náttúru, sem mað-
ur þekkir og kannast við.
Allar eru myndirnar málaðar
á þessu ári og yfirbragð þeirra
er mjög í ætt við þá miklu feg-
urð og ferskleika sem náttúran
hefur skartað hér á suðvestur-
horninu. Í upphafi sumars var
t.d. mikill kuldi í lofti og sumarið
virtist aldrei ætla að koma, en
dýpt og skýrleiki litrófsins allt
um kring var með ólíkindum.
Þetta finnst mér koma greinilega
fram í litrófi myndanna og má
það vera ljóst að listakonan hefur
ekki snúið bakinu að glugganum
er hún málaði, eins og það er
stundum orðað, heldur rýnt út
um hann og þar með uppgötvað
og upplifað.
Og það eru hinar tæru myndir
sem maður staðnæmist helst við
eins og t.d. „Jöklásýn" (4), „Frá
Þingvöllum" (8), sem hefur sur-
realistískt yfirbragð, „Jökullón
II“, „Hekla" og „Snæfellsjökull“
(18, 19 og 20) svo og „Haust á
Þingvöllum“ (28).
Allt eru þetta vel málaðar
myndir jafnframt því sem að í
þeim felst innri neisti sköpunar.
Orgeltón-
leikar
Nemendur Páls
Isólfssonar leika í
Dómkirkjunni og
Fríkirkjunni
VEGNA aldarafmælis dr. Páls
ísólfssonar hafa nemendur hans
í samvinnu við Félag íslenskra
organleikara ákveðið að efna til
þrennra orgeltónleika í Dóm-
kirkjunni og Fríkirkjunni í
Reykjavík.
Tónleikarnir verða með nokkru
öðru sniði en tíðkast á slíkum tón-
leikum þar sem menn munu jafn-
framt í töluðu orði segja frá kenn-
ara sínum og kynnum sínum af
honum.
Dr. Páll ísólfsson var organleik-
ari við báðar þessar kirkjur og þótti
því rétt að vera á báðum stöðunum.
Fyrstu tónleikamir verða föstu-
daginn 8. október kl. 18 í Dómkirkj-
unni og leikur þá Árni Arinbjarnar-
son á orgelið en Daníel Jónasson
og Kristján Sigtryggson munu ræða
um Pál og kynni sín af homim.
Aðrir tónleikarnir í þessari röð
verða sunnudaginn 10. október kl.
18 í Fríkirkjunni í Reykjavík og
mun Ragnar Bjömsson leika á org-
elið og jafnframt ræða um Pál
ásamt Njáli Sigurðssyni.
Þriðju og síðustu tónleikamir
verða svo mánudaginn 11. október
kl. 18 í Dómkirkjunni. Þar mun
Kjartan Sigutjónsson leika á orgelið
og ræða um Pál ásamt Njáli Sig-
urðssyni.
Aðgangur er ókeypis og öllum
heimill.
Höfóar til
.fólksí öllum
starfsgreinum!
íslenska leikhúsið frumsýnir í Tjarnabíói í kvöld
Islendingnr í fangabúðum nasista
Pétur Einarsson leikur Leif Muller í sýningunni Býr íslendingur
hér?
BÝR ÍSLENDINGUR HÉR?
heitir leikrit sem frumsýnt
verður í Tjarnarbíói í kvöld
klukkan átta. Það byggist
á minningum Leifs Muller
sem Garðar Sverrisson
skráði á samnefnda bók er
út kom fyrir jólin 1988 og
náði metsölu. Leifur fór
ungur maður til náms í
Noregi og varð þar inn-
lyksa í stríðinu. Hann var
svikinn í hendur Gestapó
og sendur í Sachsenhausen
þrælkunarbúðirnar í
Þýskalandi 22 ára gamall.
Þar var hann næstu tvö
árin. Hann komst aftur til
Islands eftir að stríðinu
lauk en megnaði ekki að
segja sögu sína fyrr en und-
ir lokin. Þórarinn Eyfjörð
setti hana á svið og Pétur
Einarsson leikur Leif Mull-
er. Hann rifjar í leikritinu
upp atburði stríðsáranna á
stofu læknis, sem Halldór
Björnsson leikur.
Þórarinn segir að umgjörð
leikritsins sé látlaus og einföld
eins og frásögn Leifs í bókinni.
„Seinni heimsstyrjöldin er fyrir-
ferðarmikil í menningu okkar ef
svo má segja og mér fannst ég
hafa heyrt hér um bil nóg. En
bók Garðars sló mig algerlega
út af laginu. Saga þessa íslenska
manns sem varð fangi númer
68138 hvarf ekki úr huganum
og mér fannst ég skilja margt
betur eftir lestur hennar. Þarna
kristallast örlög eins manns í
bijálæði stríðsins og kalla á af-
stöðu til styijaldarreksturs.
Vekja líka spurningar um hvern-
ig menn fáist til voðaverka eins
og þeirra sem framin voru á
stríðsárunum og framin eru til
dæmis í Júgóslavíu samtímans
þótt umfangið sé minna.
Við höldum hér á íslandi að
styijaldir snerti okkur ekki,
ónæm og fjarlæg. En þó ekki
fjarlægari en svo að í Persaflóa-
stríðinu mættu 200 ungir menn
í franska sendiráðið og vildu fá
að vera með. Stríð er aldrei hægt
að réttlæta og glæpir sem þar
eru framdir eru engum manni
óviðkomandi. í fangabúðum nas-
ista sem enn standa til minja um
hörmungamar stendur: Aldrei
aftur. Þessu má ekki gleyma.
Múgsefjun og ógn virðist hvort
um sig eða saman geta fengið
venjulegt fólk til að slaka á kröf-
unni um grundvallarmannrétt-
indi öllum til handa. Skortur á
umburðarlyndi getur breyst í
hatur og óeðli og þegar mannúð
fer aðeins að beinast að útvöldum
er voðinn vís.“
Hörmungar
Leifur Muller fæddist í Reykja-
vík 1920. Hann lauk prófi frá
gagnfræðadeild Menntaskólans
og hélt síðan til Noregs í verslun-
arskóla. Árið eftir skall heims-
styijöldin á og þótt Þjóðveijar
hafi hertekið Noreg og Dan-
mörku 1940 ákvað Leifur að fara
ekki með löndum sínum, frá Pets-
amo heim til íslands. Hann var
svikinn í hendur Þjóðveija 1942
þótt hann hefði engin pólitísk
tengsl. Sekt hans var sú ein að
hafa ætlað heim, um óvinaríkið
Bretland og til íslands. í júlí
næsta ár var hann fluttur í Sac-
hsenhausen þrælkunarbúðirnar
skammt norðan við Berlín, þar
sem miðað var við níu mánaða
líftíma fanga. En Leifur lifði af.
Rauði krossinn sendi mat til
Norðurlandabúa í búðunum og
ef til vill hefur það bjargað hon-
um. Vorið 1945 fluttu samtökin
þessa fanga úr búðunum og síðan
til Svíþjóðar. Ósigur Þýskalands
var innsiglaður 8. maí. I júlí flaug
Leifur til íslands.
Hann leitaði lækninga í Noregi
ári seinna og kynntist þar konu
sinni Bimu Sveinsdóttur. Þau
eignuðust fimm börn. Leifur tók
við verslunarrekstri föður síns í
Reykjavík og sneri sér síðar að
fataframleiðslu. Hann hóf 1974
bréfaskipti við fyrrverandi sam-
fanga og fór einu sinni að hitta
þá. Hann hætti störfum 1984 og
lést í ágúst 1988. Skömmu áður
sagði hann Garðari Sverrissyni
sögu sína. Það megnaði hann
ekki fyrr en þá.
Frumsýning leikritsins um Leif
verður í Tjamarbíói í kvöld
klukkan 20 og næstu sýningar á
sama tíma á laugardag og næst-
komandi þriðjudag. Þegar er get-
ið leikara og leikstjóra en leik-
mynd gerði Gunnar Borgarsson,
lýsingu annast Elfar Bjamason
og hljóðmynd hefur Hilmar Örn
Hilmarsson gert.
Þ.Þ.